Fréttablaðið - 22.06.2001, Síða 19
FÖSTUPAGUR 22. júní 2001
FRETTABLAÐIÐ
19
Kaffi Ozio:
Þelóníus j azzar
tónleikar Hljómsveitin Þelóníus er
augljóslega skýrð í höfuðið á meist-
aranum Thelonius Monk, en hún er
skipuð fimm ungum jazztónlistar-
mönnum, þeim Steinari Sigurðarsyni
saxófónleikara, Hannesi Helgasyni
píanóleikara, Ragnari Emilssyni gít-
arleikara, Sveini Áka Sveinsyni
basssaleikara og Þorvaldi Þór Þor-
valdssyni trommuleikara. Hljóm-
sveitin hefur verið starfrækt í níu
mánuði og piltarnir eru allir nemar í
tónlistarskóla FÍH nema einn sem er
útskrifaður.
Nú á sunnudagskvöldið verða þeir
með tónleika á kaffi OZIO í Lækjar-
götu þar sem þeir ætla að flytja lög
eftir þá Thelonious Monk og Joe
Henderson og eiga allir örugglega
eftir að finna eitthvað við sitt hæfi.
Tónleikarnir hefjast klukkan hálftíu,
en aðgangseyrir er 600 krónur og
fylgir söngvatn með hverjum seldum
miða. ■
GÍTARLEIKARINN
Ragnar Emilsson er einn hinna ungu jazz-
ara sem ætla að flytja verk eftir Thelonius
Monk og fleiri.
■HjÉC
ERRÓ í HAFNARHÚSINU
hvorki tölvu né handsíma," segir listamaðurinn.
popp-barokk. Ég hef alltaf verið svo
hrifinn af barokkinu og verð æ
hrifnari af því eftir því sem ég eld-
ist. Mér finnst þessi stíll passa
nokkuð vel við nútímann, en það má
rekja hann langt til baka. Til dæmis
finnst mér að stíllinn á teikningum í
gömlum handritum sé mjög líkur
þessum poppstO með línum og flöt-
um.“ ■
i -—-------------—— ------—-—
Sýningin er opin frá kl. 11 til 16 mánu-
daga til laugardaga til 25. ágúst
MYNPLIST_____________________________
Sýning á verkum kalifornísku listakon-
unnar Karenar Kersten, sem hún kallar
Alls staðar, stendur yfir á Mokka-kaffi.
Sýningin stendur til 14.
Gunnar Gunnarsson sýnir 27 málverk
frá árunum 1994-2001 í Veisiugallerínu
og f Listacafé f Listhúsinu í Laugardal.
Sýningin er opin alla daga frá kl 9-19 og
sunnudaga kl. 12-17.
Sýning á verkum þýska listamnansins
Andreas Green stendur yfir í Hafnar-
borg. Hann er fæddur 1954 og hefur
starfað við Ijósmyndun, grafík og mál-
verk og sýnt verk sín víða m.a. í Kassel á
Dookumenta. Árið 1991 stofnaði hann
Kunstlerhaus-Cuxhaven. Sýningin er
opin alla daga nema þeiðjudaga kl. 11-
17 og henni lýkur 2. júlí.
Þýski myndlistarmaðurinn Werner Möll-
er sýnir málverk í Hafnarborg. Á sýning-
unni verður Werner með 30 lítil akrýl-
málverk og eitt stórt textílverk. Sýningin
er opin alla daga nema þriðjudaga frá
kl. 11 til 17 og hennir lýkur 2. júlí.
Nú stendur yfir í Kaffistofu Hafnar-
borgar, menningar- og listastofnunar
Hafnarfjarðar, sýning á grafíkverkum
Magdalenu Margrétar Kjartansdóttur.
Sýningin samanstendur af skissum og
skyssum sem rispaðar eru á kopar-,
plast- eða tréplötur með beittum verk-
færum. Sýningin er opin alla daga nema
þriðjudaga frá klukkan 11 til 17 og hún
stendur til 2. júlí.
