Fréttablaðið - 01.10.2001, Side 9
MÁNUDAGUR 1. október 2001
FRÉTTABLAÐIÐ
9
Þingkosningar í Bangladess:
Tvær konur berjast um völdin
DflKfl. bangladess. ap Svo undar-
lega sem það kann að hljóma, þá
hefur kosningabaráttan í Bangla-
dess, eða Bengalalandi, staðið
einkum á milli tveggja kvenna.
Fjölda kvenna er hins vegar ekki
leyft að greiða atkvæði í þing-
kosningunum, sem fara fram í
dag, jafnvel þótt lög kveði á um
jafnan kosningarétt allra fullorð-
inna landsbúa. Svo virðist sem
fáir karlmenn í landinu séu reiðu-
búnir til að heimila konum sínum
að fara á kjörstað. Þeir halda fast
í gamlar hefðir íslams, sem er
ríkjandi trú í Bangladess.
Konurnar tvær sem berjast um
völdin eru Sheikh Hasina og
Khaleda Zia, sem báðar eru fyrr-
verandi forsætisráðherrar lands-
ins. Báðar hafa þær lýst því yfir,
að þær muni ekki viðurkenna úr-
slit kosninganna í dag ef hin sigr-
ar. Blóðugum átökum og pólitísk-
um verkföllum, sem íþyngt hafa
landsmönnum og ekki síst efna-
hag landsins, lýkur því vart í bráð,
sama hver úrslitin verða í dag.
Faðir Hasinu og eiginmaður
Ziu hafa báðir látið lífið í þessum
átökum, og hvor um sig gruna
þær fjölskyldu hinnar um að bera
ábyrgð á þeim voðaverkum. Faðir
Hasinu var Sheikh Mujibur Ra-
hman, leiðtogi sjálfstæðisbaráttu
landsins og fyrsti forseti þess, en
MEGA EKKI KJÓSA
Þessar konur hylja flestar andlit sitt meðan þaer fylgjast úr fjarlægð með ræðuhöldum
karla á kosningafundum.
Zia er ekkja Ziaur Rahmans, hers- myrtur í valdaráni hersins árið
höfðinga sem varð forseti en var 1981. ■
Heilinn:
Viðbrögð sýna
á hvað horft er
vísindi Vísindamenn við geðheil-
brigðisstofnun Bandaríkjanna,
hafa komist að því, að með því að
skoða hvað gerist í heila fólks geta
þeir sagt fyrir um á hvers konar
hluti fólkið er að horfa. Sex manns
voru látnir horfa á myndir af and-
litum, köttum, húsum og fleiru. Til
samanburðar voru þeir látnir
horfa á merkingarlausar myndir.
Síðan var fylgst með viðbrögðum
heilans. Vísindamennirnir gátu í
96% tilfella sagt á hvers konar hlut
viðkomandi var að horfa hverju
sinni, hvort það var t.d. andlit eða
skór eða merkingarleysa, ein-
göngu með því að fylgjast með
mynstrinu í starfsemi heilans. ■
Meira fé í rekstur
Upphaflegt markmið með stofnun framkvæmdasjóðs aldraðra var að
standa straum af uppbygginu húsnæðis. Meira fer nú í rekstur sem telst
óeðlilegt þar sem gjaldið er nefskattur. Heilbrigðisráðherra vill hækka
gjaldið í annað sinn á tæpu ári.
r; • > i t« i
‘
DVALARHEIMILI ALDRAÐRA
Ákveðið hlutfall af byggingarkostnaði, vegna uppbyggingar á þjónustustofnunum fyrir
aldraða, er hægt að fá úthlutað úr Framkvæmdasjóði.
álögur „Framkvæmdasjóður aldr-
aðra var í upphafi stofnaður til að
byggja hjúkrunarheimili fyrir
aldraðra," segir Guðmundur Hall-
varðsson alþingismaður. í ráð-
herratíð Guðmundar Bjarnasonar
var svo tekið fyrsta skrefið
í að taka pening úr sjóðn-
um til að standa undir rek-
stri við húsnæði og þjón-
ustu við aldraða.
