Fréttablaðið - 27.07.2001, Síða 22

Fréttablaðið - 27.07.2001, Síða 22
22 FRÉTTABLAÐIÐ 27. júlí 2001 FÖSTUPAGUR HRAÐSOÐIÐ VILHJÁLMUR EGILSSON Alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokk Fyrirgreiðsla á undanheildi HVAÐ mælir á móti að bókhald stjórn- málaflokka sé opið og sýnilegt? „Það sem mælir á móti því er að opið bókhald getur unnið gegn því persónufrelsi sem við viljum hafa. Við viljum að fólk geti stutt stjórn- málaflokka án þess að það sé sýni- legt rétt eins og við viljum að fólk fái að vera eitt í kjörklefanum. Þeg- ar ég er að tala um að bókhaldið eigi ekki að vera opið fyrir hvern sem er, verða stjórnmálaflokkar að sjálf- sögðu að halda bókhald og standa skil á öllu sem snertir skatta. Það þarf að allt að vera hreinu gagnvart þeim.“ HVERS vegna geta ekki sömu reglur gilt hér og f öðrum löndum? „Það er nú sjálfsagt þannig að hver þjóð hefur sína sögu að segja í þessum efnum. Ég hef ekki séð það hér á íslandi að það sé ástæða að breyta í grundvallaratriðum þeim reglum sem við búum við. Ég held að þjóðfélagið allt hafi þróast í þá átt að pólitísk fyrir- greiðsla og áhrif stjórnmálaflokk- anna á daglegt líf fólks sé á miklu undanhaldi. Nú getur hver sem er keypt sér jeppa eða farið til út- landa án þess að þurfa að leita til flokkanna eða stjórnmálamann- anna. Það myndi því skjóta nokk- uð skökku við, í allri þessari frjálsræðisþróun og minnkandi áhrifum stjórnmálaflokka, að svipta fólk því sem er angi af þessum leynilega atkvæðisrétti." HVAÐA áhrif myndu breytingar hafa á starf fiokkanna? „Þetta er viðkvæmt mál fyrir fólk að styðja stjórnmálaflokka og fólk verður fyrir allskyns athuga- semdum þess vegna. Við höfum það sem útgangspunkt að hér er leynileg atkvæðagreiðsla og fólk má styðja hvaða flokk sem það vill. En með því að allur stuðning- ur verði opinberaður tel ég það ekki styrkja lýðræðið. Þvert á móti yrði það til að flokkarnir yrðu háðari ríkinu eins og gerist í mörgum löndum. Víða fá flokkar framlög til kosningarbaráttu - til dæmis í Bandaríkjunum." Vilhjálmur Egilsson er þingmaður fyrir Sjálf- stæðisflokkinn i Norðurlandskjördæmi vestra. Hann er formaður efnahags- og viðskiptanefnd- ar Alþingis. Auk þess er hann framkvæmda- stjóri Verslunarráðs. Jólasveinar þinga: Aðfangadagskvöld áfram 24. desember íól Mikill meirihluti jólasveina féllst á það á nýafstöðnu heims- þingi jólasveina að aðfangadags- kvöld yrði áfram þann 24. desem- ber að því er frá greinir í danska dagblaðinu Politiken. Fjórir jóla- sveinanna, með þann spænska fremstan í flokki, höfðu lagt til að flytja ætti hátíðina til 6. janúar. Spænski jólasveinninn fékk þó áfram leyfi til að gefa börnum gjaf- ir á þessum degi og sömuleiðis fékk hinn rússneski Frosti leyfi til þess að gefa gjafir í lok janúar. Heims- þingið sem er árlegur viðburður, var haldið í Kaupmannahöfn á dög- fSLENSKIR JÓLASVEINAR Cefa börnum gjafir í þrettán daga. Skyldi það hafa verið tekið fyrir á heimsþinginu? unum. Það sóttu 150 jólasveinar frá öllum heimshornum. Þvi lauk með jólamáltíð að dönskum sið. ■ Neita að yíirgefa klefa sína: Fangarnir hreyfa sig ekki JESSUP. maryland.ap Nær allir fang- ar í fangelsinu í Jessup í Maryland hafa neitað að yfirgefa klefa sína frá því á mánudag og fara til vinnu. Með þessu mótmæla þeir aðbúnaði í fangelsinu. Dropinn sem fyllti mælinn, var að bann var lagt við reykingum fanga og starfsmanna í fangelsinu. Aðeins 30 af 1200 föngum hafa mætt til vinnu, aðrir halda til i klef- um sínum. Mótmælin hafa verið friðsamleg og fulltrúar fanganna hafa átt fundi með yfirvöldum í leit að lausn. Yfirvöld segjast ekkert geta gert við reykingabanninu en vilja hins vegar skoða aðrar umkvart- anir, sem m.a beinast að bættri heilsugæslu og starfsaðstöðu. Þá hafa fangarnir kvartað undan því að mýs og rottur leggi undir sig eldhús stofnunarinnar og matur- inn sé lítið eldaður og naumt skammtaður. Þá vilja þeir að heil- brigðisyfirvöld verði látin skoða ástand baðherbergja og sameigin- legs rýmis, auk þess sem rannsókn fari fram á