Fréttablaðið - 11.12.2001, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 11.12.2001, Blaðsíða 10
FRÉTTABLAÐIÐ 11. desember 2001 ÞRIÐJUDACUR ur....• ........ÞRiQji FRÉTTABLAÐIÐ Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjórar: Pétur Gunnarsson og Sigurjón M. Egilsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Pverholti-9, 105-Reykjavík Aðalsími: 515 75 OÓ ' Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjo.rn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf. Plötugerð: ÍP-prentþjónustan ehf. Prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Fréttaþjónusta á Netinu: Vísir.is Fréttablaðinu er drerft ókeypis til allra heimila á höf- uðborgarsvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum ’án endurgjalds. Arekstur á Reykj anesbraut: Fjórir fluttir á slysadeild árekstur Fiórir voru fluttir á slysa- deild Landspítalans í Fossvogi eft- ir að hafa lent í hörðum árekstri á brúnni sem liggur milli Nýbýla- vegar og Breiðholtsbrautar rétt fyrir klukkan níu í gærmorgun. Annar bíllinn ók í austurátt en hinn kom úr vesturátt og ætláði suður á Hafnarfjarðarveg. Leikur grunur á að sá sem ók austur hafi farið yfir á rauðu ljósi samkvæmt lýs- ingum sjónarvotta. Þrír voru í öðrum bílnum þar á meðal eins árs gamalt barn.Talið er að ökumaður- inn hafi slasast meira en beita þurfti klippum til að ná honum út. Að sögn lögreglu eru báðir bílarnir ónýtir og þurfti að fjarlægja með kranabifreið. Hafi öryggisbelti sannað gildi sitt og komið í veg fyrir meiðsli og urðu ekki alvar- legi en raun bar vitni. ■ | LÖCREGLUFRÉTTIR~~| Lögreglunni í Reykjavík var til- kynnt um að jeppabifreið væri á hvolfi í Klettagörðum um helg- ina og menn á hlaupum frá henni. Hafði bifreiðin hafnað á spenni- stöð frá Orkuveitunni og síðan á girðingu sem skemmdist á um 10 metra kafla. Ökumaður lagði á . flótta og óð til hafs. Eitt vitni Var á vettvangi og óð sá á eftir honum og náði að tala hann til. Ökumáður er grunaður um ölvun og var vistaður í fangageymslu. Tveir ökumenn voru fluttir á slysadeild eftir árekstur á mótum Háaleitis- og Miklubrautar á laugardag: Festist annar öku- maður í bifreið sinni og þurfti að notast við tækjabifreið til að ná honum út. Að sögn lögreglunnar voru meiðsl ökumanna ekki að fullu könnuð en virtust ekki eins alvarleg og í fyrstu leit út. Báðir bílarnir voru fjarlægðar af vett- vangi með dráttarbifreið. 10 UR Samkeppni er synd Það er mikill misskilningur að flestir eigendur fjármuna séu sér- stakir samkeppnissinnar. John D. Rockefeller sem lagði grunninn __4____ að einhverjum „Þaðersama meAsta fjölskyldu- hringrásin" a“ðl 1 so^ Ban,df: rikjanna var ekki mikill samkeppnis- sinni. „Samkeppni er synd,“ sagði sá gamli og nýtti afl sitt og auð til að koma keppinautum á kné. Hann vildi sitja einn við kjötkatl- ana og vei þeim sem reyndi að krækja í bita. Einkavæðing er eitt af töfraorðum dagsins í dag. Rök- in eru þau að menn fari betur með eigið fé en þá fjármuni sem þeim er falið að gæta af skattborgur- um. Sjálfur er ég þeirrar skoðun- ar að ríkið eigi ekki að vera að standa í almennum atvinnu- rekstri, en tryggja verður sann- gjarnar og eðlilegar leikreglur við einkavæðingu. Síðast en ekki síst er einkavæðing til mikillar óþurftar ef fyrirtæki eru ekki jafnframt markaðsvædd. Því mið- ur virðist langt í það að hér ríki eðlileg samkeppni á mörgum svið- um atvinnulífs. Niðurstaða samkeppnisráðs í máli Landssímans er sérstakt ánægjuefni. Þar tókst loks að berja á einhverjum versta mark- aðstraðkara viðskiptalífsins. Von- andi verður sá úrskurður stað- festur á efri stigum úrskurðar- Hafliði Helgason veltir fytir syndleysi í (slensku viðskiptalífi valdsins. Næst þarf að tuska til ol- íufélögin sem hafa verið í sameig- inlegu átaki til að rétta úr kútnum. Þegjandi samkomulag þeirra um að láta viðskiþtavini sína fjár- magna afkomubatann er að kosta íslenskt efnahagslíf