Fréttablaðið - 27.12.2001, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 27.12.2001, Blaðsíða 4
4 FRETTABLAÐIÐ 27. desember 2001 FIMMTUDAGUR | SVONA ERUM VIO Meirihluti hlynnt- ur veru hersins Meirihluti íslendinga á aldrinum 16 til 75 ára eru hlynntir veru bandaríska hersins á íslandi. Karlar eru hlynntari veru hersins á landinu heldur en konur. Hlutfall þeirra sem eru andvígir veru hersins á íslandi eykst samhliða meiri menntun. Ertu hlynnt(ur) eða andvlg(ur) veru bandaríska hersins á íslandi? Heimild:www. gallup. is Vísindamenn í Banda- ríkjunum: Ástæðan fyrir hollustu rauðvíns sögð fundin baltimore. ap Vísindamenn í Banda- ríkjunum segjast hafa komist að því, hvers vegna rauðvín hefur góð áhrif á æðakerfið í fólki. Þetta telja þeir að sé að þakka litarefnum sem nefnast pólyfenól. Þessi litarefni er að finna í rauðvíni, en hvorki í hvítvíni né rósavíni. Þau draga úr framleiðslu peptíðs, sem á sinn þátt í að herða æðarveggina, að því er fram kemur í greinargerð vísinda- mannanna sem birtist í nýjasta hefti tímaritsins Nature. Á tilraunastofu sinni komust vís- indamennimir að því, að eftir því sem meira er af pólyfenólum í rauðvíni því meira dregur það úr fjölda peptíða, sem nefnast endóþelín-1, í blóðinu. Talið er að of mikið magn af þessu peptíði í blóði eigi stóran þátt í því að æðar stífl- ast af fituefnum. Hvorki hvítvín né rósavín höfðu sams konar áhrif, en í þeim er lítið sem ekkert af pólyfenóli. „Meginboðskapurinn er sá, að hófleg neysla rauðvíns er líkleg til þess að koma í veg fyrir hjartasjúk- dóma, en við höfum engar sannanir fyrir því að hvítvín og rósavín hafi svipuð áhrif,“ segir Roger Cordy, sem stjómaði rannsókninni. ■ —«— Finnska sánan netvæðist: Fjarfundir í sánu sánuböð Jarkko Lumio, starfsmað- ur hjá margmiðlunarfyrirtæki í Tampere í Finnlandi, hefur tilkynnt að hann hyggist netvæða finnsku sánuna. Hjá Finnum teljast sánu- böð næstum til heilagrar iðju og segir Lumio að alkunna sé að marg- ir viðskiptasamningar hafi orðið til í sánum landsins. Lumio hefur hannað skermi sem á að þola hita og raka og verður tölvuskjá og mynda- vélum komið fyrir á bak við hann. Með því móti ættu Finnar og aðrir von bráðar að geta setið fjarfundi með aðstoð Netsins og stundað sánuböð á sama tíma. Nokia fyrir- tækið hefur þó ekki á prjónunum að hanna „sánuþolinn" farsíma og að- spurður sagði talsmaður fyrirtæk- isins að sumt væri einfaldlega of heilagt, þar með talin finnska sán- an. ■ I KIRKJUR I Kirkjusókn var mikil alls staðar á landinu á aðfangadag og jóla- dag. í Reykjavík varð fólk sums staðar frá að hverfa á aðfanga- dagskvöld og fjöldi kirkjugesta fékk ekki sæti heldur hlýddi á messu standandi. RÚV greindi frá. Um 1.200 manns sóttu aftansöng í Grafarvogskirkju og þurftu marg- ir frá að hverfa, að því er sr. Vig- fús Þ. Árason sagði á mbl.is. Marg- ir sátu í gluggakistum eða stóðu. Stór skekkja í reikningum ríkissjóðs vegna frestunar á sölu ríkiseigna: Gat í uppgjöri ríkissjóðs ríkisfjármál „Það horfir til þess að skekkja í reikningum ríkis- sjóðs sé upp á 25 milljarða og hallinn verði nálægt 4 milljörð- um,“ segir Gísli S. Einarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, um rekstrarniðurstöðu ríkissjóðs vegna frestunar á sölu ríkis- eigna. Árið verði því gert upp með halla „sem átti að vera með stórum afgangi upp á 30 millj- arða þegar lagt var af stað.