Fréttablaðið - 08.11.2001, Side 4
4
FRÉTTABLAÐIÐ
8. nóvember 2001 FIMMTUDACUR
SVONA ERUM VIÐ
ÞORSKAFLINN
Á síðustu fimm árum hafa Islendingar veitt
nærri 1.200 þúsund tonn af þorski.
Aflinn skiptist þannig milli ára:
Fiskveiðiðár
______________Heimild: Fiskistofa
Úttekt Ríkisendurskoð-
unar á Flugmálastjórn
ekki nafin:
Beiðni Gísla
breytti engu
stíórnsýsla Sigðurður Þórðarson
ríkisendurskoðandi segir embætt-
ið ekki hafa hafið heildarúttekt á
Fiugmálast.jórn. Minnisblað vegna
farþegalista flug-
vélar Flugmála-
stjórnar hafi ver-
ið svar við af-
markaðri spurn-
ingu alþingis-
mannsins Gísla S.
Einarssonar.
Sigurður segir
svarið einnig hafa
verið sent Sturlu
Böðvarssyni sam-
gönguráðherra.
Ríkisendurskoð-
andi segist ekki
hafa átt von á að
Gísli gerði inni-
hald minnisblaðs-
ins opinbert fyrr
en kæmi að utandagskrárumræðu
um málið á Alþingi í dag.
Sigurður segir að beiðni Gísla
um úttekt á á rekstri flugvélar
Flugmálastjórnar, sem fjárlaga-
nefnd Alþingis framsendi Ríkis-
endurskoðun, breyti litlu: „Það
liggur hér fyrir beiðni frá forseta
Alþingis í framhaldi af beiðni
þingflokks Samfylkingarinnar frá
því í vor en sem ég fékk í septem-
ber um það að gera stjórnsýsluút-
tekt á flugmálastjórninni þannig
að þetta fellur bara undir það. En
þetta er ábending og það er alltaf
gott að fá ábendingar," segir hann.
Að sögn Sigurður mun úttektin
á Flugmálastjórn, þegar hún hefj-
ist, taka langan tíma, a.m.k. eitt-
hvað fram eftir vetri. ■
SIGURÐUR
ÞÓRÐARSON
Rikisendurskoð-
andi segir beiðni
Gísla um úttekt á
á rekstri flugvélar
Flugmálastjórnar
breyta litlu: „En
þetta er ábending
og það er alltaf
gott að fá ábend-
ingar."
Össur Skarphéðinsson:
Sjúkrafiðar
sæta ranglæti
alþingi „Það er hróplegt ranglæti
að meirihluti heilbrigðis- og trygg-
ingar vilji ekki
hitta sjúkraliða til
að ræða kjör þeir-
ra sem eru smán-
arleg,“ segir Öss-
ur Skarphéðins-
son, en þingflokk-
ur Samfylkingar-
innar átti fund
með forystu
sjúkraliða vegna
kjarabaráttunnar.
„Það hefur ekki
gerst áður að nefndin tali ekki við
hópa sem óska eftir fundi með
nefndinni. Sjúkraliðar eru illa
haldnir í launum og við styðjum þá
heilshugar." ■
jLÖGREGLUFRÉTTIRj ~
Tap á rekstri Skýrr fyrstu níu
mánuói ársins var 151 milljón
króna. Rekstrartekjur jukust á
milli ára um 36% og voru um 1,5
milljarður. Veltuaukning skýrist
að stórum hluta af sölu húgbún-
aðarleyfa ásamt vinnu við að inn-
leiða nýja fjárhags- og
mannauðskerfi fyrir ríkið.
ÖSSUR SKARP-
HÉÐINSSON
Samfylkingin
óskaði eftir fundi
með sjúkraliðum.
