Fréttablaðið - 01.10.2001, Blaðsíða 2
KJÖRKASSINN
FRÉTTABLAÐIÐ
1. október 2001 MÁNUDACUR
BREYTIR LITLU
Netverjar vilja ekki
meina að hryðjuverkin
í síðasta mánuði hafi
breytt nokkru um vilja
þeirra til flugferða.
Ertu smeyk/ur við flugferðír
eftir hryðjuverkin í Bandaríkj-
unum?
Niðurstöður gærdagsins
á www.visir.is
Spurning dagsins í dag:
Ætlarðu að fylgjast með handboltanum
í vetur?
Farðu inn á vísi.is og segðu |
þína skoðun ............[
Landspítalinn:
Fimm á
gjörgæslu
slys Fimm einstaklingar liggja á
gjörgæslu á Landspítalanum eft-
ir umferðarslys að undanförnu.
Maður sem slasaðist í umferð-
arslysi í Langadal á fimmtudag í
síðustu viku er alvarlega slasað-
ur og í öndunarvél. Ókumaður
mótorhjóls sem slasaðist mikið í
árekstri á Bústaðavegi sama dag
er mikið slasaður en ekki í önd-
unarvél. Ungur maður sem slas-
aðist á kvartmílubrautinni í
Kapelluhrauni er á batavegi en
enn á gjörgæslu. Ökumaður
flutningabíls sem slasaðist alvar-
lega þegar bíll hans fór út af veg-
inum í Svínahrauni um miðjan
síðasta mánuð er á batavegi og
losnaði úr öndunarvél í síðustu
viku. Tólf ára stúlka sem hlaut
mikla höfuðáverka þegar ekið
var á hana þegar hún fór yfir
gangbraut við Háaleitisbraut 12.
september s.l. er á batavegi en
enn í öndunarvél. ■
■■
Hryðjuverk:
Mjög raun-
veruleg ógn
washington. ap John Ashcroft,
dómsmálaráðherra Bandaríkj-
anna, varaði við því í gær að
Bandaríkjamenn stæðu frammi
fyrir mjög raunverulegri ógn
frekari hryðjuverka og sagði að
sú ógn ætti eftir að magnast enn
þegar Bandaríkjamenn byrjuðu
að svara fyrir árásirnar í síðasta
mánuði. „Við teljum líkur á frek-
ari aðgerðum hryðjuverka-
manna“, sagði Ashcroft í sjón-
varpsviðtali í gær og taldi að enn
væru staddir hryðjuverkamenn
í Bandaríkjunum sem hyggðust
grípa til aðgerða. ■
....-
Á HJARTAGÖNGU
I tilefni alþjóðlega hjartadagsins í gær var
haldin fræðsludagskrá í Mjóddinni í gær,
þar sem m.a. var boðið upp á maelingar á
áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma.
Síðaan var farin árleg Hjarta- og fjölskyldu-
ganga Landsamtaka hjartasjúklinga. Geng-
ið var frá Mjóddinni áleiðis í Elliðaárdal.
Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hefur umfjöllun um hryðjuverk í dag:
Hryðjuverkastarfsemi hefur
ekki verið skilgreind enn
new york.ap Allsherjarþing Samein-
uðu þjóðanna kemur saman í dag til
þess að hefja umfjöllunum um að-
gerðir gegn hryðjuverkum.
Á föstudaginn afgreiddi Örygg-
isráð með hraði ályktun þar sem öll
189 aðildarríki Sameinuðu þjóðanna
eru hvött til þess að neita hryðju-
verkamönnum um fé, stuðning og
skjól. Hér er um að ræða bindandi
samþykkt og sagði John
Negroponte, sendiherra Bandaríkj-
anna, að hún væri „án fordæma í
baráttunni gegn hryðjuverkum á
vettvangi Sameinuðu þjóðanna" og
Jean- David Levitte, sendiherra
Frakka, sem er í forsæti öryggis-
ráðsins, sagði hana „sögulega" og
bera vott um úrslitaþýðingu Sam-
einuðu þjóðanna við að mynda
heimssamstöðu í baráttunni við
sameiginlegan vágest. Þetta er í
fyrsta sinn sem ráðið gerir sam-
þykkt í deilumáli án þess að nefna
land, samtök eða hóp af fólki. í
henni er krafist aðgerða frá öllum
ríkjum og ráðinu heimilað að grípa
til aðgerða til þess að tryggja frið og
öryggi á alþjóðavísu.
Oryggisráðið hefur samþykkt á
annan tug löglegra aðgerða til þess
að berjast gegn hryðjuverkum en
aðeins fimm þeirra hafa hlotið stað-
festingu meir en 100 ríkja og þannig
orðið bindandi fyrir aðildarríkin.
