Fréttablaðið - 21.09.2001, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 21.09.2001, Blaðsíða 12
12 FRÉTTABLAÐIÐ 21. september 2001 FÖSTUPAGUR íslensku barnabókaverðlaunin veitt í 17. sinn: Gunnhildur Hrólfsdótt- ir hreppti verðlaunin Hjólreiða-og göngustígar: Mosfellsbær og Reykjavík tengd samcöngur Hjólreiða-og göngustíg- ar Reykjavíkur og Mosfellsbæjar verða tengdir saman með formleg- um hætti á morgun við brúna yfir Úlfarsá. Með samtengingu hjól- reiða- og göngustíganna verður nú hægt að hjóla eða ganga frá Mos- fellsdal út á Gróttu án þess að fara nokkurn tíma yfir götu. í tilefni dagsins verður útihátíð við íþrótta- miðstöðina að Varmá en þangað fara borgarstjóri og bæjarstjórinn í Mosfellsbæ hjólandi eftir athöfnina við brúna. ■ bókmenntir Gunnhildur Hrólfs- dóttir hlaut í gær íslensku barna- bókaverðlaunin fyrir bókina Sjá- umst aftur. Þetta er í 17. sinn sem verðlaunin eru veitt en bókin kom út á vegum Vöku-Helgafells í gær. Gunnhildur hefur áður skrif- að fjölda barna- og unglingabóka, smásögur, leikrit og sagnaþætti fyrir útvarp. Hún er fædd í Vest- mannaeyjum en er nú búsett í Reykjavík. í bókinni segir frá Kötlu, 12 áx-a stelpu, sem flytur með foreldrum sínum til Vest- mannaeyja. Fjölskyldan sest að í gömlu timburhúsi og fyrr en var- ir fara undai'legir atbui’ðir að ger- ast. Að verðlaununum stendur Verðlaunasjóður íslenskra barna- bóka og hlýtur Gunnhildur 300.000 króna peningaverðlaun. Að baki Verðlaunasjóðnum eru út- gáfufyrirtækið Vaka-Helgafell, fjölskylda Ármanns Kr. Einai;s- sonar, Börn og bækur, sem er ís- landsdeild IBBY-samtakanna og Barnavinafélagið Sumargjöf. ■ í ÞJÓÐMENNINGAR- HÚSINU f GÆR Gunnhildur Hrólfsdóttír fékk verðlaunin fyrir barna- og ung- lingabókina Sjáumst aftur. Pharmaco: Eignast rétt á þekktu sýklalyfí lyfjaiðnaður Pharmaco hf. hefur keypt framleiðslurétt sýklalyfja- hráefnisins erythromycin af alþjóð- lega lyfjafyrirtækinu Phar-macia í Bandaríkjunum. Erythromicin er mikið notað breiðvirkt sýklalyf. Pharmaco keypti bæði framleiðslu- tæknina og viðskiptasambönd. Framleiðsla hráefnisins mun fara fram í verksmiðju Pharmaco í Razgrad í Búlgaríu, en hún er ein þeirra verksmiðja sem Pharmaco eignaðist með kaupunum á lyfja- verksmiðjum Balkanpharma þar í landi. ■ Tveir flugræningjanna: Náðust AÐ MORGNI ÖRLAGARÍKA dags Maðurinn hægra megin á myndinni er tal- inn vera Mohammed Atta, en sá í miðj- unni Abdulaziz Alomari. ámynd HUSEIGENDUR BORGA Guðjón Ármann Einarsson, er einn þrettán húseigenda við Lyngheiði I Kópavogi. í blaðínu í gær sögðum við frá því að hækkað lóðamat kostar húseigendurna við götuna rúmar 300 þúsund krónur. Breytingar á brunabótamati rýra einnig veðhæfni eigna og einnig á því sviði er vegið að hagsmunum fjölmargra húseigenda. Umfjöllun Fréttablaðsins hefur leitt í Ijós að við lagasetningu um lækkun brunabótamats var ekki hugað að hagsmunum húseigenda og hvorki stjónarliðar né stjómarandstæðingar létu sig málið varða meðan það var til meðferðar. PORTLAND. MAINE. AP Ljósmynd sem tekin var með eftirlitsmyndavél að morgni þriðjudagsins 11. sept- ember á flugvellinum í Portland hefur vakið athygli fjölmiðla í Bandaríkjunum. Á myndinni sjást tveir