Fréttablaðið - 30.11.2001, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 30.11.2001, Blaðsíða 8
ifi.___________ -“r^i.Tr:?r -4K<t*VHJTífo FRETTABLAÐIÐ 30. nóvember 2001 FÖSTUDAGUR Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna: Tilraunir gerðar með eldflauga- varnarkerfi WASHiNCTON.flP Varnarmálaráðu- neyti Bandaríkjanna ætlar að gera tilraunir með eldfaugavarnarkerfi sitt á morgun með því að reyna að skjóta gervi-kjarnaodd úr loftinu með annarri eldflaug, að því er ráðamenn í Pentagon segja. Áætl- að var að gera tilraunirnar þann 24. október sl. en því þurfti að fres- ta vegna tæknilegra örðugleika. Bandarískir ráðamenn segja að til- raunirnar muni verða innan tak- markana eldflaugavarnarsamn- ings Bandaríkjanna og Rússa sem undirritaður var árið 1972. ■ Samtök áhugafólks um velferð fatlaðra á Sólheimum: Stolt af þ ví að vera rekin af Sólheimum sólheimar Fyrrum starfsmenn Sólheima komu saman síðastliðið þriðjudagskvöld og stofnuðu með sér grasrótarsamtök áhugafólks um velferð fatlaðra á Sólheimum. Á fundinum skráðu sig tuttugu og tveir stofnfélagar. Rut Gunnars- dóttur, talsmaður samtakanna, segir samtökin stofnuð í kjölfar umræðunnar um Sólheima og séu þau hugsuð til að vekja athygli á því sem þar fer fram. „Við ætlum ekki endilega að einblína á hvern- ig fjármagninu er varið á Sól- heimum, því að við treystum Rík- isendurskoðun til að sjá um þau mál, heldur eru við meira að hugsa um það er varðar mannlega þáttinn." Rut segir miklar umræð- ur hafa spunnist á fundinum og væri mikill hiti og reiði í fólki. „Til marks um ástandið á Sólheim- um mætti á fundinn fólk sem hafði unnið þar fyrir tíu árum og er ennþá reitt út í starfsemina. Á fundinum kom fram óhefðbund- inn hugsunargangur sem lýsti sér í því að fólk var ákaflega stolt af því að hafa verið rekið af Sólheim- um sem beri vott um að það hafi ekki gefist upp of fljótt og sam- lagast því sem þar gekk á.“ Rut segir ýmis málefni á lista hjá samtökunum um kjör fatlaðra á Sólheimum sem ætlunin sé að vekja athygli á og skapa þar með SÓLHEIMAR Fyrrverandi starfsmenn Sólheima hafa stofnað með sér samtök um málefni Sól- heima. umræðu. Hún segir mikla vinnu framundan og von sé á ályktun frá samtökunum. ■ Gostgo-póstlistinn: Nokkrir kæra fjÁRPRÁttur Nokkrir þeirra sem keyptu Costgo-póstlistann hafa lagt fram kæru á hendur Goða Jó- hanni Gunnarssyni fyrir fjárdrátt. Sem kunnugt er fékk fólk póstlist- ann aldrei í hendurnar þrátt fyrir að greiða fyrir hann. Skömmu síð- ar auglýsti Goði að hann myndi endurgreiða þeim féð sem þess óskuðu en Fréttablaðið hefur haft spurnir af fólki sem hefur ekki fengið greitt þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. í dag verður framhald aðalmeð- ferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli á hendur Goða þar sem hann er ásakaður um 500.000 króna fjár- drátt úr sjóðum húsfélags. ■ Danir eftir Schengen: Kaupa vínið í útlöndum panmörk Frá því að Schengen samstarfið hófst í lok mars hafa Danir aukið verulega verslun sína í Þýskalandi. Samkvæmt nýrri könnun sem gerð hefur verið í Danmörku kemur í ljós að ríflega helmingur þess sterkvíns sem Danir drekka er keypt í fríhöfn eða í öðru landi. Aukning þessara viðskipta hefur verið stöðug frá því að samstarfið hófst og eru kaupmenn í Danmörku orðnir ugg- andi yfir ástandinu. Þeir gera kröf- ur um að þeir sitji við sama borð og kollegar þeirra í Þýskalandi. ■ | FRÉTTASKÝRING | Skipinu hefur verið snúið ’ Borgarstjóri Reykjavíkur segir R-listann loks hafa snúið þunglamalegu skipi borgarkerfisins á rétt- an kúrs aukinna lífsgæða í borginni. Sum nauðsynjaverk njóti hvorki skilnings né vinsælda í núinu en að hlutverk stjórnmálamanna sé að afla þeim stuðnings. sveitarstjórnir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sagði í ræðu sem hún flutti á fundi borgar- stjórnar í gær að tekist hefði að snúa þungu skipi stjórnkerfisins í borginni. „Það siglir eftir okkar kúrs, í samræmi við skilgreind markmið og stefnu sem hefur það að leiðarljósi að auka lífsgæði í borginni,“ sagði hún, þegar hún mælti fyrir frum- varpi til fjárhagsá- ætlunar næsta árs. Ingibjörg Sólrún sagði ótrúlegt að að- eins fyrir fimm eða sex árum hafa eng- ar leiðir virst finn- anlegar til að takast á við stjórn- lausa útgjaldaþenslu borgarinnar sem hafi verið úr öllum takti við tekjurnar. Nú væri skýrt að það væru tekjurnar sem mörkuðu út- gjöldin og þeim var hagað í sam- ræmi við forgangsröðun byggða á skýrum markmiðum. Borgarstjórinn sagði að þó út- gjöld opinberra aðila færu oft úr böndum á kosningaári væri það Þetta þýðir að á sama tíma og skuldir borgarsjóðs hafa lækkað um 4,3 millj- arða hafa skuldir fyrir- tækja borgar- innar hækkað um 16,9 millj- arða. ingibjörg sólrún gIsladóttir Borgarstjórinn i Reykjavík sagði að málsvarar ríkisstjórnarinnar ættu fremur að líta sér nær en að hnýta í Reykjavíkurborg fyrir þenslu og fjármálastjórn. ekki raunin hjá Reykjavíkurlistan- um, sem legði áherslu á ábyrga fjármálastjórnun. Hún sagði jafn- framt að gleðilegt væri að meðal stjórnenda borginnar væri fullur stuðningur við öguð vinnubrögð sem fælust í breyttum leikreglum fjárhagsáætlunar borgarinnar. Að sögn Ingibjargar Sólrúnar heyra aukafjárveitingar til að mæta framúrakstri einstakra mála* ( flokka sögunni til. Þær séu nú nær eingöngu bundnar við útgjöld sem verða til eftir samþykkt fjárhagsá- ætlunar, t.d. vegna kjarasamningá. Hún minnti af þessu tilefni á hefð- bundin fjáraukalög Alþingis sem nú eru til umfjöllunar og skaut föst- um skotum á ríkisvaldið: „Ákvarðanir um útgjöld, sem ríkisstjórn hefur stofnað til, koma iðulega til kasta þingsins mörgum árum eftir að til útgjalda var stofn- að. Að auki virðist það lenska á mörgum sviðum ríkisrekstrarins að horfast hvorki í augu við út- gjaldaþörfina í fjárlögum né takast á við niðurskurð þjónustu til að rekstur rúmist innan fjárheimilda. Því er ár eftir ár tekið á málum með viðbótarfjárveitingum í fjár- aukalögum. Finnst manni oft sem málsvarar ríkisvaldsins megi líta sjálfum sér nær þegar þeir hnýta í sveitarstjórnir og einkum Reykja- víkurborg fyrir fjármálastjórnún og þenslu," sagði borgarstjórinn. I fjárhagsáætluninni sem var til fyrstu umræðu í borgarstjórn í gær kemur m.a. fram að á núgildandi verðlagi muni skuldir borgarsjóðs sem slíks hafa lækkað úr 18,2 millj- SOISIV sefcrið / Appie búðin Skoitunnl 17 • Sími 550 4000 * www.aty.is □ngHkrá: 1 1:30 EZ-DV fyr-ír PC í SONY secri 12:30 iMlovie í Appli: bóöínní 13:30 EZ-DV fyrir PC í SOMY setri 14:30 iMovie í Apple búöinni Panasomc NV-OS2B Stafrsen myndbandsupptokuvel □ V-Studio fylgir Kr. i uS.SuP Kr. 39.900 klippa Kynning á EZ-DV fyrir PC og iMovie fynin Apple á rmorgun laugandag Moitlö timanlegíi • Tmkmarkaöur sætafjafdi Ekkert þótttökugjnlcJ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.