„Það er óeðlilegt að ráð-
stafa fjármunum sjóðsins
nema til uppbyggingar fyr-
ir aldraða á sviði hjúkrun-
ar og dvalarrýma. Þetta
byggist á nefsköttum og
því ekki við hæfi að útdeila
þessum peningum til
rekstrar," segir Ásgeir
Ingvason, framkvæmda-
stjóri sjómannadagsráðs
Reykjavíkur og Hafnar-
fjarðar, sem rekur dvalar-
heimili aldraðra á Hrafnistu.
Jón Kristjánsson, heilbrigðis-
ráðherra, hefur lagt til í ríkis-
stjórn að gjald, sem rennur í
framkvæmdasjóð aldraðra, verði
hækkað um tæp 5.5%. Gjaldið
GUÐMUNDUR
HALLVARÐSSON
IVIargir eru mjög
ósáttir viö að nef-
skatturinn fari í
annað en upp-
byggingu á hús-
næði fyrir aldr-
aða.
hækkar þá úr 4.578 í 4.826. Um
síðustu áramót hækkaði gjaldið
um rúmar 500 krónur. Allir ein-
staklingar á aldrinum 16 til 70 ára
eru skyldugir til að greiða þetta
gjald samkvæmt lögum frá 1981.
Davíð Á. Gunnarsson,
ráðuneytisstjóri í heilbrigð-
is- og tryggingaráðuneyt-
inu, Segir þessa hækkun nú
vera eðlilegt ferli í kring-
um fjárlagagerðina. Nú
þurfi að leita eftir laga-
breytingum vegna hækk-
ana á opinberum gjöldum,
sem áður fylgdu verðvísi-
tölu. Hækkunin er tilkomin
til helminga vegna hækk-
unar á bygginga- og neyslu-
verðsvísitölu.
Þótt upphaflegt mark-
mið hafi verið að standa
straum af uppbyggingu
stofnana fyrir aldraða hafa
lagabreytingar stefnt að því að
taka meira fé í rekstur, breytingar
á húsnæði og þjónustu við aldr-
aða. Einnig er heimilt að veita fé í
rannsóknir, kennslu og kynningu á
öldrunarmálum. ■
Japönsk menning
Fimmtudaginn 4.október 2001
Kjarvalsstaðir
18:30 -19:00 Ávarp Hr Kawai, sendiherra Japans
„New Period of Japan - lceland Relationship"
19:10-19:40 Tónleikar
Mieko Miyazaki leikur á Koto (japönsk harpa)
Seizan Matsuda leikur á Shakuhachi (japönsk
bambus flauta)
Föstudaginn 5.október 2001
Hótel Loftleiðir (Blómasalur)
17:00-18:00 Tónleikar
Mieko Miyazaki leikur á Koto [japönsk harpa)
Seizan Matsuda leikur á Shakuhachi (japönsk
bambus flauta)
Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir
Aðgangur er ókeypis en nauösynlegt er að tilkynna
þátttöku til sendiráös Japans
Sími 510 8600, fax 510 8605 eða
e-mail: dagnyosk@itn.is
Sendiráö Japans / íslenska - Japanska félagið
A HAOÆÐA HEIMIUSTÆKIUM
Rýmum fyrir nýrri gerðum.
Mikill aJsláttur næstu daga.
Nú efiium við til rýminsarsölu
á eldri gerðum ýmissa neimilistækja.
Mikið úrval, aðeins gæðavaræ
Eldavélarfrá 39-990.- Þvottavélar frá 44.900.-
Helluborðfrá 16.990.- Kæliskápar frá 44.900.-
Háfar, 90cm frá 27.900.- Uppþvottavélar frá 49-900.-
Háfar, frístandandi 49.990.-
PAKKATILBOÐ ofaar og helluborð 39-990.-
^fRÚLEG'r Sýningareintök og útlitsgölluð eintök:
jJJU)? Seljum Kka nokkur eintök af ofnum, helluborðum, viftum, háfum
og ýmiskonar smátækjum.
‘Heimilistiekjaverslun
Grensásvegur 13-108 Reykjavík - Sími 333 2222 - Veffang w.pfaff.is