Fréttablaðið - 27.12.2001, Blaðsíða 8
8
FRÉTTABLAÐIÐ
27. desember 2001 FIMMTUDACUR
Jóladagamir:
Rólegt hjá
leigubílum
SAivicðNCUR Styrmir H. Þorgeirsson,
leigubílstjóri, segir að það hafi ver-
ið rólegt að gera yfir hátíðisdagana.
Samt sem áður hafi bílar verið á
vakt til að sinna þeim viðskiptavin-
um sem þurftu að komast á milli
staða. Það hefði aðallega verið fólk,
sem vinnu sinnar vegna, ferðaðist
með leigubílum eins og starfsfólk
spítala. Lítið var um að fólk færi á
milli húsa vegna skemmtanahalds í
heimahúsum. „Hef ekki fundið vín-
lykt af nokkrum manni,“ sagði
Styrmir, sem telur að ölvun á þess-
um dögum hafi minnkað. ■
Búnaðarbankamálið:
Niðurstöðu
að vænta
Hætt við sýningu á Hnetubrjótnum:
Of kalt innan dyra
ballett Áhorfendur í Empire leik-
húsinu í Liverpool urðu fyrir von-
brigðum á dögunum þegar sýna
átti Hnetubrjótinn eftir Tjsaíkov-
skí. Dansflokkur leikhússins
ákvað á síðustu stundu að hætta
við sýninguna vegna þess að of
kalt var í húsinu. Samkvæmt
ákvæðum í samningi stéttarfé-
lags dansara má hiti innan dyra
ekki vera undir 19 gráðum á
celcius á meðan á sýningu stend-
ur. Kalt var í veðri þegar sýna átti
Hnetubrjótinn og fór hiti innan-
dyra í 18 gráður. Dansararnir
hafa bent á að það sé beinlínis
hættulegt heilsu þeirra að dansa í
tátiljum og þröngum sokkabux-
um í slíkum kulda. Það kom þó
ekki í veg fyrir að margir urðu
fyrir sárum vonbrigðum og mun
leikhúsið að sjálfsögðu endur-
greiða allan aðgangseyri. Tals-
maður dansaranna sagði að kuldi
innandyra væri ekki nýtt vanda-
mál í Empire leikhúsinu. Nefndi
hann að einn aðaldansaranna
hefði fengið krampakast sökum
kulda undir lok einnar sýningar.
Hafa dansararnir margbeðið um
að keyptir verði gashitarar til að
kynda innandyra. ■
EINNI GRÁÐU UNDIR LÁGMARKI
Um 2000 þúsund manns áttu miða á
Hnetubrjótinn. Hætt var við sýninguna eftir
að hiti mældist einni gráðu undir leyfilegu
lágmarki innan dyra.
LÖGREGLURANNSÓKN „Niðurstöðu er
að vænta fljótlega," sagði Jón H.
Snorrason, yfirmaður efnahags-
brotadeildar ríkislögreglustjóra,
um rannsókn á viðskiptum Búnað-
arbankans í Pharmaco. Embættið
fékk málið til rannsóknar í janúar á
þessu ári. Starfsmenn bankans eru
grunaðir um að hafa brotið lög um
verðbréfaviðskipti þegar bankinn
keypti hlutabréf í lyfjafyrirtækinu
Pharmaco á sama tíma og hann bjó
yfir trúnaðarupplýsingum um fyr-
irætlanir þess. Einkavæðingar-
nefnd hefur þurft að fresta sölu
bankans á meðan á rannsókn máls-
ins stendur. ■
Ljósmyndir af smáhlutum úr fjöldagröfunum í Bosníu:
Bók sem fáir vilja fletta
Enn er fátt vitað með vissu um hinstu örlög margra sem fórust í Bosníustrfðinu á síðasta áratug, og kennsl hafa ekki verið borin á fjöl-
mörg lík sem fundist hafa f fjöldagröfum. Rauði krossinn hefur það erfiða hlutverk að afla frekari vitneskju um þau.
LÁTINN?
Sagt er að lungnabólga hafi orðið bin
Laden að fjörtjóni í hellunum í Tora Bora.
Vangaveltur uppi um
dauða bin Laden:
A að hafa
látist úr
lungnabilun
afcanistan Vangaveltur hafa verið
uppi að undanförnu um hvort
Osama bin Laden sé látinn. Hafa
líkur verið leiddar að því að hann
kunni að hafa fallið í loftárásum
Bandaríkjamanna eða látist af
völdum lungnasjúkdóms. Á jóla-
dag birti dagblaðið Pakistan
Observer forsíðufrétt þar sem
fullyrt er að hann hafi látist af
völdum „alvarlegrar lungnabilun-
ar“ um miðjan desember í Tora
Bora fjöllunum. Þetta er haft eftir
ónefndum leiðtoga meðal talibana
sem segir að bin Laden hafi verið
grafinn skammt frá þeim híbýlum
þar sem hann dvaldi síðast. Útför-
in fór fram að hætti Wahhabi, sem
er kvísl innan Islamtrúar sem bin
Laden tilheyrði. Samkvæmt heim-
ildum blaðsins voru um 30 manns
viðstaddir útförina, þar á meðal
lífverðir hans, nokkrir fjölskyldu-
meðlimir og talibanar. Hleyptu
viðstaddir skotum úr byssum sín-
um og heiðruðu með því minningu
hins látna. Þess má geta að í frétt-
inni er hvergi getið hvar útförin á
að hafa farið fram né nákvæm-
lega hvaða sjúkdómur á að hafa
dregið hann til dauða. ■
st. louis. ap Á skrifstofu Rauða
krossins í borginni St. Louis í
Bandaríkjunum liggur frammi
voldug bók í tveimur bindum,
sem fáir eru áfjáðir í að skoða.
