Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.10.2001, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 08.10.2001, Qupperneq 14
14 FRÉTTABLAÐIÐ 8. október 2001 MÁNUDAGUR Iþróttir áSýn 10. 1-J. oktoboi KNATTSPYRNA Ertu ánægður með árangur íslands í undankeppni HM? „Nei. Leíkurinn á móti Dönum situr náttúriega í manni, en ég hélt að sá tími væri liðinn að liðið væri að tapa svona stórt og illa. Það er eitthvað sem á ekki að gerast og það er greinilega eitthvað mikið að þegar það gerist. Ég er sáttur við ýmislegt hjá landsliðinu en ekki heildina. Liðið skort- ir greinilega stöðugleika og það að fá á sig 20 mörk í þessari keppni er alltof mikið. Þrettán stig í þessum riðli er ekk- ert sérstakt. Við eigum að sigra þjóðir eins og Möltu og Norður-íra og þar eru komin 12 stig." | Sigurður Jónsson er nýráðinn þjálfari FH í knattspyrnu og fyrrverandi landsliðsmaður. Atli Eðvaldsson landsliðsþjálfari: Ekki hægt að skamma strákana knattspyrna „Við áttum engin svör við þeim. Við guggnuðum. Þeir voru betri á öllum sviðum,“ sagði Atli Eðvaldsson í gær. Hann var í rútu á leið frá Kefla- vík til Reykjavíkur ásamt lands- liðinu. „Það er auðvitað ákveðinn stigsmunur á þessum liðum. Dan- ir eru í öðrum klassa í Evrópu. Það kom bersýnilega í ljós í gær. Við vissum að þeir eru fljótir og teknískir. Við hefðum getað flotið á líkamlegum styrk en við náðum ekki einu sinni að krafsa í bakk- ann þar.“ Uppselt var í öll sæti í Parken á laugardag og segir Atli það áhrifavald. „Stemmningin hjá áhorfendum var ótrúleg, það er ekki einu sinni hægt að reyna að lýsa því. Þegar þjóðsöngurinn var sunginn i byrjun leiks fékk ég í hnén. Danir segja sjálfir að þetta sé þeirra besti leikur í lang- an tíma. Þegar við lendum á móti svona liði, sem nær sínum besta leik, er lítið hægt að gera. Menn voru hræddir við mistök, þorðu ekki að halda boltanum. Þeir reyndu, voru orðnir dauðþreyttir undir lok leiksins. Sama hvað þeir gerðu, þeir voru alltaf einu skrefi á eftir Dönunum. Auðvitað er ég óánægður en það er lítið hægt að segja. Þetta var dagur- inn sem við mættum ofjörlum okkar. Það er ekki hægt að skam- ma strákana fyrir það.“ Samningur Atla við KSÍ um þjálfun landsliðsins rennur út um næstu mánaðarmót. „Við setj- umst niður þegar líður á mánuð- inn og ræðum málin. Þegar við erum búnir að því sjáum við til hvort ég haldi áfram sem lands- liðsþjálfari." Nú tekur við stutt frí hjá landsliðinu. í janúar er dregið í riðla í undankeppni EM, sem hefst næsta haust. „Nú verða menn bara að rífa sig upp. Þeir mega ekki brotna saman,“ sagði Atli. ■ FÉKK f HNÉN Það var ekki einungis baráttuglatt landslið, sem tók Atla og landsliðið á taugum, held- ur einnig fullir pallar áhorfenda að syngja þjóðsönginn. Skorti aga og skipulag nian- Heklusport I™ kl. 22.30 mið Barcelona - Lyon Msistarakeppni kl. 18.40 Porto - Juventus Meisfarakeppni kl. 20.40 'im HMfralli kl. 21.00 lau Uverpool - Leeds Enski boltinn kl. 10.30 sun Italskl boltlnn kl. 12.45 Aston Vllla - Fulham Enski boltinn kl. 14.55 www.syn.is eðalstma 515 6100 Reiknaði með Dönum bandvitlausum ________ knattspyrna Bogi ” Ágústsson, frétta- stjóri hjá Ríkis- sjónvarpinu, hor- fði á leik íslands og Danmerkur í Sjónvarpinu. Hann sagðist fyr- irfram hafa von- ast til þess að Danir myndu tryggja sér sæti í 4gúsUtsson 1 o k a k e P P n i Þaðgetakomið Heimsmeistara- þeirdagarþar keppninnar og að sem ekkert geng- þar sem leikurinn ur upp." skipti íslenska landsliðið í raun engu máli hefði hann haldið með Dönum í leiknum. „Það geta komið þeir dagar þar sem ekkert gengur upp,“ sagði Bogi um íslenska liðið. „Sá agi og það skipulag sem hefur einkennt íslenska liðið fram að þessu var ekki til staðar í þessum leik.