Fréttablaðið - 08.11.2001, Blaðsíða 10
I RETTABLAÐiÐ
FRETTABLAÐIÐ
8. nóvember 2001 FIMMTUDAGUR
10
rírokiy hleypidómar og hleranir
Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf.
Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjóri: Einar Karl Haraldsson
Fréttastjóri: Pétur Gunnarsson
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing:
Þverholti 9, 105 Reykjavík
Aðalsími: 515 75 00
Símbréf á fréttadeild: 515 75 06
Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is
Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16
Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is
Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf.
Plötugerð: (P-prentþjónustan ehf.
Prentun: Isafoldarprentsmiðja hf.
Fréttaþjónusta á Netinu: Vísir.is
Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf-
uðborgarsvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn
greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni
blaðsins í stafrænu formi og I gagnabönkum
án endurgjalds.
1 BRÉF TIL BLAÐSINS~[
Engar
gleðipillur
Frá Tryggingastofnun ríkisins
iyf í Staðtölum Tryggingastofnun-
ar fyrir árið 2000 er m.a. fjallað
um lyfjamál og gerð grein fyrir
kostnaði við nokkra lyfjaflokka.
í texta er notað orðið „gleðipil-
la“ sem er bein þýðing á orðinu
„lykkepillen" sem er mikið notað í
Danmörku.
Tryggingastofnun fellst á að
þessi orðanotkun er óheppileg og
hefur sært marga þá er þurfa að
nota þessi lyf til hjálpar gegn erf-
iðum sjúkdómum.
Tryggingastofnun telur afar
brýnt að koma fram við skjól-
stæðinga af fullri viðringu og vill
stuðla á virkan hátt að því aö geð-
sjúkir geti lifað og starfað í þjóð-
félaginu af fullri reisn. ■
Rústimar
eiga heima í
kjallaranum
Þórður skrifar.
fornleifar Það er alveg út í hött að
halda því fram, eins og Ari gerir í
Fréttablaðinu í gær, að rústirnar í
Aðalstræti séu einhverjir
píramídar íslendinga. íslendingar
eiga enga píramída, nema þá helst
bækurnar, sem með sögunum um
Ingólf Arnarson, Egil Skalla-
grímsson og alla hina. Þeim er
sýndur fullur sómi vestur í Árna-
stofnun og í hugum þeirra þús-
unda íslendinga sem hafa þær að
þráhyggju sinni. Rústirnar ætti
fremur að kalla þústirnar, þær
eru litlar og lágreistar og alls ekki
svo merkilegar að það eigi að
splæsa bestu lóðinni í miðbænum
undir eitthvert minnismerki. Ég
vil hvetja borgaryfirvöld til að
byggja þarna hótel, eins og ætlun-
in er, og hafa það sem stærst og
mest. Hugmyndin um að hafa
rústirnar sýnilegar í kjallaranum
er ágæt; það fer vel á því, og það
væri við hæfi að hafa mátulega
lágt til lofts, svona eins og í torf-
bæjunum, þannig að nútímafólk
þurfi að ganga eilítið lotið til að
virða þær fyrir sér. ■
Embættismenn hverju nafni
sem þeir nefnast ættu að hafa
að leiðarljósi, að virða skjólstæð-
inga sína. Engu máli skiptir hverj-
ir þeir eru. Grundvallarréttindi
manna eru söm og jöfn í samfé-
laginu, hver svo sem staða þeirra
er að öðru leyti. Á þessu er oft
verulegur misbrestur. í litlu landi
flýgur fiskisagan og fólk á það til
að tala um það sem ekki á erindi
út fyrir veggi fyrirtækis eða
stofnunar, án þess að nokkrir sjá-
anlegir hagsmunir séu í húfi. For-
vitni, sem er ein af höfuðdyggðum
blaðamanna, má ekki fara út fyrir
mörk þess sem þjónar almanna-
hag. Blaðamenn standa oft fram-
mi fyrir slíkum freistingum, en
vitund um skyldur og eðli starfs-
Þorsteinn Þorgeirsson:
Fyrirtæki orðið
fyrir búsifjum
orsteinn Þorgeirsson, hag-
fræðingur Samtaka iðnaðar-
ins, segir að SI hafi kallað eftir
vaxtalækkun frá því í vor. „Þótt
aðstæður hafi breyst síðan þá,
teljum við að vaxtastigið sé allt of
hátt miðað við aðstæður."
Þorsteinn segir fyrirtæki á ís-
landi hafa orðið fyrir þungum
búsifjum vegna sjálfstæðrar
stjórnar peningamála. Ljóst sé að
ört lækkandi eftirspurn, mikil
gengistöp og viðvarandi hátt
vaxtastig hafi sett mikinn þrýst-
ing á fyrirtæki. Viðbúið sé að at-
vinnuleysi vaxi á meðan Seðla-
bankinn bíði eftir hagtölum sem
staðfesta samdráttinn.
