Fréttablaðið - 30.11.2001, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 30.11.2001, Blaðsíða 1
TÓNLEIKAR Guru í Reykjavík bls 18 S M Á R I N N Fasteignasala SÍMI 564 6655 ÍÞRÓTTIR Trezeguet til Liverpool bls 14 FRETTABLAÐIÐ 156. tölublað - 1. árgangur Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Föstudagurinn 30. nóvember 2001 FÖSTUDAGiUIR Kosið um tilraun lanpbúnaður í dag er von á niður- stöðu í NRF-kosningu Bændasam- takanna. Fram hefur komið að góð þátttaka hafi verið í kosningunni meðal bænda en atkvæði hafa verið að skila sér i pósti undanfarna daga. Sendir kjörseðlar voru 1.639. Kosið var um hvort samtök bænda eigi að standa að tilraunum með innflutningi fósturvísa NRF-kúa- kynsins frá Noregi. Jarðgöngin lenda í niðurskurðinum Áhættustjórnun í litlu opnu hagkerfi fyrirlestur í dag fer fram ráðstefna Viðskipta- og hagfræðideildar Há- skólans í samvinnu við Hagfræði- stofnun H.í. undir yfirskriftinni: Áhættustjórnun í litlu en opnu hag- kerfi. Ráðstefnan er öllum opin og haldin í Þingsal A, Radisson SAS, Hótel Sögu í Reykjavík, milli klukkan eitt og fimm, í tilefni 60 ára afmælis kennslu í viðskipta- fræði og hagfræði í Háskóla fs- lands. Dagskrá og nánari upplýs- ingar má finna á heimasíðu Hag- fræðistofnunar: www.ioes.hi.is. VEÐRIÐ í DAC| REYKJAVÍK Suðvestan 5-10 m/s og él. Vægt frost VINDUR ÚRKOMA HITI ísafjörður O 5-8 Él O' Akureyri O 5-8 Bjart O5 Egilsstaðir O 5-8 Léttskýjað 08 Vestmannaeyjar Q 5-10 Él O2 Úrslit kosningarimmu sjávarútvecur Þingi Farmanna- og fiskimannasambandsins lýkur í dag og verður kosið bæði í stjórn og til forseta. Tveir menn eru í kjöri til forseta, þeir Grétar Mar Jónsson, sitjandi forseti sambandsins og Árni Bjarnason, skipstjóri á Akur- eyri. Heimildir blaðsins herma að búist sé við harðri kosningu á milli þeirra. Grétar Mar gegndi áður formennsku í Vísi, félagi skip- stjórnarmanna á Suðurnesjum en Árni er formaður Skipstjóra- og stýrimannafélags Norðlendinga. 1KVÖLPIO í KVÖLD Tónlist 18 Bíó 16 Leikhús 18 íþróttir 14 Myndlist 18 Sjónvarp 20 Skemmtanir 18 Útvarp 21 MEÐALLESTUR FOLKS A ALDRINUM 25 TIL 80 ARA A HÖFUÐBORGARSVÆÐINU SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP I OKTÓBER 2001. Niðurskurðartillögur ríkisstjórnarinnar ganga m.a. út á að draga úr samgönguframkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu. Ekki verður byrjað á byggingum ráðuneyta.Tillögur formlega kynntar stjórnarliðum í dag. fjárlög Formaður og varaformað- ur fjárlaganefndar Alþingis hafa átt marga fundi með embættis- mönnum um hvað beri að skera niður af fyrirhuguðum fram- kvæmdum vegna samdráttar í tekjum ríkisins. Ákveðið hefur verið að skera gjöldin niður um rúma þrjá milljarða króna. Þegar hefur spurst út að áður samþykkt fæðingarorlof feðra verður skor- ið niður, orlofsréttur þeirra verð- ur mánuður en ekki tveir eins og núverandi lög segja til um. Með því sparast um 700 milljónir króna. Annað sem hefur verið ákveðið að skera niður eru jarðgöng, bæði fyrirhuguð göng milli Fáskrúðs- fjarðar og Reyðarfjarðar og göngin milli Olafsfjarðar og Siglufjarðar. Á vegaáætlun er ætlað að verja um einum og hálf- um milljarði í jarðgangnagerð - en þeim verður frestað, að mestu eða alveg. Þá hefur Fréttablaðið heimildir fyrir því að margar framkvæmdir í samgöngumannvirkjum verði blásnar af - alla vega að sinni. Þá mun fyrst og fremst vera horft til framkvæmda á höfuðborgarsvæð- inu. Útlit er fyrir að hætt verði við að ráðast í ný gatnamót á mótum Stekkjarbakka og Reykjanes- brautar. Til þess verks stóð til að verja 330 milljónum. Eins er útlit fyrir að hætt verði við færslu Hringbrautar, en til þeirrar fram- kvæmdar átti að verja um 300 milljónum. Á vegaáætlun er gert ráð