DAS fær ekki að byggja:
400 aldraðir á biðlista í
aldraðir „Við höfum um árabil
barist fyrir því að fá að byggja
60 gistirými við Hrafnistu f
Reykjavík og 90 í Hafnarfirði en
höfum ekki fengið grænt ljós frá
heilbrigðisráðuneytinu, það
stendur á svonefndum fram-
kvæmda- og rekstrarleyfum,"
segir Guðmundur Hallvarðsson,
þingmaður og stjórnarformaður
DAS. Hann segir að um 400 aldr-
aðir í Reykjavík bíði nú eftir því
að komast annaðhvort á hjúkrun-
arheimili eða vistheimili og því
ljóst að úrbóta sé þörf. Ráðu-
neytið hafi m.a. svarað því til að
ekki væri brýn þörf á fleiri gisti-
rýmum í Reykjaneskjördæmi.
CUÐMUND-
UR HALL-
VARÐSSON
Þingmaðurinn
segir að úr-
bóta sé þörf í
húsnæðismál-
um aldraðra,
en áréttar að
óalgengt sé
að aldraðir
sjómenn leigi
hjá Rauða
krossinum.
Ofbeldi
stráka og
stelpna ólíkt
Skýringar unglinga á ofbeldi sem þeir beita
fara ekki alveg saman við skýringar hinna full-
orðnu, bæði foreldra og meðferðaraðila. Páll
Biering komst að þessu í rannsókn á skýringar-
líkönum unglingaofbeldis sem hann vann á
meðferðarheimili fyrir unglinga. Hann telur
mikilvægt og vænlegt til árangurs að unglingar
og meðferðaraðilar skiptist á hugmyndum um
orsakir vandans þannig að hugmyndir þeirra
samræmist.
unglingaofbeldi Hugtakið skýr-
ingarlíkan snýst um hugmyndir
þeirra sem koma að meðferð til-
tekins vandamáls eða sjúkdóms
um skýringar á
honum. Páll Bier-
ing bendir á að ef
skjólstæðingur
hefur allt aðrar
hugmyndir um
vandamál sitt en
meðferðaraðilinn
dragi það úr mögu-
leikum á að með-
ferð og fræðsla
komi að gagni.
Páll komst að
því að mismunur
er á skýringarlík-
önum unglinganna
og hinna fullorðnu. „Fullorðna
fólkið tengir ofbeldishegðun við
sjálfsmynd unglinga, að ungling-
arnir séu reiðir vegna þess að
sjálfsmynd þeirra sé á einhvern
hátt brotin. Unglingarnir hafa ekki
hugtakið sjálfsmynd inni í sínum
skýringum. Þau eru bara reið af
því að einhver gerði þeim eitt-
hvað.“ Páll segir mun einnig koma
fram milli foreldra og meðferðar-
aðila þannig að meðferðaraðilar
leggja meiri áherslu á fjölskyldu-
þætti og foreldrar á meðfædda
þætti. „Bæði foreldrar og unglinga
gera meira úr vímuefnaneyslu
sem orsakaþátt í unglingaofbeld-
inu en meðferðaraðilarnir. Ung-
lingarnir tala líka um að þeir fái
spennukikk út úr ofbeldinu.“
„Það sem kom mér mest á óvart
var sterkur kynbundinn mismunur
á því hvernig strákar og stelpur
bæði skýra ofbeldi sitt og upplifa
það. Stelpurnar sögðust hafa beitt
ofbeldi af því að þær væru reiðar
vegna þess að einhver hefði gert
þeim eitthvað. Þær vísuðu jafnvel í
eitthvað sem hefði komið fyrir
þær í æsku. Strákarnir aftur á
móti skýrðu ofbeldi sitt meira með
því sem gerist á götunni, til dæmis
að einhver sé fyrir þeim eða mis-
virði þá. Ofbeldi er hluti af þeirra
menningu. Það veitir þeim ákveð-
inn orðstír og virðingu að beita of-
„Það sem
kom mér
mest á óvart
var sterkur
kynbundinn
mismunur á
því hvernig
strákar og
stelpur bæði
skýra ofbeldi
sitt og upplifa
það."
