Fréttablaðið - 28.09.2001, Page 24

Fréttablaðið - 28.09.2001, Page 24
Bakþanka I Þráins Bertelssonar Auðugir betlarar * ~ TTI g kalla nú ekki allt ömmu mína X_Jen það verð ég þó að viðurkenna að mig rak í rogastans í gær þegar ég sá opnuauglýsingu frá einkasjón- varpsstöð sem var að biðja almenn- ing um að gefa sér peninga. Ég hélt að það fyrirtæki ættu nefnilega svo- nefndir fjárfestar og í þeim hópi væru menn sem eiga meiri peninga heldur en Magnús sálugi júnkæri í Bræðratúngu erfði á sínum tíma, en Halldór Laxness lét þá persónu fara í hundana fyrir hönd auðugra auðnu- leysingja á íslandi allt frá landnáms- öld. Magnúsi í Bræðratungu var þó annt um æru sína alla tíð þótt hann lenti í því óláni að selja dönskum svínahirði Snæfríði íslandssól fyrir brennivín. —♦— í FRÉTTABLAÐINU nú í vikunni var sagt frá annarri fjársöfnun. Það er líknarsjóður handa utangarðs- mönnum sem móðir ógæfumanns er að reyna að koma af stað í minningu um son sinn sem drakk og dópaði frá sér vitið og loksins lífið sjálft. Um svoleiðis ungmenni getum við lesið minningargreinar í Mogganum fles- ta daga vikunnar. Beiðni um líknar- sjóð handa þeim sem allt skortir - . kalla ég ekki aumingjadóm og betl heldur manndóm og kærleiksverk. ÞAÐERU TILSÖCURaffóta lausum betlurum sem sitja á sínum stað allan daginn og taka auðmjúkir við smámynt og rísa svo á fætur á kvöldin eða aka í fjallajeppum heim til sín til að ausa gullpeningum yfir hausinn á sér. En það er alveg nýtt tilbrigði við allar betlisögur sem ég hef heyrt þegar áhættufjárfestar ganga fram fyrir almenning með risaauglýsingum til að betla. —t— PILSFALDAKAPÍTALISA/II er það kallað þegar kapítalistar (sem nú eru kallaðir fjárfestar) leita til ríkis- ins þegar samkeppnin gerist erfið. Það er hins vegar ný útgáfa af pils- faldakapítalisma þegar hlutafélög sem eru starfrækt í gróðaskyni taka að leggja starf sitt að jöfnu við mannúðarstarf líknarfélaga eða björgunarsveita eða taka að keppa við móður Valgeirs heitins um fjár- stuðning til kærleiksverka. Er ekki pilsfaldurinn kominn ósmekklega hátt að þessu sinni og farið að sjást í eitthvað loðið? P.S. Minningarsjóður Valgeirs M. er í Is- landsbanka, reikningsnúmer 602350. Fram til 6. október bjóðum við hjá B&L nokkra vel með farna reynsluaksturs- og sýningarbíla á lægra verði en nokkru sinni fyrr. Kíktu til okkar og kannaðu málið. B&L, Grjóthálsi 1, sími 575 1220, www.bl.is Opið virka daga 9-18 BÍLAR AF BESTU GERÐ Um helgina verður opið i sýningarsal okkar á 3ju hæð og bjóðum við ollum sem vilja kynna sér nýjungar í innréttingum velkomna. Sérfræðingar verða á staðnum. Við kaup á innréttingum fæst 20% afsláttur af heimilistækjum. OPIÐ eldHÚS Laugardag kl. 10-16 og sunnudag kl. 13-17 Stuttur afgreiðslufrestur .4*. BRÆÐURNIFt R)ORMSSON Lágmúla 8 • Simi 530 2800

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.