Meðal þeirra sem ekki hafa hlotið
nægan stuðning er sú aðgerð að
hætta fjárstuðningi við hryðju-
verkamenn. í samþykktinni er
„hryðjuverkastarfsemi" ekki skil-
greind með vilja vegna þess að full-
trúar í Öryggisráðinu hafa ekki get-
JEAN-DAVID LEVITTE
Sendiherra Frakka hjá Sameinuðu þjóð-
unum segir fyrirhugaða samþykkt sögulega
og vera vott um þýðingu SÞ í baráttunni
gegn hryðjuverkum.
að komið sér saman um slíka skil-
greiningu. ■
Undrast skilnings-
leysi borgarfulltrúa
Framkvæmdastjóri Línu.nets segir 70 til 80 prósent íjárþarfar fyrirtæk-
isins vera uppfyllta en íjármögnun hafi tafist því hlutaQárútboð hafi
ekki þótt raunhæfur kostur. Flann segir viðræður við lífeyrissjóði um
fjármögnun standa yfir og undrast að vinnugögn úr þeim viðræðum
skuli hafa komist í hámæli.
EIRÍKUR BRAGASON
Framkvæmdastjóri Línu.nets undrast að borgarfulltrúar minnihlutans I Reykjavík skuli leg-
gja steín í götu fyrirtækis sem náð hafi miklum árangri I gagnafiutningsþjónustu fyrir mörg
helstu fyrirtæki og stofnanir landsins.
FYRIRTÆKJAREKSTUR Eiríkur Braga-
son, framkvæmdastjóri Línu.nets,
undrast það skilningsleysi sem
rekstur fyrirtækis hans hefur
mætt hjá borgarfulltrúum minni-
hlutans í Reykjavík. Hann segist
síður vilja dragast inn í pólitíska
umræðu en telur
mikilvægt í ljósi
gagna sem Guð-
laugur Þór Þórðar-
son, borgarfulltrúi
í Reykjavík, hefur
lagt fram í fjöl-
miðlum að koma
sjónarmiðum fyr-
irtækisins á fram-
færi.
Eiríkur segir
umræðuna snúast
um þriðja hluta
fjármögnunar fyr-
irtækisins, en áður
hafi verið lokið
fjármögnun með
hlutafé og lang-
t í m a 1 á n u m .
„Þriðja hlutann átti að fjármagna
með hlutafjárútboði sl. vor.
Ákveðið var að fresta útboðinu
og í ljósi þess sem verið hefur að
gerast hjá Landsímanum og ís-
landssíma tel ég það hafa verið
alveg rétta ákvörðun," sagði
hann. í stað útboðsins segir Ei-
ríkur þriðja hlutann verða fjár-
magnaðan með söluandvirði
Tetralínu og lánum hjá lífeyris-
sjóðunum. Hann segir stöðu fyr-
irtækisins hafa gjörbreyst við
sölu Tetralínu. „Þessi drög sem
Guðlaugur Þór komst yfir, fær
hann í hendur áður en ég var
sjálfur búinn að sjá þau. Þetta
voru vinnugögn úr bankanum,
sem höfðu verið send sem trún-
aðarmál á nokkra lífeyrissjóði,
en málið er allt á viðræðustigi og
ekki búið að ganga frá neinu.
Þannig er ákvæðið sem Guðlaug-
ur fjallar um, ekki í drögunum
sem ég er með, heldur er þar
ákvæði um að fari hlutdeild kjöl-
festufjárfestis niður fyrir 50 pró-
sent hafi lífeyrissjóðurinn rétt á
að gjaldfella lánið,“ sagði hann
og áréttaði að við fyrstu sýn væri
ekkert í drögunum sem stangað-
ist á við sveitarstjórnarlög. Þá
vildi Eiríkur koma á framfæri að
tilkoma fyrirtækisins hafi orðið
til að lækka verð á gagnaflutn-
ingum verulega, borgurum og
fyrirtækjum til hagsbóta.
„Það er ótrúlegt að einhverjum
skuli detta í hug að sveitarfélag
eigi að vera að standa í svona æv-
intýri," sagði Guðlaugur Þór,
borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks-
ins og líkti rekstri Línu.nets við
nútíma fiskeldis- og loðdýrarækt-
arævintýri. Hann segir rúman
milljarð hafa verið settan í fyrir-
tækið af sköttum almennings,
bæði í beinhörðum peningum og
með yfirtöku skulda. „Síðan er í
ofanálag verið að opna einhvern
víxil með þessum ábyrgðum,"
bætti hann við og taldi gott, hafi
orð hans orðið til þess að menn
rykju til um helgi við að endur-
skoða þær skuldbindingar. Guð-
laugur vildi ekki gefa upp hvaðan
hann fékk sínar upplýsingar í
málinu en áréttaði að almenning-
ur hafi verið honum innan handar
með upplýsingagjöf í mörgum
málum.
oli@frettabladid.is
Þessi drög
sem Guðlaug-
ur Þór komst
yfir, fær hann í
hendur áður
en ég var
sjálfur búinn
að sjá þau.
