Fréttablaðið - 21.09.2001, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 21.09.2001, Blaðsíða 15
FÖSTUPAGUR 21. september 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 15 Launamál Owen: Um 14 m.kr. í vikulaun knattspyrna Búist er við því að Michael Owen, leikmaður Liver- pool, geri nýjan samning við liðið í næstu viku, sem komi til með að tryggja honum um 8,5 milljónir króna í vikulaun, en með auglýs- ingatekjum mun hann þá þéna um 14 milljónir á viku. Samningaviðræðurnar ganga vel, en leikmaðurinn hefur verið í mjög góðu formi í byrjun þessar- ar leiktíðar og þegar skorað 13 mörk fyrir Liverpool. Owen telur hins vegar að hann eigi enn mikið inni. „Ég er þokkalega ánægður með frammistöðu mína, sérstaklega markaskorunina, en á heildina lit- owen ið get ég enn bætt mig.“ ■ Telur sig eiga mikið inni. Hermann Maier: Ólympíumeist- arinn á batavegi skípi Læknar hafa sagt Hermanni Maier, tvöföldum Ólympíumeistara á skíðum, að hann verði að bíða með að setja klossana á sig á ný vegna meiðsla sem hann hlaut er hann brotnaði á hægri lærlegg í mótor- hjólaslysi í ágúst. Það er því ekki víst að hann geti tekið þátt í Ólymp- íuleikunum í Salt Lake City, sem hefjast í febrúar, eins og vonast var til. Læknarnir munu brátt taka ákvörðun um hvenær hann getur hafið æfingar á ný. „Það er ekki enn farið að ræða hvenær Maier getur keppt á ný,“ sagði Knut Okresek, talsmaður kappans. „Hann er ekki enn farinn að ræða um skíðin enda einbeitir hann sér að því að geta gengið á ný.“ Maier fór af spítala í Salzburg á föstudag eftir að hafa gengist undir sjö klukkustunda aðgerð en dvelur nú á heilsuhæli í endurhæfingu. Okresek segir Maier vera farin að jafna sig og taki hröðum fram- förum. „Hann er jafnvel farinn að taka nokkur skref án hækjanna." ■ HERMANN MAIER Ólympíumeistarinn styður sig við hækjur er hann gengur útaf spít- alanum þar sem hann gekkst undir aðgerð. ATO BOLDON Spretthlauparinn frá Trinidad og Tobago féll á lyfjaprófi í apríl en Alþjóða frjálsíþróttasam- bandið fékk ekki að vita af málinu fyrr en nýlega. Lyfj amisnotkun: Boldon vil breyta regl- um um lyfjanotkun FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR AtO Boldon, spretthlauparinn frá Trínidad og Tobago, reynir nú allt sem hann getur til að verja mannorð sitt en hann féll á lyfjaprófi í apríl á þessu ári. í sýni, sem tekið var úr Boldon eftir mót í Kaliforníu, fundust leyfar af lyfinu ephedrine en Alþjóða frjálsíþróttasamband- ið fékk ekki að vita af málinu fyrr en fyrir tæpum tveimur vikum. Boldon fer ekki í keppnisbann þar sem hann hefur ekki áður gerst sekur um lyfjamisnotkun. Ephedrine er örvandi lyf sem eykur kraft þess sem neytir þess. Lyfið er leyft í ýmsum fylkjum Bandaríkjanna en rannsóknir hafa leitt í Ijós að hjartaáfall get- ur fylgt notkun þess. Spretthlauparinn sendi frá sér yfirlýsingu í gær sem finna má á vefsíðu hans. „Ég tek fulla ábyrgð á gerðum mínum. Þetta mál hefur ekki góð áhrif á orðstír minn og ég er viss um að þó nokkrir aðdáendur mín- ir hafa orðið fyrir vonbrigðum." Boldon hefur margoft lýst því yfir að hann sé á móti lyfjanotkun og segist alltaf vera fús að gang- ast undir lyfjapróf. Hann segist hafa tekið lyfið vegna veikinda sem hann átti við að stríða eftir langt ferðalag til Suður-Afríku og segir tíma til kominn að endur- skoðíi reglurnar. „Ég held að það þurfi að endur- skoða reglurnar um lyfjanotkun. Það gerist of oft að frjálsíþrótta- menn eru sakaðir um ólöglega lyfjanotkun þegar það eina sem þeir eru að réyna er að láta sér líða vel og ná sér af veikindum." ■ Þjálfaramál Lazio: Zaccheroni tekur við afZoff knattspyrna Alberto Zaccheroni, fyrrum þjálfari AC Milan, er tek- inn við starfi Dino Zoff hjá ítalska liðinu Lazio. Liðið hefur aðeins náð þremur stigum úr þremur fyrstu leikjum ítölsku deildarinn- ar og tapaði í fyrradag 3-1 gegn franska liðinu Nantes í Meistara- deild Evrópu, annað tap liðsins í keppninni. Zoff fór á fund Sergio Cragnotti, eiganda liðsins, þar sem honum var sagt upp störfum. Zoff, sem er fyrrum markvörð- TIL LAZIO Zaccheroni þjálfaði áður AC Milan en var rekinn þaðan eftir slakt gengi. Hér sést hann með Silvio Berlusconi eiganda Milan liðsins. ur, náði þriðja sæti deildarinnar í fyrra en hann tók við á miðju tímabili af Sven Göran Eriksson sem þjálfar nú enska landsliðið. ■ Netverslun - www.isold.is Hámarksnýting rýmis ISOldehf Umboðs- og heildverslun Nethyl3-3a -1 lOReykjavík Sími 5353600- Fax 5673609 Lokadagar útsölunnar í dag og á morgun! 10-40% tur ÞINN LEIKUR ÞIN VERSLUN i: Skramng í Golfherminn er hafin. Hann verður opnaður 8. október.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.