Fréttablaðið - 11.12.2001, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 11.12.2001, Blaðsíða 14
FRÉTTABLAÐIÐ 11. desember 200', ÞRIÐJUDAGUR KNATTSPYRNA 14 Leikmaður Stoke Gity: Heill ökkli lítil hjálp á móti Everton Hver sona Cuðjóns Þórðarsonar er bestur? „Þetta er erfið spurning. Þeir hafa allir mikla hæfileika, eru td. afburða skotmenn. En Jóhannes Karl er líklegastur til að ná langt. Hann er ungur og kominn í topp- klúbb. Það skipti miklu máli að hann fékk að spila mikið í Hollandi." Sigurður Crétarsson þjálfari knattspyrna Eftir bikarleik Stoke City og Halifax á laugardaginn, sem endaði með jafntefli, höfðu margir áhyggjur af því að Peter Hokestra hjá Stoke væri ökkla- brotinn. Hann lenti í samstuði og var borinn af velli í sjúkrabörum. í gær kom í ljós að Hollending- urinn Hoekstra marðist aðeins á ökklanum og mun hann því að öll- um líkindum spila með Stoke um helgina. „Hann lætur þungann á vinstri fót á eðlilegan máta. Ökklinn marðist bara illa og þarf smátíma til að jafna sig,“ sagði Stefán Stefánsson, sjúkraþjálfari Stoke.. Hinsvegar er ekki líklegt að Hoekstre spili með liðinu í seinni bikarleik þess við Halifax á morg- un. Það er slæmt þar sem sigurlið þess leiks tekur á móti Everton í býrjun janúar í þriðju umferð bik- arkeppninnar. Liðin mættust síð- ast fyrir fimm árum. Þá vann Stoke annan leikinn. og horfa því aðstandendur og áhangendur björtum augum til morgundags- PETER HOEKSTRA Var talinn hafa ökklabrotnað í bikarleik Stoke og Halifax á laugardag. ins. „Það væri frábært að endur- taka hetjudáðirnar á móti Ev- erton. En við verðum fyrst að horfa á leikinn á morgun. Við megum ekki klúðra málunum eins og á laugardaginn," sagði John Rudge, aðstoðarmaður Guðjóns Þórðarsonar hjá Stoke. ■ íslenskir skíðakappar: Ur keppni Skíði Björgvin Björgvinsson frá Dalvík og Jóhann Friðrik Haralds- son í KR féllu báðir úr leik í fyrri ferð alþjóðlega svigmótsi.ns sem fram fór í Lech í Austurríki í gær- morgun. Björgvin leriti í 29. sæti á Evrópubikarmóti í stórsvigi í Damu- els í Austurríki um brekkunni helgina. Björgvin keppir En ballið er ekki aftur í dag á (tal- búið því í dag Og á iu, ásamt Jóhanm. morgUn taka félag- arnir þátt í alþjóðlegum svigmót- um, sem fra.m fara í Tesero- Pampeago á Ítalíu. ■ ENNÞÁ í Markus Babbel: Ottaðist að lamast knattspyrna Markus Babbel, leik- maður Liverpool, óttaðist að hann væri að lamast þegar hann veikt- ist af svokölluðum Guillan-Barre sjúkdómi fyrir rúmum mánuði, en sjúkdómurinn leggst á miðtauga- kerfið og getur leitt til dauða. „Ég fann fyrst fyrir dofa í fót- unum fyrir fjórum vikum,“ sagði Babbel. „Síðan versnaði þetta og um tíma gat ég ekki lyft fótunum. Eftir að hafa gengist undir rann- sóknir ákváðu læknarnir að legg- ja mig inn á spítala. Ég fékk sprautur í fimm daga og þá fyrst fór ég að fá tilfinningu í fæturnar. Núna get ég gengið ef ég fæ að- stoð. Ég fann líka fyrir miklum dofa í höndunum og hafði nánast enga tilfinningu í þeim.“ Sem stendur er Babbel í endur- hæfingu í Munchen í Þýskalandi, en hann lék síðast með Liverpool gegn Bolton í lok ágúst. Babbel sagði að læknar teldu góðar líkur á að hann myndi ná fullum bata og að hann gæti leikið á ný í ensku Úrvalsdeildinni. Danski landsliðs- Alveg ár FRUMHERJI Cathy Freeman er fyrsti ástralski frumbyggr inn til að vinna til gullverðlauna á Ólymp- íuleikum. Gathy Freeman: Aftur á hlaupa- brautina frjálsar íþróttir Ólympíumeist- arinn í 400 metra hlaupi, Ástral- íubúinn Cathy Freeman, snýr aft- ur á hlaupabrautina á móti í Mel- bourne 7. mars. Freemán, sem vakti athygli fyrir að vera fyrsti ástralski frumbygginn til að vinna til gullverðlauna á Ólympr íuleikum, hefur verið frá keppni síðan í Sidney í fyrra. En þó að Freeman byrji að keppa í Melbo- urne í vor eru það Comm- onwealth leikarnir.