Fréttablaðið - 08.11.2001, Blaðsíða 22
22
FRÉTTABLAÐIÐ
8. nóvember 2001 FIMMTUDAGUR
HRAÐSOÐIÐ
ÁRNI GUÐMUNDSSON
Þriðjungur
verslana brýt-
ur tóbakslögin
HVAÐ kom út úr síðustu könnun ykk-
ar um ólöglega tóbakssölu verslana i Hafnar-
firði til unglinga undír 18 ára aldri?
„Það eru 35% verslana sem selja
unglingum tóbak, eða 10-11 versl-
anir af öllum þeim 31 sem eru í
bænum. Þótt þetta sé alls ekki nógu
gott þá er þetta þó betri niðurstaða
en var þegar við hófum að kanna
þetta árið 1996. Þá voru 90-94%
verslana sem seldu unglingum undir
18 ára aldri tóbak. í þessum könnun-
um hefur komið fram að það eru
ákveðnar verslanir sem virða tó-
bakslögin algjörlega að vettugi á
meðan flestar þeirra eru að reyna að
fara eftir þeim.“
HVAÐ er til ráða?
„Með nýju lögunum verða verslun-
areigendur að sækja um tóbaksölu-
leyfi. Þótt við viljum ekki vera í
neinum lögguleik þá teljum við að
besta ráðið til að ráða bót á þessu sé
m.a .sú að fólk kæri þetta til lög-
reglu þegar það verður vitni að því
þegar verið sé að brjóta lögin á
þennan hátt. Við höfum hins vegar
með þessum könnunum verið að
vekja athygli á viðhorfinu og sýna
fram á að þetta sé enn fyrir hendi
þrátt fyrir lögin sem banna sölu á tó-
baki til unglinga undir 18 ára aldri.
Það er líka mjög hvimleitt að þurfa
að halda úti könnunum sem þessum
til margra ára til að fá fólk til að
virða lög. Það er mjög sérstætt. Þótt
þessi niðurstaða gefi til kynna að
ástand þessara mála sé einna best í
Hafnarfirði, þá tel ég að þetta sýni
að verslunin eigi langt í land til þess
að geta selt jafn viðkvæma vöru
eins og t.d. áfengi."
HVERNIG rökstyður þú það?
„Ég tel að ef verslunin getur ekki
farið eftir tóbaksvarnarlögunum, þá
er varla ástæða til að ætla að þeir
hinir sömu muni virða bann við
áfengissölu til þeirra sem ekki hafa
aldur til slíkra kaupa.“
VERÐUR þessum könnunum haldið
áfram?
„Já, það ætlum við að gera. Hins
vegar má segja að við ofurefli sé við
að etja þar sem eru þær auglýsingar
tóbaksiðnaðarins sem beinast að
unga fólkinu með aðstoð ýmsra fyr-
irmynda þess í tísku og kvikmynda-
heiminum."
Árni Guðmundsson er æskulýðs- og tóm-
stundafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar og formaður
Starfsmannafélags Hafnarfjarðar.
Arthur C. Clarke:
Hafnar ferð til Playboy set-
ursins fyrir borðtennis
sri lanka. ap Arthur C. Clarke til-
kynnti í fyrradag að hann ætlar
ekki að ferðast til Playboy seturs
Hugh Heffner í Los Angeles til að
vera viðstaddur verðlaunaafhend-
ingu Arthur C. Clarke verðlaun-
anna. Þau er veitt fólki, sem þykir
hafa skarað fram úr í sjónvarps-
þátta- og kvikmyndagerð.
„Ég mun auðvitað sakna vina
minna. Löng ferðalög eru hins-
vegar út úr myndinni hjá mér,“
sagði Clarke, sem er orðinn 83 ára
gamall. Hann hefur verið ötull í
skrifum í langan tíma en er hvað
þekktastur fyrir söguna að 2001:
A Space Oddyssey, sem Stanley
Kubrick kvikmyndaði árið 1969.
Myndin verður sýnd á Kvik-
myndahátíð í Reykjavík.
