Fréttablaðið - 12.10.2001, Page 10

Fréttablaðið - 12.10.2001, Page 10
10 FRÉTTABLAÐIÐ 12. október 2001 FÖSTUDÁCUR FRETTABLAÐIÐ Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjóri: Einar Karl Haraldsson Fréttastjóri: Pétur Gunnarsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti-9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf. Plötugerð: ÍR-prentþjónustan ehf. Prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Dreifing: Póstflutningar ehf. Fréttaþjónusta á Netinu: Vísir.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf- uðborgarsvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og (gagnabönkum án endurgjalds. BRÉF TIL BLAÐSINS Mismunandi Róttœkni í skattamálum í „Um áhrifin er best að spá eftirá." Um áhrif skattabreytinga er best að spá eftirá. Yfirleitt verður útkoman önnur en ætlast var til, eins og hjá Njáli forðum og var hann þó forvitri. Ljóst er að ..4 tillögur ríkisstjórn- arinnar í upphafi þings eru róttækari en búist var við. Það er ekki lítið að fíra tekjuskatts- hlutfalli fyrirtækja úr 30% í 18%, lækka eignaskatta um helming og hækka tryggingagjald verulega. Upp úr stendur að stigið er stórt skref í átt til þess að gera svokall- að skattaumhverfi svipað og tíðkast í helstu grann- og sam- keppnislöndum okkar. Sú ætlan hefur væntanlega ráðið, frekar en vangaveltur um það hverjir hagn- ast og hverjir tapa á breytingun- um. Vandinn er sá að slík aðlögun er ekki sérlega hallkvæm þeim sem mjóst hafa bökin. Þannig er ekki hinn harði heimur sem kallar á aðlögun. Skattabreytingar geta haft ým- islegan tilgang. Þær geta verið sveiflujafnandi í hagkerfinu - örv- að eða dregið úr eftirspurn. Þær geta verið réttlætismál - stuðlað að tekju- og aðstöðujöfnun. Og svo geta þær verið tekjuöflun til nauðsynlegra þjóðþrifaverka. Hér er fyrst og fremst verið að gera tilraun til að örva erlenda fjárfestingu, sem verið hefur sáralítil, og koma í veg fyrir að al- þjóðleg fyrirtæki eins og Össur og tísku Mál manna Einar Karl Haraldsson fjallar um rótttækar skattabreytingar Marel flytji höfuðstöðvar sínar úr landi. Ætlunin er líka að örva fjár- festingarviljann þegar hann verð- ur sem daufastur við kulnaðan verðbólgueld. Til þess að þetta gangi upp segja þó vísir menn að slökkva verði í verðbólguglæðun- um með því að hætta að blása lífi í eldinn úr ríkiskassanum. ASÍ telur að ríkisstjórnin hafi eytt svigrúmi til að leiðrétta kjör með áformum um hækkun trygg- ingagjalds, sem er gjald á launa- greiðslur fyrirtækja. En vonandi verður farið að tillögu Ágústs Ein- arssonar, prófessors, á heimasíðu hans og fundin róttæk formúla fyrir lækkun tekjuskatts einstak- linga áður en samningar fara upp í loft. ■ Sameinuðu þjóðirnar verði í aðalhlutverki forsendur nafnaleyfa Atli Árnason, formaður mannanafnanefndar, skrifar: mannanöfn Ágæta ritstjórn, F.h. mannanafnanefndar leyfi ég mér að gera athugasemd við frétt blaðsins í dag, bls. 11, en fyrirsögn fréttarinn- ar er eftirfarandi: „Hafnar Heiðar- inga en samþykkir Bangaly". í grein sem fyrirsögninni fylgir er þess get- ið að mannanafnanefnd hafi hafnað tilteknum nöfnum. Síðan segir: „Aft- ur á móti samþykkti nefndin nöfn eins og Marijóin (svo, á að vera Marijón) Bangaly, Sorin ... „. Af þessu tilefni vill mannanafna- nefnd vekja athygli á því, að for- sendur