Fréttablaðið - 30.11.2001, Blaðsíða 12
12
FRÉTTABLAÐIÐ
30. nóvember 2001 FÖSTUDACUR
Lítið af tvö þúsund
króna seðlum í umferð
Landsbyggð og
höfuðborg:
Tekjumun-
ur eykst
tekiupróun í fyrra voru tekjur á
höfuðborgarsvæðinu tíu prósent
hærri en á landsbyggðinni. í Hag-
vísum Þjóðhagsstofnunar kemur
fram að fyrir fimm árum voru
tekjur á milli þessara landsvæða
svipaðar. Einnig hefur munur á
tekjum í nágrannasveitarfélögum
höfuðborgarinnar og landsbyggð-
arinnar aukist. Þjóðhagsstofnun
segir þessa þróun endurspegla
minni fiskveiðiheimildir og minni
framleiðslu í hefðbundum grein-
um landbúnaðar annars vegar og
vöxt þjónustugreina hins vegar. ■
peningamál Seðlabankinn setti nýj-
an tvö þúsund króna seðil í umferð
árið 1995. Samkvæmt Seðlabankan-
um eru um 3,2 prósent af öllum
seðlum, sem eru í umferð utan
Seðlabankans, í tvö þúsund króna
seðlum.
Starfsmenn'Seðlabankans segja,
aðspurðir um af hverju svo lítið af
tvö þúsund króna seðlum séu í um-
ferð, að hraðbankar á íslandi gæfu
ekki þessa seðla til fólks sem tækju
Peningaútgáfa Seðlabankans:
út pening. Ein helsta leiðin til að
koma seðlum í umferð sé í gegnum
hraðbanka þar sem kortanotkun sé
almenn og þegar fólk vanti reiðufé
sækir það seðla í hraðbanka. Bank-
arnir séu hins vegar ekki þannig
forritaðir að þeir greiði fólki tvö
þúsund króna seðla og bankar og
sparisjóðir hafi ekki séð ástæðu til
að breyta kerfinu þannig að það sé
mögulegt.
Svo gæti farið að Seðlabankinn
HLUTFALL AF TVÖ ÞÚSUND
KRÓNA SEÐLUM í UMFERÐ
1995 4,9%
1996 6,0%
1997 5,4%
1998 3,3%
1999 2,8%
2000 2,5%
2001 (okt.) 3,2%
vildi auka hlutfall seðlanna í um-
ferð en það væri ákvörðun yfir-
PENINGAÚTGÁFA SEÐLABANKANS
Seðlabankinn hefur einkaleyfi á peninga-
prentun á íslandi.
stjórnar bankans sem og útfærslan.
Fréttablaðið fékk ekki upplýs-
ingar frá stofnuninni um ástæður
þess að taka upp þennan greiðslu-
seðil eftir að fimm þúsund króna
seðill var kominn í umferð. ■
Handboltamaður leggur KA í dómssal:
Dani fær launin
en borgar úlpu
dómsmál Héraðsdómur Norður-
lands eystra hefur dæmt KA til að
greiða dönskum handknattleiks-
manni jafnvirði 400 þúsund króna
sem eru eins mánaðar laun sem
hann á inni hjá félaginu.
Bo Halskov Stage hóf að leika
með KA í ágúst 1999 er hann hafði
gert samning við félagið fyrir tvö
komandi leiktímabil.
Umsamin mánaðarlaun Stage
voru að núvirði um 400 þúsund
krónur og útvegaði KA honum
vinnu á leikskóla samhliða hand-
knattleiksiðkuninni. Launin sem
Stage fékk fyrir vinnuna á leikskól-
anum komu til frádráttar greiðsl-
unni frá KA.
Stage sagði upp samningnum við
KA 12. janúar 2000 og gekk gekk í
raðir spænska liðsins Cuidad Real í
byrjun mars. Hann fékk ekki laun
frá KA fyrir febrúarmánuð þrátt
fyrir að hafa þá verið til taks fyrir
KA. KA bar því við samkomulagi
um að Stage fengi að losna undan
samningi við félagið til að fara til
Spánar gegn því að hann þægi ekki
frekari laun þó hann væri um hríð
áfram hjá liðinu. Þessu mótmælti
Stage og héraðsdómur taldi ósann-
að að slíkt samkomulag hefði verið
gert. Héraðsdómur taldi hins vegar
sannað að Stage hefði ekki skilað
úlpu sem hann fékk að láni hjá KA
og getur félagið því haldið eftir 18
þúsund krónum af launum leik-
mannsins vegna hennar. ■
Blómálfurinn kominn
í rokkandi jólabúning
Blómálfurinn • Vesturgötu 4
Lagersala - Lagersala
Lagersalan við hliðina á Rafha húsinu, Lækjargötu 30.
Mikið úrval af gjafa- og jólavörum.
Opið frá og með föstudaginn 30. nóv. alla daga
frá kl. 11.00 - 18.00 fram að jólum.
Nýjar vörur daglega.
Þráðlaus tölvumús kr. 2.000.» Úlpur kr. 1.900.»
Skartgripir frá kr. 50.- til kr. 300.» Snyrtivörur kr. 50.»