háar fjárhæð- ir á hverju ári. Sjálftaka fyrir- tækja sem skáka í skjóli fákeppni og smæðar hagkerfisins er ógn við samfélagið. Við slíku á að bregðast með hörku og viðurlögin verða að snerta viðkvæmasta líf- færið; budduna. Buddan hreyfði blóðið í John D. Rockefeller og buddan hreyfir blóð Landssímans, olíufélaganna, Baugs, grænmetis- heildsala og allra hinna sem vilja án verðleika sitja að gnægtar- borði fákeppninnar. Buddan er það eina sem fær þá til að iðrast syndanna sem þeir ekki drýgðu. ■ Golin Powell farinn frá Moskvu: Nádi ekki árangri SkjárEinn og Síminn semja: moskvu, ap Colin Powell, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, tókst ekki að sannfæra Vladimir Putin Rússlandsforseta um ágæti þeirra áforma bandarískra stjórnvalda, að koma sér upp vörnum gegn flugskeytum. Afstaða beggja í þeirri deilu er óbreytt. Powell var í heimsókn í Moskvu hjá Putin, og honum tókst § ekki heldur að fá Putin til að fall- § ast á að Rússar fækkuðu kjarn- | orkuvopnum sínum jafn mikið og | Bandaríkjamenn ætla að gera. $ Hins vegar sögðust þeir Powell og Igor IvanoV, utanríkisráðherra SAMMÁLA UM AÐ VERA ÓSAMMÁLA Colin Powell og Vladimir Put- in tókust í hendur í Moskvu í gær, en þei.m tókst ekki að leysa deilumái sín. SkjárEinn á landsvísu SAMNtNGUR SkjárEinn og Lands- síminn sömdu í gær um dreifingu á sjónvarpsefni SkjásEins um alla stærstu þéttbýlisstaði landsins. Dreifikerfið verður byggt upp í þremur áföngum og yerður þeim fyrsta lokið I næstu viku. Þá bæt- ást Vestmannaeyjar, Egilsstaðir, Höfn, Húsavík, Reyðarfjörður við útséndingarsvæði SkjásEins. Áður hafa helstu þéttbýlisstaðir náð merkjufn sjónvarpsstöðvarinnar. „Að þéssu loknu eru dreifingin hjá okkur orðin sambærileg og hjá Ríkissjónvarpinu," segir Árni Þór Vigfússon, sjónvarpsstjóri Skjá- sEins, þó stöðin muni ekki nást í djúpum dölum og smæstu þéttbýl- iskjörnum. Rekstrarforsendur hafa því gjörbreyst við þennan samning enda sent út á landsvísu. Árni segir að það hafi verið markmið félagsins ffá upphafi að byggja upp dreifikerfi sem næst um allt land þannig að allir lánds- menn fái að njóta dagskrárinnar endurgjaldslaust. Með ljós.leiðara- tækni Lanidssímans sé þetta mögu- legt og gaéðin eins eða jafnvel betri en gerist á höfuðborgar- svæðinu. ■ ÁRNIÞÓR Með nýjum samningi við Landssimans munu allir hel- stu þéttbýliskjarnar landsins ná útsendingum Skjás Eins endurgjaldslaust. Rússlands, að skammt væri í sam- komulag um að Rússar fækkuðu flugskeytum sínum. Meðan Putin var í heimsókn hjá George W. Bush Bandaríkja- forseta í Washington í síðasta mánuði, þá tilkynnti Bush að Bandaríkjamenn ætluðu að fækk- ja kjarnorkuvopnum sínum í 1.700 til 2.200, en nú ráða þeir yfir u.þ.b. 6.000 kjarnorkusprengjum. Varðandi gagneldflaugakerfið, sem Bandaríkjamenn hyggjast koma sér upp, þá sagði Ivanov að Rússum væri fullljóst að Banda- ríkjamenn gætu brugðið á það ráð að segja upp ABM-samningnum frá 1972, falli Rússar ekki frá and- stöðu sinni við áform Bandaríkj- anna. Færi svo, að Bandaríkja- menn segi upp samningnum, mætti alveg eins búast við því að Rússar gerðu slíkt hið sama. ■ ORKUMÁL Tillaga að starfsleyfi Reyðaráls fyrir 420.000 tonna álver í Reyðarfirði hefur verið auglýst og er birt á heimasíðu Hollustuvernd- ar ríkisins. Hún liggur einnig frammi á bæjarskrifstofum á Reyðarfirði, Eskifirði og Neskaup- stað. Athugasemdafrestur er til 8. fébrúar næstkomandi. Að fresti lóknum hefur Hollustuvernd fjórar vikur til að taka ákvörðun um út- gáfu starfsleyfisins. Náttúruverndarsamtök íslands og Fuglaverndarfélag íslands fagna í ályktun afdráttarlausri andstöðu hreppsnefndar Gnúp- verjahrepps við vatnsmiðlun í Þjórsárverum og stuðningi hrepps- nefndar við stækkun friðlands fugla. Minna samtökin á að Þjórs- árver séu vernduð samkvæmt Ramsarsamningi um verndun votlendis. || Gerðu jóla1

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.