Fréttablaðið - 28.09.2001, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 28.09.2001, Blaðsíða 6
Sigurlaug Gunnarsdóttir, verslunarmaður SPURNING DAGSINS MÓTMÆLI Pakistanar í borginni Karachi, mótmæla mögulegri árás Bandaríkjamanna á Afganistan. Pakistanskir studentar: „Leggjum Bandaríkin í rúst“ CHAMAN.PAKISTAN.AP Hálf milljón pakistanskra stúdenta segist til- búin til að berjast við hlið Tali- bana í heilögu stríði gegn Banda- ríkjamönnum. Þetta segir Fazl-ur Rheman, leiðtogi Islamska klerkasambandsins, sem rekur yfir eitt hundrað trúarlega skóla í suðvesturhluta Pakistan. Sést hefur á veggjakroti á islömskum skólum skammt frá afgönsku landamærunum setningar eins og: „Ef Bandaríkin drepa Osama, munu 100 aðrir Osamar koma í hans stað,“ og „Við munum berj- ast þar til við leggjum JjJandarík- in í rúst.“ ■ —♦— Svarar gagnrýnendum hnattvæöingar: Vill „siðferði- lega hnatt- væðingu" brussel. ap Forsætisráðherra Belgíu, Guy Verhofstadt, hvatti í gær auðug ríki til þess að stuðla að „siðferðilegri hnatt- væðingu" með það markmið að brúa bilið milli fátækra og ríkra þjóða. Belgía fer sem stendur með forsæti Evrópusambands- ins, en Verhofstadt birti hvatn- ingu sína í opnu bréfi, sem er svar hans til allra þeirra sem gagnrýnt hafa hnattvæðinguna og staðið fyrir mótmælum í tengslum við leiðtogafundi. „Þió eruð að spyrja margra af réttu spurningunum,“ segir í bréfi forsætisráðherrans. „En eruð þið með réttu svörin?“ ■ FRETTABLAÐIÐ 28. september 2001 FÖSTUDACUR að lokka ad ferðamenn Verslunarhúsnæði: Helmings- aukning verslun Samkvæmt nýjum tölum frá Þjóðhagsstofnun er verslunar- rými á höfuðborgarsvæðinu nú um 380.000 fermetrar og hefur aukist um helming frá 1987. Eftir opnun Kringlunnar var verslunarrými á hvern íbúa svæðisins 1,4 fm. en verður 2,1 fm. eftir opnun Smára- lindar í næsta mánuði. Þetta kemur fram í Hagvísum stofnunarinnar. Ekki eru dregnar aðrar ályktanir af tölunum að sögn Vilhjálms Bjarna- sonar hjá Þjóðhagsstofnun en að fólk vilji hafa rýinra um sig nú en áður fyrr. Áhrif þessarar aukning- arinnar á verðlag liggja ekki fyrir og ekki hafa heldur fengist saman- burðartölur frá Norðurlöndunum. B Finnst þér dýrt að lifa á íslandi? Já mér finnst dýrt að lifa og kaupa í matinn á islandi. ■ Meintur fjársvikari áfram í varðhaldi: Grunur um íslenska vitorðsmenn Ferðamönnum í Bandaríkjunum hefur fækkað gríðarlega undanfarið. Almenningur lokkaður í ferðalög með gylliboðum. stórveldi af ferðamönn- ORLANPO.AP Öllum ráðum er nú beitt til að endurlífga ferðaþjónus- ta í Bandaríkjunum, sem hefur .orðið fyrir miklum „Bandaríkin skakkaföllum eftir voru stofnuð hryðjuverkaarasina „nrA þann 11. september 2SÍ sfðastliðinn. Aug- lysingaherferðir eru komnar á fullt skrið, boðið er upp á afslætti og pakka- tilboð. Fyrst og fremst er þó reynt að telja almenningi trú um aö þrátt fyrir allt sem á undan er gengið þá sé öruggt að ferðast í Bandaríkjun- um. Ferðamannaráðið í New York, sem á hverju ári hefur staðið fyrir auglýsingaherferðinni „Málið bæ- inn rauðan," frá janúarmánuði fram á haustdaga, hefur nú ákveð- ið að lagfæra nafnið á herferðinni. Heitir hún nú „Málið bæinn rauð- an, hvítan og bláan,“ þar sem reynt er að höfða til sterkrar þjóðernis- kenndar Bandaríkjamanna. Einnig býður ráðið upp á afslætti á hótel- um, veitingastöðum og sýningum á Broadway. Á næstu tveimur vikum ætla Samtök bandarískra ferðaskrif- stofa að fara af stað með 700 