Fréttablaðið - 27.12.2001, Blaðsíða 2
KJÖRKASSINN
LESENDUR
NJÓTA SÍN
Lesendur Vísis.is virðast
sammála um það að
tími jólanna sé góður.
Þó eru alltaf nokkrir
sem kvíða þessum
stundum og
eiga erfitt.
Eru jólín góður tími?
Niðurstöður gærdagsins
á vwvw.vísir.is
181%
19%
Spurning dagsins í dag:
Sóttir þú kirkju um jóiin?
Farðu inn á vísi.is og segðu
þína skoðun
Afbrotamenn:
Innbrota-
hrinaum
jólin
LðGRECLUMÁL Óvenju mikið var um
innbrot um jólin í höfuðborginni
að sögn Lögreglunnar í Reykja-
vík. Um miðjan dag í gær hafði
t.d. verið tilkynnt um fjögur inn-
brot þann daginn og fjöldi inn-
brota mun hafa verið svipaður á
aðfangadag og á jóladag.
í gærmorgun stóð vegfarandi
innbrotsþjóf að verki í mynd-
bandsleigu í Eddufelli. Þjófurinn
lagði á flótta og ekki var ljóst
hvort hann náði að taka með sér
eitthvað af því sem hann hafði
safnað saman og búið til flutnings.
Tilkynnt var um innbrot í gær-
morgun í verslunina Kíron í Graf-
arvogi. Þar komst þjófurinn óséð-
ur undan en utan við verslunina
fundust ferðatöskur sem verslun-
in selur.
Þá var brotist inn í bíl í Húsa-
hverfinu í Grafarvogi í gær og
stolið úr honum geislaspilara og
tilkynning barst um innbrot í
geymslu í Krummahólum en
óljóst var hvort einhverju var
stolið úr henni. ■
ÓPERUHÚSÍÐ í SYDNEY
Mikinn reykjarmökk leggur yfir Sydney í
kjölfar skógareldanna í nágrenni borgar-
innar. Óperuhúsið í Sydney er varla sýni-
legt frá höfninni.
Skógareldar í Ástralíu:
Rannsaka
ummerki um
íkveikju
skócareldar Um 3000 manns hafa
orðið að yfirgefa heimili sín
vegna mikilla skógarelda sem
geisað hafa í nágrenni Sydney
undanfarna viku. Eldar loguðu á
um 100 stöðum í gær í nágrenni
borgarinar og hafði þá fjölgað úr
70 frá deginum áður. Lögregla
rannsakar nú hvort brennuvargar
hafi kveikt einhverja elda á liðn-
um dögum. Eldurinn kom upp 20.
desember s.l. er eldingu laust í
þurran trjágróður. Miklir þurrkar
eru i Ástralíu um þessar mundir
og hefur vindur átt þátt í dreifa
eldinum og hamlað slökkvistörf-
um. Fjölmörg hús hafa eyðilagst,
þar á meðal 30 heimili og versl-
anamiðstöð í Silverdale og
Warragamba en alls hafa 140
heimili orðið eldi að bráð. Þá hafa
eldar logað í næst elsta þjóðgarði
i heimi sem staðsettur er suður af
höfuðborginni. Ekkert manntjón
hefur orðið í skógareldunum en
fjölmargir hafa orðið aö leita að-
stoðar vegna reykeitrunar. ■
FRETTABLAÐIÐ
27. desember 2001 FIMMTUDAGUR
Opinber gjöld lögaðila:
Verslun og þjónusta greiða nær hebning
skattar Fyrirtæki í verslun og
þjónustu greiða um 40% allra
opinberra gjalda lögaðila ársins
samkvæmt útreikningum Ríkis-
skattstjóra fyrir Samtök iðnað-
arins. Fyrirtæki í iðnaði greiða
um 24% opinberra gjalda, út-
gerðarfyrirtæki 4,5%, fisk-
vinnslan 4% og aðilar í landbún-
aði tæpt eitt prósent. Um fjórð-
ungur opinberra gjalda leggst á
opinbera aðila, mest megnis
vegna tryggingagjalds af laun-
um starfsmanna.
Hið opinbera er stærsti greið-
andi tryggingagjalds með 37%
en 31% falla á fyrirtæki í versl-
un og þjónustu og 21% á fyrir-
tæki í iðnaði. Fyrirtæki í fisk-
vinnslu og útgerð greiða samtals
um tíu prósent en fyrirtæki í
landbúnaði innan við eitt pró-
sent. Fyrirtæki í verslun og
þjónustu greiða rúman helmings
alls tekjuskatts lögaðila og fyrir-
t_æki í iðnaði ríflega fjórðung.
Útgerðarfyrirtæki greiða innan
við tvö prósent álagðs tekju-
skatts og fiskvinnslufyrirtæki
rúm þrjú prósent. Svipaða sögu
er að segja um greiðslur eigna-
skatta nema hvað hlutur fyrir-
tækja í verslun, þjónustu, fisk-
vinnslu og iðnaði er nokkuð
meiri en hlutur hins opinbera
minni sem því nemur. ■
MEST LAGT Á í REYKJAVÍK
63% gjalda lögaðila falla til í Reykjavík en 80% ef Reykjanesið er talið með.