fyrir samþykki í umræddum tilvikum eru mismunandi. Fyrirsögn fréttarinnar er því mjög misvísandi. í sumum tilvikum samþykkir nefnd- in að taka nöfn á mannanafnaskrá, nöfn sem uppfylla tilteknar lág- markskröfur, m.a. að falla að ís- lensku málkerfi (t.d. Marijón, Eng- ill). Slík nöfn eru þá samþykkt til al- mennrar notkunar. í öðrum tilvikum heimilar nefndin tilteknum aðilum, einkum erlendum, að taka upp er- lend nöfn fyrir börn sín, að uppfyllt- um skilyrðum, (t.d. Bangaly), auk þess sem nefndinni er ætlað að heimila svonefnda aðlögun erlends kenninafns að íslensku (t.d. Sorin). Þessi nöfn eru hins vegar ekki tekin á mannanafnaskrá sem slík. Þetta er ljóst af úrskurðunum sjálfum. Frétt blaðsins hefur valdið nokkrum misskilningi, sbr. framan- ritað, og hefur því ekki verið upp- lýsandi fyrir lesendur. ■ Nauðsynlegt að alþjóðleg samstaða verði notuð til þess að framfylgja sáttmálum og samþykktum heimssamtakanna, segir Pierre Schori, sendiherra Svíþjóðar hjá SÞ hryðjuverk Höfuðstöðvar Samein- uðu þjóðanna eru aðeins í 3 kíló- metra fjarlægð frá World Trade Center í New York. Sex þúsund fórnarlömb fjöldamorðanna í New York, Washington og Fíladelfíu voru frá 81 landi úr öllum heims- hornum. Næstum helmingur aðild- arlanda SÞ átti fulltrúa meðal hinna föllnu. Sameinuðu þjóðirnar brugðust við af óvenjulegum hraða og samstöðu. Að hluta til var þar um að ræða sú staðreynd að ráðist hafði verið á stórveldi en um leið var verið að svara nýrri ógn sem getur beinst gegn öllum. „Sameinuðu þjóðunum var í mun að sýna að heimssamtökin gætu, vildu og yrðu að taka að sér aðalhlutverk í alþjóðlegri baráttu gegn hryðjuverkum. Amerísk eða vesturlensk krossferð væri á margan hátt bæði hættuleg og dæmd til þess að mistakast, og því áttuðu menn sig fljótt á í Was- hington", skrifar Pierre Schori, sendiherra Svíþjóðar hjá Samein- uðu þjóðunum í Aftonbladet 9. október. Einungis SÞ geti lög- mætt þá alþjóðasamstöðu sem myndast hefði um baráttu gegn hryðjuverkum. Bandaríkjastjórn greiddi strax eftir 11. september 582 milljón dollara afborgun af skuld sinni við SÞ, og það var m.a. rökstudd svo á þingi: „Skuldseiglan vinnur ekki aðeins gegn þeirri stefnu okkar að mynda heimssamstöðu gegn hryðjuverkum, heldur stendur hún einnig í vegi fyrir samningum við önnur ríki og er hættuleg þjóðaröryggi okkar.“ ÖRYGGISRÁÐ SAMEINUÐU PJÓÐANNA Allt frá árásunum á sendiráð Bandaríkjanna i Tanzaníu og Kenýa 1998 hefur öryggisráðið slegið þvi föstu að talibanar þjálfuðu hermdan/erkamenn og legðu land undir æfingabúðir þeirra í trássi við þjóðarrétt. Schori leggur áherslu á mikil- vægi þess að farið sé eftir þeim ályktunum sem Sameinuðu þjóð- irnar hafa gert. Þær veita Banda- ríkjunum heimild til sjálfsvarnar, jafnvel með hervaldi, til þess að útiloka frekari árásir. En sú hern- aðaraðgerð sem nú hefur verið hafin verður að beinast gegn lög- mætum skotmörkum, vera í sam- ræmi við tilefnið og veita sak- lausum borgurum eins mikið skjól og framast er unnt. Þá er Bandaríkjunum og Englandi skylt, samkvæmt sáttmála SÞ, að gefa öryggisráði SÞ skýrslu um þær aðgerðir sem gripið er til. Sænski sendiherrann segir einnig nauðsynlegt að huga að því sem ógnar lífinu almennt séð. Krefjast þurfi almennrar eftir- fylgni við sáttmála sem ætlað er að takmarka og banna