Fréttablaðið - 01.10.2001, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 1. október 2001
FRÉTTABLAÐIÐ
11
Hæstaréttur sakfelllir útgerðarfélagið Stíganda:
Dæmir hlunnförnum
skipverja tæpa milljón
hæstiréttur IJtgerðarfélagið Stíg-
andi ehf. hefur í Hæstarétti verið
dæmt til að greiða skipverja á
skipinu Ófeigi VE-325 900 þúsund
krónur vegna vanreiknaðra launa.
Stígandi hafði hlunnfarið skip-
verjann árið 1999 með því að reik-
na laun hans ekki miðað við raun-
verulegt söluverð afla á erlendum
markaði heldur mun lægra verð
sem útgerðin sagðist hafa fengið
fyrir aflann hér innanlands með
sölu til fyrirtækisins Blábergs ehf.
Að því er segir í dómi Hæsta-
réttar komst verðlagsstofa skipta-
verðs að þeirri niðurstöðu, að afla-
hluturinn hefði verið vanreiknaður
tímabilinu júlí til nóvember 1999:
„í raun hefðu 136.577.992 krón-
ur fengist fyrir aflann en ekki
104.364.781 króna eins og áfrýjandi
heldur fram. Aflinn hefði verið ís-
aður í kassa og hefði áhöfn Ófeigs
annast löndun hans og frágang í
gáma. Engin vinnsla eða virðis-
aukning var talin hafa átt sér stað á
aflanum hjá Blábergi ehf. og engin
gögn höfðu borist frá því fyrirtæki
til Fiskistofu um kaup eða sölu
fiskafla," segir í dómnum. ■
Aðhaldsaðgerðir Flugleiða:
Einfcildur og ferskur
matur fyrir farþega
flucleiðir Hluti af aðhaldsaðgerð-
um sem Flugleiðir hafa
gripið til auk uppsagna
eru breytingar í matar-
þjónustu um borð í vélum
félagsins. Ætlunin er að
leggja meiri áherslu á ein-
faldan og ferskan mat og
verða nýjungarnar kynnt-
ar núna í vikunni. Þá sagði
Sigurður Helgason, for-
stjóri félagsins á blaða-
mannafundi fyrir helgi að
símainnritun verði einnig
hætt. Þar sagði hann að
réðu
SIGURÐUR
HELGASON
Forstjóri Flugleiða
segir að frekari
samdráttar í rekstri
sé ekki að vænta í
bráð.
bæði hagkvæmnis- og örygg-
issjónarmið.
Sem dæmi um breyttar
aðstæður í rekstri sagði
Sigurður að gera mætti
ráð fyrir að tryggingarið-
gjöld félagsins færu úr lið-
lega 50 milljónum í 600
milljónir. Hann var von-
góður um að samningar
næðust við alþjóðleg
tryggingafélög um endur-
tryggingar fyrir 25. októ-
ber þegar endurtryggará-
byrgð ríkisins rennur út. ■
Kaupandi úrelts skips:
Engar bætur
fyrir veidi-
leyfissynjun
póivisiviál Fyrirtækið Eystrasalt
sem keypti skipið Stokksness VE
700 og sótti um leyfi til veiða í at-
vinnuskyni fyrir það fær ekki
bætur fyrir að hafa verið synjað
um veiðileyfið af Fiskistofu og
síðar sjávarútvegsráðuneytinu.
Þetta er niðurstaða Hæstaréttar.
Veiðileyfisbeiðni Eystrasalts
hafði verið hafnað með vísan til
þess að endurnýjunarrétti og rétti
Stokksness til veiðileyfis hefði á
sínum tíma verið afsalað til Þró-
unarsjóðs sjávarútvegsins af þá-
verandi eigendum skipsins gegn
greiðslu 39,4 milljóna króna úr-
eldingarstyrks.
Eystrasalt krafðist ógildingar
á úrskurði sjávarútvegsráðuneyt-
isins og 14,7 milljóna króna bóta
vegna ætlaðs tekjutaps þann tíma
sem skip hans hafði ekki veiði-
leyfi. Hæstiréttur sýknaði ríkið
og kvað Eystrasalt bundið af þeim
samningi sem gerður var um úr-
eldingu skipsins enda væri hann
enn í gildi og bakaði fyrirtækinu
sömu skyldur og styrkþega á sín-
um tíma. ■
—♦...•-
Notaði markaðsráðandi
stöðu:
Harpa sektuð
fyrir brot
samkeppnismál Samkeppnisráð
hefur komist að þeirri niðurstöðu
að málningarverksmiðjan Harpa
hafi brotið samkeppnislög. Ráðið
telur fyrirtækið hafa notað mark-
aðsráðandi stöðu í samkeppni um
iðnaðargólf.
Forsaga málsins er sú að Mal-
land sem sérhæfir sig í gerð iðn-
aðargólfa, kvartaði undan óeðli-
legum starfsháttum Hörpu í kjöl-
far þess að prentsmiðjan Oddi
hætti við tilboð fyrirtækisins.
Oddi hafði tekið tilboði Mallands
um gerð gólfs, en snérist hugur og
beindi viðskiptum til Hörpu,
tveimur dögum áður en verkið
átti að hefjast. Töldu forsvars-
menn Mallands að Harpa hafi hót-
að að hætta að láta prenta efni frá
sér í Odda, fengju þeir ekki við-
skiptin.
Samkeppnisráð komst að þeirri
niðurstöðu að Harpa væri mark-
aðsráðandi við gerð iðnaðargólfa
og hefði misnotað aðstöðu sína.
Var fyrirtækinu gert að greiða
400 þúsund krónur i ríkissjóð. ■
B&L, Grjóthálsi 1, sími 575 1220, www.bl.is
Opið virka daga 9-18
BÍLAR AF BESTU GERÐ
Fram tll 6. október bjóðum við hjá B&L nokkra
vel með farna reynsluaksturs- og sýningarbíla
á lægra verði en nokkru sinni fyrr. Kíktu til okkar
og kannaðu málið.