millj- óna króna herferð þar sem auglýst verður í 20 af stærstu dagblöðum Bandaríkjanna. í lokaorðum aug- lýsingarinar segir: „Þrátt fyrir allt þá voru Bandaríkin stofnuð, þróuð áfram og gerð að stórveldi af ferðamönnum. Enginn getur tekið það frá okkur. Ekki núna. Aldrei." Á næstu vikum ætla samtökin auk þess að fá frægar bandarískar stjörnur til að auglýsa fyrir þau í sjónvarpinu. Ferðamenn, bæði innlendir og erlendir, eyða um 150 milljörðum á degi hverjum í Bandaríkjunum, en sem von er hefur sú tala lækkað stórlega undanfarið. Stjórnvöld í Washington ásamt ferðaskrifstof- um hafa t.a.m. beðið Bandaríkja- stjórn um fjárstuðning vegna þess eins milljarðs króna sem tapast hefur í ferðaþjónusta í ríkinu á degi hverjum frá því hryðjuverka- árásin átti sér stað. „Tapið verður sögulegt," sagði Betsy O'Rourke, talsmaður Samtaka bandarískra ferðaskrifstofa. „Við þurfum að ná okkur á strik eins fljótt og hægt er.“ freyr@frettabladid.is AUÐAR CÖTUR Lítið hefur verið um ferðamenn undanfarið ( hinni annars vinsælu borg spilavítanna, Las Vegas, í Nevada-fylki. Hin fræga „Boulevard Strip," gata í borginni hefur verið nánast auð. Borgarstjórn: Stuðningur við rafræna kosningu í Reykjavík SVEITARSTJÓRNAKOSNINCAR Svo virðist sem stuðning- ur sé meðal borgarfull- trúa í báðum fylkingum fyrir þeim möguleika að kosið verði rafrænt í borgarstjórnarkosningun- um á vori komandi en ver- ið er að skoða það hjá borginni og ráðuneytum. Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son borgarfulltrúi sjálf- stæðismanna segist ekki standa í vegi fyrir nýjung sem VILHIÁLMURÞ. VILHJÁLMSSON. BORCAR- FULLTRÚI þessari. Hann seg- ir ef þetta verði að veruleika muni ef- laust margir sakna þeirrar spennu sem hefur verið við talningu á kosninganótt, auk þess sem kjósend- ur geta ekki lengur skrifað vísur á kosningaseðla eins og áður. Ilrannar B. Arnarson borgar- HRANNAR B. ARNARSON BORGAR- FULLTRÚI ar fulltrúi R-lista segist vera fylgjandi því að skoðaður verði möguleiki á rafrænn- um kosningum n.k. vor. Hann bendir einnig á að með þessu nýja fyrirkomulagi opnast möguleikar fyrir því að kjósa um marga aðra hluti samhliða borgarstjórn- arkosningunum. Hann seg- ist t.d. gjarnan vilja að borg- arbúar láti í ljós afstöðu sína til útvarpsprósentunn- svo dæmi sé tekið. ■ lögreglumál Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir erlendum manni sem grun- aður er um að hafa notað sex stolin greiðslukort til að svíkja út að minnsta kosti hátt á aðra milljón króna í tveimur ferðum sínum til íslands í september. Grunur leikur á að maðurinn eigi sér vitorðsmenn á íslandi og í Englandi. Meðan á frumrannsókn máls- ins stendur þykir hætta á að mað- urinn nái að torvelda rannsókn málsins, svo sem með því að skjóta undan munum eða hafa HÆSTIRÉTTUR ÍSLANDS Útlendur maður skal sitja í varðhaldi til 19. október vegna gruns um fjársvik. áhrif á vitni eða samseka, auk þess sem ætla megi að hann muni reyna að komast úr landi, en að sögn lögreglu segist maðurinn engan þekkja á íslandi og eiga engan samastað hérlendis. Hann á að sitja í varðhaldi til 19. októ- ber. Maðurinn var handtekinn í söluskrifstofu Flugleiða í flug- stöðinni í Keflavík 14. september en þá var hann á leið úr landi. Lögregla telur að hann hafi haft í hyggju að snúa aftur til íslands nokkrum dögum síðar í því augnamiði að svíkja út fé. ■ Gylliboðum er beitt til

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.