Clarke er í hjólastól vegna
fylgikvilla mænusóttar, sem hann
fékk árið 1959. „Ég vil láta lítið á
mér bera og hafa nægan tíma af-
lögu til að hlusta á góða tónlist og
spila borðtennis. Stundum finnst
mér ég vinna allt of mikið.“
Verðlaunin verða veitt í kvöld-
verðarboði 15. nóvember. Skipu-
leggjendur hjá Frumkvöðlastofn-
un geimvísinda segja að leikstjór-
inn James Cameron og leikarinn
Tom Hanks verði umsjónarmenn
kvöldsins og að geimfararnir
Buzz Aldrin og Jim Lovell ætli að
mæta.
Þó að Clarke sitji heima á Sri
Lanka ætlar hann samt að reyna
að koma á gervihnattasambandi
við samkomuna í Los Angeles,
bæði til að ávarpa hana og fylgj-
ast með framgangi mála. ■
Ætlar ekki að snæða með geimförum og
öðrum framémönnum á Arthur C. Clarke
verðlaunaafhendingunni í Los Angeles, er í
góðu yfirlæti á Sri Lanka.
FRÉTTIR AF FÓLKI
Iþróttadeild Deiglunnar.com
finnst árangur Atla Eðvalds-
sonar, landliðsþjálfara vera
ásættanlegur,
miðað við að hann
hafi einungis ver-
ið ráðinn í hluta-
starf á sínum
tíma. „Að lokinni
riðlakeppni EM í
haust lá Atli undir
ámæli og dráttur
varð á að gengið
yrði frá endurráðningunni. Ár-
angur Atla við stjórn liðsins er
hins vegar fullkomlega ásættan-
legur þegar haft er í huga að Atli
var á sínum tíma ráðinn til að
sinna starfi landsliðsþjálfara í
hlutastarfi. Það er auðvitað ekki
hægt að ætlast til þess, að maður
í hlutastarfi kynni sér ástand
leikmanna sem eru atvinnumenn
erlendis eða rannsaki leik and-
stæðinga landsliðsins fyrirfram.
Það er einfaldlega ekki það sem
hann fær borgað fyrir að gera,“
segir í fréttinni.
Tónlistarkennarar eru í verk-
falli þessa dagana og margir
nemendur um land allt sem verða
af tónlistarnámi þessa dagana.
Svo er þó ekki um grunnskóla-
nemendur í fjórða bekk á ísafirði
og í Bolungarvík. Þar læra nem-
endur þessa dagana á klarinett og
kornett undir handleiðslu tónlist-
armannanna Guðmundar Nordal
og Tómasar Guðna Eggertssonar
að því er greinir frá á fréttavef
Bæjarins besta. í Grunnskólanum
á ísafirði er námið valfrjálst en í
grunnskólanum í Bolungarvík er
kennslan hins vegar hluti af
skipulögðu skólastarfi. Kennt
verður fram á vorið en eftir það
eiga börnin möguleika á að æfa
með skólahljómsveit og eins geta
þau haldið náminu áfram í tón-
listarskólunum. „Markmiðið er að
börnin kynnist blásturshljóðfær-
um og fá innsýn í lúðrasveita-
starf,“ segir í fréttinni. Gera má
því skóna að þeir Guðmundur og
Tómas hafi ráðið sig sem grunn-
skólakennara, en tónlistarskóla-
kennarar eru nú með mun lægri
laun en þeir.
Ragnar Óskarsson bæjarfull-
trúi Vestmannaeyjalistans
mun ekki gefa ekki kost á sér við
bæjarstjórnarkosningarnar
næsta vor. Ragnar sagðist vera
búinn að vera í bæjarstjórn nær
óslitið frá 1978 og þessi ákvörðun
var tekin í sátt og samráði við
hans stuðningsmenn segir á
fréttavef Eyjafrétta.
Kaldir stjórnmálmenn á lista
Kremlverja eru allir úr
Sjálfstæðisflokknum, þar fer
fyrstur forsætisráðherra, Davíð
Oddsson „stjórnmálamaður á út-
leið. Á enn eftir að tapa kosning-
um og tölfræðin segir okkur að
nú styttist í það. Verður líklega
stunginn í bakið af Framsóknar-
flokknum eftir næstu kosningar
og endar sinn feril sem geðvond-
ur stjórnarandstæðingur," segja
Kremlverjara. Hinir sem þykja
kaldir eru Árni M. Mathiesen
„þjóðin hætt að hafa áhuga á
Með minnispunkta
á handarbaki
Veturinn er genginn í garð og tími til kominn að setja vetrardekkin
undir. Asgeir Gíslason hefur verið í bransanum í sautján ár og segir
Islendinga þurfa smá skot til að koma sér á vetrardekkin.