Þetta voru
vinnugögn úr
bankanum,
sem höfðu
verið send
sem trúnaðar-
mál á nokkra
lífeyrissjóð
—*—•
Skemmdarverk og þjófn-
aðir:
Skrílslæti á
Patreksfirði
lögregluiviál Hópur milli 15 og 20
ungmenna var með mikil skrílslæti
á Patreksfirði aðfaranótt laugar-
dags og sunnudags og vann miklar
skemmdir á bifreiðum, bekkjum og
fleiri munum í eigu einstaklinga og
bæjaryfirvalda. Um er að ræða hóp
einstaklinga sem mættu á föstudag
í yfirheyrslur vegna afbrota sem
er verið að rannsaka og nokkra vini
þeirra. Komuna í heimabæ nýttu
þeir svo til þess að ganga um bæ-
inn og valda miklurn skemmdum.
Málið hefur vakið mikla reiði á Pat-
reksfirði og hafa komið fram tillög-
ur um að boða til borgarafundar til
að ræða hvernig bregðast megi við
atburðunum sem eru fjarri því
einsdæmi.
Hópurinn sem hér á í hlut hefur
verið til vandræða á Patreksfirði
um nokkurra ára skeið og gert mik-
inn óskunda. Þeir hafa haldið til
náms á höfuðborgarsvæðinu en
munu vanir því að láta til sín taka
þegar þeir koma aftur á heimaslóð-
ir. Meðal fyrri afbrota gengisins
má nefna að nokkrir úr hópnum
ruddust fyrir nokkru inn í hús í
bænum og börðu heimafólk. ■
STUTT
Ferða- og risnukostnaður ríkisins
og stofnana þess jókst um 492
milljónir króna frá 1998 til 2000 og
nam rúmlega 2,3 milljörðum króna
á síðasta ári. Þetta kemur fram á
heimasíðu Jóhönnu Sigurðardóttur,
alþingismanns. Risna rikisins hefur
aukist úr tæpum 210 milljónum í
um 281 milljónir á tveimur árum.
Samanlagður ferðarkostnaður inn-
an- og utanlands jókst úr 1.613
milljónum í 2.034 mílljónir.
Lögreglan í Reykjavík stöðvaði
mann laust eftir klukkan sex í
gærdag grunaðan um ölvun við
akstur. Maðurinn hafði keyrt á í
Mosfellsbæ og stungið af en var
stöðvaður af lögreglu skömmu síð-
ar. Það er ekki einsdæmi að menn
séu stöðvaðir svo snemma dags
grunaðir um ölvun við akstur.
Tveir voru stöðvaðir á sjötta tím-
anum á laugardag, einnig grunaðir
um ölvun við akstur.
Litlu flugfélögin óviðbúin hertum reglum:
Nýjar flugreglur setja
litlu félögin í uppnám
SAMGöngutr Einar Örn Einarsson,
rekstrarstjóri Jórvíkur ehf. segir að
vegna evrópskra reglna um flug-
rekstur sem taka eiga gildi fyrir
smærri flugfélögin hérlendis í dag
ríkja óvissa með flug minni flugfé-
laganna. Um er að ræða hertar regl-
ur sem stærri flugfélögin hafa þurft
að fylgja um skeið en gildistökunni
var flýtt í kjölfar umræðunnar eftir
Skerjafjarðarslysið.
Einar Örn segir að vegna mis-
skilnings hafi menn talið að veittur
yrði nokkur frestur til að uppfylla
skilyrðin en að nú væri unnið að því
að finna leiðir til lausnar.
Jórvík hefur stefnt að því að
hefja áætlunarflug til Hafnar í
Hornafirði og til Vestmannaeyja frá
og með deginum í dag. Áformin
hafa hins vegar mætt talsverðu
andstreymi.
Fyrst tilkynnti íslandsflug að
það ætlaði að hefja flug til Eyja og
PIPER CHIEFTAIN VÉL JÓRVÍKUR Á REYKJAVÍKURFLUGVELLI
Hertar öryggisreglur taka gildi I dag og setja litlum flugfélögum stólinn fyrir dyrnar.
Óvíst er hvort Jórvlk takist að hefja Vestmannaeyjaflug I dag vegna þeirra.
fylgdi velþóknun bæjaryfirvalda
þar ákvörðuninni. Þá ætlar Flugfé-
lag íslands að taka áskorun bæjar-
ráðs Ilornafjarðar og halda flugi
þangað áfram út október. í áskorun-
inni sagði að ljóst að ekki væri „fyr-
irséð að viðunandi þjónusta verði
frá og með 1. október" og taka Jór-
víkurmenn það afar óstinnt upp.
Þeir hafa hætt við flugið til Hafnar
en ætla að halda sínu striki varðandi
Vestmannaeyjar. „Við verðum ódýr-
ai'i og erum alveg óhræddir,“- segir
Einar Örn. ■