Margrét Magnúsdóttir sýnir í Listhúsi
Ófeigs við Skólavörðustíg 5. Sýningin
samanstendur af málverkum og þrívíð-
um hlutum. Sýningin stendur til 23. júní
og er opin á verslunartíma.
Sýningin List frá liðinni öld stendur yfir
í Listasafni ASÍ. Á sýningunni eru sýnd
öndvergisverk úr eigu Listasafsnins. Litið
er til fyrri hlutar síðustu aldar og sjónum
beint annars vegar að yngri verkum
frumherjanna. Sýningin stendur til 12.
ágúst.
Sumarsýning Listasafns Sigurjóns
Ólafssonar ber yfirskriftina Hefð og ný-
sköpun. Þar má sjá úrval verka eftir Sig-
urjón frá þrjátíu ára tímabili, 1930-60.
Safnið er opið alla daga milli klukkan 14
og 17, nema mánudaga.
Arnar Herbertsson heldur sýningu á
verkum sínum í Listasal Man við Skóla-
vörðustig 14. Sýningin stendur til 20.
júní og er opin á virkum dögum kl. 10-
18 og um helgar kl. 14-18.
Sýningin Norrænir hlutir opnaði um
belgina í Norræna húsinu. Á sýningunni
eru verk listamanna frá Danmörku, Finn-
landi, Islandi og Noregi. Sýningin er lið-
ur í átaki sem nefnist Hin nýju Norður-
iönd. Sýningin er opin daglega frá kl. 12
til 17, nema mánudaga.
Sumarsýning Listasafns íslands nefnist
Andspænis náttúrunni. Á henni eru
eingöngu verk eftir (sendinga í eigu
safnsins og fjallar hún um náttúruna
sem viðfangsefni íslenskra listamanna á
20. öld. Verkin á sýningunni eru eftir
marga af helstu listamönnum þjóðarinn-
ar á nýliðinni öld, frá Þórarni B. Þorláks-
syni til Ólafs Elíassonar. Opið frá kl. 11 til
17 alla daga nema mánudaga. Aðgang-
ur er ókeypis á miðvikudögum. Sýningin
stendur til 2. september.
Svipir lands og sagna nefnist sýning á
verkum Ásmundar Sveinssonar sem
opnuð var um helgina í Listasafni
Reykjavíkur Ásmundarsafni. Á sýning-
unni eru verk sem spanna allan feril
listamannsins og sýna þá þróun sem
varð á list hans í gegnum tiðina. Safnið
er opið daglega 10-16 og stendur sýn-
ingin til 10. febrúar á næsta ári.
Norðmaðurinn Gisle Nataas hefur opn-
að sýningu á Mokka-kaffi við Skóla-
vörðustíg. Sýninguna nefnir listamaður-
inn Eitt andartak og þrjár samræður og
fjallar hún um hreyfingu og rými. Ljós
og skugga. Sambandið á milli mynda og
samræðna og þau áhrif sem hlutirnir
hafa á rýmið. ■
Afhending úr sjóði:
Einhver á von
á glaðningi
mynplist Við opnun yfirlitssýningar á
verkum Errós klukkan átta annað
kvöld fer fram afhending úr Lista-
sjóði Guðmundu S. Kristinsdóttur,
móðursystur Erró, til framúrskar-
andi listkvenna á sviði myndlistar og
er þetta í fjórða sinn sem veitt er úr
sjóðnum. Veitt er árlega úr sjóðnum,
sem Erró stofnaði ti! minningar um
frænku sína og er honum ætlað að
efla og styrkja listsköpun kvenna.
Jafnframt leikur jasstríóið Flís við
opnunina. Sýningin er í Listasafni
Reykjavíkur, Hafnarhúsinu. ■
Kammertónlist:
íslensk tónverk á Jónsmessu
tónleikar Fjórir
BRYNDÍS HALLA
Verður í góðum
félagskap í Ými á
sunnudag.
tónlistarmenn, þau
Anna Guðný Guð-
mundsdóttir píanó-
leikari, Bryndís
Halla Gylfadóttir
sellóleikari, Sigrún
Eðvaldsdóttir
fiðluleikari og Sig-
urður Ingvi
Snorrason klar-
inettuleikari, verða
með tónleika í Ými,
tónlistarhúsi
Karlakórs Reykja-
víkur við Skógar-
hlíð, á sunnudaginn kemur klukkan
fjögur síðdegis.
