Fréttablaðið - 01.10.2001, Side 13

Fréttablaðið - 01.10.2001, Side 13
MÁNUDAGUR 1. október 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 13 INNKAUP TIL HEIMILISINS Fréttablaðið Morgunblaðið Sér um innkaup 78,7% 71,1% Sér um að hluta 81,6% 73,4% Sér ekki um 72,6% 73,4% AFGERANDl MUNUR Það er áberandi hversu mikill munur er á dagblaðalestri þeirra sem sjá annars vegar um innkaup til heimilisins og hinna sem gera það ekki. Innkaup til heimilisins: Mikill munur könnun Þegar litið er til þess hvort þátttakendur í fjölmiðlakönnun PriceWaterhouseCoopers segjast kaupa inn til heimilisins eða ekki; kemur í ljós mikill munur milli lesenda Fréttablaðsins og Morgun- blaðsins. Lesendur Fréttablaðsins eru líklegri til að kaupa inn en Morgunblaðsins miklu síður. ■ STARFSGREINAR Stjórnendur Fréttablaðið 81,1% Morgunblaðið 73,3% Skrifstofufólk 74,9% 77,4% Iðnaðarmenn 71,8% 63,8% Ósérhæft starfsf. 85,0% 66,6% Heimavinnandi 81,3% 63,3% Nemar 77,0% 72,9% Lífeyrisþegar 71,9% 72,7% 5:2 FYRIR FRÉTTABLAÐINU Fleira skrifstofufólk og lífeyrisþegar lesa Morgunblaðið en Fréttablaðið hefur vinn- ingin í öllum öðrum starfsgreinum. Starfsgreinar: Stjórnendur velja frekar Fréttablaðið könnun Samkvæmt nýrri fjöl- miðlakönnun PriceWaterhouse- Coopers lesa fleiri stjórnendur og sérfræðingar Fréttablaðið en Morgunblaðið. Hið sama má segja um iðnaðarmenn og sérhæft starfsfólk, nema, heimavinnandi og ósérhæft starfsfólk. Einu atvinnugreinarnar þar sem fleiri lesa Morgunblaðið en Fréttablaðið eru skrifstofumenn (verslun og þjónusta) og lífeyrisþegar og at- vinnuleysingjar. ■ TEKJUHÓPUR, Fréttablaðíð Morgunblaðíð Lágtekjufólk 78,3% 62,5% Millitekjufólk 76,1% 65,6% Hátekjufólk 83,3% 80,4% MEIRA LESIÐ AF ÖLLUM Fréttablaðið er meira lesið en Morgunblaðið af öllum tekjuhópum. Tekjuhópar: Allir lesa Fréttablaðið könnun Samkvæmt könnun Price- WaterhouseCoopers er Fréttablað- ið meira lesið en Morgunblaðið af öllum tekjuhópum. Blaðið er mest lesið af hinum tekjuhæstu, þá af hinum tekjulægstu en minna af millitekjufólki. Lestur blaðsins er þó óvenjujafn milli þessara hópa. Morgunblaðið er frekar lesið af hinum tekjuhærri, þó ekki það mikið að lestur þess hóps á Morgunblaðinu nái lestri hans á Fréttablaðinu. ■ MENNTUN Fréttablaðið Morgunblaðið Almennt nám 72,0% 63,3% Starfsnám 82,3% 66,7% Bóklegt nám 79,8% 73,3% Háskólanám 80,3% 77,1% MIKIÐ LESIÐ AF ÖLLUM Fréttablaðið er meira lesið en Morgun- blaðið af öllum menntunarhópum. Lestur eftir menntun: Jafn og góður könnun Samkvæmt könnun PWC er sama hvernig fólki er skipt eftir menntun; Fréttablaðið er meira lesið en Morgunblaðið af öllum hópum. Það er miklu meira lesið af þeim sem hafa minni menntun en einnig meira af þeim sem meiri menntun hafa. Það má því segja að öfugt við Morgunblaðið nái Frétta- blaðið jafnt til