Fréttablaðið - 30.11.2001, Blaðsíða 10
10
FRÉTTABLAÐIÐ
í Rí í fABI.AOIÐ
Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf.
Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson
Fréttastjórar: Pétur Gunnarsson
og Sigurjón M. Egilsson
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing:
Þverholti 9, 105 Reykjavik
Aðalsími: 515 75 00
Símbréf á fréttadeild: 515 75 06
Rafpóstur: ritstjom@frettabladid.is
Slmbréf á auglýsingadeild: 515 75 16
Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is
Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf.
Plötugerð: ÍP-prentþjónustan ehf.
Prentun: Isafoldarprentsmiðja hf.
Fréttaþjónusta á Netinu: Vísir.is
Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf-
uðborgarsvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn
greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni
blaðsins (stafrænu formi og (gagnabönkum
án endurgjalds.
Hann Pétur sagði...
alþingi Pétur Blöndal, þingmaður
Sjálfstæðisflokks, sagði í útvarpi í
gær að Alþingi íslendinga hefði, á
einhverjum tíma, afsalað sér
___4___ völdum, sem með
réttu ættu að vera
mikil. Nú væri svo
komið fyrir þing-
inu og þingmönn-
um að þar er farið
Sé mat Péturs
rétt er staðan
alvarleg.
—♦—
yfir lagafrumvörp sem eru unnin
út í bæ. Hann orðaði þetta svo að
þingmenn væru einhvers konar
endurskoðendur. Það væri nánast
það eina sem gert er í húsinu við
Austurvöll, það er að segja af
þeim hluta starfsins sem lýtur að
lagasetningu: Hinn almenni borg-
ari hefur svo sem lengi sagt að Al-
þingi sé afgreiðslustofnun og ein-
hvern tíma hefur Pétur sagt þetta
áður. En sem sagt - þetta er staðan
að mati Péturs.
Það er annað sem Pétur sagði
og er eflaust rétt. Hann sagði
þingmenn vera upptekna af því að
veita milljónum hingað og þang-
að. Það verkefni getur greinilega
tekið svo hug þeirra að þeir láti
hitt yfir sig ganga. Forsætisráð-
herra hefur sagt út í bæ, ekki á Al-
þingi, að til standi að skera fjár-
lagafrumvarpið niður svo nemi
milljörðum. Þingmenn stjórnar-
flokkanna hafa lítið sem ekkert
fengið að vita um hvar á að skera
niður. Meira að segja þingmenn í
fjárlaganefnd þurftu að bíða dög-
MáLmannd
Sigurjón M. Egilsson
skrifar um Alþingi
um saman áður en þeir fengu að
vita hvar á að skera niður. Þegar
þeim verður tilkynnt um niður-
skurðinn samþykkja þeir hann og
staðfesta um leið það sem Pétur
Blöndal, einn úr þeirra hópi hefur
sagt, að þingmenn eru valdalausir.
'Ikúlega má segja, þó að völd
Alþingis hafi horfið eða tak-
markast verulega, að þingmenn
hafa áhrif með störfum sínum.
Hitt er annað að það er nauðsyn
fyrir alla að vegur Alþingis vaxi
30. nóvember 2001 FÖSTUDAGUR
og það nái þeim sóma sem því ber.
Sé mat Péturs rétt er staðan al-
varleg og ábyrgð þeirra sem
henni valda er mikil. ■
Ef þú framvísar kortínu
tíu sinnum á tímabilinu
20.nóv. til 23.des. áttu tíu
„miða" i pottinum á
Þorláksmessu__________
Þú safnar hjá okkur...
Viðræður um framtíð Afganistans mjakast áfram:
Norðurbandalagið ekki
andvígt alþjóðlegum her
köningswinter. ap Norðurbanda-
lagið í Afganistan ætlar ekki að
leggjast gegn því að alþjóðlegt
herlið verði staðsett í Afganist-
an til þess að gæta friðar þar
meðan bráðabirgðastjórn er í
landinu.
„Afstaða okkar er sú, að þeg-
ar bráðabirgðastjórn hefur verið
komið á, og þörfin fyrir alþjóð-
legt herlið er óhjákvæmileg, þá
erum við ekki andvígir því að al-
þjóðlegt herlið komi til lands-
ins,“ sagði Younus Qanooni, leið-
togi samninganefndar Norður-
bandalagsins á ráðstefnunni um
framtíð Afganistans í Königs-
winter í Þýskalandi.
Hins vegar ítrekaði hann þá
afstöðu Norðurbandalagsins að
ekki væri þörf á alþjóðlegu her-
liði núna, vegna þess að liðs-
menn Norðurbandalagsins sjái
sem stendur um að gæta öryggis
í landinu.
Tveir stærstu hóparnir á ráð-
stefnunni, þ.e.a.s. Norðurbanda-
lagið í Afganistan og fulltrúar
fyrrverandi konungs landsins,
hafa auk þess komið sér saman
um að mynda bráðabirgðastjórn
þangað til þjóðarráð allra helstu
BROSMILDIR SAMNINGAMENN
Javid Kuhestani og Samiullah Safi, tveir
fulltrúanna á viðræðufundunum afgönsku
hópanna ræðast við í anddyri hótelsins í
Königswinter í Þýskalandi.
höfðingja landsins verður kallað
saman í mars á næsta ári.
Ekki er ljóst hvort fulltrúar
tveggja smærri afganskra út-
lagahópa, sem taka þátt í við-
ræðunum i Þýskalandi, verða
með í þjóðarráðinu. Sömuleiðis
er ekki komið samkomulag um
það hvernig skipan fulltrúa í
þjóðarráðið verður háttað.
„Þetta er mikilvægur árangur
vegna þess að hefði hann ekki
náðst þá hefðu þessar viðræður
farið út um þúfur,“ sagði Mo-
hammad Hussin Bakhshi, að-
stoðarmaður Qanoonis. ■
WHIRLPOOL örgylgjuofn
22.995 kr.
PHILIPS eldhúsvog
úr krómi 7.495 kr.
PHILIPS hljómtæki
69.995 kr.
PHILIPS 32" breibtjaldssjónvarp m/skáp
og innbyggbu heimabíókerfi 299.995 kr.
LENCO plötuspilari
m/formagnara 10.995 kr.
PHILIPS útvarpsvekjari
4.995 kr.
PHILIPS hárklippisett
4.295 kr.
PHILIPS DVD-spilari
49.995 kr.
PHILIPS barnapía
7.495 kr.