menn sem taldir eru hafa rænt flugvél sem flogið var á ann- an turna World Trade Center í New York síðar um morguninn. Þeir eru þarna á leið um borð i flugvél áleiðis til Boston, þar sem þeir fóru um borð í flugvélina sem rænt var. ■ Hærri skattgreiðslur: Eldd óeðlilegar kattar „Það þarf ekki endilega að vera óeðlilegt að upphæðin sem er innheimt í skatta nú sé hærri en sú sem var innheimt fyrir tíu árum síðan“, segir Kristján Páls- son fjárlaga- nefndarmaður um frétt Fréttablaðs- ins í gær þess efn- is að skattgreiðsl- ur almennings hafa hækkað um 85% frá 1991. „Tekjur hafa hækkað mikið á þessum tíma“, segir Kristján og ins hefur tekju- skattshlutfallið lækkað. Aftur á mótí hefur hlutur sveitarfélaganna hækkað. KRISTJÁN PÁLSSON Við vitum að í tíð _ Sjfl^ðLflokks- tefur að þar sé að finna ástæðuna fyrir því að tekjur hins opinbera af sköttum hafi auk- ist. „Fólk hefur meira á milli handanna en áður. Afkoma fólks hefur aldrei verið betri. Ef við erum að tala um beina skatta hef- ur verið reynt að lækka þetta hlut- fall. Ég hef ekki séð útreikning- ana að baki þessu en get ekki ímyndað mér að þetta sé raun- hækkun." „Það má alltaf deila um hversu hratt á að fara í skattalækkanir. Við vitum að í tíð Sjálfstæðis- flokksins hefur tekjuskattshlut- fallið lækkað." ■ Hagsmunir húseigenda ekki ræddir fyrir lagasetningu Lækkun brunabótamats gæti aukið útgjöld fasteignaeigenda. Engin sameiginleg afstaða um breytingar á mati á veðhæfni. Frumvarpinu greidd atkvæði án umræðna á alþingi. Hagsmuna fasteignaeigenda ekki gætt við afgreiðslu frumvarpsins. brunabótamat Breytingar á lögum um brunabótamat hafa, í mörgum tilfellum, leitt til þess að bruna- bótamat fasteigna hefur lækkað. Mörgum fasteignaeigendum finnst hart að sér vegið með lækk- un brunabótamatsins. Sigurður Helgi Guðjónsson , hjá Húseigendafé- Frumvarpinu laginu telur eðli- greidd at- iegt; j ljósi breyt- kvæði án um- inganna, að trygg- ræðna á þingi. ingafélögin bjóði viðskiptavinum sínum viðbótar- brunatryggingar eða hagsmuna- tryggingar, líkt og gert er þegar skip eiga í hlut. Einar Sveinsson framkvæmdastjóri Sjóvá-Al- mennra segir að málið sé flókið þar sem brunatrygging fasteigna sé lögboðin og fari eftir þeim regl- um sem henni séu settar. Það sé ekki óeðlilegt að sá möguleiki verði fyrir hendi að fasteignaeig- endur geti keypt viðbótarvátrygg- ingu. Tryggingaiðgjaldið af lög- boðnum brunatryggingum myndi vissulega lækka með lækkun brunabótamatsins. Hinsvegar myndi bætast við, iðgjald fyrir viðbótartryggingu, vilji fasteigna- eigandinn eiga þess kost að endur- byggja heimilið eftir bruna Stærsta hlutverk brunabóta- matsins er grundvöllur mats á veðhæfni fasteigna. Veðhlutfall margra fasteigna er, í einni svip- an, orðið of hátt, og fjárhagsáætl- anir margra húseigenda því oi’ðn- ar að engu. Lánveitendur miða veðhæfni við brunabótamat, sem tryggingu fyrir láninu, brenni eignin sem veðið er bundið við. Páll Pétursson félagsmálaráð- herra tók þá ákvörðun, að höfðu samráði við Seðlabankann, að miðað yrði við brunabótamat, við mat á veðhæfni í íbúðalánasjóði. Engin sameigin- leg afstaða hefur verið tekin um hvort, og þá hvernig skuli haga breytingum