“ Hann segir að gert var ráð fyrir tekjum vegna sölu eigna fyrir 15,5 milljarða auk þess sem samþykkt var í fjáraukalögum að bæta við tekjum upp á 6 millj- arða einungis til að bæta rekstr- arniðurstöðu ársins 2001. Þetta hafi verið hálfgerð talnaleikfimi til að villa fyrir um rekstrarnið- urstöðu ársins. Gísli segir að aðeins hafi tekist að selja 5 prósent af Landssíman- um til almennings þegar það stóð til að selja 16 prósent. Sömu sögu er að segja um tilboðssöluna, en þar seldust aðeins 2 prósent en ekki 8. Þetta, til viðbótar við sölu á Stofnfiski, hafi verið einu tekj- urnar sem ríkissjóður hafi fengið vegna sölu ríkiseigna. Skekkjan í þessu uppsetta reikningsdæmi sé því á bilinu 22 til 25 milljarðar króna. Gísli seg- ir að það breyti engu um þó fjár- málaráðherra haldi því fram að salan fari fram á næsta ári, Gatið í uppgjöri ríkissjóðs verði til staðar eftir sem áður fyrir árið 2001. „Það sem ríkisstjórnin ætlaði hefur ekki gengið eftir. Við vöruðum við þessu þegar ríkis- reikningur fyrir 2000 kom út og þau orð áttu fullan rétt á sér,“ segir Gísli. Hann segist ætla að salan á BgIsli Skekkjan í uppgjöri ríkissjóðs verður á bilinu 22 til 25 milljarðar. fjórðungshlut í Landssímanum gangi eftir á næsta ári. „Ég sé engar líkur á því eins og er að bankarnir verði seldir. Búnaðar- bankinn er í sérstakri úttekt og Landsbankinn stendur þannig að það þjónar engum tilgangi fyrir ríkissjóð að selja hann. Kannski er það gott fyrir ríkissjóð að bíða með sölu hans eitthvað fram á næsta ár ef verð hækk- ar.“ ■ Dómsmál tefur ekki Kárahnjúkavirkjun Sálfræðileg brandarakönnun á Netinu: Þjóðverjar hlæja þjóða Framkvæmdir boðnar út með nauðsynlegum fyrirvara, að sögn Frið- riks Sophussonar, forstjóra Landsvirkjunar. virkjanir Friðrik Sophusson, for- stjóri Landsvirkjunar, telur ekki að hugsanleg málaferli í kjölfar úrskurðar umhverfisráðherra vegna framkvæmda við Kára- hnjúkavirkjun muni tefja fram- kvæmdir. Hann segir að á næstu dögum og vikum verði farið yfir úrskurðinn með tilliti til þess hvaða breytingar hægt sé að gera á grundvelli hans. Ljóst sé að úr- skurðurinn muni koma til með að kosta Landsvirkjun umtalsverða fjármuni og að hugsanlega verði að breyta hönnun mannvirkja eða sækja annars staðar frá þá orku, sem tapast með breytingunum, t.d. á Kröflusvæðið. Fram- kvæmdaáætlun gerir ráð fyrir að verkið geti hafist næsta haust og undirbúningsframkvæmdir strax næsta sumar. „Við verðum að reyna að finna lausnir sem eru hentugar og ódýr- ar eftir atvikum. Ég tel hins vegar að dómsmál tefji ekki tímaferli alls verkefnisins. Og ástæðan er sú að verði farið í mál er nánast útilokað að dómstólar meti um- hverfisáhrifin efnislega. Þetta er svokallað frjálst mat og það sem dómstólarnir líta fyrst og fremst á er hvort farið verði að öllum formsreglum. Maður verður að álíta að ráðuneytið með alla sína lögfræðinga hafi gert það,“segir Friðrik. Friðrik segir ekki liggja ná- kvæmlega fyrir hvenær fram- kvæmdir geti hafist. Það eina sem liggi fyrir sé að eftir er að leggja fram frumvarp fyrir alþingi sem heimilar virkjun vatnsfallanna. Þegar það verði samþykkt geti iðnaðarráðherra fyrst gefið út framkvæmdaleyfi og sömuleiðis viðkomandi sveitastjórnir. „Það sem við getum auðvitað FRIÐRIK SOPHUSSON Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar. gert nú er að hanna verkið og bjóða út með þeim fyrirvörum að öll leyfi séu tiltæk þegar kemur að því að samþykkja tilboðin." Friðrik segir að nú þegar sé ekki sé búið að leggja nema brot af kostnaðinum í verkið miðað við hlutfall af heildarkostnaði virkj- anaframkvæmdanna. Útlagður kostnaður hleypur á fjórum millj- örðum en heildarkostnaður við framkvæmdirnar eru á bilinu 100 - 120 milljarðar króna. Þess má geta að kostnaður vegna breytinga í tengslum við úrskurð umhverfis- ráðherra gæti kostað Landsvirkj- un á bilinu 2 - 3 milljarða. „Auðvitað er það svo að þegar málið er komið á þetta stig og framkvæmdir hafa verið ákveðn- ar skiptir miklu að það gangi hratt og vel fyrir sig þannig að fjárfest- ingin fari að skila arði sem allra fyrst. Það hefur mikla þýðingu í svona verki.