Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.10.2001, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 01.10.2001, Qupperneq 1
AFGANJSTAN Afturhvarf til lýðrœðis? bls 12 BÆKU» Ovenjulegir lslendingar nútímans bls 18 KONGAFÓLK Vilhjálmur fær ekkifrið fyrir fátvarði bls 22 0 una.ner FRETTABLAÐIÐ 112. tölublað - 1. árgangur Þverholti 9, 105 Reykjavík - sími 515 7500 Mánudagurinn 1. október 2001 Helmingur sjúkraliða í verkfalli eða hættur Þriggja daga verkfall 400 sjúkraliða átti að hefjast á miðnætti. Þess utan hætta 100 sjúkraliðar. Formaður Sjúkraliðafélags Islands segir flestar heilbrigðisstofnanir hafa hunsað boð um að leggja fram tillögu að neyðarlistum og því verði þeim engar undanþágur veittar. Alþingi sett ALÞINCI. Alþingi íslendinga, 127. löggjafarþing verður sett í dag á hefðbundinn hátt. Að lokinni guðs- þjónustu í Dómkirkjunni setur for- seti íslands þingið í Alþingishúsinu. Skattalækkun fyrir- tækja boðuð í flár- lagafrumvarpi? FJÁRLÖC. Fjárlagafrumvarp ríkis- stjórnarinnar lítur dagins ljós í dag og verður útbýtt á fyrsta fundi Al- þingis. Væntan- lega verður þar gert ráð fyrir lækkun á sköttum fyrirtækja, ef marka má yfirlýsingar úr f jármála- ráðuneytinu undanfarið. Breytingar í flugi til Eyja fluc. Flugfélag íslands hættir í dag flugi til Vestmannaeyja og þess í stað hefjast íslandsflug og Jórvík handa um að halda uppi loftbrú milli lands og Eyja með meira sætaframboði en nokkru sinni fyrr. verkfall Allt benti til þess í gær- kvöldi að um miðnætti hæfist þriggja daga verkfall sjúkraliða hjá ríkinu og á dvalarheimilunum Grund í Reykjavík og Ás í Hvera- gerði. Verkfallið er það fyrsta af þremur sem sjúkraliðar hafa boðað til í október. Ríflega 820 félagsmenn Sjúkra- liðafélags íslands starfa hjá ríkinu. Þar af starfa 550 sjúkraliðar á stofnunum Landspítala-Háskóla- sjúkrahúss en alls munu á bilinu 130 til 140 þeirra taka þátt í verk- fallinu auk þess sem 96, sem ekki áttu að vera í verkfalli, hafa sagt starfi sínu lausu og ganga út á mið- nætti. Aðrir sjúkraliðar á Landspít- alnum veróa áfram við störf sam- kvæmt samkomulagi þar um. Ekkert samkomulag liggur hins vegar fyrir um aðrar heilbrigðis- stofnanir ríkisins víða um land og verða því allir sjúkraliðar á þeim stöðum í verkfalli. Samtals nær verkfallið því til rúmlega 400 sjúkraliða og um 100 eru hættir. Anna Stefánsdóttir hjúkrunarforstjóri á Land- spítalanum sagði verkfallið munu hafa mest áhrif á lyf- lækninga- og skurðlækn- ingadeildir enda séu flestar uppsagnirnar þar. Hins veg- ar séu slysadeildir, bráða- móttökur og gjörgæslur og aðrar bráðadeildir undanþegnar. Það sama gildi um endurhæfinguna í Kópavogi og lítið verði dregið úr starfsemi á öldrunar- og geðsvið- um. Anna sagði aðeins örfáa sjúkra- liðana sem sagt hafi upp hafa dreg- ið uppsagnirnar til baka. „í mínum huga er fullvíst að þeir hætta,“ segir hún og boðar að auglýst verði í stöðurnar. Saminganefndir sjúkra- liða og ríkisins voru á fundi hjá ríkissáttasemjara í gær en nefndirnar eyddu degin- um hvor í sínum fundarsaln- um að sögn Kristínar Á. Guðmundsdóttur, formanns Sjúkraliðafélags íslands. „Því miður er útlitið slæmt vegna þess að fjármálaráðuneytið hefur algjörlega dregið lappirnar að horfa á stöðuna eins og hún er. Ráðuneytið gerir sér enga grein fyrir þjónustunni sem heilbrigðis- kerfið er að veita og það sýnir sig best í því hvernig samninganefndin hagar sér,“ sagði Kristín. Kristín sagðist ekki hafa yfirsýn á það hvernig ástandið yrði í verk- fallinu en það nær m.a. til á þriðja tug stofnana sem engar undanþág- ur fá: „Þegar vió höfðum samið við Landspítalann um undanþágur sendum við bréf til allra hinn stofn- ananna vegna þess að