allra - að það sé blað allra landsmanna jafnt. ■ Dreifing Fréttablaðsins: Kemur á nærri 95 prósent heimila KÖNNUN Fréttablaðið kemur á 94,4% heimila á höfuðborgarsvæð- inu samkvæmt fjölmiðlakönnun PriceWaterhouseCoopers, sem gerð var dagana 17. til 28. septem- ber síðastliðna. Þetta er svipuð niðurstaða og í könnun sem gerð var um mánaðamótin júní/júlí. Hvorugt hinna dagblaðanna stá- tar af viðlíka dreifingu. Morgun- blaðið er keypt í fullri áskrift á 53,7% heimila. Auk þess kaupa 11,2% heimila svokallaða helgar- áskrift að Morgunblaðinu. Dreifing Fréttablaðsins er jöfn í öllum aldurshópum. Áskrifend- um Morgunblaðsins fjölgar hins vegar í eldri aldurshópum. Við samanburð við síðustu könnun kemur í ljós að áskrifendum Morgunblaðsins fækkar í aldur- shópunum 25 til 29 ára og 40 til 49 ára. Þess skal getið að dagana sem könnunin fór fram bauð Morgun- blaðið ókeypis kynningaráskrift að blaðinu. Þátttakendur voru ekki spurði hvort þeir greiddu fyrir áskriftina. ■ Dreífing Fréttablaðsins og Morgunblaðsins á heimili Samkvæmt fjölmíðlakönnun PriceWaterhouseCoopers sem gerð var á höfuðborgarsvæðinu daganna 17. til 28. september 2001. Morgunblaðið, helgaráskrift Allir 18-24 ára 24-29 ára 30-39 ára 40-49 ára 50-59 ára 60-67 ára FRÉTTABLAÐIÐ FER Á 94,4 PRÓSENT HEIMILA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU Ekkert dagblað hefur viðlíka dreifingu. Morgunblaðið er mest keypt í áskrift af eldri aldurs- hópum. Fréttablaðið fer á allt að fjórum sinnum fleiri heimili yngra fólk. Meðallestur dagblaðanna á virkum dögum á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt fjölmiðlakönnun PriceWaterhouseCoopers sem gerð var daganna 17. til 28. september 2001. I Fréttablaðið Morgunblaðið L_J DV I I Fréttablaðið [H Morgunblaðið EZl DV (júní/júlí 2001) (júní/júlí 2001) (júní/júlí 77,9% 72,3% 71 nw.71,9% 35,2% Allir; 18 til 67 ára 18-24 ára MEÐALLESTUR FRÉTTABLAÐSINS EYKST UM 7,4 PRÓSENTUSTIG Öll dagblöðin auka við lestur sinn frá síðustu könnun PriceWaterhouseCoopers, sem gerð var á sumarleyfistíma; eða um mánaðamótin júní/júlí. Aukning á meðallestri Morgunblaðsins er 0,5 prósentustig, 2 prósentustog hjá DV en 7,4 prósentustig hjá Fréttablaðinu, sem er nú orðið lang mest lesna dagblaðið á höfuðborgarsvæðinu. Fréttablaðið langmest lesna blaðið á höfiiðborgarsvæðinu Hvert tölublað Fréttablaðsins er lesið af um 78 prósent íbúa höfuðborgarsvæðisins samkvæmt nýrri fjölmiðlakönnun PriceWaterhouseCoopers. Lesendum hefur Qölgað mikið frá síðustu könnun. Mikill meirihluti íbúa á svæðinu segist lesa Fréttablaðið alla virka morgna. könnun Fréttablaðið er orðið lang- mest lesna dagblaðið á höfuðborg- arsvæðinu á virkum dögum. Þetta kemur fram í nýrri fjölmiðlakön- nun PriceWaterhouseCoopers, sem gerð var dagana 17. til 28. september