Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.09.2001, Qupperneq 19

Fréttablaðið - 28.09.2001, Qupperneq 19
FÖSTUPAGUR 28. september 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 19 Tískudagar í Kringlunni: Haust- og vetrar- tískan við völd TísKA í dag hefjast tísku- dagar í Kringl- unni en þeir standa til 30. september. Á tískudögum verður það nýjasta í haust- og vetr- artískunni á boðstólum í öllum fata- og skó- verslunum Kringlunnar. Tísku- vörunni verður stillt upp jafnt inni í verslunum og úti á göngum. Á tískudögum er ekki aðeins verið að kynna fatatískuna, heldur ein- nig það nýjasta í rafmagnstækj- um og snyrtivörum. Tískuvikan hefst með tísku- sýningu í Borgarleikhúsinu þar sem sýndar verða vörur sem fást í Kringlunni. Sýningin er stærsta tískusýning sem haldin er hér á landi. Sýnendur eru 23 verslanir í Kringlunni og innkomur sýning- arfólks verða 148 talsins. Þetta er í annað skipti sem Kringlan stend- ur að svo umfangsmiklu tískusýn- ingu. ■ Matthías Johannessen: Minningaskáldsaga og úrval ljóða bækur Minningaskáldsaga Matthí- asar Johannessen kemur út fyrir jólin hjá Vöku Helgafelli. í bók- inni sem ber heitið, Hann nærist á góðum minningum, segir frá eldri manni í nútímanum og hvernig hann minnist uppvaxtarára sinna. í henni kemur margt heim og saman við ævi Matthíasar sjálfs og mun bókin ugglaust sæta tíð- indum og verða lesin af mikilli at- hygli því búast má við að Matthías hafi frá ýmsu merkilegu að segja. Vaka Helgafell gefur einnig út úrval úr ljóðum Matthíasar. Þar velur Silja Aðalsteinsdóttir úr öll- um útgefnum bókum hans frá Borgin hló, sem út kom 1958, til Ættjarðarljóða á atómöld, sem kom út 1999. Alls hefur Matthías sent frá sér 18 ljóðabækur, þar af eina með ljóðabálki sem hann end- urvann og lengdi (Sálmar á atómöld 1966/1991). Bókinni fylg- ir diskur þar sem Matthías les hluta af Hólmgönguljóðum, alla Sálma á atómöld og nokkur ljóð úr Vötn þín og vængur. í ítarlegum formála Silju um ljóðagerð Matthíasar segir meðal annars: „Matthías Johannessen hefur alltaf lifað og hrærst í sín- um samtíma og ort eins og sá sam- tími blés honum í brjóst. Þó ekki vélrænt þannig að hann hafi fylgt tískusveiflum, þvert á mól^ er hann frumlegt skáld og óvenju fjölbreytt í efnisvali og formi, SILJA UM MATTHÍAS „Ástin er það afl sem hann trúir mest á manneskjunni til gæfu og hins lífsnauð- synlega unaðar, og sjaldgæf eru þau skáld i íslenskri bókmenntasögu - og þótt viðar væri leitað - sem hafa ort fegurri og næm- ari Ijóð um samskipti kynjanna. Ljóð hans sem heild undirstrika mátt hins góða ef við berum gæfu til að hafa það með í för.". eins og ljóðaúrvalið ber með sér. Hann hefur fundið til í stormum sinnar tíðar en reynt að bera sam- ferðamönnum þann boðskap að ekki dugi að láta undan svartsýni og þunglyndi; sagan og bókmennt- irnar segi okkur að það sé alltaf von, hversu vonlaust óg svart sem virðist framundan." ■ LEIKHUS Hver er hrœddur... HVER ER HRÆDDUR VIÐ VIRGINÍU WOOLF? Hafi fólk áhuga á því að sjá leikara fara á kostum þá er sennilega hvergi betra að byrja en á sýningu Þjóðleikhússins, Hver er hræddur við Virginíu Woolf. Leikritið, sem vakti hneykslan þegar það var fyrst sýnt, er nefnilega algert leik- araleikrit og leikararnir fjórir, Pálmi Gestsson, Lilja Guðrún Þorvaldkdóttir, Inga María Leifsdóttir og Rúnar Freyr Guðmundsson, standa undir þeim kröfum sem leikritið gerir til þeirra, sérstaklega konurnar tvær. Leikritið fjallar um hjón- in George og Mörtu, hann er háskólaprófessor og hún frústreruð eiginkona, sem fá unga háskólaborgara í nætur- heimsókn. Við fylgjumst með henni og þeirri klikkuðu veröld Sýnt á litla sviði Þjóðleikhússins. LEIKSTJÓRI: Kjartan Ragnarsson. sem þau Georg og Marta búa í og draga hjónin ungu ofan í þannig að úr verður nótt af- hjúpunar. Verkið telst til meist- ararstykkja 20. aldar en það féll í misjafnt kram hjá mér. Al- menn frústrasjón bælda há- skólaborgarans finnst mér t.d. lítið spennandi en dramatískt samband Georgs og Mörthu er það"vissulega. Það síðarnefnda er þungamiðja leikritsins og höfðar til sálfræðipæíarans í okkur öllum. DRAMATÍSKT LEIKRIT ÞAR SEM LEIKARAR FARA A KOSTUM Sigríður Bjdrg Tómasdóttir GRAND ROKK Föstudag 28/9 Laugardag 29/9 Fræbbblarnir. Fæbbb/arnir. Andvaka. Lirmill. klár í miðbælnn! 'FÍXl' Frítt inn! Opið til kl. 05 Bjór tilboð til kl. 22 Opið alla helgina frá kl. 12 - 05 80's stemning Kátasta krái í hæniiin SINCE 1931 Hádegishlaðborð: 790 kr. Kvöldverðarhlaðborð: 990 kr. Glæsilegur matsölustaður og dans á eftir Hafnarstpæti 4 • Tel: 511 32: Hverfisgata 26 -Te!.: 511 32 Handhafar stúdentaskírteina fá fritt inr * Snóker * Pool Dart Risaskj<. Sunn.: lokað Mán.: lokað Þriðj.: STEFNUMÖT Miðv.: RADI0-X / 0UTC01D Fimm.: BUFF Öll dagskráín á: www.gaukurinn.is 1 TRYGGVAGÖTU 22 - S: 551 1556 1 51 -2Sm Mi Smiðjustígur 6. Sími 551 5522

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.