Fréttablaðið - 07.12.2001, Síða 10

Fréttablaðið - 07.12.2001, Síða 10
10 7. desember 2001 Þórólfur Árnason for- stjóri Tals var við nám í Danmörku. Honum var boðið til danskrar veislu á að- fangadagskvöld. í Danmörku og Svíþjóð eru jólin ekki svo frábrugðin þeim íslensku en í Kina eru menn ekki mikið að velta fyrir sér jólum. Jólin eru íslendingum ákaflega mikilvæg og fátt er erfiðra en geta ekki dvalið heima hjá sér á jólunum. Það eru þó ekki allir sem eiga slæm jól í útlöndum og í sjálfu sér er það skemmtileg nýbreytni að dvelja ein jól fjarri heimahögunum og fá að kynnast því hvernig aðrar þjóðir halda jól. TRÉÐ MEÐ LIFANDI KERTUM Þórólfur Árnason gleymir seint jólatrénu með lifandi kertum. Ogleyman- leg jól í Danmörku Jólí útlöndum EINMANALEG JÓL í KÍNA Hjörleifi var boðið i danska sendiráðið í mat um jólin. Sótti fyrirlest- Þórólfur Árnason forstjóri Tals hélt jólin hátíðleg nokkrum sinnum þegar hann dvaldi við nám í Danmörku. Á stúdentagörð- unum þar sem hann bjó átti hátíð- leikinn stundum til að víkja fyrir gleðinni. En í eitt sinn var honum ásamt konu hans Margréti Bald- ursdóttir boðið heim til hálf- danskra ættingja og átti þar al- deilis ógleymanleg jól. „Ég mun seint gleyma stemn- ingunni sem ég upplifði þessi jól. Hjá þeim var lögð mikil áhersla á að gera jólin eins heimatilbúin og mögulegt var. Gjafir voru ekki dýrar eða miklar heldur skemmti- lega nálægar og höfðu gjarnan verið keyptar á mörkuðum eða heimatilbúnar. Þeim fylgdi jafn- vel saga sem sögð var við afhend- ingu og var í tengslum við hvern- ig gjöfin var tilkomin. Mikið var sungið af dönskum jólasöngvum og margt skondið í þeim t.d. „Julen varer længe, koster mange penge“ og það allra skemmtilegasta var jólatréð sem kveikt var á með lifandi kertum. TVéð er mér ógleymanleg sjón þar sem það stóð stórt og mikið í innri stofunni ljósum skreytt en ég hafði aldrei áður séð tré skreytt lifandi kertum. Þórólfur minnist þess að hafa fengið „ris a la mand“ en svo merkilegt sem það getur talist man hann ekki hvaða steik var á borðum. „En ég man að mat- urinn var góður og með honum var drukkið vín við hæfi en í hóf- legu magni. Þetta frændfólk átti börn og barnabörn og þarna voru allir samankomnir, dönsuðu, sungu jólalög og skemmtu sér. Þarna ríkti mikill heimilisfriður og gleði og þrátt fyrir söng og dans var yfir þessu mikill hátíðar- bragur. Þó var þetta ekki sérlega trúað fólk en það kunni að láta sér líða vel.“ Þórólfur sagðist hafa spurst fyrir um það hvort svona væru hin dæmigerðu jól hjá dönskum fjölskyldum og komst að því að þau væru ekki frábrugðin því sem tíðkast þar í landi. „En okkur hjónum eru þessi jól ákaflega minnisstæð og við erum þakklát fyrir að hafa fengið að taka þátt í þeim.“ ■ Ekki eins hátídleg jól og á Islandi Hefðbundin sænsk jól standa og falla með jólahlaðborðinu. ur í háskóla um jólin Hjörleifur Sveinbjörnsson hélt hins vegar uppá kínversk áramót. SÆNSKA JÓLHLAÐBORÐIÐ Jarþrúði Magnúsdóttur finnst jóahlaðborðið ómissandi. Hjörleifur Sveinbjörnsson yfir- þýðandi hjá Stöð 2 dvaldi um fimm ára skeið í Kína. Jólahald Kínverja er ekki með vestur- landasið og var því lítið um hátíð- leika og gjafir hjá honum. „Ég hef nú gleymt hvernig jólin voru hjá mér á þessum árum en minnir að ég hafi einfaldlega sótt fyrirlest- ur í háskólanum. Kínverjar halda ekki jól en þeir gera sér hins vegar dagamun um áramótin sem eru um mánaðamótin janúar og febrúar. Þau færast til ár frá ári eins og páskar hjá okkur og eru fagnaðarhátíð vorsins þó enn sé talsvert kalt. Þá skemmta þeir sér og gera vel við sig í mat og drykk en ég minnist þess ekki að ein- hverjar sérstakar hefðir hafi ver- ið ríkjandi. Börnin fá smágjafir sem voru hvorki stórar né merkí- legar og þeir fá frí úr vinnu þessa daga.