Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.11.2001, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 08.11.2001, Qupperneq 8
8 FRÉTTABLAÐIÐ 8. nóvember 2001 FIMMTUDACUR I lífstíðarfangelsi: Myrti staðgengil í sturtuaðtriði uos anceles.ap Maóui' sem var sak- felldur fyrir að hafa kyrkt tvær konur hefur veriö dæmdur í lífs- tíðarfangelsi án reynslulausnar. Önnur kvennanna sem maðurinn myrti var leikkonan Myra Davis sem var staðgengill í sturtuatrið- inu fræga í kvikmynd Alfred Hitchcock, „Psycho." Davis, sem bar sviðsnafnið Myra Jones, var 71 árs gömul þegar hún var myrt árið 1988. Ekki komst upp um morð- ingjann fyrr en hann var handtek- inn fyrir að hafa myrt aðra konu fyrir þremur árum síðan. ■ Hersveitir Israela: Yfirgáfu bæinn Ramallah RfllVlflLLflH.VESTURBflKKflNUIVI.flP ísra- elar drógu hersveitir sínar til baka úr bænum Ramallah á Vest- urbakkanum í gærmorgun. ísrael- ar eiga ennþá eftir að draga her- sveitir sínar til baka úr palest- ínsku bæjunum Túlkarem og Jen- in, en alls voru 6 bæir herteknir eftir morðið á ferðamálaráðherra ísraels, Rehavam Zeevi, þann 17. október. Að sögn varnarmálaráð- herra ísraels, Binyamin Ben-Eli- ezer, munu hersveitirnar áfram vera staðsettar í grennd við bæ- inn. Bætti hann því við að ísraelar hefðu ekki í hyggju að hertaka fleiri svæði Palestínumanna. ■ Á LEIÐ í BURTU Hersveitir ísraela á leið úr bænum Ramallah. | LÖGREGLUFRÉTTIR Svo illa vildi til um hálf eitt- leytið í fyrrakvöld að bíll sem var ekið eftir Garðastræti rann til í hálku og lenti á rafmagns- kassa við veitingahúsið Naust. Engar skemmdir urðu á húsinu né rafmagnskassanum. Ekki tók betur við þegar lögreglan var komin á vettvang. Þá kom annar bíll aðvífandi, rann til á sama stað og fyrri bíllinn, og lenti aft- an á þeim fyrri. Teir fólksbílar rákust saman í hörðum árekstri á Reykjanes- braut austan við Vogaafleggjara um miðnætti í fyrrakvöld með þeim afleiðingum að annar bíl- anna lenti utan vegar. Þrír voru fluttir á slysadeild. Tildrög slyss- ins voru þau að öðrum bílnum var ekið yfir á rangan vegar- helming meö fyrrgreindum af- leiðingum. Akstursskilyrði voru slæm þegar slysið varð og hálka á vegum. Slökkviliðið á höfuðborgar- svæðinu var kallað til um hálf- tvöleytið í gærdag að íbúðarhús- næði í Bólstaðarhlíð. Eldur hafði komið upp að hurðarbaki í sorp- geymslu. Um var að ræða minni- háttar bruna en sjö sorptunnur eyðilögðust. Vel gekk að ráða nió- urlögum eldsins. Að sögn lögreglunnar í Reykja- vík var mikill erill hjá þeim í gærdag. Höfðu um sextíu bókan- ir verið gerðar um þrjúleytið. Bush líkir A1 Kaída við fasista: Vill nú fá fleiri ríki í hernaðinn stríð gegn hryðjuverkum Bandarísk stjórnvöld hafa í fyrsta sinn ljáð máls á því að fá fleiri ríki í lið með sér í hernaðinn í Afganistan, en frá því loftárásir Bandaríkjamanna og Breta á Afganistan hófust fyrir mánuði hefur George W. Bush Bandaríkjaforseti jafnan hafnað boðum um hernaðaraðstoð frá leið- togum Vesturlanda. Síðustu daga hefur Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hins vegar sagt nauð- synlegt að fleiri ríki tækju þátt í hernaðinum. Nú hafa Þjóðverjar, Frakkar og ítalir ákveðið að senda herlið til Afganistans og Bush seg- ir nauðsynlegt að breið fylking ríkja taki þátt í hernaðinum, ekki síst í ljósi þess að vaxandi gagnrýni hefur gætt á loftárásirnar. Á þriðjudagsmorgun sagði Bush í ávarpi sínu til leiðtoga Mið- og Austur-Evrópuríkja í Póllandi, að Osama bin Laden hafi í hyggju að komast yfir kjarnorkuvopnabúnað, auk efna- og sýklavopna. „Ástæðan fyrir því að ég sagði þetta,“ sagði Bush við blaðamenn síðar um dag- inn, „er að ég var að vitna í hans eigin orð. Hann hefur sagt þetta vera ætlun sína. Og ég trúi því að við eigum að taka hann alvarlega." Jafnframt líkti hann A1 Kaída samtökunum við fasista og alræð- isstjórnir Austur-Evrópu og sagði LEIÐTOGAR HITTAST Bush Bandaríkjaforseti og Jacques Chirac Frakklandsforseti hittust í Washington á þriðjudaginn. I gær hitti Bush einnig Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands. brýnt að mörg ríki tækju höndum saman um að berjast gegn þeim. ■ PÓSTMIÐSTÖÐIN STÓRHÖFÐA Póstmiðstöðin var rýmd og engin starfsemi var það sem eftir lifði dags í húsinu. Tekin verður ákvörðun í dag hvenær opnað verður aftur. Póstmiðstöðinni hefur verið lokað Grunur um militsbrand. Þrettán starfsmenn í lyfjameðferð og tafir verða á dreifingu pósts. Forstjórinn er rólegur miltisbrandur Þrettán starfsmenn Islandspóst voru sendir í læknis- rannsókn vegna