Fréttablaðið - 01.10.2001, Qupperneq 18
18
FRETTABLAÐIÐ
1. október 2001 MÁNUDAGUR
HVAÐA BÓK ERTU AÐ LESA?
Guðmundur Steinn Gunnars-
son
Gítarleikari Kuai
„Ég er að lesa myndasögu sem heitir Nausicaa
of the Valley of the Wind eftir Hayao Miyazaki.
Það er sami og samdi Princess Mononoke. Ég
er kominn í bók númer þrjú, af fjórum, og hún
er mjög góð."
LEIRMUNIR
Guðný gerir smærri og stærri verk, bæði
myndverk og nytjahluti.
Guðný Magnúsdóttir:
Vinnustofu-
sýning
MVNDUSTASÝNimc Guðný Magnús-
dóttir listakona opnaði á fimmtu-
dag vinnustofusýningu í tilefni
flutnings vinnustofu hennar á
Lindargötu 14. Guðný, sem gerir
smærri og stærri verk, bæði
myndverk og nytjahluti, rak Gall-
erí Úmbra í fimm ár en hefur sagt
skilið við reksturinn til að gefa
listsköpun sinni betra tóm.
„Ég hef hugsað mér að hafa
gluggagallerí í framhaldi af sýn-
ingunni, sýnirými fyrir áhuga-
verða hönnun, sem tengist og
handverki. Vinnustofan verður
opin að hluta til. Þar ætla ég að
stilla út mínum eigin verkum og
hafa samtengingar við aðra lista-
menn, kynna list þeirra," segir
Guðný.
Sýningin verður opin til 14.
október, miðvikudaga til sunnu-
daga frá kl. 14 til 18, eða eftir
samkomulagi. Pólk getur hringt í
Guðný, sem er jafnan á vinnustof-
unni, og samið um að kíkja í heim-
sókn. ■
Safír
Enskur snyrtisér-
fræðingur gefur ráð
og upplýsingar, um
það nýjasta sem er
í dag
Hann kynnir
M.D.Formilation,
sem er ein virkasta
varan á markaðn-
um í dag.
Safír
MORÐ f NORÐURMÝRI
Þriggja manna dómnefnd á vegum
Hins íslenska glæpafélags tilnefndi
bók Amalds Indriðasonar.
Mýrin eftir Arnald Indriðason:
Keppir um Gler-
lykilinn 2002
VERÐLAUNASAMKEPPNI BÓk AmaldS
Indriðasonar, Mýrin, hefur verið
valin sem framlag íslands til
keppninnar um Glerlykilinn
2002. Mýrin, sem kom út hjá
Vöku-Helgafelli haustið 2000,
segir frá rannsókn lögreglu-
mannsins Erlends á morði á
gömlum manni, sem býr einn í
kjallara í Norðurmýrinni. Leit
Erlends að lausn gátunnar leiðir
hann langt aftur í fortíð hins
látna, sem reynist
síður en svo jafn
ómerkileg og við-
burðasnauð og
ætla mætti í
fyrstu. Mýrin er
lipurlega skrifuð
glæpasaga þar
sem trúverðug og
spennandi at-
burðarás og vönd-
uð persónusköpun
fara saman svo úr verður sann-
færandi raunsæissaga úr ís-
lenskum samtíma.
Glerlykillinn er verðlauna-
gripur sem veittur er af Skand-
inaviska Kriminalselskabet,
SKS, fyrir bestu norrænu glæpa-
söguna ár hvert. Þetta er í annað
skiptið sem ísland á fulltrúa í
keppninni, en Glerlykillinn hef-
ur verið veittur um tíu ára skeið.
í fyrra var bók Viktors Arnar
Ingólfssonar, Engin spor, fram-
lag íslands, en það var hin sæns-
ka Karin Alvtegen sem hreppti
verðlaunin fyrir bók sína
Saknad.
Þriggja manna dómnefnd á
vegum Hins íslenska glæpafé-
lags tilnefnir sögur fyrir íslands
hönd og voru allir dómnefndar-
menn á einu máli um að senda
Mýrina í keppnina að þessu
sinni. ■
MÁNUDAGURINN
1. OKTOBER
FUNPIR_____________________________
20.00 Aglow kristileg samtök kvenna
halda fund í Færeyska Sjó-
mannaheimilinu, Brautarholti 29.
Gestir fundarins eru meðlimir úr
landsstjórn Aglow á íslandi en
þær eru nýkomnar heim frá Hu-
ston f Texas þar sem þær sóttu
kvenna- og alheimsmót Aglow. Á
dagskrá er einnig söngur, lofgjörð
og fyrirbænaþjónusta. Aðgangs-
eyrir kr. 600. Allar konur velkomn-
ar.