“ Hjörleifi og öðrum norrænum námsmönnum var jafnan boðið í sendiráðin í kvöldverð og það var eina tilbreytingin sem hann upp- lifði jóladagana. „Danir höfðu með okkar mál að gera og buðu þeir mér, síðan var ekki um annað að ræða en halda heim og lesa eft- ir matinn. Ekki voru hringingar að heiman og það voru aðeins gömlu góðu bréfin að lesa. Á þess- um árum var frjálsræðið ekki mikið í Kína en ég held að núorðið haldi hluti Kínverja uppá jólin enda eru komnar kirkjur og trú- frelsi er rneira." Hjörleifur viðurkennir að hafa verið dálítið einn á þessum tíma en lagði sig fram um að hafa jóla- dagana eins og hverja aðra daga. „Það var litíð annað að gera en stilla sig inn á þann tíðaranda sem . ríkir og vera ekki að láta sér leið- ast. Eftir fimm jól í Kína minnist ég þess ekki að það hafi verið nein viðbrigði að halda jól aftur. Það er eins og hvað annað sem situr djúpt í manni og er eins og hefði Jarþrúður Magnúsdóttir er nítján ára gömul og flutti til Stokkhólms fyrir fimmtán árum. Þar hefur hún alist upp á heimili móður sinnar og sænsks eigin- manns hennar. Síðan hefur hún haldið jólin hátíðleg á heimili móð- ur sinnar í Svíþjóð. Hún hefur einu sinni verið hjá föður sínum hér á íslandi um jól síðan hún flutti utan og hefur því samanburð. „í Svíþjóð eru jólin ekki ólík því sem hér tíðkast. Helsti munurinn felst í matnum sem borin er á borð á að- fangadagskvöld og hátíðleikanum. Ég nýt þess að eiga íslenska móður og því höldum við hátíðleg jól heima en að öðru leyti höldum við okkur að sænskum siðum. Hún segist finna muninn hvað helst á vinkonum sínum sem finnast ekki mjög mikið til jóla koma. „Á heim- ilum þeirra er ekki hátíðleikinn sem er svo áberandi hér. Mér finnst eins og þeim finnist ekkert merkilegt við jólin og þær tala um þau með hálfgerðri léttúð sem ég á ekki að venjast. En heima hjá mömmu hefjast jólin klukkan þrjú eins og hjá öllum öðrum fjölskyld- um í Svíþjóð. Þá hefst í sjónvarp- inu sýning á Andrési Önd og allir Svíar setjast niður og horfa saman á sjónvarpið. Þessi þáttur hefur verið mjög lengi í sænsku sjón- varpi og hann er tákn þess að nú hafi jólin gengið í garð. Að honum loknum sest fjölskyldan við matar- borðið og byrjar að borða. Á boðstólum er sænskt jólahlaðborð sem er svipað hjá öllum. Á því er fyrst og fremst söltuð jólaskinka, margar tegundir af síld, pylsur, kjötbollur, fiskur, kæfur og pate og margt fleira. Við það sitjum við svo meira eða minna allt kvöldið og borðum hægt og rólega." Sænskur siður er að jólasveinn- inn komi og færi börnunum á heimilinu pakka. Áður hefur hann tekið nokkra pakka undan trénu og kemur síðan og færi börnunum við mikla ánægju þeirra. Jólasveinn- inn er oftast einhver úr fjölskyld- unni sem klæðir sig upp en hefur einnig það hlutverk að lesa á pakk- ana til hinna. Jarþrúður segir að um það leyti taki heimilisfólkið upp pakkana og eftir það er kaffið drukkið og eftirréturinn borinn fram. „Heima hjá mér er oft spilað eða púslað og allt kvöldið stendur hlaðborðið sem fólk gengur í að vild. Raunar er það svo að matur- inn á hlaðborðinu er borðaður meira eða minna öll jólin. Jóladag- ur er síðan svipaður og hér en þá hittist stórfjölskyldan." Jarþrúður hefur einu sinni haldið íslensk jól og fannst þau svipuð að öðru leyti en því að hún saknaði jólahlaðborðsins. „Mér fannst ég alltaf vera svöng og á jól- unum á maður ekki að vera svang- ur. En það kann að hafa verið vegna þess að mér fannst ekki neitt að borða á milli mála en kök- ur eru ekki að mínu skapi. Hátíðar- bragurinn á íslandi er þó mun meiri en í Svíþjóð." ■

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.