Fréttablaðið - 12.10.2001, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 12.10.2001, Blaðsíða 19
FÖSTUDAGUR 12. október 2001 .....„.-i..-,..:,.............................. ' $■ * ’* » i ,, í iT" klár í miðbæinn! UMSÖCN Veí heppnuð nýbreytni Tónleikar í Röð 5, tónleikaröð Kammerhóps Salarins eru haldnir síðdegis á sunnudögum. Á efnisskrá tónleikaraðarinnar eru kammerverk, fjölbreytt en afar aðgengileg. Kammerhópur Salarins eða KaSa er skipaður tónlistarfólki sem staðið hefur í fremstu röð í klassísku tónlist- arlífi landsmanna þannig að bú- ast má við vönduðum flutningi á þessum tónleikum. Nýbreytnin við þessa tón- leikaröð er þó í sjálfu sér ekki tónleikarnir sjálfir heldur um- gjörðin. Fyrir tónleikana er spjall tónskálds um tónlistina sem flutt verður og eftir þá er SALURINN_ TÍBRÁ Röð 5 boðið í svokallað „post-concert party“ sem mun vera vinsælt í tengslum við klassíska tónleika erlendis, sérstaklega í New York. Óhætt er að mæla með sunnudagssíðdegi í Salnum eftir fyrstu tónleikana í röðinni. Þarna fór saman fróðleikur, fög- ur list og gott bragð. Er hægt að hugsa sér næringarríkara upp- haf að nýrri viku? Ég hlakka til á sunnudaginn. Steinunn Stefánsdóttir Little Senegal: Margbreytileiki fordóma kvikmynpir „Fordómar geta verið af ýmsu tagi og þeir sýna sig á margan hátt,“ segir Richard Bouchareb. Hann er franskur kvikmyndaleikstjóri sem staddur er hér á landi til að kynna mynd sína Little Senegal sem sýnd verð- ur í Regnboganum um helgina. Little Senegel er margverðlaunuð mynd sem fjallar um mann frá Senegal, sem afræður að halda til Bandaríkjanna til að hafa uppi á ættingjum sínum, afkomendum fólks sem hneppt var í ánauð og sent jfir hafið. „Eg fékk hugmyndina að þess- ari mynd fyrir tíu árum þegar ég var staddur í Bandaríkjunum við kvikmyndagerð. Upphaflega hélt ég að myndin kæmi til með að fjalla um fagnaðarfundi fjar- skyldra ættingja. Ég komst hins vegar að því þegar ég fór að rann- saka samfélög afrískra innflytj- enda í Bandaríkjunum að þeir verða fyrir barðinu á miklum for- dómum Bandaríkjamanna af afrískum ættum.“ Það fór því þannig á endanum að kvikmyndin fjallar um þá for- dóma sem aðalpersónan, Alloune, mætir hjá ættingjum sínum í New York. „Það kom mér mjög mikið á óvart að þessir fordómar skyldu vera til staðar," segir Bouchareb sem bendir á að myndin sé óvenjuleg að því leyti að hún fjal- li um fordóma á milli blökku- manna. „Myndin hefur eigi að síð- ur almenna skírskotun. Það þekk- ja allir leitina að uppruna sínum. Hræðsla innfæddra við innflytj- endur er líka vel þekkt, og kyn- þáttafordómar sömuleiðis." Margbreytileiki fordóma er Bouchareb hugleikinn enda þekk- ir hann ýmsar birtingamyndir þeirra í sínu heimalandi, Frakk- landi, þar sem stórir hópar inn- Vera Sörensen: Yrkisefnið ís- lenskt landslag mynplist Vera Sörensen listamaður opnaði málverkasýningu síðustu helgi í sýningarsal Gallerí Reykjavík. Yrkisefni málverkan- na sækir hún í íslenskt landslag, rneðal annars við sjóinn. Vera nam við Menningarháskóla í Rússlandi, stjórnaði dansflokki og var aðstoðarleikstjóri í kvik- myndaveri áður en hún flutti til íslands. Vera hefur starfað sem myndlistamaður síðustu ár. ■ Allur bjór á hálfvirði! RICHARD BOUCHAREB 300.000 Frakkar hafa séð Little Senegal. „Fólk vill sjá fjölbreyttar myndir, ekki bara bandarískar stórmyndir." flytjenda búa en hann er sjálfur ættaður frá Alsír. En hvers vegna skyldi hann gera myndir sem ger- ast í Bandaríkjunum? „Mér finn- ast svo áhugaverðar þversagnir í samfélaginu þar. Bandaríkin státa sig t.d. af því að vera stærsta lýð- ræðisríki heims en þar eru enn leyfðar dauðarefsingar og alls kyns misrétti þrífst þar,“ segir Bouchareb sem þegar er farinn að huga að næstu mynd. „Hún fjallar um múslima sem tekur að skrifast á við kaþólska konu sem bíður dauðarefsingar í Texas. Hann fer á endanum þangað og berst, ásamt móður hennar, gegn því að hún verði tekin af lífi, dauðarefs- ing samræmist ekki hans trúar- skilningi. í bakgrunni verður svo barátta Bandaríkjamanna gegn hryðjuverkamönnum í kjölfar árásanna á World Trade Center," segir Bouchareb. sigridur@frettabladid.is _ Cb< C->cXoc <L>R088 Hverfisgata 26 - Tel.: 511 3240 Snóker • Sportbar 9 .y Snóker Pool > ^ m Dart ^ ^ Risaskjár ♦ Laugardag, lifandi tónlist: ”Blátt áfrazn” Hverfisgata 46 • S: 552-5300 Laugavegi 45 Pöbb á besta stað! Laugavegi 73 - Tel.: 561 7722 2l VÍKING HEY t E S T A U Í/AFFI [jAVÍ R A N T / B K * S 300 ! A R 1 Við höldum hátíð I í Október!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.