ÁSGEIR GÍSLASON
Hefur rekið hjólbarðaverkstæði Sigurjóns í 17 ár. Aðspurður hvort það hafi ekki hvarfl-
að að honum að skipta um nafn sagði hann. „Nei, þetta er ágætis nafn. Sigurjón var
sjálfur búinn að vera lengi í þessu svo það er ágætt að halda bara nafninu."
fólk „Það er búið að vera mjög
mikið að gera síðustu daga og í
raun í allt haust,“ segir Asgeir,
sem rekið hefur Hjólbarðar-
verkstæði Sigurjóns við Hátún
2a, síðastliðin 17 ár. Hann segir
íslendinga hafa verið nokkuð
tímanlega í að skipta um dekk í
ár miðað við oft áður.
„Það var töluvert af fólki
búið að skipta áður en þetta fór í
gang fyrir alvöru. Það koma
hálka þarna fyrir nokkrum vik-
um, einn laugardag, og þá fór
þetta í gang. En þetta var byrjað
að hjaðna þegar frostið kom fyr-
ir alvöru."
„íslendingar verða alltaf að
fá smá skot til að koma sér af
stað en það er alveg eðlilegt því
það er ekki gaman að berja á
nöglum."
Samkvæmt lögum má setja
nagladekkinn undir bílinn þann
31. október en þau verða að vera
farin af 15. apríl.
„Það er öruggara að vera tím-
anlega og menn eru kannski dá-
lítið seinir á dekkin en kannski
af þeim líka,“ segir Ásgeir.
Hann er með um tíu manns í
vinnu, að hluta til skólafólk, en
það er helmingi fleiri en í venju-
legum mánuð. Hann segir það
léttara að fá mannskap til vinnu
nú en oft áður en honum veitir
ekki af því álagið er mikið.
„Þetta hefur sýnilega gengið
mjög vel í dag [þriðjudag] en við
afgreiddum 182 bíla en 140 dag-
inn á undan.“
Ásgeir segir það taka mis-
langan tíma að skipta um dekk á
bílum, það fari eftir því hvort
um jeppa eða fólksbíl sé að
ræða, eða hvort bíllinn sé á
álfelgum eða ei.
„Bílarnir eru miserfiðir og
þegar þarf að líma lóðin á
álfelgur þá tekur það lengri
tíma en venjulegar stálfelgur.
Maður verður að gefa sér tíma
í þetta. Svo fer það líka eftir
því hvort það komi mikið af
jeppum, því þá minnka af-
köstin."
Það er margt sem þarf að
muna þegar fjöldi viðskiptavina
er slíkur og rak blaðamaður
augu í að Ásgeir hripar minnisp-
unkta á handarbak sér.
„Það kemur fyrir að ég skrifi
á handarbakið á mér en það er
þeir hlutir sem ég vil alls ekki
gleyma," segir Ásgeir en bætir
við hlæjandi.
„Það þurrkaðist að vísu smá
út fyrir nokkrum dögum en ég
gat, sem betur fer, rifjað það
aftur upp.“
Hann segist ekki hafa boðið
upp á loftbóludekkin svokölluðu
og velur sjálfur nagladekin fyr-
ir íslenskan vetur. Hann segir þó
lítin mun vera á dekkjunum.
„Þetta er allt ágætt- ágætis
viðbót í flóruna. „
kristjan@frettab!adid.is
sjávarútvegsmálunum og engir
nema vinalausustu kverúlantarn-
ir gefa sig á tal við hann. Þeir
eru að vísu allir
trylltir yfir að-
gerðum Árna og
munu ekki hætta
fyrr en síðustu
leifar strákslega
gaflaraglottsins
hafa verið þurrk-
aðar af andliti
og allt,“ Inga
Jóna Þórðardóttir „verður borg-
arstjóri þegar síðasti Reykvík-
ingurinn deyr úr miltisbrandi. Ef
Sjálfstæðismenn ætla að vinna
borgina, þá verða þeir að skipta
henni út fyrir bara einhvern
annan. T.d. Albert Jensen vel-
vakanda," og Árni Johnsen,
„mun líklega ekki ná mómentum
fyrir kommbakki bak við lás og
slá.“