í Manchester í júlí, sejn hún stefnir á. „Ég er að æfa á fullu og líkam- inn er að kom.ast í form. Ég er ekki meidd og ákveðnari en nokkru sinni fyrr,“ sagði Freeman. Hún er 29 ára og þarf að losa sig við rúm tíu kíló til að komast í keppnis- form. Hún fer reglulega í nudd ög jóga og segist mjög meðvituð um að reyná ekki um of á sig. „Ég hika ekki viðiað fara betur með mig og æfa minna. Ég er með allt á hreinu hvað viðkemur heilsunni." ■ Þórður Guðjónsson leikmaður Las Palmas seg- ist vonast til að komast frá Las Palmas sem fyrst. Liðið á í miklum íjárhagserfiðleikum. Þórður lék síðast alvöru knattspyrnuleik 15. maí. knattspyrna Þórður Guðjónsson, knattspyrnumaður hjá Las Palmas á Kanaríeyjum, sem leik- ur í spænsku 1. deildinni, vonast eftir áð komast frá liðinu sem fyrst, en hann hefur ekki fengið neitt tækifæri með því í vetur. Hann lék síðast alvöru knatt- spyrnuleik þann 15, maí þegar hann var í láni hjá Derby og sagð- ARGUR ÞÓRÐUR „Wlaður er á besta aldrí og það er ekki eins og liðið sé það gott ..." JÓLATILBOÐ H FESTINA Sterk, nákvæm, flott Festina herra úr sandblásið og pólerað stál, hert gler, skrúfað bak, 100 m. vatnsvarið. ist vera orðinn ansi þreyttur á því að æfa bara og fá ekkert að spila. „Þetta er alveg fáránleg staða,“ sagði Þörður. „Þetta ár hefúr vérið alveg ömur- legt enda hef ég verið gjör- samlega frystur úti. Maður er á besta aldri og það er ekki eins og liðið sé það gott að máður ætti ekki að geta komist í það. Þetta er því mjög ergjandi." Til átóð að ' Þórður færi til Roda í Hollandi en það gekk ekki eftir þar sem sala hóllenska liðsins á öðrum leik- manni gekk tilbaka. >í Þórður sagði að végna f járhagsaðstæðna gæti Roda ekki kéypt nýjan leikmann nema losa sig fyrst við ein- hvern sem þegar væri hjá liðinu. Ef það géngi eftir í vetrar- f rí i.n u, gæti veí farið sVo að hann færi til Roda. „Ég er líka að skoða önnur lið i öðrurn lönd um, en það er mjög mikilvægt að það fari eitthvað að gerast í mínum málum núna um áramótin þegar márgar deildirnar eru í fríi. Mér finnst líklegast að ég fari til einhvers liðs í landi þar sem ég er þekktur, eins og Belg- ÍU, Hollandi, Þýskalandi eða hér á Spáni. Önnur lið'hafa verið svolí- tið tvístígandi, því menn skilja ekki afhverju ég hef ekkert spila ðog halda jafnvél að það hafi komið upp einhver agavandamál, sem er engan veginn reyndin. Ég er eins mikill atyinnumaður og atvirinumaður getur orðið.“ LAS PALMAS f VANDA „Það eru miklir fjárhagsérfiðleikar hjá klúbbnum og liðið hefur þurft að skila þeim leikmönnum sem það keypti í fyrra." Skeiðklukka, dagatal. Verð aðeins kr: 16.900,- (takmarkað magn) Póstsendum. maðurinnn Morten Wieghorst, leikmaður Celtic í Skotlandi, veiktist af sama sjúkdómi í fyrra og var frá keppni í 18 mánuði. ■ Þórður gerði fjögurra ára samning við Las Palmas og á tvo og hálft ár eftir af samningnum. Hann lék tíu leiki á sínu fyrsta tímabili, en eins og áður sagði hefur hann ekkert fengið að leika á þessu tímabili. Hann sagði að stjórn félagsins leyfði þjálfaran- um einfaldlega ekki að nota sig vegna þess að það þyrfti að losna við hanp. Stjórnarmennirnir hefðu talið öruggt að hann rnyndi fara frá liðinu í surnar, en að það hefði e.kki gengið eftir m.a. vegna þess að 270 milljóna króna verðmiði Hefði verið séttur á hann. Það hefði verið óraunhæft verð þar sem Las Palmas hefði keypt hann á um 245 milljónir frá Genk. Þórður sagði að spænska liðið væri reyndar ekki búið að bofga Genk svo mikið sem eina krónu og að Belgarnir hefðu kært málið til Alþjóðaknattspyrnu- sambandsins (FIFA). „Það eru miklir fjárhagserfið- leikar hjá klúbbnum (Las Palmás) og liðið hefur þurft að skila þeim leikmönnum sem það keypti-. í fyrra. Tveir Bi’ásilíu- me'nn fóru aftur til Brasilíu og tveir Sþánverjar fóru aftur upp á megihlandið. Liðið var náttúrléga 13 ár' í 2. deild og þá var það rek- ið eins og 1. deildar félag, þannig að það má segja að félagið sé nú að glíma við drauga fortíðarinn- ar.“ Þórður hefur misst sæti sitt i' landsliðinu, en hann sagðist samt ekki telja sig hafa misst það vegna þess að hann hafi lítið sem ekkert leikið með Las Palmas. Hann sagði aðrar ástæður liggja þar að baki. KSÍ hefði bara hætt að hafa samband við sig. trausti@frettabladid.is BABBEL „Ég fann fyrst fyrir dofa í fótunum fyrir fjórum vikum." LB ERT ÚRSMIÐUR URSMIÐUR Laugavegi 62 - s mi: 551-4100 GULL-ÚRID Axel Eiríksson úrsmiðaméistarí Álfabakka 16 sími 587 4100 MJÓDDIMNI ömurlegt

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.