Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.10.2001, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 30.10.2001, Qupperneq 4
4 FRÉTTABLAÐIÐ 30. október 2001 ÞRIÐJUDAGUR SVONA ERUM VIÐ VIÐSKIPTI MEÐ HLUTABRÉF Hér sjást heildarviðskipti með hlutabréf á Verðbréfaþingi (slands á fyrri og seinni árs- helmingum áranna 1999 til 2001. Viðskipt- in náðu hámarki á fyrri helmingi ársins 2000 um svipað leyti og hlutabréfavísitölur náðu hámarki. Útlit er fyrir að hlutabréfa- viðskipti dragist enn saman á yfirstandandi árshelmingi. Frá júlí til september voru við- 1999 1999 2000 2000 2001 BERA LIKKISTU Meðlimir í rússneska sjóhernum bera kistu eins mannanna sem létust um borð í Kúrsk, en lík sjö sjómanna hafa verið send með flugvél til heimabyggðar þeirra þar sem þeir verða grafnir. Kj amorkukafbáturinn Kúrsk: 45 lík hafa fundist moskva.ap Tekist hefur að ná 45 líkum úr flaki rússneska kjarn- orkukafbátarins Kúrsk, sem sökk í Barentshafi fyrir rúmu ári síðan með 118 áhafnarmeðlimi um borð. Tveimur flugskeytum hefur ein- nig verið náð úr bátnum, en alls voru 22 slíkar skeyti um borð þeg- ar báturinn sökk. Stjórnvöld í Rússlandi segja aðgerð þessa nauðsynlega til að grafa þá sem létust í slysinu á sómasamlegan hátt og til að komast að orsökum sprengingarinnar sem varð til þess að báturinn sökk. ■ — Ofbeldisverk í Bandaríkj- unum: Konur lang- líklegustu fórnarlömbin washincton.ap Konur voru fórnar- lömbin í 85% tilfella af rúmlega 790 þúsund „ofbeldisverkum á milli para“ sem framin voru í Bandaríkjunum árið 1999, að því er segir í opinberum tölum. Yngri konur um hálfþrítugt voru þar í mestum áhættuhópi. Fórnarlömb heimilisofbeldis á aldrinum 35 til 49 ára voru líklegust til að vera myrt. ■ 1 SMÁTT [ A' tta manns létust og 12 særð- ust í sprengingu sem varð í flugeldaverksmiðju í norðaustur- hluta Kína í gær. Sveinn Einarsson, leikstjóri og rithöfundur, var á föstudag kjörinn fulltrúi íslands í fram- kvæmdastjórn Menningarmála- stofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO), til næstu fjögurra ára. Sveinn er eini norræni full- trúinn í framkvæmdastjórninni. í framkvæmdastjórn UNESCO eru 58 fulltrúar frá öllum heimshorn- um, en aðildarlönd UNESCO eru 189. Heilbrigðisráðherra Afganistans: „Börn eru að deyja á sjúkrcthúsum okkar“ kabúl.afganistan.ap Frá því árásir Bandaríkjamanna á Afganistan hófust hafa allir þeir sem mögu- lega gátu yfirgefið barnasjúkra- húsið í Kabúl, höfuðborg landsins, komið sér í burtu. Fyrir árásirnar voru sjúklingarnir um 300 til 400 talsins og oft voru tvö til þrjú börn um hvert rúm en nú hafa hlutirnir breyst, enda er sjúkra- húsið staðsett skammt frá her- bækistöðvum í borginni og er því í mikilli sprengjuhættu. Þrátt fyr- ir að Bandaríkjamenn segist ekki ætla að varpa sprengjum á sak- lausa borgara þá taka aðstandend- ur barnanna enga áhættu. Sjúkra- húsið átti í miklum fjárhagsörð- ugleikum áður en sprengingarnar hófust og ekki hefur ástandið batnað. Rafmagnið á sjúkrahús- inu er tekið af á næturna vegna sprenginganna og stundum er það lítið sem ekkert notað á daginn. Mullah Abbas Akhund, heil- brigðisráðherra Afganistans, boð- aði nýverið til blaðamannafundar þar sem hann fordæmdi loftárás- irnar á landið, sem nú hafa staðið yfir í rúmar þrjár vikur. „Börn eru að deyja á sjúkrahúsum okkar vegna þess að við höfum engin bóluefni," sagði Akhund. „í gær komu fram nokkur tilfelli af hundaæði. Við gátum ekki sent börnin á neinn annan stað. Ef við fáum ekki bóluefni munu þau HANDLEGCSBROTIN Hin tíu ára gamla, Maria, féll niður úr glugga á annarri hæð þegar sprengja sprakk í nágrenninu. Hún liggur nú hand- leggsbrotin á sjúkrahúsi í Kabúl, deyja innan þriggja til fjögurra daga,“ sagði hann. ■ Stolið fyrir 3-4 milljarða í verslun Um 1,5% af heildarveltu smásöluverslunar á ári. Meira um þjófagengi en áður. Konur stela fleiri og ódýrari hlutum en karlar færri og dýrari. Forvarnir og kynningarátak verslun Talið er að árlega tapist um 3 - 4 milljarðar úr veltu smá- söluverslunarinnar vegna rýrnun- ar og þá aðallega vegna hnupls í verslunum. Sigurður Jónsson ......