Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.07.2001, Qupperneq 17

Fréttablaðið - 27.07.2001, Qupperneq 17
FÖSTUPftGUR 27. júll 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 17 SNORRABRAUT 37, SÍMI 551 1384 LAUGAVEGI 94. SIMI 551 6500 dagar CITROÉN 16. iúlí-3. ágúst 200-1 Q, brnnborg KRINSLU.-; , jDRlVEN kl. 5.45, 8, 10.15 og 12.301^ jCROCOOILEDUNDEEINLfl M.6ogeQ IWIEMENTO kH0ogl2|CT Ianimal kl. 4,6,8,10 og 121 ISHREK (fsltal) kL4o*6i TOMB RAIDER kl 8, lOog 12l Stampin Ground á íslandi: Harðkjami í Safamýri Stónleikar í kvöld spilar breska harðkjarnasveitin Stampin Ground í félagsmiðstöðinni Tóna- bæ við Safamýri (Framheimilið). Stampin Ground hefur haft mikil áhrif á harðkjarnasenuna í Bret- landi og hefur spilað með allra stærstu nöfnum senunnar s.s. Napalm Death og AF. Hljómsveit- in hefur hlotið mikið lof gagn- rýnenda en meðlimir hennar skil- Bgreina tónlist sína sem sambland af hardcore og metaltónlist, ,jl hvernig sem á að íslenska það. „Jafnvel á hálfum styrk, hristust gluggarnir og veggirnir," skrifaði Graham Finney í tímaritinum Metal Hammer um nýjustu plötu Stampin Ground, er ber nafnið Carved From Empty Words. Stampin Ground var stofnuð snemma árs 1995. Upphaflega ætluðu meðlimir að spila eins ró- lega og þunga tónlist og mögulegt Ivar, en þeir gáfust fljólega upp á hægaganginum. Fyrsta breið- skífa þeirra, Demons Run Amok, kom út í aprfl árið 1997. Og í kjöl- farið hófst tónleikahald víðsveg- ar um Evrópu. Sveitin hefur það orð á sér að halda magnaða tónleika og segj- ast meðlimirnir gefa sig alla í þá. Þeir segjast einnig vera með helming tónleikanna í lausu lofti þar sem þeir hoppa og skoppa um sviðið eins og þeir mögulega geta. Hljómsveitarmeðlimir hafa lofað öflugum tónleikum á ís- landi þar sem þetta verða síðustu tónleikar þeirra á árinu. Stampin Ground er á leið í hljóðver að taka upp nýja breiðskífu. Með Stampin Ground koma fram hljómsveitirnar I adapt, Klink og Snafu. Miðasala er þeg- ar hafin í versluninni Hljómalind og kostar 1000,- krónur inn. Mið- ar verða einnig seldir við inn- ganginn. Húsið opnar klukkan sjö en tónleikarnir hefjast stundvís- lega klukkan átta. Ekkert aldurs- takmark er á tónleikana og að sjálfsögðu er öll vímuefnaneysla bönnuð. ■ Sýnd kl. 4, E, 8,10,12 og 02 (að nóttu) lANIMAL kl. 4, 6, 8, 10, 12 og 02| jRÍDDUMÉR kl. 8, 10, 12 og 02 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 jEVOLUTION kl 4,6,8 og löj Frægasta bítlahljómsveit á ís- landi fyrr og síðar, hinir einu sönnu Hljómar frá Keflavík, , munu skemmta á Akureyri um næstu helgi. Þetta er fyrsta skemmt- ; un Hljóma norðan \ heiða síðan 1968. Þeir Engilbert Jensen, Erlingur B jörnsson, Gunn- ar Þórðarson og Rúnar Júlíusson vonast eftir miklu fjöri á föstudags- og laug- ardagskvöld. Auk þess að leika þekktustu Hljómalögin munu þeir taka ýmsar perlur Bítlanna, Stones og annarra er gerðu garð- inn frægan á sjöunda áratugnum. Karlarnir eru búnir að æfa sig vel fyrir endurkomuna og er þv£ ekki úr vegi að bregða sér á Við Pollinn á Akureyri um helgina. Fyrirsætan Jordan hefur undan- farið fengið morðhótanir í gegnum síma. Að sögn The Sun fékk vinur fyrirsætunnar send smáskilaboð þar sem sendandi hótaði að skera hana á háls og lim- lesta líkama hennar. Jordan, sem er 23 ára og heitir réttu nafni Kate Price, er í Bandaríkjnunum að sitja fyrir hjá Playboy tímarit- inu. Hún hefur átt vingott við fræga karlmenn í Bretlandi s.s. Dwight Yorke, knattspyrnumann hjá Manchester United og popp- stjörnuna Dane Bowers. „Við get- um staðfest að henni hefur verið hótað,“ sagði talsmaður Scotland Yard. Hann vildi ekki segja hvort fyrirsætan yrði yfirheyrð. Komdu fagnandi og gerðu góð kaup Frábærar viðtökur Nú höfum við afhent 100. Citroén- bílinn og í tilefni af þvi höldum við Hamingjudaga Citroén í Reykjavík og á Akureyri. Komdu og gerðu frábær kaup. Hamingjutílboð Kaupir þú Citroén Xsara eða Xsara Picasso á Hamingjudögum fylgja álfelg- ur, litaðar rúður, vindskeið og króm á pústið með í kaupunum. www.brimborg.is Brímborg Tryggvabraut 5 Simi 462 2700 Blley Búðareyrí 33 Slmi 474 1453 Selfo&s Bctrí bílasalan Hrísmýrí 2a Simi 482 3100 Bilasalan Biiavik Njarðarbraut 15 Sími 421 7800 HORFÐU í NÝIAÁTT-SIÁÐU dTO^N WM L QtroenXsaraPicasso Sérlega glæsilegur 5 dyra fjölnotabíll með kraftmikilli 1,81 og 16 ventla vél. AÐEINS; 1.989.000 kr QtroénXsara Frábærir aksturseiginleikar og þétt veg- grip. 1,61 og 16 ventla vél. Virgin Suicides frumsýnd: * Síðasta landið álistanum kvikmyndir Virgin Suicides var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes fyrir rúmum tveimur árum. Síðan þá hefur hún verið frumsýnd um allan heim og ís- land er líklega síðasta landið á listanum. Myndinni er leikstýrt af Sofia Coppola, dóttur Francis Ford, og er þetta frumraun hennar. Hún er rós í hnappagat Sofia og hefur fengið fjöldann allan af tilnefn- ingum á kvikmyndahátíðum um allan heim. Franska hljómsveitin Air gerði tónlistina í myndinni og þykir hún einkar vel heppnuð. Sofia skrifaði handritið að myndinni eftir skáldsögu Jeffrey Eugenides. Hún er um Lisbon- systurnar fimm, sem búa í Michigan á áttunda áratugnum. Sagan er sögð mörgum árum seinna af strák sem var á svipuð- um aldri og þær. Lisbon-systurn- ar búa við harðríki foreldra sinna og fá því lítið að umgangast jafn- aldra sína, sem gerir það að verk- um að þær eru strákum bæjarins einkar hugleiknar. Kirsten Dunst fer með aðal- hlutverkið en James Woods, Kathleen Thrner og Josh Harnett leika einnig stór hlutverk. Mynd- in er sýnd í Háskólabíó. ■ í GÓÐUM MÁLUM Vegur Kirsten Dunst hefur legið uppávið sfðan hún lék í Virgin Suicides. Pessa dagana er hún að leika Mary Jane, kærustu Kóngulóarmannsins, undir handleiðslu Sam Raimi.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.