Fréttablaðið - 28.08.2001, Qupperneq 2
FRÉTTABLAÐIÐ
KJÖRKASSINN
28. ágúst 2001 PRIÐJUDAGUR
KÆMI FLEIRUM
Á ÓVART
Aðeins 26% telja að
Ólafur Ragnar Críms-
son og Dorrit Moussai-
eff gangi í hjónaband á
þessu ári, en hinum
kæmi það á óvart.
Telur þú að Ólafur Ragnar
Crímsson og Dorrit Moussa
ieff gangi í hjónaband
á þessu ári?
Niðurstöður gærdagsins
á vwvw.visir.is
Já
26%
Nei
74%
Spurning dagsins í dag:
Telur þú að Vinstri-Grænir bjóði fram
með R-listanum?
Farðu inn á vísi.is og segðu
þína skoðun
__________________
OLÍUBORPALLURINN
Starfsmenn olíufélaga í Nigeríu verða
ósjaldan fyrir hremmingum i tengslum við
gagnrýni á þau.
Olíuborpallur í Nígeríu:
Gíslum
sleppt í gær
abuja. ni'geríu. ap Herská ung-
menni í Nígeríu slepptu í gær tug-
um starfsmanna á olíuborpalli út
af strönd Vestur-Afríku sem þau
höfðu tekið í gíslingu á fimmtu-
daginn í síðustu viku. Borpallur-
inn er í eigu Royal Dutch/Shell, en
starfsemi fyrirtækisins í Nígeríu
hefur lengi verið umdeild og
gagnrýnd harðlega fyrir um-
hverfisskaða sem borunin veldur
ásamt tregðu til að greiða skaða-
bætur fyrir land sem notað hefur
verið undir starfsemina.
Fregnum bar ekki saman um
hversu margir gíslarnir voru.
Ýmist voru þeir sagðir fimmtíu
talsins, þar af fimm Bretar, tveir
Bandaríkjamenn og einn Egypti,
eða þeir voru sagðir 99, þar af
áttatíu Nígeríumenn og 19 útlend-
ingar. ■
Ilögreglufréttir
Bílvelta varð við Breiðabóls-
stað í Sökkólfsal um eitt-
leytið á laugardag. Tvennt var í
bílnum, móðir með son sinn, og
hlaut drengurinn heilahristing
og stakkst hlutur sem í bílnum
var í vinstri upphandlegg hans.
Móðir drengsins hlaut höfuðá-
verka og fingurbrotnaði. Mæð-
ginin voru flutt með sjúkrabif-
reið til Akraness til aðhlynn-
ingar og fengu þau að fara heim
í gær. Talið er að konan hafi
misst stjórn á bifreiðinni þegar
hún kom af tvíbreiðum vegi yfir
á einbreiðan og missti hún bíl-
inn út í vegarkant með þeim af-
leiðingum að hann fór fjórar
veltur.
—.....-
Lögreglan á Eskifirði hafði af-
skipti af ökumanni á Neskaup-
stað aðfaranótt sunnudagsins
sem grunaður er um ölvun við
akstur. Þá var einn tekinn á 124
km hraða fyrir utan Reyðarfjörð
og á sá von á dágóðri sekt.
Norðlingaholt
Gegn bensínstöð á
vatnsverndarsvæði
Dæmdur morðingi:
Lögmaðurinn
alltaf fullur
umhverfi Meirihluti umhverfis- og
heilbrigðisnefndar Reykjavíkur
telur að vegna nálægðar við
Bugðu og viðkvæmra útivistar-
svæða í nágrenninu sé óheppilegt
að tengja Norðlingaholt við Suður-
landsveg með mislægum gatna-
mótum á því svæði sem áformað
er. Nefndin leggst einnig gegn því
að byggð verði bensínstöð á vatns-
verndarsvæðinu þar eins og ráð-
gert er samkvæmt tillögu að
skipulagi svæðisins.
I samþykkt meirihluta nefndar-
innar er hins vegar lýst yfir
ánægju með meginþema skipu-
lagstillögunnar, enda séu áherslur
hennar í samræmi við stefnu
borgarinnar um uppbyggingu
sjálfbærs samfélags. Af einstök-
um atriðum hennar eru nefndar-
menn einna hrifnastir af því að
hægt verður að komast fótgang-
andi um allt hverfið án þess að
þurfa að fara yfir umferðargötur.
Sömuleiðis eru menn ánægðir með
hversu vel á að nýta græn svæði
til að tengja hverfið saman og
GUÐLAUGUR ÞÓR ÞÓRÐARSON
BORGARFULLTRÚI
Kvartar yfir því að fá ekki kort og önnur
umbeðin gögn á fundum umhverfis- og
heilbrigðisnefndar
mynda heildstæð tengsl við úti-
vistarsvæðin í nágrenninu. ■
RALEIGH. AP Ronald Wayne Fray,
fangi í Norður-Karólínu í Banda-
ríkjunum, er einn þeirra fjölmörgu
Bandaríkjamanna sem bíða fulln-
ustu líflátsdóms. Nú í vikunni er
komið að því að dómnum verði full-
nægt, en Fray hafði hlotið lífláts-
dóm fyrir morð. Fray hefur hins
vegar gripið til þess ráðs að fara
fram á miskunn á þeim forsendum
að lögfræðingur hans innbyrti jafn-
an mikið magn af áfengi meðan á
réttarhöldunum stóð. Fullyrðir
Fray að lögfræðingurinn hafi ekki
dregið fram öll nauðsynleg gögn í
málinu og almennt staðið sig illa
vegna ofdrykkjunnar. ■
ENN LANGT í LAND
Þegar auðlindanefnd skilaði af sér síðasta haust sagðist sjávarútvegsráðherra vonast til þess að endurskoðunarnefnd skilaði af sér fyrir þinglok. Ekkert varð af því og næsti skilafrestur
rennur úr á laugardag án þess að nefndin hafi skilað tillögum.