«... framkvæmda- Á hinn bóginn sé Ijóst að konur steli oft á tíðum fleiri og ódýrari hlutum en karlmenn færri og dýr- ari. stjóri hjá Samtök- um verslunar og þjónustu segir að þetta sé um 1,5% af heildarveltunni sem er um 155 milljarðar á ári að undanskildri áfengissölu. Hann segir að þarna sé því um gríðarlega mikla f jármuni að ræða sem hægt væri að nýta til að lækka vöru- verð og hækka laun verslunar- fólks. Af þeim sökum m.a. sé brýnt að lágmarka þessa rýrnun af völdum hnupls eins og kostur er með öllum tiltækum ráðum. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir að þessi rýrnun og hnupl sé bæði af völdum starfs- manna verslana og utanaðkom- andi og virðist því miður ekki fara minnkandi. Þá virðist það færast í vöxt að TönsToUn Mófar vinni Segir brýnt að nokknr saman sporna við búða- V1Ó þessa lðju hnupli eins og sína á opnunar- kostur er tíma verslana fyrir utan innbrot og rán og ein- staklingsbundin hnupl. Hann seg- ir að þeir sem stela í verslunum komi úr öllum þjóðfélagshópum % ■% || \ j ’Jft 1 iFHf M| || í | • í | iM \ : v\1 ■ m- ,..*n ydfc. -1 og séu á ýmsum aldri. Á hinn bóg- inn sé ljóst að konur steli oft á tíð- um fleiri og ódýrari hlutum en karlmenn færri og dýrari. Þá hafa menn tekið eftir því að „fagmenn- irnir“ halda sig venjulega til hlés þegar eftirlitið er einna mest eins og í kringum hátíðar, öndvert við þá sem minni reynslu hafa. Á undanförnum misserum hafa nokkur hundruð starfsmenn og eigendur verslana sótt forvarnar- námskeið þar sem fólki er kennt hvernig það eigi að bera sig að gagnvart þjófnaði í verslun og kunnáttu í meðhöndlun öryggis- búnaðar. Þá er lögð áhersla á áfallahjálp fyrir starfsmenn. Að loknum þessum námskeiðum fá viðkomandi fyrirtæki vottun frá VERSLUNIN Verslunareigendur reyna með ýmsum ráð- um að sporna við þjófnaði í verslunum sínum. lögreglu sem auðkennd eru með límmerkinu „Varnir gegn vágest- um.“ Ætlunin er að kynna þetta merki með sérstakri auglýsinga- herferð í fjölmiðlum á næstunni. grh@frettabladid.is Tannlæknafélag íslands: Hlutfall endurgreiðslu hefur lækkað TANNLÆKNINCAR „Það endur- greiðsluhlutfall sem fólk fær vegna tannviðgerða og eftirlits hefur lækkað,“ segir Þórarinn Jónsson, formaður Tannlæknafé- lags fslands. Fyrir þremur árum hafi Tryggingastofnun sagt upp samningi milli Tannlæknafélags- ins og heilbrigðisráðuneytisins, en sjúklingar hafi, eftir sem áður, átt rétt á endurgreiðslu vegna tannviðgeróa. „Á þeim þremur árum sem liðin eru, hafa orðið verðlagsbreytingar, auk þess sem að frjáls samkeppni er meðal tannlækna og þeir ekki með sömu verðskrá. Endurgreiðslan hefur þó ekki verið uppfærð í samræmi við það, og miðast enn við gjald- skrá síðan 1998,“ segir Þórarinn. Heilbrigðisráðuneytið telji að ekki verði hægt að breyta endur- greiðslu, nema samið verði við tannlækna. „Því erum við ósam- mála. Ráðherra ákveður gjald- skrána og getur uppfært hana,“ segir Þórarinn. „Við erum, hins- vegar, tilbúnir að semja, og bíðum þess að heilbrigðisráðherra setji á laggirnar samninganefnd svo samningar geti hafist að nýju.“ ■ TANNLÆKNINGAR Endurgreíðsla vegna tannlækninga er sam- kvæmt verðskrá sem orðin er þriggja ára gömul, þótt sjúklingarnir greiði samkvæmt núgildandi verðskrám tannlækna sem hækkað hafa á tímabilinu. Hlutfall endur- greiðslu hefur því í raun lækkað.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.