Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.12.2001, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 22.12.2001, Qupperneq 6
6 FRÉTTABLAÐIÐ 22. desember 2001 LAUGARDAGUR SPURNING DAGSINS Hjálpræðisherinn: A annað hundrað í jólamatinn í ár Saknar þú jólasnjósins? „Ég sakna hans, ég neita því ekki. Við feng- um smá smjörþef um daginn og vonandi kemur hann aftur." Þorvaldur Finnsson, leigubílsstjóri hjálparstarf Ragnheiður Jóna Ár- mannsdóttir kapteinn hjá Hjálp- ræðishernum býst við að hátt í 130 manns muni koma í mat hjá þeim klukkan 18 á aðfangadags- kvöld. í gær höfðu 80 manns skráð sig í hátíðarmatinn. Þarna eiga í hlut einstæðingar, barna- fjölskyldur, sjúklingar, öryrkjar og aðrir sem minna mega sín í samfélaginu. Þetta er nokkru meira en var i fyrra. Hún segir að frá því í haust hafi verið mik- ið að gera við að aðstoða fólk með matarúttektir og fatnað sem get- ur ekki séð sér farborða vegna fjárhagslegra erfiðleika og fá- tæktar. Hún er ekki frá því að þessi aðstoð hafi aukist frá síð- asta ári. Þá virðist almenningur vera þokkalega jákvæður fyrir því að gefa í söfnunarbauka Hjálpræð- ishersins um þessar mundir eins og endranær. Það sem safnast á hverju ári er svo notað til að styðja þá sem eru minnimáttar í samfélaginu sem leita ásjár hjá þeim. Þessir fjármunir koma sér einnig vel vegna aðstoðar fyrir jólin ár hvert. ■ RAGNHEIÐUR JÓNA ÁRMANNSDÓTTIR KAPTEINN Segir að þeim virðist fara fjölgandi sem leita sér aðstoðar vegna fátæktar. KRISTALSGLÖS Krístalsglös Og kaffibollar f úfvali. ó horni Barónsstígs og Grettisgötu Sfmi: 562 10 29 Raf- geyma þjónusta t>á finnst mér jólin loks vera komin Jakobi Þórarinssyni varðstjóra í umferðardeild lögreglunnar finnst að þegar fólk streymi í kirkjugarðana á aðfangadag þá hefjist hátíðin. HELGISTUND f MATSALNUM Strákarnir í umferðardeild lögreglunnar eiga saman helgistund og syngja sálm á aðfangadagsmorgni. JÓL Jakob Þórarinsson varðstjóri í umferðardeild lögreglunnar í Reykjavík verður í fyrsta sinn í sjö ár, í fríi um jólin. Hann þekkir því vel til á lögreglustöðinni um jólin og þá tilfinningu að vera fjarri fjölskyldunni. „Það er til- tölulega rólegt um jólin en þó get- ur brugðið til hins verra þegar komið er fram að öðrum í jólum. Þá er því miður ekki óalgengt að við förum í hús þar sem heimilis- ófriður ríkir eða áfengi er haft ótæpilega um hönd og mér finnst það alltaf jafn sorglegt.“ Jakob segir að á aðfangadag hafi þeir sem eru á vakt í umferðardeild- inni það til siðs að koma saman í matsalnum. „Presturinn okkar á með okkur helgistund og við syngjum saman sálm. Síðan förum við í kirkjugarðana og aðstoðum fólk við að komast þangað og stjórnum umferðinni. Umferðin þar hefur aukist ár frá ári og ekki vanþörf á að vera sýnilegur. Þá fyrst finnst mér jólin vera að hefj- ast þegar leið fólks liggur í kirkju- garðinn. Um kvöldið er síðan mjög rólegt og lítið um útköll. Embættið sér okkur fyrir nógu af fínt smurðu brauði og gosdrykkjum en við fáum ekki heita máltíð." Jakob segir menn reyna að hliðra til svo þeir geti skroppið heim og borðað með fjölskyldunni en síðan komi þeir aftur og ljúki sinni vakt. „Við reynum að taka til- lit til þeirra yngri sem eiga lítil börn og leyfum þeim að fara fyrr heim ef það er mögulegt." Jakob hlakkar mjög til þessara jóla enda langt síðan hann fékk gott frí um jól. „Ég hef saknað þess að geta ekíd tekið þátt í matseldinni með konunni og öllu því sem fylgir því ég hef svo gam- an af að elda. Nú ætla ég svo sann- arlega að slaka á því ég á ekki að fara aftur að vinna fyrr en eftir jól. Það hittist svona á núna að ég á gott frí en þannig er það hjá okk- ur að við förum eftir okkar vakta- skrá og því ræður kylfa kasti með það hvernig jól og áramót koma út hjá hverjum og einum. ■ Seinni hálfleikur eftir hjá sjúkraliðum VELALAND" VÉLASALA • TURBÍNUR VARAHLUTIR • VIÐGERÐIR Vagnhöföi 21 • 110 Reykjavík Sími: 577 4500 velaland@velaland.is kjaramál Kristín Á. Guðmunds- dóttir formaður Sjúkraliðafélags íslands segir að það sé gífurleg vinna framundan við að fylgja eft- ir ákvæðum nýgerðra kjarasamn- inga og þá aðallega við sjúkra- stofnanir víðs vegar á landsbyggð- inni. Hún telur einsýnt að þetta verk muni standa yfir allt næsta ár ef að líkum lætur. Athygli vekur að nefnd sú sem heilbrigðisráðherra ætlaði að skipa til að fjalla um end- urskoðun á réttindum og skyldum sjúkraliða hefur ekki enn tekið til starfa. Þá virðist ekki heldur bóla neitt á reglugerð ráðuneytisins sem ætlun er að gefa út til skýr- inga á lögum um sjúkraliða. Bíldshöfða 18, 110 Reykjavík, sími: 587-1777 Hún segir að vinnan framundan felist einkum í því að hrinda í framkvæmd vinnustaðasamning- um sem gerður voru við ríkið. Samkvæmt ákvæðum samningsins eiga vinnustaðasamningarnir að færa sjúkraliða upp í ákveðnar starfslýsingar, auka við verksvið sjúkraliða og bæta við starfsleg réttindi þeirra. Hún segir að ein- hverra hluta vegna hafi þessi ákvæði ekki skilað sér í reynd því þau áttu að koma til framkvæmda frá og með 1. nóvember sl. Þá hafa einnig komið upp vandamál vegna samnings sjúkraliða við Launa- nefnd sveitarfélaga. Þau stafa að- allega af því að verið sé að breyta verksviði sjúkraliða frá því sem verið hefur, öndvert við það sem samið var um. Það er m.a. rökstutt með því að laun þeirra hafi hækk- að svo mikið að nauðsynlegt sé að hagræða á móti. ■ Jólasveinar! Jólasveinar! Búningarnir ykkar eru komnir. SALA OG LEIGA. Kveðja Grýla s: 555 0021 og s: 552 4898

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.