Fréttablaðið - 12.10.2001, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 12.10.2001, Blaðsíða 24
MM M FRÉTTABLAÐIÐ SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00 Ritstjórn: 515 7515, símbréf: 515 75 06, rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - símbréf 515 75 16 - rafpóstur auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 20 VlÐ SEGJUM FRÉTTIR Fréttavefurinn á VÍSÍr.ÍS Fyrstur með fréttirnar Jfílaib6<wb í Kr. 1090 Grensásvegur10 Sími 553 88 33 Þráins Bertelssonar Bombur og sultutau Alltaf koma nýir og nýir dagar og engir tveir eins frekar en mann- eskjurnar í veröldinni, og alltaf er allt að breytast og mestan part vonandi til batnaðar. Núna er til dæmis hægt að fara í nýja verslunarmiðstöð í Smára- lind og skoða viðskiptahalla þjóðar- innar hangandi á herðatrjám ellegar fallega staflað í hillur og allir iðnaðar- menn á höfuðborgarsvæðinu eru flognir suður til heitu landanna að jafna sig eftir 20 tíma törn á sólar- hring mánuðum saman. Sjálfur hlak- ka ég til að skoða þetta mikla musteri við fyrstu hentugleika en þori ekki þangað strax því að ég hef forðast mikinn mannfjölda og öngþveiti síðan ég gerði tilraun til að komast á þjóð- hátíð á Þingvöllum fyrir rúmum ell- efu árum. —*— ÞANNIG FER ÖLLU FRAM í veröldinni nema því sem fer aftur. Það er styrjaldarkvíði í mér þessa dagana þrátt fyrir að þetta nýja stríð sé eingöngu háð í nafni friðar og lýð- ræðis. Ég er hræddur um að það geti teygst úr þessu stríði eins og öðrum og jafnvel að það eigi eftir að valda mörgu saklausu fólki búsifjum eða fjörtjóni. — ENGU AÐ SÍÐUR virðist vera mikill framfarahugur og mannúðar í herstjórum nútímans. Það er til dæm- is nýmæli að kasta hnetusmjöri og sultutaui úr herflugvélum í stað þess að láta bomburnar duga eins og tíðkast hefur í þeim stríðum sem ég man eftir og eru orðin alltof mörg. Bomburnar heita „tomahawk'1 til minningar um stríðöxina sem var hel- sta vopn og verkfæri Indíána áður en þeim var næstum útrýmt úr heima- högum sínum til að rýma til fyrir út- breiðslu vestrænnar menningar og þá var hvorki boðið upp á sultu né smér. Á SÍÐUSTU ÖLD létu rúmlega 183 milljónir manna lífið vegna ákvarð- ana sem leiðtogar, einræðisherrar og herstjórar tóku. Um síðustu aldamót 1999-2000 (og aftur til öryggis 2000- 2001) óskaði ég þess að mennirnir tækju það framfaraspor að hætta að drepa hver annan. Ég hef trúlega ekki verið nógu bænheitur, en þá er ekki um annað að gera en halda áfram að suða og biðja um frið og ró á þessari stríðshrjáðu plánetu okkar svo að all- ir geti snúið sér að því að njóta vel- sældar við smáralindir heimsins - með góðri samvisku. ■ Beinlaus Ali - svínahamborga- Ali - Svínabógur Kartöflugratin í sveppaostasósu Víking léttöl 500 ml Úrvalssósa rauðvíns Nýr hvítmygluostur frá Búðardal Ferskur íslenskur Mozzarella í dós NOATUN NYJUNG NYJUNG 1398] Reyktur og grafinn lax í flökum Grafinn lax í bitum Tandurhrein tilboð á þvottavélum, þurrkurum og uppþvottavélum BRÆÐURNIR ORMSSON Lágmúla 8 • Sími 530 2800

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.