Fréttablaðið - 28.08.2001, Page 4

Fréttablaðið - 28.08.2001, Page 4
4 FRÉTTABLAÐIÐ 28. ágúst 2001 ÞRIÐIUDACUR SVONA ERUM VIÐ ALDURSDREIFING NÝKOMU KVENNA Á VOG ÁRIÐ 2000 HEIMILD: ARSRIT SAA 2000-2001 VARÐ ELDSNEYTISLAUS Fimmtíu farþegar meiddust, en níu þurftu að fara á sjúkrahús og höfðu þeir flestir meiðst í baki. Kanadísk þota: Naudlenti á Azoreyjum Farþegar í kanadískri Airbus- þotu sögðu það kraftaverki líkast að flugmanninum hafði tekist að lenda vélinni eftir að vélin varð eldsneytislaus yfir Atlantshafi í gær og drapst á öllum hreyflum. Flugmaðurinn flaug vélinni án vélarafls í átján mínútur og tókst að Ienda heilu og höldnu á her- flugvelli á eyjunni Terceira, sem er ein Azoreyja. Áhöfn vélarinnar virðist hafa fyllst skelfingu þegar vélarnar gáfust upp, sem olli því að mikill óróleiki varð meðal farþeganna. Vélin missti hæð býsna hratt og var á 500 km hraða þegar hún lenti á flugvellinum. Hjólbarðarn- ir sprungu og síðan kviknaði í þeim eftir að eldsneyti lak út. ■ ..... Breskir sjúklingar í bið eftir aðgerð: Leyfitil meðferðar erlendis london.ap Sjúklingar sem þurft hafa að bíða lengi eftir að komast í aðgerð hjá bresku heilbrigðis- þjónustunni fögnuðu í gær tillögu þess efnis að þeir geti leitað sér meðferðar hjá sjúkrahúsum í öðr- um löndum Evrópu. Alan Milburn, heilbrigðisráðherra Bretlands, sagði í gær að landið hefði sam- þykkt úrskurð Evrópudómstólsins um að þeir sjúklingar sem hafa þurft að þola mikla seinkun í heimalöndum sínum skuli eiga möguleika á að leita sér aðstoðar í öðrum löndum innan Evrópusam- bandsins. Bætti hann því við að svo gæti farið að breyta þyrfti breskum lögum vegna úrskurðar- ins. Breska heilbrigðisþjónustan, NHS, hefur verið gagnrýnd harð- lega undanfarin ár vegna þess mikla biðtíma sem sjúklingar hafa þurft að þola og eru dæmi um að þeir hafi þurft að bíða í rúmt ár eftir því að komast í að- gerð. Einnig hefur skortur á sjúkrarúmum verið gagnrýndur auk skorts á sérfræðingum í læknastéttinni. ■ Laumufarþegar í Lagarfossi: Leitarhundar fundu mennina laumufarþegar Tveir laumufar- þegar fundust um borð í Lagar- fossi á föstudagskvöld. Höfðu þeir vistað sig upp fyrir ferðina og komið sér vel fyrir í lest skips- ins sem var á leið til Kanada. Kall- að var eftir aðstoð lögreglu sem flutti mennina frá borði en engar tafir urðu á brottför skipsins af þessum sökum. Lögreglan vinnur að frekari rannsókn málsins. Það voru leitarhundar slysa- varnafélagsins Landsbjargar sem fundu mennina en samstarf hefur staðið yfir undanfarna mánuði milli Landsbjargar og Eimskips til að fyrirbyggja að laumufar- þegar komist með millilandaskip- um félagsins. Staðið er að leitinni þannig að hundarnir eru settir í útbúnað til sigs og látnir fara um allt skip og gefa síðan merki þeg- ar þeir renna á lykt af fólki. Þess má geta að svipað mál kom upp um borð í Lagarfossi fyr- ir u.þ.b. mánuði þegar tveir Rúss- SIGIÐ TIL LEITAR Hundarnir eru látnir síga um borð i skipið og fara um allt skip. Mennirnir voru búnir að koma sér vel fyrir um borð í Lagarfossi. ar fundust þegar skipið átti eftir tveggja daga ferð til hafnar á Ný- fundnalandi. ■ Breskur hermadur lét lífið í Makedóníu Vopnasöfnun NATO hafin. Deilur uppi um Qölda vopna sem á að safna. Makedónar hindruðu hersveitir NATO með vegartálma. VOPNASÖFNUNIN HAFIN Franskir hermenn aka um þorpið Otlaja þar sem vopnasöfnun átti að fara fram. Flutningaþyrlur sjást lenda í baksýn. Af þeim 3500 her- mönnúm sem taka þátt í vopnasöfnuninni