Fréttablaðið - 08.11.2001, Qupperneq 14
14
FRÉTTABLAÐIÐ
8. nóvember 2001 FIMMTUDAGUR
KNATTSPYRNA
Guðjón þrýstir á stjórn Stoke:
Vill ólmur fá Pétur
Væri það skynsamleg
ákvörðu hjá Pétri Marteinssyni
að fara til Stoke?
„Það er eítthvað sem maður getur ekki
metið sjálfur. Ef hann færi væri hann að
fara í meira knattspyrnuumhverfi þótt
íþróttin sé vinsæl í Noregi. England er
Mekka knattspyrnunnar í Evrópu. Með
því að vera þar á hann kannski mögu-
leika á að komast til einhvers stærra liðs
í Englandi, þ.e. ef hann stendur sig vel
og ef hlutirnir ganga eftir hjá Stoke sem
lítur annars ágætleg út núna." ■
Ásgeir Eliasson, þjálfari
knattspyrna Guðjón Þórðarson,
framkvæmdastjóri Stoke City,
fundaði með stjórnarmönnum fé-
lagsins í gær vegna Péturs Mart-
einssonar, leikmanns Stabæk, en
Guðjón vill ólmur fá hann til fé-
lagsins, samkvæmt enska blaðinu
The Sentinel. Pétur, sem er samn-
ingslaus, átti í samningaviðræð-
um við íslendingaliðið fyrir
skömmu en stjórnin var ekki til-
búin til að greiða honum nægilega
há laun og því slitnaði upp úr við-
ræðunum, Guðjóni til mikillar óá-
nægju.
Guðjón telur að Stoke þurfi á
mun breiðari leikmannahópi að
halda ef það ætli sér upp í 1.
deild. í fyrradag gerði liðið 2-2
jafntefli við Blackpool á útivelli.
Varnarmaðurinn Wayne Thomas
var í banni og þykir líklegt að
Guðjón hefði sett Brynjar Gunn-
arsson í vörnina og Pétur á miðj-
una, ef samningar hefðu tekist
við hann á sínum tíma og mun
Guðjón væntanlega hafa notað
þetta sem rök á fundi sínum með
stjórninni í gær. Þá mun hann ef-
laust leggja mikið upp úr því að
stjórnin semji við Pétur fyrir
helgi, því miðvallarleikmaðurinn
James O’Connor verður í banni á
laugardaginn, þegar Stoke, sem
er í þriðja sæti deildarinnar, tek-
ur á móti toppliði Brentford. ■
Hörð barátta í 1. deild
karla:
Haukar
mörðu sigur
handbolti Þrír leikir fóru fram í 1.
deild karla í handknattleik í gær.
Haukar mörðu sigur á nýliðum Sel-
foss, 29-28. Selfyssingar höfðu
frumkvæðið í leiknum lengst fram-
an af og höfðu yfir í hálfleik, 15-17,
en Haukar höfðu betur á lokamínút-
um. Haukar halda því enn toppsæti
deildarinnar og hafa þriggja stiga
forskot á næsta lið. Gömlu erkifj-
endurnir Víkingur og FH skildu
jöfn í Víkinni, bæði lið skoruðu 23
mörk. í Ásgarði tók Stjarnan á móti
ÍR og skildu liðin jöfn 21-21. ■
Viltu auka
viðskiptin?
Má bjóða þér
athygli 78% íbúa
höfuðborgar-
svæðisins?
Flokkaðar
auglýsingar
litlir
en öflugir
athygliskrókar!
Heilsa
Bílar
Námskeið
Sjá dæmi á bls. 23
(FRÍ;TTABl.AölÐ
Auglýsingasími:
515 7515
Maradona í góðu formi
Maradona er kominn til Argentínu frá Kúbu. Hann mætti tveimur tímum of seint á blaða-
mannafund vegna kveðjuleiks hans á laugardaginn. Landsliðstreyja númer 10 verður tekin úr
umferð eftir leikinn.
knattspyrna Knattspyrnugoðið
Diego Armando Maradona kom til
Argentínu í fyrradag, en á laugar-
daginn verður haldinn kveðjuleik-
ur honum til heiðurs á Bombonera
vellinum, heimavelli Boca Juniors.
Maradona, sem er 41 árs, sagði á
blaðamannafundi við komuna heim
að hann væri við hestaheilsu, en
undanfarna mánuði hefur hann
dvalið á Kúbu þar sem hann hefur
verið í meðferð vegna fíkniefna-
vanda sem hann hefur átt við að
etja.
Leikurinn á laugardaginn verð-
ur á milli argentínska landsliðsins,
eins og það er skipað í dag, og
heimsúrvalinu, en í því verða leik-
menn eins og Hristo Stoichkov, Car-
los Valderama, Enzo Francescoli,
Eric Cantona og Romario. Mardona
sagðist mjög stoltur yfir því að leik-
urinn skyldi vera haldinn honum til
heiðurs og lofaði því að hann myndi
leggja sig allan fram. Hann fékk
hjartaáfall í janúar á síðasta ári,
sem rekja mátti til eiturlyfjaneyslu
og í síðasta mánuði gekkst, undir
smávægilega aðgerð á hné. Þrátt
fyrir þetta sagðist hann vera í góðu
formi og tilbúinn að leika í 100 mín-
útur ef hann fengi það.