BÍÓ________________________________
22.30 Filmundur sýnir gamanmynd
Jacques Tati, Les Vacances De M.
Hulot. Miðaverð kr. 500 fyrir Fil-
mundarfélaga en kr. 800 fyrir
aðra.
SÝNINGAR___________________________
Handritasýning í Stofnun Árna Magnús-
sonar, Árnagarði við Suðurgötu. Sýningin
er opin kl. 14 til 16 þriðjudaga til föstu-
daga til 15. maí.
í Byggðasafni Hafnarfjarðar standa yfir
sýningarnar Blóðug vígaferli og Götulíf
víkinganna í York . Um er að ræða
tvær sýningar, annars vegar endurgerð á
götu í víkingaþorpi og hins vegar sýn-
ingu þar sem má sjá beinagrind og
hauskúpur víkinga sem féllu í bardög-
um. Sýningarnar eru opnar alla daga frá
13 til 17 og standa til 1. október.
Á ferð um landið með Toyota er yfir-
skrift sýningar Fókuss, Ijósmyndaklúbbur
áhugamanna. Sýningin er í salarkynnum
nýrra bíla Toyota við Nýbýlaveg i Kópa-
vogi. Ljósmyndir á sýningunni voru .tekn-
ar á ferð klúbbsins um Suðurlandshá-
lendið, í Þjórsárdal, Veiðivötnum, Dóma-
dal, Landmannalaugum, Fjallabaksleið
og víðar. Sýningin er opin á opnunar-
tíma söludeildar Toyota.
MYNPLIST___________________________
Sígurbjörn Jónsson opnaði sýningu á
málverkum í Hafnarborg á laugardag.
Sýningin er opin alla daga nema þriðju-
daga frá kl 11 til 17 og stendur.til 15. okt
Sýningin Mynd og málstaður stendur
yfir í Tjarnarsal Ráðhússins. Sýningin
stiklar á stóru í sögu herstöðvaand-
stöðu frá stríðslokum með áherslu á
pólitískar teikningar. Sýningin er opin
alla daga og stendur til 7. október. Að-
gangur er ókeypis.
Jón Valgard Jörgensen opnaði á laugar-
dag sína fimmtu myndlistarsýningu í Fé-
lagsstarfi Gerðubergs. Sýndar eru lands-
lagsmyndir, fantasíur, portrait teikningar og
dýramyndir. Sýningin stendur til 9. nóvem-
ber. Opnunartímar sýningarinnar: mán. -
fös. kl. 10-17 og um helgar kl. 13-16.
Linda Oddsdóttir opnaði í gær sína
fyrstu einkasýningu á Cafe Presto Hlíða-
smára 15. Á sýningunni eru eingöngu
olíumálverk sem eru unnin á þessu ári.
Myndefníð er aðallega sótt í náttúru
landsins. Opnunartímar virka daga frá
10 til 23 og um helgar frá 12 til 18. Sýn-
ingin stendur til 19 október.
Ný skáldverk og endurrituð frá Forlaginu:
(O)venjulegir Islendingar
nútímans
JÓN ATLI JÓNASSON
Hefur um árabil verið einn af fastaröddum á Radió X og vinnur nú við kvikmynda- og
auglýsingagerð. Fyrir jól kemur út smásagnasafn eftir hann.
bækur Brotinn taktur, Sigurveg-
arinn, Hótel Kalifornía og Anna
eru heiti nýrra skáldverka sem
koma út hjá Forlaginu fytlr jól.
Brotinn taktur er safn ellefu
smásagna eftir Jón Atla Jónasson
og er þetta fyrsta bók hans. í bók-
mni segir frá örlögum venjulegra
íslendinga, fyndnum, óvæntum,
grimmilegum og gleðilegum.
Sögurnar afsanna, að því er út-
gefandi hermir, að líf nútímtíma
Islendinga skorti dýpt en sögurn-
ar segja meðal annars frá pizzu-
sendlum og ungum starfsmönn-
um utanríkisráðuneytisins.
Magnús Guðmundsson sendir
einnig frá sér sína fyrstu sögu.
Hún heitir Sigurvegarinn og í
henni lýsir Dagbjartur, eða
Daddi eins og hann er kallaður,
hvernig á að takst á við lífið.
Hann er einn þeirra ungu manna
sem komu sér vel fyrir á góðær-
isskeiðinu og hann getur bent á
ýmsar leiðir til hamingjunnar,
yfirráð yfir öðrum og ríkidæmi
eru þar á meðal.