Hún nefnist „Bók yfir persónu-
legar eigur“ og var send til
Bandaríkjanna í þeirri von að
hún geti komið að liði við að kom-
ast að því hvað varð um ein-
hverja af þeim 18.000 manns,
sem saknað er frá því í stríðinu
sem geisaði í Bosníu-Her-
segóvínu á síðasta áratug.
í bókinni eru þúsundir ljós-
mynda, þriár til fjórar á hverri
blaðsíðu. Á hverri mynd má sjá
fáeina muni, sem fundust á líkum
í fjöldagröfum í Bosníu-Her-
segóvínu. Þarna eru myndir af
fötum, skartgripum, hárgreiðum
og ljósmyndum, sem allt er úta-
tað í mold.
Rauði krossinn sendi bókina
til St. Louis vegna þess að þar er
saman kominn óvenju stór flótta-
manna frá Bosníu, eða 35 þúsund
manns. Hundruð þeirra eru frá s
Srebrenica, þar sem framin voru S
einhver skelfilegustu fjöldamorð
Evrópu frá lokum seinni heims-
styrjaldarinnar. Enn sem komið
er eru flestir munirnir, sem
myndir eru af í bókinni, frá
fjöldagröfum sem fundust í ná-
grenni Srebrenica. Ef einhverjir
flóttamannanna í St. Louis bera
kennsl á muni í bókinni, þá yrði
listinn yfir þá sem saknað er
heldur styttri.
Þeir eru þó flestir heldur treg-
ir til að gera sér ferð til að fletta
bókinni. Flestir gera þeir einfald-
lega ráð fyrir að ættingjar, sem
saknað er, séu látnir og vilja helst
komast hjá því að rifja upp erfið-
ar minningar.
„Það kom til okkar maður sem
grét í þrjár klukkustundir," sagði
Lejla Susic. Hún er fædd í borg-
inni Mostar í Bosníu-Her-
segóvínu, en starfar hjá Rauða
krossinum í St. Louis. „Stundum
tekur fólk þessu með jafnaðar-
geði, en stundum ekki.“ Svo segir
hún að margir eigi erfitt um vik
vegna þess hve miklar kröfur
bandarískir lífshættir gera til
vinnutíma fólks.
Bókin er aðeins einn liður í við-
leitni Rauða krossins tií þess að
gera grein fyrir örlögum fólks,
sem saknað er eftir stríðið í Bosn-
íu og Hersegóvínu. Á rannsóknar-
stofum í Júgóslavíu hafa vísinda-
menn til dæmis verið að setja
saman gagnagrunn yfir erfðaefni
úr líkamsleifum fólks, sem kennsl
hafa ekki enn verið borin á. ■
Áramótaútsala
á handhnýttum austurlenskum gæðateppum
á Grand Hótel, Reykjavík.
Fimmtudag 27. desember kl: 13-19
föstudag 28. desember kl: 13-19
laugardag 29. desember kl: 12-19
sunnudag 30. desember kl: 12-19
Framkvæmdastjóri Reyðaráls:
Jákvæður við
fyrstu sýn
að því að endanleg ákvörðun
verði tekin í september. Úrskurð-
urinn nú breytir engu um þá
vinnu. Hins vegar er hann við
fyrstu sýn jákvæður og styður þá
vinnu sem við erum að vinna til
undirbúnings verkefnisins," seg-
ir Bjarne Reinholdt.
Fjármögnun verkefnisins býð-
ur þess að virkjanaleyfið verði
gefið út af iðnaðarráðherra, en
fyrr er ekki hægt að ganga út frá
því að af virkjun Kárahnjúka
verði. ■
Allt að 40% afsláttur ef greitt er með korti
5% aukaafsláttur m.v. staðgreiðslu
Verðdæmi Stærð: Verð áður: Nú staðqr:
Pakistönsk 60x90cm 9.800 6.800
Pakistönsk „sófaborðsstærð" 125x175-200 43.900 29.800
Balutch bænamottur 12-16.000 9.800
Rauður Afgan cm. 200x280 90.000 64.000
og margar fleiri gerðir
Sími 861 4883
álver Bjarne Reinholdt, fram-
kvæmdastjöri Reyðaráls, segist
ekki hafa kynnt sér úrskurð um-
hverfisráðherra um Kárahnjúka-
virkjun nægjanlega vel til að tjá
sig um hann. Hann segir þó að við
fyrstu sýn sé um jákvæða niður-
stöðu að ræða fyrir Reyðaráls-
verkefnið. Hann segir að ekkert
bendi til þess að neinna breyt-
inga sé að vænta á þeim áætlun-
um sem lagt var upp með. „Við
erum með ákveðna verkefnaá-
ætlun í gangi, þar sem stefnt er
I