“ krístjangeir@frettabladid.is london. ap í Bretlandi hefur hópur sálfræðinga undanfarna mánuði reynt að komast að því, hver væri besti brandari heimsins. Þeir nota Internetið í þessari leit sinni og biðja fólk bæði um að senda inn brandara og meta gæði þeirra brandara sem fyrir eru í brandara- bankanum. Mánaðarlega birta sálfræðing- arnir bráðabirgðaniðurstöður úr könnunninni, og að þessu sinni kom þeim einna mest á óvart hve Þjóð- verjar eiga auðvelt með að hlæja að bröndurum. A.m.k. eru Þjóð- verjar viljugri en aðrar þjóðir til að segja brandara vera „mjög góða“. Einnig er forvitnilegt að sjá mun á kímnigáfu þjóða, sem birtist í því að ólíkir brandarar eru mis- vinsælir eftir þjóðum. Til að mynda þykir Bretum eftirfarandi brandari sá fyndnasti í banka sál- fræðinganna: „Sherlock Holmes og dr. Watson fóru í útilegu og tjölduðu undir stjörnubjörtum himni. Um miðja nótt vekur Holmes félaga sinn og segir: Watson, líttu nú upp til stjarnanna og segðu mér hvaða ályktun þú dregur. - Watson lítur upp og segir: Ég sé milljónir stjar- na, og jafnvel þótt reikistjörnur fylgi aðeins fáum þeirra, þá eru miklar líkur á því að sumar reiki- stjarnanna líkist jörðunni, og ef til eru nokkrar reikistjörnur sem líkj- ast jörðinni, þá gæti einnig þrifist þar líf. - Þá segir Holmes: ‘Watson, aulinn þinn. Einhver hefur stolið tjaldinu okkar!“ Ofangreindur brandari fékk einnig flest atkvæði allra brandara í bankanum, enda eru þeir á ensku Nokkrir þýskir fréttaljósmyndarar stilltu sér upp fyrir aftan Gerhard Schröder á mið- vikudaginn rétt áður en siðasti fundur rík- isstjórnar Þýskalands fyrir jól hófst. og Bretar hafa til þessa verið dug- legastir þjóða að taka þátt í könn- uninni. En hvaða brandara skyldu Þjóð- verjar svo hafa valið fyndnastan? Það er orðaleikur, sem erfitt er að BYGGINGARIÐNAÐUR Ef að líkum lætur verður eithvað minna að gera hjá smiðum og öðrum í byggingar- iðnaði á næstunni. Vinnumálastofnun: Spáð 2 - 3% atvinnuleysi í vetur vinnumarkaður Búist er við að at- vinnuleysi muni aukast umfram hefðbundna árstíðarsveiflu í vet- ur og geti því orðið um 2 - 3% á næstu mánuðum. í vetrarbyrjun var atvinnuleysi um 1,4%. Þetta kemur fram í skýrslu Vinnumála- stofnunar um stöðuna og horfur á vinnumarkaði. Þar er m.a. byggt á niðurstöðu könnunar meðal fyrir- tækja í helstu atvinnugreinum á höfuðborgarsvæðinu. Helstu niðurstöður könnunar- innar eru þær að minnkandi eftir- spurnar er farið að gæta á vinnu- markaði auk þess sem mjög hefur dregið úr veitingu nýrra atvinnu; leyfa á síðustu mánuðum. í skýrslunni kemur einnig fram að búist er við umtalsverðum sam- drætti í byggingariðnaði þegar kemur fram á veturinn. Sömuleið- is er reiknað með nokkrum sam- drætti í iðnaði og verslun en stöð- ugleika hjá fyrirtækjum í fjár- málaþjónustu. Þá er búist við lít- ilsháttar vexti í þjónustustarf- semi eins og t.d. í tölvu-, ráðgjaf- ar- og bókhaldsþjónustu og starf- semi auglýsingastofa. ■ mest þýða úr enskunni: Hvers vegna kallast sjónvarp „medium" (fjöl- miðill, eða meðalsteikt)? Vegna þess að það er hvorki „rare“ (lítið steikt, eða fágætt) né „well done“ (vel steikt, eða vel gert). Sá brýjndari, sem Svíar hlógu mest að, er svona: „Maður hringir á sjúkrahús og hrópar: Þið verðið að koma strax! Konan mín er alveg komin að því að fæða! Hjúkrunar- konan segir: Vertu nú rólegur, er þetta fyrsta barnið hennar? Hann svarar: Nei, þetta er eiginmaður hennar!“ Frökkum fannst hins vegar þessi langbestur: „Þú ert lögfræð- ingur í háum verðflokki. Ef ég léti þig fá 500 dali, myndirðu þá svara tveimur spurningum fyrir mig? - Svo sannarlega. Hver er hin spurn- ingin?“ ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.