sýkla- og efnahernað og útbreiðslu kjarn- orkuvopna. Einnig þurfi ríki heimurinn í alvöru að horfast í augu við þá félagslegu, efnahags- legu og pólitísku orsakaþætti sem leiða til öfgahyggju og hryðju- verkastarfsemi. Aukin þróunar- aðstoð, friðargæsla, réttlátari heimsverslun, skuldaívilnanir og meiri skilningur á menningarleg- um og trúarlegum landamærum, séu áríðandi í stefnumótun til lengri tíma. Einnig í þessum efn- um sé aðalhlutverk Sameinuðu þjóðanna óhjákvæmilegt. einarkarl@frettabladid.is Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna: Margítrekaðar kröfur Höfum opnað á nýjan leik Að þessu sinni í Hafnarfirði OPIB MAWUD. - FOSTUD. 1.30-14.00 /17.00-21.31 LAUGARD. - SUNNUD. 17.00 21.30 VERIÐ VELKOMIN STEFANÍA OGTIM VEITTNGSTAÐUR viðurlög Eftir sprengjuárásirnar á bandarísku sendiráðin í Tanz- aníu og Kenýju árið 1998 sló ör- yggisráð Sameinuðu þjóðanna því föstu, að talibanar í Af- ghanistan veittu hryðjuverka- mönnum skjól á landssvæði sínu í trássi við þjóðarrétt og þjálfuðu þá í hermdarverkum. f október 1999 komst örygis- ráðið að þeirri niðurstöðu að tali- banar veittu Osama bin Laden hæli og krafðist þess að hann yrði framseldur. Sameinuðu þjóðirnar samþykktu síðan við- urlög sem kváðu á um flugbann og frystingu á bankainnistæðum talibana þar til kröfunni hefði verið mætt. í desember árið 2000 krafðist öryggisráðið þess að nýju að tail- banar lokuðu æfingabúðum hryðjuverkamanna um leið og viðurlög voru hert með vopna- og ferðabanni. Um leið ákváðu Sam- einuðu þjóðirnar að láta setja saman lista yfir þá einstaklinga sem hefðu haft samskipti við bin Laden og Al-Qaidahreyfinguna. í september 2001 hefur ör- yggisráðið eins og kunnugt er samþykkt tvær ályktanir urn al- þjóðlega samstöðu gegn hryðju- verkastarfsemi. Enn hefur Sameinuðu þjóðun- um þó ekki tekist að koma sér saman um skilgreiningu á hryðjuVerkum, enda er slíkt vandmeðfarið. ■ ORÐRETT Hið siðferðilega ímyndunarafl grimmparverk I bók sinniHuman- ity veltir breski siðfræðingurinn Jonathan Clover því fyrir sér hvað við getum lært af grimmdar- verkum tuttugustu aldar, grimmdarverkum sem framin voru í Þýskalandi, Sovétríkjunum. Víetnam, Japan, Kína, Kambódíu, írak, Júgóslavíu... listinn er óhugnanlega langur. í bókinni veltir hann því fyrir sér hvernig þessir atburðir gátu gerst, hvern- ig á því hafi staðið að fólk tók þátt í grimmdarverkunum, og hvers vegna ekki var hægt að afstýra þeim. Einn lærdómurinn sem Glover dregur er mikilvægi þess að við þroskum með okkur sið- ferðilegt ímyndunarafl. Siðferðilegt ímyndunarafl felst meðal annars í því að við hugsum um afleiðingar gerða okkar fyrir annað fólk. Þegar menn sjá fyrir sér fólkið sem fyrir hörmungun- um verður og þjáningar þess geta þeir komið í veg fyrir óheillavæn- legar ákvarðanir. Hann leiðir rök að því að deilan um Kúbu sem stóð á milli Bandaríkjanna og Sov- étríkjanna á sjöunda áratugnum og lýst er í nýlegri mynd, Thir- teen days, hafi leyst vegna þess að JOHN F. KENNEDY Leiðtogar Sovétríkjanna og Bandaríkjanna beittu siðferðilegu ímynd- unarafli við lausn Kúbudeilunnar báðir aðilar beittu siðferðilegu ímyndunarafli og sáu fyrir sér hörmulegar afleiðingar stríðs- rekstrar." Salvör Nordal í öðru tölublaði Fálkans, haustið 2001

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.