„Verðbólgukúfur sem myndað-
ist í ár í kjölfar gengislækkunar
krónunnar er nú að ganga niður,“
segir Þorsteinn. Framleiðslu-
spenna sé með öllu horfin og fyr-
irsjáanlegt að slaki komi í hag-
kerfið strax í vetur. „Þar sem
breytingar á vaxtastiginu hafa
áhrif eftir 6 til 18 mánuði, er orð-
ið tímabært fyrir Seðlabankann
að lækka vexti og það myndar-
lega, því vaxtastigið hérna er í
raun fáránlega hátt miðað við það,
að verðbólgan verður að öllum lík-
indum komin niður í 4% í lok
næsta árs.“B
cegn hryðjuverkum „A1 Kaída hef-
ur starfsemi í meira en 60 lönd-
um, þar á meðal í Mið- og Austur-
Evrópu. Þessir hryðjuverkahópar
reyna að draga úr jafnvægi innan
einstakra ríkja og heimssvæða.
Þeir reyna að komast yfir efna-
vopn, sýklavopn og kjarnavopn.
Miðað við tækin sem þeir beita
geta þessir óvinir okkar ógnað
hverri einustu þjóð, og að lokum
siðmenningunni sjálfri.
Þess vegna erum við staðráðin
í að berjast gegn þessari illsku;
berjast þar til við höfum rekið
hana af höndum okkar. Við ætlum
ekki að bíða eftir því að þeir sem
staðið hafa að fjöldamorðum kom-
ist yfir gjöreyðingarvopn. Við
bregðumst við núna, af því að við
verðum að losa samtíma okkar
ins, á að vera yfirsterkari rammri
taug forvitninnar.
Sama gildir um símhleranir
fangavarða. Það er óþolandi fyrir
fólk sem lendir, af ýmsum ástæð-
um, bak við lás og slá , að við
frelsissviptinguna bætist að brot-
inn séu á þeim persónuréttindi.
Heimildir Fréttablaðsins um að
fangaverðir hleri samtöl fanga, án
heimildar og að nauðsynjalausu,
eru í besta falli dæmi um stjórn-
lausa forvitni. Að manni læðist sá
grunur að rætur þessarar breytni
séu dýpri og flóknari; að þær liggi
í hroka og hleypidómum gagnvart
skjólstæðingunum.
Fangar eru auðvelt skotmark
þeirra sem kjósa að veita annar-
legum hvötum sínum útrás. Marg-
Gunnar Páll Pálsson:
Atvinnuleysi
í pípunum
Við teljum að það þurfi að
lækka vexti. Hvort það
líéfði átt að lækka þá mánuði fyrr
eða síðar er erfitt að vita fyrr en
eftir á. En það er ljóst að það stytt-
ist í það,“ segir Gunnar Páll Páls-
son, forstöðumaður hagdeildar
Verslunarmannafélags Reykjavík-
ur. Hann segir að atvinnuleysi sé
meira en birtist í atvinnuleysistöl-
um því fólki hefur verið sagt upp
og sé ennþá að vinna uppsagnar-
frestinn.
„Við höfum lýst áhyggjum yfir
því að það sé brugðist of seint við,“
segir Gunnar. Hann segir tvíbent
skilaboð berast frá markaðnum.
Annars vegar er atvinnuleysi ekki
að aukast mjög hratt og launaskrið
sé mikið. Hins vegar verður VR
var við að fólki er sagt upp störf-
um. „Það er hætt við að það komi
hér mikill skellur upp úr áramót-
um þegar uppsagnirnar taka
gildi.“
Gunnar segir alveg ljóst að ekk-
ert hrun hafi orðið og segist hafa
skilning á því að Seðlabankinn hafi
viljað biða eftir skýrari upplýsing-
um um samdrátt. Þrátt fyrir að
margir hafi kallað eftir vaxtalækk-
un sé þessi afstaða bankans skilj-
anleg þar sem hann hefur verið að
verja verðbólgumarkmið sín.B
undan þessari myrku ógn og bjar-
ga komandi kynslóðum.
[...]
Okkur miðar vel að marki í
þágu okkar réttláta málstaðar. Við
beinum spjótum að hryðjuverka-
mönnum og hernaðarskotmörkum
af því að, ólíkt óvinum okkar, ber-
um við virðingu fyrir mannslíf-
um. Við gerum ekki saklaust fólk
að skotmörkum og syrgjum þá
erfiðu tíma sem talibanar hafa
kallað yfir fólkið í sínu eigin landi.
Herafli okkar vinnur mark-
visst að markmiði sínu. Við höfum
eyðilagt fjölmargar búðir hryðju-
verkamanna. Við höfum rofið
fjarskiptakerfi. Við erum að eyði-
leggja loftvarnarkerfi og ráðumst
nú á víglínu talibana.
Ég hef séð fréttir um að marg-
(________lyiál..m.a.n.n.a.
