Fréttablaðið - 30.11.2001, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 30. nóvember 2001
Formaður UMFÍ um fjárveitingar:
Harmar viðbrögð forseta ÍSÍ
ÍÞRÓTTflHREYFINCAR Björn B. JÓnS-
son, formaður Ungmennafélags
íslands (UMFÍ) segist harma og
undrast viðbrögð Ellerts B.
Schram, forseta Iþróttasambands
fslands (ÍSÍ), við tillögum fjár-
laganefndar þingsins um 25 millj-
ón króna viðbótarfjárveitingu til
handa UMFÍ. Ellert mótmælti
fjárveitingunni í bréfi til þing-
manna. Björn segir sum orða Ell-
erts ekki eiga við rök að styðjast,
t.a.m. hafi UMFÍ ekki verið boðið
samstarf um rekstur þjónustumið;
stöðva eða ÍSÍ skammtað UMFÍ
peninga. „Ég hefði frekar viljað
sjá fyrirsögnina: ÍSÍ fagnar stuðn-
ingi við æskulýðsstarf á íslandi,"
sagði Björn. „Það hafa reyndar
ekki verið mikil samskipti milli
UMFÍ og ÍSÍ síðustu misserin. Ég
vissi ekki annað en að af þeirra
hálfu, sem okkar, væri mikill vilji
til að stórauka samstarfið milli
hreyfinganna." Björn sagði ekki
stefnt að sameiningu samtakanna
og benti á niðurstöðu nýlegrar
skýrslu ÍSÍ um að ekki væri vilji
til þess. „Að okkar hálfu fögnum
við auknum fjárframlögum, bæði
til handa ÍSÍ og UMFÍ,“ sagði hann
og bætti við að næðu tillögur fjár-
laganefndar fram að ganga yrðu
heildarframlög til UMFÍ 42 millj-
ónir á næsta ári meðan framlög til
ÍSÍ nema tæpum 85 milljónum.
Framlög til hvors aðila eiga að
hækka um 25 milljónir. ■
Grafarvogsbörn sögð vera hálfdrættingar í tónskóla-
styrkjum:
Askorun um að styrkja
Tónskóla Hörpunnar
SKÓLAMflL Hverfanefnd Grafarvog
segir verulega hallað á börn í hverf-
inu varðandi möguleika til
niðurgreidds tónlistar-
náms. Aðeins 12% barna
hverfisins njóti slík náms
þegar það ætti að eiga við
um 21% barnanna ef jafn-
ræði væri milli þeirra og
annarra barna í borginni.
Hverfanefndin skorar
því á fræðsluráð Reykja-
víkur að jafna möguleika
grunnskólabarna að þessu
leyti og skorar á ráðið að
fara að úrskurði samkeppn-
isráðs og endurskoða tafar-
laust synjun sína á styrk til
Tónskóla Hörpunnar, en
hann er í Grafarrvogi.
KJARTAN EGG-
ERTSSON
Eigandi Tónskóla
Hörpunnar hefur
fengið stuðning
frá hverfanefnd
Grafarvogs i bar-
áttunni fyrir að
njóta styrkja úr
borgarsjóði.
stuðning og úrskurð samkeppnis-
ráðs um að borgin mismuni tónlist-
arskólum hefur borgin ekki
gert neinar úrbætur," segir
hverfanefndin, sem telur
Grafarvogsbúa ekki eiga að
líða fyrir þunglamalegt
kerfi.
Sigrún Magnúsdóttir,
formaður fræðsluráðs, seg-
ir áskorunina verða tekna
fyrir fundi ráðsins á mánu-
dag og tekur ekki afstöðu til
hennar að svo stöddu. „En
það er ekki rétt að 21%
grunnskólabarna njóti tón-
listarfræðslu í Reykjavík al-
mennt. Það þarf að skoða
styrkina í heild og í nýjum
kjarasamningi tómlistarkennara
„Þrátt fyrir ítrekaðar óskir um felast ýmis tækifæri." |
Langur laugardagur
20% afsldttur
Laugavegi 83 • Sími 562 3244
MESSAGE
Cinde^ella
j SANYO ryksuga 1 8.995 kr. ■Hl WIRLPOOL veggofn
1 PHILIPS blandari 109.995 kr.
1 400 W 3.995 kr.
Heimilistæki
SÆTÚNI 8 • SÍMI 569 1500
umboðsmenn um land allt
Opið laugardag frá kl. 10 til 16
Virka daga frá kl. 10 til 19.