Á blaðamannafundinum í gær
þakkaði Maradona argentínska
knattspyrnusambandinu fyrir þá
ákvörðun að taka landsliðstreyju
númer 10 úr umferð eftir leikinn á
laugardaginn. Það verður gert til
heiðurs þessum besta knattspyrnu-
manni Argentínu fyrr og síðar, en
hann skoraði 34 mörk í 91 landsleik
frá 1977 til 1994.
Líkt og menn bjuggust við
mætti Maradona tveimur tímum of
seint á blaðamannafundinn. Hann
leit út fyrir að vera mjög ánægður
og yfirvegaður á fundinum, sem
stóð yfir í um klukkustund og
ræddi hann við blaðamenn um ým-
islegt. Auk knattspyrnu ræddi
hann um argentínska stjórnmála-
menn og stríðið í Afganistan. Þá
sendi hann baráttukveðjur til Car-
los Menem, fyrrverandi forseta
Argentínu og góðs vinar síns, en
hann situr nú í stofufangelsi vegna
ásakana um ólöglega vopnasölu.
Maradona óskaði argentinska
landsliðinu til hamningju með frá-
bæran árangur undanfarið, en það
hefur ekki tapað leik síðan í júlí og
er talið eitt allra sigurstrangleg-
asta liðið í Heimsmeistarakeppn-
inni í Japan og Suður-Kóreu á
næsta ári.
„Það er ekkert lið sem leikur
eins og Argentína gerir núna,“
sagði Maradona. „Þeir verða bara
að halda þessum stöðugleika fram
á næsta ár og þá verðum við mjög
sterkir á HM.“
Rúmlega fjögur ár eru síðan
Maradona lék síðast opinberan
leik, en það var með Boca Juniors
gegn River Plate í apríl 1997.
Nokkrum sinnum hefur verið
reynt að skipuleggja kveðjuleik
honum til heiðurs en vegna deilna
um tímasetningu og það hvernig
leikurinn ætti að vera var það ekki
fyrr en í ágúst sem það var loks
tókst.
Á 20 ára ferli varð Maradona
BREYTTUR MAÐUR
Maradona sendi baráttukveðjur til Carlos
Menem, fyrn/erandi forseta Argentínu og
góðs vinar síns, en hann situr nú í stofu-
fangelsi vegna ásakana um ólöglega
vopnasölu.
m.a. ítalskur og argentínskur deild-
armeistari og leiddi landsliðið til
sigurs á HM 1986. Á síðasta ári
kaus Alþjoðaknattspyrnusamband-
ið hann og Pele bestu knattspyrnu-
menn sögunnar. Þá gaf hann einnig
út ævisögu sína I am Diego, sem
varð metsölubók.
trausti@frettabladid.is
Patrick Vieira:
Zidane
freistar
knattspyrna Patrick Vieira, fran-
ski landsliðsmaðurinn hjá
Arsenal, segist vera spenntur að
spila við hlið landa síns Zinedine
Zidane hjá Real Madrid. Vieira
var orðaður vió spænska stór-
veldið í sumar og samkvæmt
fréttum frá Spáni er Zidane byrj-
aður að þrýsta á stjórn Madridar
liðsins á að gera tilboð í leik-
manninn.
„Hann [Zidane] er einstakur
leikmaður og ef hann fer fögrum
orðum um mig er það vegna þess
að hann líkar við leikstíl minn,“
sagði Vieira í samtali við dag-
blaðið Marca. Hann neitar því
ekki né játar hvort hann muni
patrick vieira
Hefur spilað stórkostlega á miðjunni með
Arsenal undanfarin ár. Hann er aðeins 25
ára og á því mikið eftir.
spila á Bernabeu leikvanginum á
næstu árum.
„Maður veit aldrei, af hverju
ekki? En nú er ég ekki að hugsa
um það, en svo gæti vel farið." ■
Leikmannamál:
Blomqvist
til Everton
knattspyrna Everton hefur mjög
óvænt samið við sænska kant-
manninn Jesper Blomqvist, sem
hefur verið hjá Man. Utd. síðan
1998. Blomqvist hefur verið frá
vegna meiðsla í tvö ár og rann
samningur hans við Man. Utd. út í
vor. Ilann hefur hins vegar fengið
að æfa með liðinu síðan þá til að
koma sér aftur í form.
Walter Smith, framkvæmda-
stjóri Everton, sagði að Alex
Ferguson, framkvæmdastjóri
Man. Utd., hefði gefið Blomqvist
góð meðmæli. Hann sagði að
samningurinn myndi gilda út
þetta tímabil og að með tilkomu
Blomqvist breikkaði leikmanna-
hópur Everton. Hann sagðist hafa
JESPER BLOMQVIST
Alex Ferguson mælti með Blomqvist við
Walter Smith.
trú á að Blomqvist ætti enn nóg
eftir, en að líklega þyrfti hann að
leika nokkra leiki með varaliðinu
til að koma sér í leikform. ■