verðlagi í fangelsis- versluninni. ■ FRÉTTIR AF FÓLKI Fréttastofa Ríkissjónvarpsins hefur fengið tvo nýja aðstoð- arfréttastjóra, Loga Bergmann Eiðsson og Elínu Hirst, sem verður staðgengill Boga Ágústssonar. Þar með eru varaf- réttastjórarnir á þessari litlu fréttastofu orðnir fjórir þvi fyrir voru Olafur Sig- urðsson og Helgi H. Jónsson, sem verið hefur stað- gengill Boga. Helgi gegndi ein- mitt fyrir Boga við síðustu borg- arstjórnarkosn- ingar og stýrði þá liðinu á þann hátt að Davíð Oddsson, forsætisráðherra, kenndi honum um að R-listinn hefði haldið meirihluta í borgarstjórn. Nú er búið að sjá fyrir því að slíkt gerist ekki við næstu kosningar því Elín mun halda um stjórnar- taumana verði Bogi vant við lát- inn. Jón Gauti Jónsson verður sveit- arstjóri nýja meirihlutans í Skagafirði fram að sveitarstjórn- arkosningum næsta vor. Eins og kunnugt er slitn- aði með látum upp úr samstarfi ríkis- stjórnarflokkanna í sveitarstjórninni og nú hafa vinstri menn komist að í samráði við Framsókn. Jón Gauti er einn reyndasti sveitarstjóri og sveitarstjórnarmaður landsins og var m.a sveitarstjóri í Súðavík við endurreisn samfélagsins þar eftir snjóflóðin 1995. Áður var hann m.a. bæjarstjóri í Garðabæ. Fer ekki úr að ofan Rúnar Júlíusson er að spila með Hljómum. Hann segir að sér hafi ekki leiðst í lífinu. rokk „Þetta er búið að endalaust upphaf, alveg frá því við byrjuð- um,“ sagði Rúnar Júlíusson þeg- ar hann var spurður hvort Hljómar komi til með að spila meira saman en þeir hafa gert, en hljómsveitin verður á Akur- eyri um helgina. „Það hefur alltaf verið áhugi fyrir Hljóm- um, en við höfum verið misdug>- legir að halda lífi í sveitinni," sagði Rúnar en Hljóma skipa nú ásamt honum; Gunnar Þórðar- son, Erlingur Björnsson, Engil- bert Jensen og Sigfús úr Jagúar trommar. „Það er það,“ sagði Rúnar þeg- ar hann var spurður hvort það sé öðruvísi að spila með þessum gömlu félögum sínum en öðrum. „Þetta er mótunartíminn hjá mér. Hljómar eru fyrsta hljóm- sveitin sem ég var í, byrjuðum 1963.“ Þetta er langur tími, fara þeir létt með spilamennskuna. „Já, við gerum það. Ég og Gunn- ar erum í spilaæfingu. Ég hef spilað meira og minna um allar helgar frá 1963, með Hljómum, Lónlí blúbojs, Trúbroti, GCD, einn eða með minni eigin hljóm- sveit.“ Lagaval Hljóma er fyrst og fremst byggt upp á lögum sem sveitin setti á plötur. Nokkur kunn lög með öðrum frá þeim árum sem Hljómar voru starf- andi eru á dagskrá sveitarinnar. „Við vorum með 350 laga pró- gramm á sínum tíma. Við þurfum bara að rifja upp okkar lög, þetta er eins og að hjóla eða mann- gangurinn. Þetta gleymist ekki. Við erum fljótir að ná okkur sam- an. Það er lykilatriði í rokki að hafa ryþmann í lagi og hafa góð- an trommara, sem við erum með. Við erum í ágætis formi, ekki eins og við vorum en það er önn- ur dýpt í þessu nú. Ég fer ekki úr að ofan, hef ekki skrokk í það lengur. Ég nærist það mikið á tónlist að ég verð sennilega í þessu þar til ég dett niður dauð- ur. Ég get ekki svarað fyrir hina. Gunnar er líklegur til að vera í þessu lengi enn.“ Rúnar hefur víða komið við og verið í mörgum vinsælum hljóm- sveitum. „Þetta hefur verið lit- ríkur og skemmtilegur ferill. Mér hefur ekki leiðst." En hefði Rúnar ekki farið þessa leið, hvað þá: „Ég get bara ekki hugsað mér neitt annað. Kannski í atvinnu- fótbolta." RÚNAR JÚLÍUSSON Hann spilar I rokkbandi með sonum sín- um sem hann segir vera föðurbetrunga. Rúnar segir að hann verði með eigin hljómsveit í Úthlíð um verslunarmannahelgina. „Það er rokktríó þar sem synir mínir spila með mér. Júlíus var að gefa út plötu, þeir eru föðurbetrung- ar.“ Er ekki meira álag að spila með sonunum. Er pabbinn ekki stressaður á að þeim verði á? „Nei, þeir eru það færir. Annars kæmust þeir ekki í hljómsveit- ina.“ sme@frettabladid.is Nuevo Cubano Kúbverskur matur og kúbversk hamingja! Kvartett Castro spilar laugardagskvöld. ATLAMTlC Austurstræti 10 / sími 552 5220 / atlantic@atlantic.is JL

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.