“ Bogi sagðist hafa verið mjög hrifinn af danska liðinu. „Danska liðið var hins vegar hreint út sagt frábært og stemmningin á Parken engu lík. Ég hlakka mjög mikið til þess að sjá Dani í lokakeppninni, það er að segja ef einhver sjónvarpsstöð hefur efni á því að sýna frá leikj- unum.“ ■ Ólafur Þórðarson, þjálfari ÍA, segir það enga tilviljun að Danir komast á HM. Hann segir ís- lendinga ekki hafa verið nógu grimma auk þess að vera í lélegri leikæfingu. knattspyrna íslendingar steinlágu fyrir Dönum, 6-0, fyrir framan rúmlega fjörutíu þúsund manns í Parken á laugardag. Sigurinn tryggði Dönum fyrsta sæti í þrið- ja riðli í undankeppni HM 2002 og jafnframt öruggt sæti í úrlitakeppn- inni. Þetta er í þriðja skipti sem Danmörk kemst í úrslita- keppni HM. Margir íslend- ingar fylgdust með leiknum á Parken og í sjónvarpinu á laug- ardag. Ólafur Þórð- arsson, þjálfari ís- landsmeistara ÍA, var einn þeirra. „Ég horfði því miður á ÓLAFUR ÞÓRÐARSON Segir strákana þurfa að rifa sig upp og horfa fram veginn. ieikinn. Þetta var hrikalegt. Ég var gjörsamlega agndofa," segir Ólafur. „Númer eitt, tvö og þrjú var það að Danirnir spiluðu fanta- vel en einnig voru sumir leik- manna okkar ekki í góðri leikæf- ingu. Það er erfitt að spila svona leiki, sérstaklega ekki í leikæf- ingu.“ í upphafi leiks fór ekki milli mála hvert stefndi. Strax á tólftu mínútu fengu íslendingar á sig fyrsta markið og fór boltinn varla inn á vallarhelming Dana. „Ég set spurningamerki við það að liggja á vítateig. Það skapar pressu. Is- STAÐREYNDIR UM LEIKINN Hvat: Parken í Kaupmannahöfn. Áhorfendafjöldi: 41.769 Dómari: Arturo Dauden Ibanez frá Spáni. Mörk: Dennis Rommedahl 12. min., Ebbe Sand 14. og 67. mín., thomas Gravesen 30. og 36. mín., Jan Michaelsen 92. min. Spjöld: Lárus Orri Sigurðsson fékk gult spjald fyrir brot á Martin Jörgensen á 58. mín. SIGRI FAGNAÐ MEÐ ÁHORFENDUM Danska landsliðið spilaði sinn besta bolta. Til að eiga einhvern möguleika hefði það íslenska þurft að gera það sama. lenska liðið hefði átt að liggja framar. Auk þess var það ekki nógu grimmt. Danir spiluðu sinn besta bolta, við hefðum þurft að gera það sama til að eiga einhvern möguleika." A meðan markvörður Dana, Thomas Sörensen, snerti ekki boltann fyrr en vel var liðið á leik- inn og fékk varla skot á sig var Árni Gautur Arason, markvörður íslands, stöðugt á tánum. Hann LOKASTAÐAN í RIPLI 5 Lið Leikir U J T Mörk 22:6 Stig 22 Danmörk 10 6 4 0 Tékkland 10 6 2 2 20:8 20 Búlgaría 10 5 2 3 14:15 17 island 10 4 1 5 14:20 13 N.frland 10 3 2 5 11:12 11 Malta 10 0 1 9 4:24 1 þurfti að horfa sex sinnum á bolt- ann fara í sitt net. „Árni Gautur verður ekki sakaður um slæmt gengi liðsins. Ég vorkenndi hon- um þarna í markinu. Danirnir voru bara frábærir, sem kom mér ekki á óvart. Maður reiknaði með þeim bandvitlausum. Það kom mér hinsvegar á óvart hvað þeir héldu miklum krafti. Það er engin tilviljun að þeir komast inn á HM. Ég vona að þeir fari langt. Þeir spila skemmtilegan bolta. Það vantaði eitthvað í íslenska liðið sem hefur verið þar að undan- förnu, auk þess að sumir voru ÖNNUR ÚRSLIT l' RIDLI 3___ Tékkland-Búlgaría Malta-Norður írland 6-0 0-1 ekki í formi. En hverjir spiluðu er ákvörðun þjálfarans og hann verður að standa með henni.