Fréttablaðið - 07.12.2001, Síða 8
Amerískar súkkulaðibita-
kökur a la amma
Silja Ulfarsdóttir bakar með mömmu sinni.
Spretthlauparinn Silja Úlfars-
dóttir segir að amerísku
súkkulaðikökurnar hennar ömmu
séu ótrúlega góðar. Þegar hún
var yngri hafi hún þó ekki viljað
smakka þær vegna þess að í þeim
eru hnetur. Nú þurfi hins vegar
að fela þær fyrir henni svo þær
klárist ekki fyrir jólin. Silja segir
að amma hennar baki þessar kök-
ur fyrir alla fjölskylduna en að
hún hafi aldrei viljað gefa upp
uppskriftina fyrr en núna.
Að sögn Silju er jólabakstur-
inn nauðsynlegur hluti af jóla-
undirbúningnum. Hún segist
ætla að baka smákökur með
mömmu sinni og systur, en að
amma yrði látin um að baka am-
erísku súkkulaðibitakökurnar.
Engum öðrum væri treystandi til
þess. ■
Amerískar
sukkulaðibitakokur
300 g smjörlíki
340 g strasykur
340 g púðursykur
4 egg
450 g hveiti
2 tsk. sódaduft
2 tsk. salt
Nokkrir dropar af heitu vatni
2 bollar af brytjuðum möndlum eða
hnetum
4 bollar af söxuðu súkkulaði
Smá sletta af vanilludropum
SPRETTHLAUPARI
Silja Úlfarsóttir er einn fremsti spretthlaup-
ari íslands. Hún flytur með kærastanum
sinum, til Bandaríkjanna í janúar, en þar
hyggst hún stunda nám við Clemson-há-
skóla í Suður-Karolínu og keppa fyrir skól-
ann.
AÐFERÐ: Byrjað er á að blanda sam-
an smjörlíkinu, strásykrinum og
púðursykrinum og síðan er hinu
bætt við. Deigið er sett í plastpoka
og geymt í ísskáp í þrjá til fjóra
daga. Það er síðan flatt út og búnar
til litlar smákökur. Þær eru settar á
plötu og eiga að bakast í 140 gráðu
heitum ofni (blástursofni) í um 20
mínútur.
7. desember 2001
Þekkt og
óþekkt jólatónlist
Söngsveitin Fílharmónía með aðventu-
tónleika í Langholtskirkju
Söngsveitin Fílharmónía heldur
árlega aðventutónleika í Lang-
holtskirkju. Haldnir voru tónleik-
ar á miðvikudag og fimmtudag og
á sunnudag, 9. desember, verða
þriðju og síðustu tónieikarnir.
Tónleikar á aðventu hafa verið
fastur liður í starfi söngsveitar-
innar frá 1989. Efnisskráin er
blanda af sígildum, þekktum lög-
um og öðrum nýjum eða lítt
þekktum hér á landi. Meðal þess
sem flutt verður er verkið The
Lamb eftir John Tavener, enskt
tónskáld sem nýtur mikillar virð-
ingar um þessar mundir og
mótettan Ave Verum Corpus eftir
William Byrd, sem lést 1623. Þá
eru á efnisskránni tvö ný verk eft-
ir Hildigunni Rúnarsdóttur og
heita þau Hirðarar sjá og heyrðu
en texti þess er eftir Einar Sig-
urðsson skáld í Eydölum og Sé
ástin einlæg og hlý og er texti
þess þýdd dönsk þjóðvísa.
Sigrún I-Ijálmtýsdóttir er ein-
söngvari á tónleikunum þetta
árið. Þá fær söngsveitin liðsinni
kammersveitar við flutning stær-
ri verkanna. Á tónleikunum eiga
áheyrendur þess kost að taka und-
ir í tveimur lögum og hefur það
SYNGJA MEÐ DIDDÚ Á SUNNUDAGINN
Söngsveitin Filharmónía hefur haldið jólatónleika árlega síðan 1989.
ævinlega mælst vel fyrir. meistari á tónleikunum er Rut Sigurðardóttir og raddþjálfari El-
Stjórnandi söngsveitarinnar er Ingólfsdóttir. Píanóleikari ísabet Erlingsdóttir. Tónleikarnir
Bernharður Wilkinson og konsert- söngsveitarinnar er Guðríður St. hefjast kl. 20.30. ■
Besti vinur bútasaumskonunnar
Þeir sem kaupa Husqvarna tölvuvél fyrir jólin fá frítt
útsaums- og quilttækninámskeió eftir áramótin.
Husqvarna
saumavelar
a
kr
29
900
stgr
VOLUSTEINN
tilboösveró
fra
fy
fi
f'
Jólakúlukeppnin okkar er hafín!!
Sendu okkur þínar kúlur, bjöllur, engla eöa hvaö sem er
og taktu þátt f skemmtilegri keppni þar sem veglegar
vöruúttektir eru íboöi fyrir efstu þrjú sætin.
Skilafrestur er til 10. desember og geta vegfarendur
skoöað hlutina hjá okkur og gefið atkvæði.
1. verölaun eru kr. 30.000
2. verölaun eru kr. 20.000
3. verðlaun eru kr. 10.000
*Verölaunaupphæðir
eru vöruúttektir