Fréttablaðið - 13.07.2001, Side 7

Fréttablaðið - 13.07.2001, Side 7
FÖSTUDAGUR 13. júlí 2001 FRETTABLAÐIÐ 7 HÆSTIRÉTTUR Aðstandendur óttast frekari árásir mannsins gangi hann laus. RANIA JÓRDANÍUDROTTNING Heiðursdoktor í lögum. England: Islandsvinur heiðraður exceter. ap. Rania Jórdaníudrottn- ing var sæmd doktornafbót í lög- um frá Exeter-háskóla í gær. Rania fékk nafnbótina fyrir hlut sinn í eflingu tengsla Jórdaníu við Evr- ópu og stuðningi sínum og vinnu í þágu þróunarverkefna kvenna. ■ Réðist á móður sína: Gæsluvarð- hald staðfest hæstiréttur Hæstiréttur hefur stað- fest þriggja vikna gæsluvarðhalds- úrskurð Héraðsdóms Reykjaness yfir manni sem hefur játað að hafa ráðist á móður sína með skærum og veitt henni áverka á hálsi. Héraðs- dómur hafði úrskurðað manninn í gæsluvarðhald til 27. júlí og gert honum að sæta sérfræðirannsókn á andlegum og líkamlegum þroska og heilbrigðisástandi. Maðurinn hafði krafist ógildingar gæsluvarhaldsúr- skurðarins eða styttingar hans en þar sem talið var að hætta kynni að vera á frekari líkamsárásum manns- ins hafnaði Hæstiréttur kröfu hans. Af málsskjölum kemur fram að maðurinn hefur átt við fíkniefna- vanda að stríða og var undir áhrifum fíkniefna þegar hann réðist á móður sína. Hún var að mata átta mánuða gamla dóttur sína þegar maðurinn kom henni að óvörum, tók undir höku hennar og skar hana með skær- unum á framanverðan hálsinn. Við það hrasaði hún en náði að rísa aftur á fætur og reyndi maðurinn þá að skera hana aftur. Henni tókst þó að verjast atlögu hans og náði skærun- um af honum og koma í veg fyrir frekari árásir. ■ Akureyri: Skilorð fyr- ir þjófnað pómsmál Tveir menn á þrítugs- aldri voru í gær dæmdir í 45 og 60 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnað og tilraun til nytjastulds. Mennirnir brutust inn í tvo bíla fyrir utan veitingastaðinn Baut- ann á Akureyri og reyndu að ræsa þá en bílunum hugðust þeir keyra til Reykjavíkur. Þá stálu þeir hljómflutningstækjum úr öðrum bílnum og fengu þau þriðja aðila til vörslu. Auk fangelsisvistarinn- ar voru mennirnir dæmdir til að greiða eiganda bílsins 45.000 krónur í bætur fyrir tjón sem þeir unnu á bílnum. ■ Flugvöllur í Vatnsmýri: Veruleg vonbrigði aðalskipulag „Ég varð fyrir veruleg- um vonbrigðum með þetta“, segir Andrés Magnússon, talsmaður sam- takanna 102 Reykjavík, um að gert er ráð fyrir því í drögum að aðalskipu- lagi Reykjavíkur að flugvöllur verði áfram í Vatnsmýrinni eftir 2016. „Með þeim tillögum sem hafa ver- ið kynntar er verið reyna að fara ein- hverja málamiðlunarleið í máli þar sem ekki er hægt að finna málamiðl- un. Annað hvort er flugvöllurinn í Vatnsmýrinni eða ekki. Það sem mér finnst þó verra er að í stað þess að þetta kjörlendi Reykjavíkur sé nýtt skynsamlega til að byggja borgina upp miða tillögurnar að því að flug- völlurinn haldi áfram að stjórna byggðinni í kring. Þá finnst mér verr af stað farið en heima setið.“ Andrés segir að samtökin 102 Reykjavík hafi verið stofnuð til þess að vinna gegn áframhaldandi veru flugvallar í Vatnsmýri í kosningun- um síðasta vor en hafi ekki haft um- boð til frekari aðgerða. Því myndu samtökin ekki beita sér frekar í málinu nema að fenginni samþykkt félagsfundar. Þó sagði hann ekki ólíklegt að einhverjir fé- lagsmenn myndu beita sér gegn framkomnum tillögum sem enn megi breyta áður en þær verða samþykkt- ar sem aðalskipulag. ■ STUTT Nýr samningur náttúrufræð- inga við launanefnd sveit- arfélaga er á sömu nótum og samið hefur verið um á al- mennum vinnumarkaði. Aðalá- herslan var lögð á að samræma fjóra ólíka samninga náttúru- fræðinga og ákveða í hvaða formi launagreiðslur þessara hópa verða. RÚV greindi frá. Islenskt par týndust í skógum Ekvador ásamt tveimur frönskum ferðamönnum og fjórum leiðsögumönnum. Fólk- ið labbaði fram á tjaldsvæði snemma morgun 9. júlí sl. og var þá orðið svangt og þreytt. Ferðaskrifstofa fólksins bað herinn um aðstoð því talið var hugsanlegt að fólkinu hefði verið rænt. Morgunblaðið greindi frá. Sjómannaþjónusta: Félagsmiðstöð fyrir áhafnir skipa höfuðborgarsvæðid Þann 1. des- ember n.k. er ætlunin að taka í notkun nýja alþjóðlega sjómanna- þjónustu fyrir Reykjavík og ná- grenni og verður hún til húsa á hafnarsvæðinu við Granda. Að þessari þjónustu standa Sjómanna- dagsráð, Þjóð- kirkjan, Sjó- mannafélag Reykjavíkur, Far- manna- og fiski- mannasamband íslands og Vél- BORGÞÓR S. KJÆRNESTED Unnið er að því að styrkja rekstr- argrundvöll tyrir nýja sjómanna- þjónustu stjórafélag íslands. Þá hefur Al- þjóðaflutningasambandið styrkt þessa nýjung með 100 milljón króna framlagi. Árlegur rekstur er talin kosta um 20 milljónir króna. Borgþór S. Kjærnested fulltrúi sambandsins segir að þessi sjó- mannaþjónusta muni sinna hátt í 30 þúsund sjómönnum sem koma á höfuðborgarsvæðið ár hvert, innlendum sem erlendum. í þess- ari félagsmiðstöð verður m.a. net- kaffi og önnur afþreying eins og t.d. líkamsrækt, kaffistofa, golf- hermir og þar mun miðborgar- presturinn hafa aðstöðu. Hann tel- ur að þessi sjómannaþjónusta eigi eftir að setja jákvæðan svip á borgina. ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.