fyrir um 1.200 milljónum króna til nýrra vegaframkvæmda á höfuðborgarsvæðinu og hefur blaðið heimildir fyrir því að þær verði verst fyrir niðurskurðinum. Allt bendir til að þingmönnum stjórnarflokkanna verði gerð í dag grein fyrir hvaða ákvarðanir um niðurskurð verða teknar. Ekki er enn vitað hvenær stjórnarand- stæðingar fá að vita hvað stendur til. Þá er búið að ákveða að hætta við áður ákveðnar byggingar ráðuneyta í Reykjavík. Til hefur staðið að byggja yfir umhverfis- ráðuneyti og heilbrigðisráðuneyti á svokölluðum stjórnarráðsreit, það er á svæðinu neðan við Lind- argötu í næsta nágrenni Arnar- hvols. Áætlað var að verja 250 milljónum til þess verkefnis. sme@frettabladid.is KUNNINGI í GLUGGANUM Sú var tíðin að það þótti viðburður í borgarlífinu þegar Rammagerðin í Hafnarstræti stillti út jólaskrauti í gluggann . Enn sem fyrr er skrautið alltaf komið út f glugga 1. nóvember þótt það sé liðin tíð að reykvískar fjölskyldur fari í bíltúr til að skoða herlegheitin. Upprunalegi sveinninn er nú kominn á eftirlaun en arftaki hans fær sjálfsagt marga gesti nú þegar ákveðið hefur ver- ið að opna Hafnarstrætið á ný fyrir bilaumferð. Sprengjuregn í Kandahar en Muhammed Omar er herskár og hvetur talibana: „Berjist fram í rauðan dauðann“ kabÚl, ap. Sprengjum rigndi á síð- asta vígi talibana, Kandahar, í gær. Að sögn eins leiðtoga Norður- bandalagsins, Bismillah Khan voru þeir komnir inn í borgina. Þær fregnir fengust ekki staðfestar frá Bandaríkjamönnum. Bismillah Khan sagði AP-fréttastofunni að hann hefði fregnir af bardögunum frá sínum mönnum á víglínunni. Talsmaður Pentagon í Washington, John Stufflebeem, vildi ekki stað- festa fregnirnar en hann sagði vel geta verið að hermenn Norður- bandalagsins væru komnir til Kandahar. Blaðamönnum hefur ekki verið hleypt til Kandahar enn. Þrýstingur hefur síaukist á tali- bana í vikunni en fregnir hermdu í gær að áeggjan Mullahs Mo- hammeds Omars, leiðtoga tali- bana, til manna sinna hefði verið útvarpað. Omar mun hafa sagt mönnum sínum að „berjast fram í rauðan dauðann." Kandahar, er 450 km suðvestur af höfuðborginni Kabúl. Þar eru höfuðstöðvar talibana. íbúar borg- arinnar sem flýðu til pakistönsku landamæranna sögðu að sprengj- um hefði verið varpað á borgina stanlaust í fyrrinótt. Þeir gátu eng- ar upplýsingar gefið um tölu lát- inna. Einn íbúi Kandahar sem hafði flúið sagði augljóst að talibanar ætluðu að verja borgina. ■ Sjö látnir: Ofbeldisalda í Israel RAMALLAH. ap Sjö manns létust í Israel og á Vesturbakkanum í gær. Fjórir létust í sjálfsmorðs- árás í norðurhluta ísrael, tveir Palestínumen í skothríð ísrael- skra hermanna á bíl á Vestur- bakknum, einn ísraeli lést í skot- hríð annars staðar á Vesturbakk- anum. Þessi nýjasta alda ofbeldis reið yfir landið sama dag og Anthony Zinni, erindreki Bandaríkja- stjórnar, hóf viðræður við Palest- ínumenn. Takmark ferðar Zinnis er að hafa milligöngu um upphaf friðar- viðræðna ísraela og Palestínu- manna. Sjónarvottur að sjálfsmorðs- árásinni, Emanuel Biton, sagði að líkamspartar hefðu þeyst út um allt við sprenginguna. Enginn hafði lýst yfir ábyrgð á tilræðinu á hendur sér í gær. I flóttamanna- búðum á Vesturbakkanum söfnuð- ust 3.000 manns saman og fögn- uðu sjálfsmorðsárásinni. ■ 1 ÞETTA HELST | Norðurbandalagið í Afganistan leggst ekki gegn því að al- þjóðlegt herlið gæti friðar í land- inu. bls.10. —♦— Hæstiréttur hefur dæmt að ákæruvaldið sé ekki bóta- skylt gagnvart brotaþola vegna þess að mistök leiddu til þess að grunaður nauðgari komst úr landi. bls. 2. —♦— Tveir starfsmenn Hringrásar voru fluttir á sjúkrahús eftir að eldur kom upp á svæði fyrir- tækisins í gær. bls. 2.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.