Fréttablaðið - 28.08.2001, Síða 24
FRÉTTABLAÐ
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00 Ritstjórn: 515 7515, símbréf: 515 75 06, rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is
Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - símbréf 515 75 16 - rafpóstur auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 20
VlÐ SEGJUM FRÉTTIR Fréttavefurinn á VÍSÍr.ÍS Fyrstur með fréttirnar
Grensásvegur 10
Sími 553 88 33
OfficeÍSuperstore
OPH) VIRKA DAGA KL8 -18 • LAUGARDAGA KL 10 -16
Skeifunni 17, 108 Reykjavík I Sími 550 4100
Puruvöllum 5, 600 Akureyri I Sími 461 5000
S Skóladagar! j
Létt & laggott er viðbit með litlu
fituinnihaldi og tilvalið á brauðið
í skólann. Nú á
20% afslætti
næstu verslun.
Ný andlit
ferskir straumar
Annars staðar
á hnettinum
Nú sitjum við sennilega með
kaffibollann og rennum yfir
Fréttablaðið. Við erum á leiðinni út í
splunkunýjan daginn, búin að klæða
okkur eftir aðstæðum og athöfnum
og okkar bíða ótal verkefni, bæði
erfið og auðveld, skemmtileg og
leiðinleg. Við erum ekkert að velta
okkur upp úr lýðræðinu og öllum
þeim sjálfsögðu mannréttindum sem
við búum við.
SEM BARN STALDRAÐI ég
stundum við og velti því fyrir mér
hvað svipaður krakki, annars staðar
á hnettinum, væri að gera einmitt á
þessu augnabliki. Undanfarið hefur
þessi hugsun leitað aftur á mig og ég
velti því fyrir mér hvað stallsystir
mín í Afganistan er að gera á þessari
stundu. Af fréttum sem hingað ber-
ast hef ég ofurlitla hugmynd um það.
Kannski er hún innilokuð í húsi með
dökkmálaða glugga svo ekki sjáist til
hennar. Hún fer ekki út nema í fylgd
karlmanns úr fjölskyldunni. Hún er
vakin og sofin að gæta þess að hvergi
sjáist í bert hörund hennar á al-
mannafæri. Kæruleysi getur kostað
hana lífið. Hún verður að læðast um
á mjúkum skósólum því það má alls
ekki heyrast til hennar. Hún má ekki
starfa utan veggja heimilisins þrátt
fyrir að hún sé menntuð og þjálfuð
til margvíslegra starfa.
ÞESSI KONA BJÓ við sæmilegt
frjálsræði allt til ársins 1996 þegar
Talebanar tóku völdin í landinu. Þá
voru konur sviptar öllum mannrétt-
indum og nú herma fregnir að þær
séu grýttar til bana á götum úti fyrir
það eitt að óvart sést í handlegg eða
ökkla. Þetta viðgengst í skjóli öfga-
hægrisinnaðrar íslamskrar bókstafs-
trúar. Eiginmenn ráða örlögum allra
kvenna í sinni fjölskyldu, ráða hvort
þær lifa eða deyja og þær konur
sem ekki eiga karlkyns ættingja
svelta eða betla á götum úti.
ÞAR SEM ÉG SIT með kaffiboll-
ann minn í draumalandi norðursins
og hugsa til stallsystur minnar og
þjáningarsystra hennar velti ég því
fyrir mér hvað sé til ráða. Kannski
það sé til bóta að þingmenn, ríkis-
stjórnir og almenningur biðli til
Sameinuðu þjóðanna, safni undir-
skriftum og láti andúð sína í ljós?
Við vitum það ekki, klárum bara úr
kaffibollanum og valhoppum út í
bjartan, íslenskan daginn. ■
Góða skemmtun!