Á efnisskránni eru fimm íslensk
tónverk eftir jafnmörg tónskáld:
„Ristur" fyrir klarínettu og píanó eft-
ir Jón Nordal, „Þrjú næturljóð" fyrir
fiðlu, klarinettu, selló og píanó eftir
Pál Pampichler Pálsson, „Plutöt
blanche qu¥azurée“ eða „Fremur
hvítt en himinblátt" fyrir klarínettu,
selló og píanó eftir Atla Heimi
Sveinsson, „Sónatína'1 fyrir klar-
ínettu og píanó eftir Áskel Másson og
„Áfangar" fyrir fiðlu, klarínettu og
píanó eftir Leif Þórarinsson. ■
Könnunarferð á Jónsmessu:
Hulduheimíir Hafnarfjarðar
dultrú Boðið verður upp
á Jónsmessuferð um hul-
iðsheima Hafnarfjarðar
með Erlu Stefánsdóttur
sjáanda annað kvöld
klukkan tíu. Ferðin tek-
ur rúmlega tvo tíma og
er farið með rútu á þá
staði sem mestan kraft-
inn gefa og sumarsól-
stöðum fagnað. Lagt er
af stað frá Upplýsinga-
miðstöð Hafnarfjarðar,
Vesturgötu 8. Nauðsyn-
legt er að bóka sig í ferð-
ina, sem kostar 1.800 kr.
Jónsmessunótt er í
miklu eftirlæti hjá Erlu
Stefánsdóttur enda er
VINKONA ÁLFANNA
Erla Stefánsdóttir ætlar að
sýna fólki í heimana tvo í
Hafnarfirði.
hún ein þeirra fjögurra
nátta í íslenskri þjóðtrú
sem taldar eru magn-
aðastar og þá geta alls
kyns dularfullir hlutir
gerst í samskiptum
manna og álfa. Jóns-
messunóttin er sú eina að
sumri til. Hinar næturn-
ar eru allar í skammdeg-
inu jólanótt, nýársnótt og
þrettándanótt. Erla ætlar
að kenna þeim sem vilja
að hlusta á náttúruna og
finna jafnvægi landsins.
Heilsað verður upp á
vatnadísir og gerðar
orkuæfingar með hjálp
trjávera. ■
Louise Bourgeois:
Risakönguló í New York
myndlist Þessir stóru svörtu fætur
tilheyra tíu metra hárri könguló, sem
raunar er höggmynd eftir frönsku
listakonuna Louise Bourgeois. Lista-
konan er raunar komin til ára sinna,
því hún er fædd árið 1911 í París en
hefur búið lengst af í New York.
Köngulóin stóra er einmitt staðsett í
New York innan um Rockefeller há-
hýsin sem sjá má umkringja kvikind-
ið. Þessari stóru könguló fylgja tvær
smærri og verða þær til sýnis á þess-
um stað til hausts þannig að þeir sem
leggja leið sína þangað í sumar ættu
endilega að kíkja á gripinn. ■
Sími 567 8730
GSM 82-1 484
> m
1
2. - SUUT5L
tef 1 cr>ratTL\3.ö-uxn
c3. j úphreinsun
m ö s s u. n.
sILþmLf
OPIÐ ALLA VIRKA DAGA 8
www. teflon.is • Krókhálsi 5 • To
Þú þarft ekki einu sinni
skæri til að stytta þær
Trekker
Convertible buxur
1
V
. \
A V
Þú bara rennir skálmunum af og á allt eftir þörfum.
Omni-Dry létt og fljótþornandi efni.
■
^Columbia
V Sporlswear Company*
NANOQ*