Fréttablaðið - 08.10.2001, Síða 16

Fréttablaðið - 08.10.2001, Síða 16
16 FRÉTTABLAÐIÐ 8. október 2001 MÁNUDACUR HÁSKÓLABÍÓ JULlETTt BINOCHE 37 ára gömul. Lék í öllum þremur mynd- um þríleiks Kiewslowski, Bláum, Hvítum og Rauðum. Filmundur sýnir þríleik Kiewslowskis: Blár sýndur í kvöld kvikmyndir Filmundur endursýnir í kvöld fyrstu myndina Blár í þrí- leik pólska leikstjórans Krzysztofs Kiewslowski sem oft er kenndur við liti. Á næstu mán- uðum verða Hvítur og Rauður ein- nig á dagskrá Filmundar. Mynd- irnar eru ekki aðeins kenndar við litina í franska þjóðfánanum, heldur einnig við einkunnarorðin frelsi, jafnrétti og bræðralag. í Bláum er frelsi ein- staklingsins skoðað á einkar áleit- inn og nærgöngulan hátt. Julie missir mann sinn og dóttur í bíl- slysi, hún flýr heimili sitt og sest að í París, þar sem hún reynir að hefja nýtt líf og gleyma því liðna. f ljós kemur að erfitt getur reynst að halda minningunum í skefjum, fortíðin er í senn óumflýjanleg og ómótstæðileg. Með burðarhlut- verkið fer Juliette Binoche sem var tilnefnd til Óskarsverðlauna nýverið fyrir leik sinn í myndinni Chocolat. Miðaverð er kr. 500 fyr- ir Filmundarfélaga og kr. 800 fyr- ir aðra. Hægt er með einföldum hætti að gerast meðlimur í Fil- mundi í miðasölu Háskólabíós. ■ FRÉTTIR AF FÓLKI 1 Það hlaut að koma að því. Nicole Kidman er byrjuð að setja út á kærustu síns fyrrver- andi, Penelope Cruz. Hún segir spænsku leikkon- una vera of „grunnhyggna" til að umgangast börnin sín. Kidm- an, sem er 34 ára, vill vera viss um að Isabella, sem er átta ára, og Connor, sex ára, læri að efnislegir hlutir eru ekki það mikilvægasta. „Ég vil ekki að þeim finnist að stórinn- kaup sé allt sem þau þarfnist í lífinu, eins og Penelope," sagði hún. Þegar hún var spurð hvort hún væri afbrýðissöm út í Cruz, sem er 27 ára, sagði hún: „Tom getur líka séð mig fyrir sér í rúminu með einhverjum öðrum, kannski einhverjum sem er enn myndarlegri en hann.“ Brátt setjast þau niður með lögmönn- um til að skipta niður sameigin- legum 280 milljón dollara eign- um. Ef þau ná ekki samkomu- lagi fyrir 4. janúar verður málið tekið fyrir í rétti í Los Angeles. Talið er að erfiðast verið að út- kljá hvort fái höfðingjasetrið í Los Angeles, þar sem ættleiddu börnin tvö ólust upp. Söngvari Jamiroquai, Jay Kay, á yfir höfði sér sex mánaða fangelsisdóm vegna kæru fyrir lík- amsárás og skemmdarverk. Fönkboltinn var að koma út af næturklúbbnum Attica í London í apríl þegar hann réðst á ljósmynd- ara. Sá segist hafa verið kýldur í andlitið og fengið hné breikarans fyrrver- andi af miklu afli í klofið. Einnig segir hann árásina hafa kostað hann að andvirði 105 þúsundum króna fyrir viðgerð á ljósmyndagræjunum. Talið er að Jay Kay hafi verið svona við- kvæmur vegna þess að honum var þá nýlega sagt upp af kærustunni Denise Van Outen. Hann kemur fyrir rétt í dag. Talsmaður hans segir að hann muni halda fram sakleysi sínu. ' NABBI Nýr danskur pólfari? I dag kemur í búðir sjöunda breiðskífa hljómsveitarinnar Nýdönsk. Platan heitir Pólfarir þrátt fyrir að liðsmenn hafi ferðast á miðbaug, þar sem þeir fengu hæfilega Qarlægð frá þeim báðum, til þess að TÓNLIST Þrátt fyrir að nafnið upp- lýsi það kannski ekki er hljóm- sveitin Nýdönsk líklegast ís- lenskari en harðfiskur. Það þyk- ir orðið jafn velkomið að sjá plötur þeirra í hillum plötubúða og að sjá skyr í matvöruverslun. Skyrið stendur alltaf fyrir sínu, við vitum hvernig það bragðast jafnvel og vió vitum hverju við getum búist við frá þessari einni yirtustu popphljómsveit okkar íslendinga. „Við vildum að þetta yrði algjör hljómsveitaplata," segir Jón Ólafsson tónfari og hljómborðsleikari Nýdanskra. „Það eru engin aukahljóðfæri. Það er svo oft sem þú heyrir plötur, veist ekkert hver spilar á hvað og svo sérðu hljómsveitina á tónleikum og það er allt önnur upplifun. Við erum nokkuð viss- taka hana upp. ir um að geta boðið áhorfendum okkar upp á það sama og þeir heyra á plötunni." Sú ákvörðun sveitarinnar að flýja land til þess að vinna breiðskífuna á Möltu, vakti athygli fjölmiðla. Jón segir sveitina hafa tekið hana nánast alla upp þar, en smiðshöggið hafi verið slegið á klakanum. Pólfarir, en engar bólfarir. Skyldi þessi titill vera til heiðurs Haraldi Arnar Ólafs- syni Norðurpólfara? „Þetta er lag á plötunni, það er ekkert endilega um hann. Okkur fannst þetta bara fallegasta nafnorðið af lagatitlunum á plötunni og ákváðum því að skreyta plötu- umslagi okkar því.“ Þegar hafa tvö lög af plötunni farið í spilun, „Kraftaverk" sem flaut ofan á öldum ljósvakans í sumar og dægurflugan „Lærðu að ljúga“ sem nú hefur tekið við af hinu. Myndband við lagið hefur verið tekið til sýningar á PoppTíví, en í því má sjá liðsmenn sveitarinn- ar taka sér stöðu fyrir aftan kennsluborðið, staður þar sem einstaklingum gefst færi á að fylla mótandi huga af ýmsum sannindum eða ósannindum um þær lífsþrautir sem bíða. Hvort liðsmenn Nýdanskrar hafa ákveðið að gera á þessari plötu verður að koma í ljós með tíman- um. Jón segir margt framundan hjá sveitinni, þ.á.m. spila- mennska á Airwaves tónlistar- hátíðinni, Gauknum og 90 ára af- mælistónleikum Háskólans sem haldnir verða í Háskólabíói á föstudag. biggi@frettabladid.is TÓNAFLÓÐ Á MÖLTU Pólfarir var nánast öll tekin upp á Möltu en smiðshöggið var slegið hér á klakanum. ORYGGISKERFI fffl Raflagnir ísiands Sími 511 1122

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.