hugsanlegs militsbrandssmits eftir að ábyrgð- arbréf með hvítu dufti barst Póst- miðstöö íslandspósts við Stór- höfða um hádegisbilið. Uppgötv- aðist póstsendingin við venju- bundna póstvinnslu. Póstmiðstöð- in var rýmd og kallað til aðstoöar lögreglu og slökkviliðs sem girti af svæðið. Gerðar voru viðeigandi ráðstafanir og bréfinu komið fyrir í sérstökum umbúðum á rannsókn- arstofu. Að sögn Einars Þorsteinssonar, forstjóra íslandspósts, var lokað fyrir alla starfsemi í húsinu í gær- dag og óljóst sé hvenær opnað verði fyrir hana í dag. Muni lok- unin gera það að verkum að óhjá- kvæmilega verði tafir á póstdreif- ingu næstu daga en þess má geta að meirihluti af öllum pósti á land- inu fer í gegnum Póstmiðstöðina. Engum bréfapósti hefur verið dreift í morgun og þeir sem áttu von á sendingum í gærkveldi fengu þær ekki. Einar átti von á því að þrátt fyrir tafir myndi full- ur skilningur ríkja meðal almenn- ings á ástandinu. Einar sagði starfsmenn ís- landspóst hafi brugðist við með miklu æðruleysi og yfirvegun en í gangi hafi verið viðbragðsáætlun í kjölfar mikillar umræðu um miltisbrandssendingar. „Ég hef sagt það opinberlega og einnig við mína starfsmenn að ég trúi því að ef okkar verklagi sé beitt og fylgt af nákvæmni séu starfsmenn okkar ekki í meiri hættu heldur en aðrir lands- menn.“ ■ Hollvinasamtök Ingólfsbæjar: Telja landnámsbæ inn olnbogabarn fornminjar „Okkur finnst að við skipulag í kringum þennan merka fornleifafund, eigi forn- leifafundurinn að vera það sem gengið er út frá, en ekki væntan- leg hótelbygging," segir Einar Bragi, rithöfundur og forsvars- maður Hollvinasamtaka Ingólfs- bæjar. Samtökin afhentu borgar- stjóra undirskriftarlista þar sem skorað er á borgaryfirvöld að hverfa frá hugmyndum um bygg- ingar og annað umrót við suð- austurhorn Grjótaþorps. Borgarstjóri hefur skipað vinnuhóp til að finna leiðir til að gera fornminjarnar aðgengilegar og til að styrkja miðborgina. I-Iollvinasamtökin gagnrýna að ekki skuli vera fulltrúi frá íbúum og borgurum og telja að áherslan sé um of á embættismenn og hagsmunaaðila hótelbyggingar. Einar Bragi segist ekki tjá sig sérstaklega um skipun þessa vinnuhóps. „Það bendir allt til þess að menn séu búnir að ákveða hvernig þetta á að vera. Að fyrst rísi þarna hótel og síðan eigi að fara að hugsa fyrir því HRÆDDUR UM FORNMINJAR Einar Bragi telur að búið sé að ákveða framkvæmdir við Aðalstræti og að forn- minjar verði settar í annað sæti við ákvörðun um skipulag á svæðinu. hvernig eigi að koma þessu oln- bogabarni Ingólfs Arnarsonar og Ilallveigar Fróðadóttur fyrir." ■ Sameignarfélag um Orkuveituna: Sagt undir- strika áform gegn einka- vædingu ALFREÐ ÞORSTEINSSON Segir að sameignarformið hafi reynst vel eins og t.d. hjá Landsvirkjun borgin Alfreð Þorsteinsson stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavikur segir að með því að breyta rekstrarformi veitunnar í sameignarfélag sé m.a. verið að undirstrika þá skoðun R-listans að fyrirtækið verði ekki einka- vætt. Það sé önd- vert við sjónar- mið sjálfstæðis- manna sem vilja halda þeim mögu- leika opnum með því að vilja brey- ta fyrirtækinu í hlutafélag „fyrst um sinn“ eins og þeir hafa orðað það. Þá telur hann aö það sé ekki verra að með þessari breytingu sé komið til móts við sjónarmið Vinstri - grænna í borginni. Aðalatriðið sé engu að síður það að með þessari breytingu njóti fyrirtækið ótak- markaðrar ábyrgðar eigenda sinna og því ættu lánskjör að haldast óbreytt og réttindi starfsmanna verða svipuð og áður. Eignarhlutar í þessu nýja sameignarfélagi eru þeir að Reykjavíkurborg verður með 93%, Akranesbær með 5,5%, Hafnarfjörður með 1% og Garðabær með 0,5%. Jafnframt er ekki loku fyrir það skotið að fleiri sveitarfélög muni koma að fyrirtækinu. Þá hefur forstjóra fyrirtækisins og borgarlögmanni verið falið að ganga frá sam- þykktum fyrir hið nýja félag og einnig að undirbúa lagafrum- varp fyrir Orkuveituna. ■ 4 drengir í Skotlandi reknir úr skóla: Bjuggu til eiturlyf eftir uppskrift á Netinu skólamál Fjórir nemendur við einn virtasta skóla Skotlands hafa verið reknir úr skólanum eftir að upp komst að þeir hefðu búið til helsælutöflur, eftir upp- skrift sem þeir fundu á Netinu. Drengirnir voru fluttir á sjúkra- hús eftir að hafa tekið inn töfl- urnar, en eru á góðum batavegi, að því er kemur fram á fréttavef BBC. Nemendurnir voru á fimm- ta ári í skólanum, en námsgjöld við skólann nema um 2,4 milljón- um króna á ári. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.