eru 1.400 þeirra breskir. SKOPJE.MAKEDÓNÍU.AP TvítUgur, breskur hermaður lét lífið í gær eftir að hópur ungmenna kastaði steypuklumpi í höfuð hans er hann var á leið í herbíl sínum til Skopje, höfuðborgar Makedóníu. Önnur manneskja var einnig í bílnum þegar atburðurinn átti sér stað en hana sakaði ekki. Þrátt fyrir áfallið héldu hersveit- ir NATO áfram söfnun vopna al- banskra uppreisnarmanna sem hafði hafist skömmu áður en maðurinn lést. Albanir tóku al- mennt vel í vopnasöfnunina í gær en Makedóníubúar virtust hins vegar vera tortryggnir gagnvart aðgerð NATO og hermönnum þess. Reyndi hópur Makedóníu- búa m.a. að hindra för hersveita í gegnum borgina Tetovo, skammt vestur af Skopje, með því að setja upp vegartálma. NATO ætlar sér að safna sam- an 3.300 vopnum í aðgerðinni og er reiknað með að hún taki 30 daga. Einhver gagnrýni hefur þó komið fram um að sá dagafjöldi nægi ekki hersveitunum. Þrátt fyrir bjartsýni á meðal ráða- manna NATO yfir vopnasöfnun- inni eru makedónsk stjórnvöld ekki ánægð með þann litla fjölda vopna sem hermennirnir ætla að safna saman og segja hann vera „fáránlegan og niðurlægjandi". Telja þau réttan vopnafjölda vera um 60 þúsund. Makedónar hafa kennt NATO að stórum hluta um þau átök sem átt hafa sér stað í landinu undan- farna sex mánuði á milli Makedóna og albanskra upp- reisnarmanna. Saka þeir ráðið um að hafa gert lítið til að koma í veg fyrir þann fjölda vopna sem flætt hefur inn í landið frá Kosovo og þar með hafi það lagt uppreisnarmönnunum lið í bar- áttu sinni. Þrátt fyrir komu hersveita NATO til Makedóníu hafa átök haldið áfram í landinu. f gær- morgun og í fyrrakvöld sprungu tvær sprengjur í Skopje nálægt verslunarmiðstöðvum, en enginn slasaðist. ■ Leigumarkaðurinn Margir búa í óíbúðarhæfu húsnæði leigjendur Skelfilegt ástand ríkir á leigumarkaðnum í borginni að mati Leigjendasamtakanna og raunar almennt í málum fátæks fólks. í greinargerð sem samtökin hafa sent frá sér kemur fram að tveggja ára bið sé eftir leiguíbúð í félagslega hluta markaðarins. Samtökin telja að slík bið sé með öllu óþolandi því flest biðlistafólk- ið býr við afar erfiðar aðstæður. Bent er á að fjöldi fólks býr í óí- búðarhæfu húsnæði eins og t.d. í moldarkjöllurum, bílskúrum og ýmiskonar iðnaðarhúsnæði. Talið er að það þurfi um 3 þúsund leigu- íbúðir til að tæma biðlista. JÓN KJARTANSSON FORMAÐUR LEIGJ- ENDASAMTAKANNA Gagnrýnir borgaryfir- völd um aðgerðarleysi í málefnum leigjenda. í greinargerðinni eru m..a. vakin athygli á miklu öryggisleysi sem leigjendur verða að búa við. Sem dæmi er bent á að það sé of algengt að þegar leiguíbúð er seld sé tækifærið notað til að krefjast allt að tvöfalt hærri leigu af nýj- um eiganda, eða brottfarar að öðr- um kosti. Af hálfu Leigjendasam- takanna kemur fram að hótanir sem fram hafa komið í málum sem þessum hafi m.a. beinst að börnum. ■ lögreglufréttirT Að sögn lögreglunnar í Kópa- vogi var óvenjumikill erill að- faranótt sunnudagsins. Sagði við- mælandi Fréttablaðsins mikið hafa verið um ölvun í bænum og fólk verið ansi hávaðasamt. Lögreglan í Reykjavík stöðvaði sjö ökumenn vegna gruns um ölvun við akstur. Þá voru 39 árekstrar tilkynntir um helgina. Ekið var á 10 ára gamla stúlku í Fannafold. Stúlkan meiddist á hné og var flutt á slysadeild. Maður skarst í andliti eftir að hafa verið sleginn með glasi á veitingastað í miðbænum. Var árásarmaðurinn góðkunningi lög- reglunnar.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.