síðastliðna. Meðallest- ur Fréttablaðsins er samkvæmt könnuninni 77,9 prósent. Næst mest lesna dagblaðið á virkum dögum, Morgunblaðið, er að meðaltali lesið af 72,3% íbúa höfuðborgarsvæðisins - eða 5,6 prósentustigum færri en Frétta- blaðið. DV er að meðaltali lesið af 35,2% höfuðborgarbúa. í könnun sem PriceWater- houseCoopers gerði um mánaða- mótin júní og júlí í sumar munaði litlu á meðallestri Morgunblaðs- ins og Fréttablaðsins. Síðan þá hefur lestur á Fréttablaðinu stór- aukist á meðan lestur á Morgun- blaðinu hefur nánast staðið í stað. Yfirburðir Fréttablaðsins yfir hinum dagblöðunum eru mestir í aldurshópunum 25 til 49 ára. Ef þessi hópur er tekinn sérstaklega þá er meðallestur Fréttablaðsins 78,5%, Morgunblaðsins 68,8% og DV 31,5%. Lesendur Fréttablaðs- ins í þessum aldurshópi eru því 14% fleiri en Morgunblaðsins og rétt tæplega 150% fleiri en DV. Fleiri karlar en konur lesa Fréttablaðið. Samkvæmt könnun- inni lesa 80,4% karla Fréttablaðið að meðaltali en 75,3% kvenna. Ef litið er til aldurs og kynja þá kemur í ljós að 75,4% yngri karla (18 til 29 ára) lesa Fréttablaðið að meðaltali en 65,5% Morgunblaðið. 82,0% miðaldra karla (30 til 49 ára) lesa Fréttablaðið en 66,7% Morgunblaðið. 83,8% eldri karla (50 til 67 ára) lesa Fréttablaðið en 77,8% Morgunblaðið. 67,2% yngri kvenna (18 til 29 ára) lesa Fréttablaðið að meðaltali en 66,3% Morgunblaðið. 77,0% miðaldra kvenna (30 til 49 ára) lesa Fréttablaðið en 74,3% Morgun- blaðið. 82,5% eldri kvenna (50 til 67 ára) lesa Fréttablaðið en 89,5% Morgunblaðið. Eldri konur eru því eini hópurinn þar sem fleiri lesa Morgunblaðið en Fréttablaðið. ■ Mest aukning meðal þeirra sem lesa Fréttablaðið alltaf: 63% lesa Fréttablaðið alltaf könnun Þegar þrjár nýjustu fjöl- miðlakannanirnar eru bornar saman kemur í ljós að lesenda- hópur Fréttablaðsins hefur vaxið á jöfnum hraða frá því að blaðið hóf göngu sína fyrir rétt rúmum fimm mánuðum. í könnun sem Gallup gerði í maí síðastliðnum sögðust 84,7% lesa Fréttablaðið einhvern tímann. í könnun sem PriceWaterhouseCoopers gerði um mánaðamótin júní og júlí var þetta hlutfall komið í 90,8%. í nýjustu könnuninni er það síðan 93,4%. Ekki er síður forvintilegt að skoða þá sem segjast lesa blaðið alltaf; eða hvern virkan dag. í maí var það hlutfall 51,8%, um mán- aðamótin júní og júlí var það komið í 53,5% en það er síðan 62,7% núna í lok september. Þessa aukningu má sjá í öllum hópum. Alls staðar fjölgar þeim sem segjast lesa Fréttablaðið alla virka daga og þeim fækkar sem segjast aldrei lesa blaðið. ■ Þrjár nýjustu fjölmiðlakannanirnar Hlutfall íbúa höfuðborgar- svæðisins sem segjast lesa blöðin alltaf eða oft. ■ i - - ■=> k-m Fréttablaðið Morgunblaðið FRÉTTABLAÐIÐ ER í SÓKN En hin dagblöðin standa í stað.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.