“ Leikurinn á laugardag var síð- asti landsleikur á samningi Atla Eðvaldssonar þjálfara á samningi við KSÍ. „Hann heldur án efa áfram. Tvö ár eru of skammur tími sem landsliðsþjálfari. Það er eðlilegt að hann haldi áfram. Ár- angur liðsins að undanförnu er ekki mjög slæmur. Við skulum ekki gleyma því að það er ekki sjálfgefið að komast á HM. Það sem strákarnir þurfa að gera núna er að rífa sig upp og horfa fram veginn. Landsliðið hefur áður tapað stórt. Þeir verða að gleyma þessu og hugsa um næsta leik,“ segir Ólafur. ■ Verra en 14-2 knattspyrna „Ég sagði það fyrir leikinn að til þess að brjóta niður leik Dana þurftu íslendingar að sækja frá fyrstu mínútu og eyði- leggja reitaboltann hjá þeim. Þeir eru eitt best spilandi lið Evrópu,“ sagði Magnús V. Pétursson. „Þessi úrslit særðu undirmeðvitund mína. Ég skil ekki hvað þessir menn hafa að atvinnu. Fyrir hvað er verið að borga þeim allan þenn- an pening? Þeir voru eins og kján- ar, algerlega grandalausir. Dan- irnir voru sprettharðir en íslend- ingarnir seinir í athöfnum. Þeir komust ekki einu sinni upp að markinu! Svo er verið að tala um hvort Guðni eigi að vera í liðinu og annað. Það skiptir ekki máli. Ég ætla ekki að kenna neinum um, hvorki Atla né einhverjum öðrum. MAGNÚS V. PÉTURSSON „Sjokk upp á 90 millibör." Hann leggur auðvitað línurnar fyrir sína menn og er með vanan mann, Ásgeir, sér við hlið. Þetta var verra en 14-2 tapið. Þá skoruð- um við allavega tvö mörk á úti- velli, sem jafngilda fjórum. Ég er ekki ennþá búinn að ná mér. Þetta var ferlegt, sjokk upp á 90 milli- bör. Ég vona að við áttum okkur á því að eitthvað verður að gera í þessu." ■ Fara kannski að æfa núna KNATT5PYRNA „Ég sá nú ekki nema seinni hálfleik af leiknum. En það er greinilegt að þetta landslið æfir ekki neitt. Það er ekki liðsheild, bara einstaklingar, og það kemur því ekki langt,“ sagði Egill Ólafsson tónlistarmaður. „Það segir ekki mikið að liðið standi sig vel á góðum degi í Laug- ardalnum með þjóðina að baki sér. Það dettur kannski inn í fimmta hverjum leik. Þeir voru bara með boltann í innköstum á laugardaginn. Þetta er ekki æft lið. Það var engin herkænska hjá því. Svo er verið að sækja leikmenn út í heim, sem margir hverjir eru ungir strákar. Það er ekki nóg að þeir séu flinkir. Maður sá það á Dönunum að þeir voru með liðsheild. Þetta var voða sorglegt en ég fyllist svosem engu EGILL ÓLAFSSON „Held að Færeyjar séu með betra landslið." þjóðernisstolti þegar ég horfi á ís- lendinga spila. Kannski er þetta bara ágætt. Ef þú ætlar að tapa á annað borð þá er eins gott að tapa stórt. Þeir fara kannski að æfa núna. Við þekkjum þetta í tónlistar- bransanum. Ef hljómsveit æfir ekki saman þá er hún ekki góð. Annars held ég að Færeyjar séu með betra landslið. Ég sá það spila í Þórshöfn í sumar, það var flott lið. Þeir æfa.“ ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.