Skór kr. 400.- til 800.» Fatnaður kr 300.- til 1.500.-
Vídeóspólur nýjar og notaðar eitt verð kr. 300.-
Upplýsingar í síma 869 8171
Utanríkisráðherra áréttar stuðning við sjálfstætt ríki Palestínu:
An breytinga á EES ógnar
stækkun ESB mörkuðum
alþingi „Ég á erfitt með að færa
rök fyrir því að Alþingi samþykki
aukin framlög í þróunarsjóð
vegna stækkunarinnar, ef stækk-
unin skerðir markaðsaðgang okk-
ar og tækifæri í milliríkjavið-
skiptum", sagði Halldór Ásgríms-
son á þingi í gær þegar hann flut-
ti skýrslu sína um utanríkismál.
Halldór sagði að verði EES-
samningurinn ekki endurskoðað-
ur sé hætt við að markaðsaðgang-
ur fyrir sjávarútvegsafurðir
verði slakari eftir stækkun ESB
en nú er þar sem fríverslunar-
samningar við ný aðildarríki falla
niður og óhagstæðari tollameð-
ferð EES-samningsins tekur við.
Við síðustu stækkun ESB hafi ís-
land reyndar fengið tollfrjálsa
innflutningskvóta miðaða við við-
skiptareynslu en slíkt skilaði litlu
nú þar sem markaðshlutdeild ís-
lendinga væri lítil í væntanlegum
aðildarríkjum. Hann sagði að
formlega hafi ver-
ið farið fram á það
við ESB að EES-
samningurinn
yrði endurskoðað-
ur en ráða megi af
viðbrögðum ESB
að sá róður verði
þungur.
Utanríkisráð-
herra sagði gildis-
töku evrunnar
geta raskað sam-
keppnisstöðu ESB
og EFTA frá því
sem EES-samn-
ingurinn tryggði og áhrifin hér á
landi jgeta orðið töluverð. Hann
sagði Islendinga ekki vera að falla
á tíma í þessu efni en nauðsynlegt
að staðan verði skoðuð vandlega
af þeim sem eiga hagsmuna að
gæta.
Baráttan gegn hryðjuverkum
virðist hafa skapað grundvöll til
HALLDÓR
Áhersla á sókn á
nýjum mörkuðum
og sagði utanrík-
isþjónustuna mik-
ilvægan aðila á
því sviði.
lausna á erfiðum deilum sagði
Halldór og vísaði þar til góðs sam-
starfs Rússa og NATO. Annað má
sem þyrfti að taka á væri ófriður-
inn í miðausturlöndum. Þar sagði
hann alþjóðasamfélagið verða að
beita sér til að leysa deilur ísraela
og Palestínumanna. Sú lausn yrði
m.a. að byggja á sjálfstæðu ríki
Palestínumanna og því að öryggi
ísraela yrði tryggt innan alþjóð-
lega viðurkenndra landamæra.
binni@frettabladid.is
Atvinnurekendur og launafólk:
Samræmdur vilji
gegn verðbólgu
efnahagslíf Forystumenn heildar-
samtaka atvinnulífs og launafólks á
almennum vinnumarkaði eru sam-
mála um að reyna að vinna að því
að sá stöðugleiki sem kjarasamn-
ingarnir eiga að verja geti haldist.
Til að svo geti orðið þarf m.a. að
lækka verðbólgu og ná niður vöxt-
um. í þeirri glímu þurfa allir að
leggjast á árarnar, ríkisvald og aðil-
ar vinnumarkaðarins. Hvort það
verði kallað þjóðarsátt eða eitthvað
annað er ekki aðalatriðið heldur
hitt að samstaða verði um aðgerðir
sem skila árangri.
Grétar Þorsteinsson forseti ASÍ
segir að ástandið sé þegar orðið
háskalegt ,enda sé verðbólga farin
að bitna alvarlega á afkomu fólks.
Ástæðan sé einkum sú þriðjungs
lækkun sem orðið hefur á gengi
krónunnar. Hann telur að það sé
æði mikið á sig leggjandi til að ráð-
ast gegn verðbólgunni og áhrifum
GRÉTAR ARI EDWALD
ÞORSTEINSSON FRAMKVÆMDA-
FORSETI ASÍ STJÓRI SA
Segir ástandíð orð-
ið háskalegt
Segist vonast eftir
góðu samstarfi við
stjórnvöld
hennar. Boðað hefur verið til fund-
ar um málið meðal allra formanna
aðildarfélaga ASÍ10. desember n.k.
Ari Edwald framkvæmdastjóri
Samtaka atvinnulífsins segist von-
ast til að gott samstarf geti orðið
við stjórnvöld, auk þess sem þeir
hafa verið í reglulegu sambandi við
ASÍ í allt haust. ■
Skrúfjárn
f Kíttisprautur
Brotvélar
Lyklasett
Verkfæri
Juðarar
Hæðarmælir
Tappar mm
Opið alla helgina
Smiðjuvegi 5 | 200 Kópavogur | Sími 544 20201 www.hrim.is | hrim@vortex.is
Háþrýstidælui