neyðarlistar eru of gamlir til að við getum unnið eftir þeim og buðum þeim að gera athugasemdir. Engin hafði sam- band og því fara allir sjúkraliðarnir þar í verkfall í nótt. Ef ég stæði í þeirra sporum væri ég ráðþrota." gar@frettabladid.is „Ef ég stæði í þeirra sporum væri ég ráð- þrota," sagði formaður Sjúkraliðafélags íslands. FYLGST MEÐ ORRUSTUNNI Hermenn Norðurbandalagsins, andstæðinga talebana I Afganistan, skoða stöðvar talebana á víglinunni norðan Kabúl. Þeir tilkynntu í gær að þeir hefðu náð yfirráðum i Qadis sem hefur verið á valdi talebana. Ný fjölmiðlakönnun PriceWaterhouseGoopers: Fréttablaðið er langmest lesið af dagblöðunum 'VEÐRIÐ í DAG REYKJAVÍK Norðaustan 8-15 m/s, skýjað með köflum. Hiti 8 til 13 stig. ísafjörður VINDUR ÚRKOMA (3 10-18 Rigning HITI QI * * * * * 7 Akureyri (3 10-18 Rigning Ql° Egilsstaðir <3 10-18 Rigning O8 Vestmannaeyjar (3 5-10 Skýjað Qio Kiwanismenn selja lykil 5ÖFNUN. Kiwanis-menn selja K-lyk- ilinn til styrktar geðsjúkum í dag og næstu daga. í gær afhentu þeir forseta íslands fyrsta lykilinn. Þetta er í tíunda sinn sem Kiwanis- menn selja lykilinn og hafa þeir alls safnað 170 milljónum króna til góðgeröarmála á þennan hátt. Lyk- illinn kostar 500 kr. KVÖLDIO í KVÖLD Tónlist 18 Bíó 16 Leikhús 18 íþróttir 14 Myndlist 18 Sjónvarp 20 Skemmtanir 18 Útvarp 21 FJOLMIÐLAKONNUN PRlCEWATERHOUSECOOPERS VAR FRAMKVÆMD DAGANA 17. TIL 28. SEPTEMBER 2001. dacblaðalestur Fréttablaðið er langmest lesna dagblaðið á höfuð- borgarsvæðinu að því er kemur fram í nýrri fjölmiðlakönnun PriceWaterhouseCoopers. Könnun- in var gerð dagana 17. til 28. sept- ember sl. Lesendum hefur fjölgað mikið frá síðustu könnun og mikill meirihluti íbúa á svæðinu segist lesa Fréttablaðið alla virka morgna. Samkvæmt könnuninni er með: allestur blaðsins 77,9 prósent. í öðru sæti virka daga kemur Morg- unblaðið. 72,3 prósent íbúa höfuð- borgarsvæðisins lesa það að meðal- tali; 5,6 prósentustigum færri en lesa Fréttablaðið. Að meðaltali lesa urn 35,2 prósent höfuðborgarbúa DV. Séu niðurstöðurnar bornar sam- an við könnun sem PriceWaterhou- seCoopers gerði í sumar sést að lestur á Fréttablaðinu hefur stór- aukist meðan Morgunblaðið stend- ur í stað. Nánar bls. 13. | FÓLK ] || Dimmt, list- I rœnt ogfrið- samlegt SÍÐA 16 ÍÞRÓTTIR Hakkinen fagnaði sigri í Bandaríkjunum Breskir fjölmiðlar: Aras yfírvofandi afcanistan Breska blaðið The Observer hélt því fram í gær að það hefði heimildir fyrir því að bandarískar og breskar hersveitir myndu ráðast til atlögu gegn tale- bönurn og Osama bin Laden á næstu sólarhringum. Blaðið sagði að fyrsta skref árásanna yrði að ráða niðurlögum flughers tale- bana og eyða loftvarnakerfum auk þess sem gerðar yrðu loftárásir á skriðdreka og brynsveitir stjórn- valda. Að því loknu yrði landher sendur inn í landið til að berja nið- ur sveitir talebana og hryðju- verkahreyfingu bin Ladens. Varnarmálaráðherra Sádí-Ar- abíu lýsti því yfir að Bandaríkja- menn og bandamenn þeirra fengju ekki að nota landið sem stökkpall til árása á Afganistan. Þó mættu þeir væntanlega fljúga í gegnum sádí-arabíska lofthelgi með sveitir sem taka þátt í aðgerðum. ■ I þetta HELST I Framkvæmdastjóri Línu.nets segir 70 til 80 prósent fjárþarf- ar fyrirtækisins vera uppfyllta. Viðræður við Lífeyrissjóði um fjármögnun standi yfir. Hann undrast að vinnugögn úr þeim við- ræðum skuli hafa komist í há- mæli. bls. 2. —♦— Allsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna kemur saman í dag til þess að hefja umfjöllunum um að- gerðir gegn hryðjuverkum. bls. 2. Fimm einstaklingar liggja á gjörgæslu á Landspítalanum eftir umferðarslys að undanförnu. bls. 2.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.