Fréttablaðið - 07.12.2001, Side 4

Fréttablaðið - 07.12.2001, Side 4
\ f j I ---------------BfflHlfétfH-— Jólahlaðborðin á toppnum en glöggið úti Þótt sumir aðventusiðir detti úr tísku bætist stöðugt við þá dagskrá sem virkur íslendingur þarf að taka þátt á aðventunni. Glæsilegt úrval af fatnad: kjólar jakkar buxur bolir sloppar náttföt náttkjólar Mjög vandaðtr skór. Gjafa kort MORE& MORE Glæsibæ 588 8050 Inni á ganginum. Aðventan er merkilegur tími og víst er að aðventa nútím- ans er komin alllangt frá jóla- föstu hins kaþólska siðar. Segja má að áherslan á aðventunni hafi flust frá því að vera á það að und- irbúa jólin með matargerð og þrifum yfir í að njóta aðventunn- ar. Hættan er sú að við lendum í því að þurfa að njóta svo margs að við getum ekki notið þess vegna álagsins. Ýmsir siðir eru órjúfanlega tengdir jólaundirbúningnum og í þessa siði hleypur tíska. Við erum núna stödd í miklu jóla- ljósaæði sem líklega byrjaði með sjöarma rafmagnskertastjökun- um sem við setjum í gluggana okkar í upphafi aðventu. í fram- haldinu hefur alls kyns jóla- ljósum vaxið fiskur um hrygg, bæði ut- andyra og innan. Gluggar, svalir, runnar og tré, allt skal skreytt með ljósum - enda veitir ekki af að lýsa upp svartasta skammdegið. Nú fjölmenn- ir fólk á jólatón- leika, aðventu- kvöld í kirkjum draga til sín stöðugt fleiri gesti og þeir sem baka smákökur eða gera konfekt SIÐUR Á ÚTLEIÐ Jólaglögg var gríð- arvinsælt um árabil en nú fer þeim llk- lega fækkandi sem kneyfa þann mjöð fyrir jólin. JÓLASTEMNING f MIÐBÆNUM Það er fastur liður í jólaundirbúningi margra að fara að minnsta kosti einu sinni í bæinn fyrir jólin. gera það í auknum mæli í sam- neyti við aðra, eða gera úr því há- tíð. Laufabrauðsskurður er líka dæmi um athöfn sem fjölskylda eða fjölskyldur sameinast við. Laufabrauðið þekktist eingöngu um norðanvert landið þar til fyr- ir nokkrum áratugum að laufa- brauðið varð liður í jólaundirbún- inga margra um allt land. Glöggdrykkja er upprunnin í Svíþjóð á 19. öld. Hún varð þó ekki algeng hér fyrr en á áttunda áratug þeirrar 20. og upp úr 1980 varð það alsiða að vinnufélagar drukku saman glögg fyrir jólin ORÐIÐ ÚTBREITT UM ALLT LAND Laufabrauðsbakstur tíðkaðist einungis fyrir norðan en nú er algengt að laufabrauðs- skurður sé liður í jólaundir- búningi um allt land. og stundum ótæpilega, að minns- ta kosti sumir. Upp úr 1990 fór aftur að draga úr þessu og nú virðist ekki sérlega algengt að fólk drekki jólaglögg fyrir jólin. Um svipað leyti og fór að draga úr glöggdrykkju fóru jóla- hlaðborðin að ryðja sér til rúms. Þau eiga væntanlega uppruna sinn í hinum dönsku „julefrokost- um“ sem hafa tíðkast nokkuð VINSÆLT HJÁ SMÁFÓLKINU Þótt smákökubakstur I heimáhúsum sé á undanhaldi eru margir sem teyfa börnun- um að skreyta piparkökur. lengi. í upphafi buðu nokkrir veitingastaðir upp á jóláhlaðborð en þeim hefur farið ört f jölgandi. Nú má nánast segja að enginn veitingastaður sé svo aumur að bjóða ekki jólahlaðborð í ein- hverri mynd. Eins og með glögg- drykkjuna er nú al- gengt að vinnufélagar taki sig saman og fari í jólahlaðborð. Líklega erum við nú stödd um það bil á toppnum í þeirri tísku og trúlegt er að sénn fari þeim áð fækka . sem nenna að tína í sig þáð sent á þess konar hiaðborðum er borið fram. Hvaö skyldi koma næst? ■ 7. desember 2001 JÓLAHLAÐBORÐ Jólahlaðborin eru nú í algleymingi og eng- inn er maður með mönnum nema hann taki þátt I að minnsta kosti einu slíku. Hvað þarf virkur íslendingur að gera á aðventunni? Búa til aðventukrans eða annað jólaskraut - Gildir yfirleitt aðeins um konur. Hér reynir nokkuð bæði á frumleika og tilfinningu fyrir tísku. Skrifa jólakort - Best er að búa einnig til kortin en líklega hafa aðallega konur lagt fyrir sig þá iðju. Lesa bókatíðindi - Margir leggja mikið upp úr því að hafa yfirsýn yfir bókamarkaðinn hver jól og vilja að minnsta kosti mynda sér skoðun á því hvaða bækur þá j langar sjáifa i. Baka smákökur - Gildir alla jafna bara um konur. Nú er ekki nauðsynlegt að baka margar sortir lengur en gjarnan má nota jólabaksturinn til að gera sér glaðan dag með systrum eða vinkonum. Gera jólakonfekt - Hér koma karlarnir líklega meira inn en það sama gildir og um bakst- urinn að tækifærið er nýtt til sam- veru. Skera laufabrauð - Þeir myndarlegustu fletja deigið sjálfir en hinir kaupa tilbúnar kökur og skera og steikja. Fara á jólatónleika r - Margt er í boði, til dæmis halda flestir kórar jólatónleika og að sjálf- sögðu erú jólatónleikar hjá nemend- um tónlistárskólanna. Fara á aðventukvöld - Þeir sem vilja halda í hin kristilegu jól fara gjarnan á aðventukvöld eða aðventumessu í sóknarkirkjunni sinni. Fara á jólahlaðborð - Algengt er að vinnufélagar fari saman en einnig vinahópar eða til dæmis saumaklúbbar. Fara í bæinn - Það er nauðsynlegt að fara að minnsta kosti einu sinni niður í bæ fyrir jólin, óháð því hvort maður ætl- ar að kaupa eitthvað eða ekki. Sum- ir fara þessa bæjarferð alltaf á Þor- láksmessu. Hjá yngra fólkinu fylgja Iþessum ferðum kaffihúsasetur enda er margt áf námsfólki erlendis kom- ið heim í jólafri þannig að ekki er að vita nema máður rekist á einhvern sem maður hefur ekki séð lengi. i SV-240 videotæki 2 myndhausar NTSC afspilun skarttengi fjarstýring kr. 19.900.- SV-631 Nicam CW28c7 100 riða28"sjónvarpstæki stereo videotæki Nicam Stereo 6 hausa NTSC afspilun 2 startTengi fjarstýring kr. 29.900.- NTSC íslenskt textavarp DNR, tónjafnari RCA tengi aðframan kr. 94.900.- Ai.levtsrrui'cf. vvvvw vmteiMT r. nuimi&thoUi .•» ... <• •• i •.. i.y t„c, . •')•'■ . i , i 1 .... .....r-.M-v „• J í y'TVV--* ......! »• «<JÚ-. - . 0J f t» r ff • I

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.