Víðidalur:
Dýraspítalinn í
nýtt húsnæði
heilbrigði Dýraspítalinn í Víðidal
hefur flutt sig um set í nýtt 500
fermetra sérhannað húsnæði á
horni Breiðholtsbrautar og Vatns-
veituvegs. Spítalinn er deildar-
skiptur, annars vegar fyrir smá-
dýr og hins vegar fyrir stórdýr og
þá aðallega fyrir hesta. Helgi Sig-
urðsson einn af fimm dýralækn-
um sem starfa við spítalann segir
að þótt stefnt sé að sérstakri opn-
unarhátíð í næsta mánuði sé smá-
dýradeildin þegar tekin til starfa
og innan tíðar verður hestadeildin
tekin í notkun.
Hann segir að nýi spítalinn sé
búinn öllum helstu tækjum sem
prýða nútíma dýralæknisþjónustu
eins og t.d. röntgentæki, svæfing-
artæki, sónar- og speglunartæki.
Þá býður spítalinn upp á brennslu
á dýrahræjum og sérbrennslu ef
dýraeigendur óska þess. Auk þess
að bjóða upp á vaktþjónustu allan
sólarhringinn er spítalinn opinn
alla daga frá klukkan 8 - 18 og á
laugardögum frá klukkan 10-12.
Athygli er vakinn á því að spítal-
inn hefur fengið nýtt símanúmer,
540-99-00. ■
Reykjavík
„Þeir hafa ekki sýnt því skilning
að Reykjavík og Hafnarfjörður
eru saman á höfuðborgarsvæð-
inu.“
Guðmundur vill leiðrétta það
sem haft var eftir Helga Vil-
hjámssyni í Fréttablaðinu í gær
um að algengt væri að aldraðir
sjómenn ættu ekki í önnur hús að
venda en Rauða krossinn. „Það
er markmið okkar að taka inn
sjómenn og þá einstaklinga sem
þeim tengjast." Hann segist hafa
upplýsingar um að nú sé einn
aldraður sjómaður hjá Rauða
krossinum. Hann bíði eftir vist-
un hjá Öryrkjabandalaginu í Há-
túni en ekki Hrafnistu. ■
Flóð á Filippseyjum:
Að minnsta
kosti 66
manns létust
FILIPPSEYJUMAP Rúmlega 66 manns
létust og að minnsta kosti 57 er
saknað eftir flóð á eyjunni
Camiguin á Filippseyjum sem
komu í kjölfar mikils hitabeltis-
storms, en eyjan er fræg fyrir
fagrar sólarstrendur sínar. „Ég
trúði því ekki að þetta gæti gerst.
Heilu húsin fóru af stað í flóðun-
um,“ sagði Pedro Romualdo, ríkis-
stjóri eyjarinnar, í gær. Búist var
við að stormurinn myndi næst
ganga yfir Panay-eyju, sem stað-
sett er um 400 km suðaustur af
Manilla, höfuðborg Filippseyja. ■
MISMUNANDI SKÝRINGAR Á OFBELDI
Páll Biering varði i vor doktorsritgerð sína um skýringarlikön unglingaofbeldis við Texashá-
skóla í Austen.
beldi.“ Þetta bendir, að mati Páls,
til að það þurfi mismunandi nálgun
við meðferð og forvarnastarf á of-
beldishegðun stráka og stelpna.
Páli finnst mikilvægt að með-
ferðaraðili og skjólstæðingur nál-
gist vandamálið gegnum samræð-
ur sín á milli, að meðferðaraðilinn
skilji viðhorf skjólstæðings og öf-
ugt. „Þetta finnst mér sérstaklega
mikilvægt gagnvart foreldrum.
Þeir hafa ekki haft mikil áhrif á
hvernig meðferð fer fram.“
Páll Biering flytur fyrirlestur
um rannsókn sína í hátíðarsal Há-
skólans í dag kl. 16 og er fyrirlest-
urinn öllum opinn.
steinunn@frettabladid.is
SÉRHANNAÐ HÚSNÆÐi
Dýralæknar í Víðidal hafa fjárfest í nýju og glæsilegu húsi.