á mati á veðhæfni fasteigna eftir að hið nýja bruna- bótamat tók gildi. eru hinsvegar uppi VIÐSKIPTARÁÐ- HERRA Ekki ástæða til að gera breytingar á lögunum. Hugmyndir um, að miðað verði við markaðs- verð. í því tilfelli myndi sá hluti matsins færast frá Fasteignamati ríkisins til fast- eignasala eða ann- arra matsmanna. Mat á markaðs- verði fasteignar er kostnaður sem fasteignaeigand- inn greiðir. Engar umræð- ur áttu sér stað á þingi áður en að frumvarpinu voru greidd atkvæði. Það er samhljóma álit þeirra sem Fréttablaðið hefur rætt við, að þingmenn hafi ekki gert sér grein fyrir megin afleiðingum breyt- inganna þegar að frumvarpinu voru greidd atkvæði. „Þetta voru mistök," segir Jóhanna Sigurðar- dóttir sem á sæti í efnahags-og viðskiptanefnd. „í nefndinni voru hvorki rædd áhrifin varðandi veðhæfni eigna eða hvaða áhrif FÉLAGSMÁLA- RÁÐHERRA Brunabótamatinu ætlað að endur- spegla sannvirði eigna. VIÐSKIPTARÁÐ- HERRA Ekki ástæða til að gera breytingar á lögunum. lögin gætu haft varðandi vátrygg- ingaverðmæti." Hagsmunir fast- eignaeigenda voru því ekki ræddir áður en að lögin voru sam- þykkt. Valgerður Sverrisdóttir, iðn- aðar- og viðskipta- ráðherra, segir að markmið laganna hafi verið að taka af allan vafa um að Fasteignamat ríkisins fari eitt með mat á fast- eignum. Hún telur það matsatriði hvort breytingarnar komi illa við fólk og að einstaklingar standi betur að vígi í kjölfar nýju lag- anna en áður. Hvað varðar breytingar á veð- hæfni fasteigna í kjölfar laganna, vísar hún til fé- lagsmálaráð- herra, sem segir að nýja bruna- bótamatinu sé ætlað að endur- spegla sannvirði fasteigna. Mark- miðið með því sé að lána ekki meira en bætur fáist fyrir og verja þannig hagsmuni íbúða- lánasjóðs. Hagsmunir fasteignaeigenda virðast ekki hafa verið hafðir að leiðarljósi, þegar að frumvarp um breytingar á brunabótamati var samið. Afleiðingar breytinganna fyrir fasteignaeigendur voru ekki ræddar, hvorki í efnahags-og við- skiptanefnd, né á þingi áður en að til atkvæða- greiðslu kom. Eft- ir að lögin eru orðin að veru- leika, og afleið- ingar þeii’ra orðn- ar ljósar fast- eignaeigendum, er rætt um að grípa til björgun- araðgerða. „Nokk- ur samstaða er um það innan efnahags-og við- skiptanefndar að brunabótamat sé grundvöllur undir segir Jóhanna JÓHANNA SIG- URÐARDÓTTIR Brunabótamat ónothæfur grund- völlur á mati á veðhæfni fast- eigna. FÉLAGSMÁLA- RÁÐHERRA Brunabótamatinu ætlað að endur- spegla sannvirði eigna. ónothæfur veðhæfni eigna/ Sigurðardóttir. „Það þarf að grípa til gagnráðstafana varðandi þessi mál,“ segir Ög- mundur Jónasson, sem einnig á sæti í efnahags-og við- skiptanefnd. Ekki virðast þó allir sammála því að gagnráðstafana sé þörf. Iðnaðar-og viðskiptaráðherra segir að fulltrúi frá ráðuneytinu JÓHANNA SIG- URÐARDÓTTIR Brunabótamat ónothæfur grund- völlur á mati á veðhæfni fast- eigna. hafi farið á fund efnahags-og við- skiptanefndar í síðustu viku, þar sem nýju reglurnar voru til skoð- unar. Hún telur að nefndarmenn hafi áttað sig á staðreyndum málsins og að, á þessari stundu, sjái hún ekki ástæðu til þess að gera breytingar á lögunum. arndis@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.