Haflíði Helgason
skrifar um hleranir í fangelsum
ir hafa misstigið sig hraustlega og
framið hin verstu verk. Sumir
hafa engu skeytt um líf, eigur og
virðingu samborgara sinna. Slíkt
fordæmir siðað samfélag með
dómum sínum. Við það á að láta
sitja. Fangaverðir eru ekki fram-
hald dómsvaldsins og hlutverk
þeirra er að gæta þess að fangar
fylgi reglum fangelsis og halda
þeim þar meðan þeir afplána
dóma. Þeim ber að sýna skjól-
stæðingum sínum virðingu og
tryggja þeim að ekki séu brotin á
þeim réttindi. Fangavörður sem
Kristín Pétursdóttir:
Samkeppnisstaða
versnar
E' g tel líkur á að vextir lækki
á næstu vikum. Það eru
yínis merki þess að það sé að
hægjast verulega á efnahags-
starfseminni hérna," segir Kristín
Pétursdóttir, sérfræðingur hjá
Kaupþingi. Hún bendir á að frétt-
ir berist á hverjum degi um aukið
atvinnuleysi og von sé á að verð-
bólga lækki nokkuð á næstunni.
„Svo ég tel ágætis líkur á því að
vextir lækki fyrir næstu árarnót."
Kristín segir Seðlabankann
vera að stýra sinni peningamála-
stefnu í samræmi við verðbólgu-
markmið, sem bankanum eru sett.
Því hafi hann metið forsendur þan-
nig að ekki sé ástæða til að lækka
hér vexti. „Bankinn mun ekki
lækka vexti fyrr en það sjást aug-
ljós merki þess að hér sé að hægj-
ast á efnahagsstarfseminni og
verðbólga fari minnkandi," segir
Kristín og telur augljóst að þess
sjáist merki í efnahagslífinu í dag.
Kristfn segir að samkeppnis-
hæfni íslenskra fyrirtækja versni
þegar þau búa við svona miklu
hærri vexti en fyrirtæki í helstu
samkeppnislöndum. „Fyrirtæki í
löndunum í kringum okkur búa við
vexti sem eru langt undir fimm
prósentum á meðan við erum með
vel yfir tíu prósent vexti.“ ■
ir afganskir borgar óska þess að
talibanar hefðu aldrei leyft
hryðjuverkamönnum A1 Kaída að
setjast að í landinu. Ég áfellist þá
ekki og ég vona að þessir borgar-
ar aðstoði okkur við að staðsetja
hryðjuverkamennina, vegna þess
að því fyrr sem við finnum þá því
betra verður líf þjóðarinnar. Það
gæti tekið langan tíma en hversu
langt sem líður munum við færa
réttvísinni þá sem drápu þúsundir
Bandaríkjamanna og þegna yfir
80 annarra þjóða. Misnotkun
Afganistans sem þjálfunarbúða
fyrir hryðjuverk mun linna.
[-]
Síðar í þessari viku mun ég
gera Sameiðnuðu þjóðunum grein
fyrir sýn minni á okkar sameigin-
legu ábyrgð í stríðinu gegn
ORÐRÉTT
Bíðum ekki eftir að fjöldamorð-
ingarfái gjöreyðingarvopn
bregst þeirri skyldu er ekki starfi
sínu vaxinn. ■
Viðhalda
trúverðugleika
Asgeir Jónsson, hagfræðingur á
Hagfræðistofnun Háskóla ís-
lands, segir að verðbólga hafi verið
meiri en talið er æskilegt og þess
vegna hafi menn verið tregir til
þess að lækka vexti. Auk þess hef-
ur krónan átt undir högg að sækja
aukin vaxtamunur við útlönd hafi
því ef til vill verið nauðsynlegur til
þess að styðja við gengið.
Hins vegar mun hátt váxtastig
örugglega hafa neikvæð áhrif á at-
vinnulífið þegar fram í sækir, og
jafnvel valda einhverjum sam-
drætti, enda ekkert einsdæmi að
menn verði á velja á milli þess að
viðhalda verðstöðugleika eða á
hinn bóginn tryggja hagvöxt og at-
vinnu. Markmið Seðlabankans
samkvæmt lögum eru mjög skýr í
þessu efni, lág verðbólga sé algert
forgangsatriði.
„Seðlabankinn þarf líka að hafa
trúverðugleika í peningamála-
stjórn sinni. Það má ekki líta þan-
nig út að hann gefi eftir kröfum að-
ila atvinnulífsins.“
Ásgeir segir að yfirlýsingar ein-
stakra seðlabankamanna hafa gef-
ið til kynna að þeir álíti að ástandið
í efnahagsmálum sé að snúast
mjög hratt til verri vegar, og því sé
ef til vill ekki mjög langt að bíða og
vextir lækki. ■
GEORGE W. BUSH
hryðjuverkum. Ég mun gera sér-
hverri þjóð grein fyrir því að þær
skyldur leggja okkur á herðar
annað og meira en að sýna samúð
og mæla fram orð. Engin þjóð get-
ur verið hlutlaus í þessum átökum
vegna þess að engin siðmenntuð
þjóð getur verið örugg í veröld
sem býr við ógn hryðjuverka."
Úr ávarpí George W. Bush, Bandaríkja-
forseta, tíl ráðslefnu um baráttu gegn
hryðjuverkum f Varsjá, 6. nóvember.