Stefán Máni sendir frá sér
söguna Hótel Kaliforníu. Hér er
lofað hrollvekjandi og bráðfynd-
inni sögu af verkamanninum
Stefáni sem á yfir 300 vínilplötur
og drekkur brennivin í pepsí þeg-
ar hann er að skemmta sér. Bók-
in er einnig fjölskyldusaga sem
spannar líf þriggja kynslóða.
Stefán Máni vakti athygli fyrir
skáldsögunu Myrkravél sem
kom út fyrir tveimur árum.
Anna er endurritun höfundar,
Guðbergs Bergssonar, á skáld-
sögu sem fyrst kom út árið 1968.
Guðbergur hefur á síðustu árum
endurritað skipulega fyrri bæk-
ur sínar í því skyni að bæta við
„nýjum tíma,“ líkt og hann hefur
komist sjálfur að orði. Bók Guð-
bergs, Sú kvalda ást sem hugar-
fylgnin geyma, verður endurút-
gefin fyrir jólin. ■
1 Listhúsinu í Laugardal stendur mál-
verkasýning Elisabetar Stacy Hurley.
Elisabet er af islenskum ættum en er
búsett í Bandaríkjunum.
Björg Örvar sýnir náttúrulífsmyndir í
sýningarsal verslunarinnar Álafoss,
Álafosshvos í Mosfellsbæ. Opið er
virka daga kl. 9 til 18 og laugardaga
kl. 9 til 16 og stendur sýningin til 27.
október.
Sýning Bjarna H. Þórarinssonar sjón-
háttarfræðings stendur nú í Reykjavík-
ur Akademíunni í JL-húsinu Hringbraut
121. Sýningin er opin 9 til 17 virka
daga og stendur til 1. október.
Þóra Sigurþórsdóttir leirlistarkona sýnir
í Gullsmiðju Hansínu Jens að Lauga-
vegi 20b.
Yfirlitssýning Errósafnsins stendur i
Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Sýn-
ingin er opin alla daga kl. 10 til 17 en til
kl. 19 á miðvikudögum. Hún stendur til
7. október.
Svipir lands og sagna er yfirskrift sýn-
ingar á verkum Ásmundar Sveinssonar
í Listasafni Reykjavikur, Ásmundar-
safni. Á sýningunni eru verk sem span-
na allan feril listamannsins. Safnið er
opið daglega kl. 10 til 16.
Örsagna- og ljóðasamkeppni Mjólkursamsölunnar:
Textar á þjóðtungum nemenda
S:533-3100
Álfheimar 6
Kristján Guðmundsson hefur opnað
einkasýningu í Listasafni Reykjavikur,
Kjarvalsstöðum. Sýningin er opin 10 -
17 alla daga nema miðvikudaga 10 - 19.
Hef hafið störf á
Hársnyrtistofu Nínu,
Strandgötu 3, Hfj.
Tímapantanir í síma
565 3949 / 895 6234
Sigrún Guðmundsdóttir
samkeppni í tilefni af evrópsku
tungumálaári 2001 mun Mjólkur-
samsalan í vetur standa fyrir ör-
sagna- og ljóðasamkeppninni
Fernuflugi í samstarfi við Islenska
málnefnd, menntamálaráðuneytið
og Samtök móðurmálskennara.
Unglingum í þremur efstu bekkj-
um grunnskóla býðst að spreyta og
skrifa efni til notkunar á mjólkur-
fernum. Ef vel tekst til má gera
ráð fyrir að allt að 64 textar eftir
jafnmarga höfunda verði valdir til
birtingar. Efnið verður notað í
u.þ.b. tvö ár og má gera ráó fyrir
að það verði alls prentað í um 40
milljónum eintaka af nýmjólkur-
og léttmjólkurumbúðum. Formað-
ur dómnefndar og sérstakur
verndari keppninnar er frú Vigdís
Finnbogadóttir, sendiherra tungu-
mála hjá UNESCO.
Keppendum eru fáar takmark-
anir settar aðrar en að textinn sé
að hámarki u.þ.b. 100 orð. Engar
kröfur eru gerðar um efnistök
og ljóð mega jafnt vera rímuð
sem órímuð. Þeim unglingum, sem
eru af erlendu bergi brotnir, býðst
að skrifa örsögur sínar og ljóð á
eigin þjóðtungu. í samráði við
kennara þeirra verður slíku efni
snúið yfir á íslensku og hljóti það
viðurkenningu dómnefndar verður
efnið birt undir nafni höfundar og
þýðanda. ■
VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR
Formaður dómnefndar og sérstakur vernd-
ari keppninnar. Vigdís er sendiherra tungu-
mála hjá UNESCO.