Verulegur ágreiningur
er innan nefndarinnar
Kemur í ljós á næstu dögum hvort endurskoðunarnefnd um fiskveiðistjórn skilar sameiginlegum
tillögum. Mikill skoðanamunur í nefndinni og ekki hefur náðst sátt í helstu deilumálum. Ljóst að
nefndin skilar ekki af sér á þessu fiskveiðiári eins og stefnt hafði verið að.
fiskveiðistiórn Enn ber langt í milli
í skoðunum manna í endurskoðun-
arnefnd um stjórn fiskveiða og
ljóst er að nefndin mun ekki skila
af sér tillögum fyrir 1. september
nk. eins og stefnt hafði verið að.
Nefndarmenn sem Fréttablaðið
ræddi við sögðu að vilji væri fyrir
því að reyna að ná sáttum en sögðu
jafnframt að þar sem skoðanir
væru mjög mismunandi væri það
ekki auðvelt.
Jóhann Ársælsson sagði í gær
að meiri hreyfing hefði komist á
málin eftir síðasta fund nefndar-
innar en þrátt fyrir það væri enn
langt á milli manna. „Það er ekki
auðvelt að finna samkomulagsflöt.
Það mun koma í ljós á næstu dög-
um hvort menn geta náð einhverri
samstöðu." Kristinn II. Gunnars-
son tekur undir að erfitt sé að ná
samkomulagi í máli þar sem skoð-
anir manna séu jafn skiptar og
raun ber vitni um stjórn fiskveiða.
„Þetta er stærsta mál samtímans.
Auðlindanefnd mat verðmæti
veiðiheimildanna á 290 milljarða
króna, það er meira en milljón á
hvert mannsbarn. Þar sem hags-
munirnir eru mestir eru mestar
líkur á að menn verði ósammála."
„Það vilja sem flestir ná sáttum
því það er mikill ágreiningur í
samfélaginu um þessi mál“, segir
Árni Steinar Jóhannsson. „Ef
menn geta náð einhverri málamiðl-
un sem allir geta verið sáttir við þá
er það náttúrulega það albesta.
Þess vegna höfum við tekið svo
langan tíma í þessa urnræðu."
Einn viðmælenda Fréttablaðs-
ins sagði að þó menn gerðu tilraun-
ir til að ná sátt í starfi nefndarinn-
ar mætti búast við að niðurstaðan
yrði sú að í stað einnar tillögu
rnyndu koma fram nokkur sérálit
þar sem hver um sig gerir grein
fyrir því hvaða leið ætti að verða
ofan á. Langt hefur verið á milli
manna og þrátt fyrir mikla vinnu
hefur ekki náðst samstaða um hel-
stu ágreiningsefni.
„Eg vænti þess að nefndin skili
af sér í fyrrihluta septembermán-
aðar,“ segir Friðrik Már Baldurs-
son, formaður nefndarinnar, sem
viðurkennir að erfitt sé að ná nið-
urstöðu vegna ólíkra skoðana.
Hann segist þó gera það sem hann
getur til að ná sameiginlegri niður-
stöðu og gefa ekki eftir fyrr en í
fulla hnefana.
binni@frettabladid.is
Afl kærír úrskurð skipulagsstjóra:
Tilræði við nýsköpun í atvinnulífi
virkjun „Við teljum að úrskurður
skipulagsstjóra vegi að möguleik-
um Austfirðinga til nýtingu tæki-
færa í atvinnumálum, mannlífinu
og afkomu byggðanna," segir Jón
Ingi Kristjánsson, formaður
starfsgreinafélagsins Afls á Aust-
urlandi, en stjórn þess tók í gær
formlega ákvörðun um að kæra
úrskurðinn um höfnun Kára-
hnúkavirkjun til umhverfisráð-
herra. Hann segir að líta megi á
niðurstöðuna sem rökrétt fram-
hald niðurstöðu fundar sambands
sveitarfélaganna á svæðinu.
„Stuðningur við virkjunina hefur
verið mikill hér. Við teljum að úr-
skurðurinn líti framhjá mikilvægi
virkjunar fyrir framtíð atvinnu-
og byggðamála.“
Afl-Starfsgreinafélag Austur-
lands varð til sl. vetur við samein-
ingu sex verkalýðsfélaga. Þau eru
Verkalýðs- og sjómannafélag Fá-
skrúðsfjarðar, Árvakur á Eski-
firði, Verkalýðsfélag Norðfirð-
inga, Verkalýðsfélag Fljótsdals-
héraðs og Borgarfjarðar-eystri,
Fram á Seyðisfirði og Sjómanna-
félag Vopnafjarðar og Skeggja-
staðahrepps. Nokkra athygli vakti Af| æt|ar að kæra úrskurð Skipulagsstofn-
að Reyðarfjörður tók ekki þátt í unar og segir hann vega að afkomu
sameiningunni. ■ byggðanna.