Snæfellsnes:
VIÐ LANDAMÆRIN
Indverskir hermenn voru I viðbragðsstöðu við landamæri Pakistans og Indlands I gær. Spenna hefur stigmagnast þar frá því Indverski herinn
gaf út tilskipun um að íbúar I þorpum við landamærin skyldu yfirgefa heimili sln. Pakistanski herinn er einnig sagður I viðbragðsstöðu.
Flugskeyti Indverja
í viðbragðsstöðu
Spenna hefur stigmagnast við landamæri Indlands og Pakistans á und-
anförnum dögum. Skotbardagar voru með minna móti í gær en meðal-
dræg flugskeyti beggja herja eru sögð í viðbragsstöðu. Hægt er með
einföldum hætti að koma kjarnaoddum fyrir á þeim.
pakistan-indland Varnarmálaráð-
herra Indverja, Georges Fernand-
es, greindi frá því í gær að flug-
skeyti Indverja væru „í við-
bragðsstöðu". Herþotur hafa ver-
ið á flugi við landamæri Pakistans
og Indlands og skotbardagar voru
á fremstu víglínu í gær. Oryggis-
ráð indverska þingsins kom sam-
an til að ræða frekari aðgerðir
gegn Pakistan. Meðal þess sem
rætt var um var hvort banna ætti
flug pakistanskra flugfélaga inn-
an indverskrar lögsögu, ógilda
vatnssáttmála ríkjanna tveggja,
fækka sendiráðsfólki og afnema
viðskiptavild í garð Pakistana.
Colin Powell, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, tilkynnti í gær að
bandarísk stjórnvöld hefðu
ákveðið að frysta eigur hryðju-
verkasamtakanna Lashkar-e-
Tayyaba og Jaish-e-Mohammed
sem Indverjar saka um að hafa
staðið á bak við sjálfsmorðsárás
við indverska þingið fyrr í mánuð-
inum.
Báðar þjóðir hafa yfir að ráða
kjarnavopnum. Indverjar eiga
meðaldrægar rússneskar flaugar
og indverskar Prithvi I flaugar
sem draga 150 kílómetra og hægt
er að skjóta frá fjarstýrðum skot-
pöllum. Þá hafa Pakistanar yfir að
ráða kínverskum meðaldrægum
flaugum. Fregnir herma að
pakistanski herinn sé einnig í við-
bragsstöðu með sínar flaugar en
hægt er með einföldum hætti að
breyta flaugunum þannig að þær
beri kjarnaodda. Ekki er enn ljóst
hvort Indverjar eða Pakistanar
hafi breytt sínum flaugum.
Að sögn talsmanns indverska
hersins voru skotbardagar með
minna móti í gær miðað við und-
anfarnar vikur. Þá hafði dregið úr
straumi flóttamanna frá þorpum
sem eru við landamærin. Ind-
verski herinn tilkynnti hins vegar
að hætt hefði verið við árleg há-
tíðarhöld hersins sem áttu að vera
15. janúar n.k.
Átök milli Pakistana og Ind-
verja hafa stigmagnast frá sjálfs-
morðsárásinni við indverska
þingið 13. desember s.l. Þrettán
létust í árásinni. Hafa Indverjar
sakað pakistönsku leyniþjónust-
una um að hafa stutt árásina sem
tvær herskáar aðskilnaðarhreyf-
ingar, Lashkar-e-Tayyaba og
Jaish-e-Mohammed, stóðu að.
Báðar hreyfingar hafa barist
gegn yfirráðum Indverja í
Kasmír héraði. ■
Köstuðust
úr bíl
löcrecla Tveir menn köstuðust út
úr bíl sem valt nálægt Rifi á Snæ-
fellsnesi í fyrrinótt en slösuðust
ekki alvarlega.
Tæplega sjötugur maður slapp
við alvarleg meiðsl eftir að hafa
misst stjórn á bíl sínum og ekið á
Ijósastaur á Gullinbrú í gær. Mað-
urinn festist í bílnum og þurfti að
klippa hann út úr flakinu. Talsvert
var um önnur minni óhöpp í um-
ferðinni í Reykjavík í gær.
Menn sem talið er að hafi brot-
ist inn í Menntaskólann við
Hamrahlíð að morgni jóladags og
unnið þar skemmdir á hraðbanka
og gossjálfsala var sleppt eftir yf-
irheyrslu hjá lögreglu. ■
Uppsögn ritstjóra DV:
ViU ekkert
segja
fjölmiðlar Óli Björn Kárason, rit-
stjóri DV og einn af hluthöfum í
útgáfufélagi blaðsins, vildi ekki
tjá sig um aðdraganda uppsagnar
Jónasar Kristjánssonar, fyrrver-
andi ritstjóra DV. í Fréttablaðinu
á Þorláksmessu sagði Jónas að sér
hefði verið sagt upp störfum frá
áramótum með fjögurra mánaða
uppsagnarfrest.
Aðspurður um hvort búið væri
að finna einhvern til að setjast í
stól Jónasar vildi Óli Björn engu
svara. ■
HAPPDRÆTTI
Islendingur vann 44,6 milljónir
króna þegar dregið var í Vik-
ingalottói í gær. Fyrsti vinningur
kom á einn miða sem seldur var
hérlendis. Bónusvinningurinn
sem var rúmar 3 milljónir gekk
ekki út. Tölurnar voru 1 -12 -15 -
38 - 42 - 44. Bónustölur voru 11
og 47.
Skipverjarnir á Jóni Vídalín reyndu að hafa jólin eins heimilisleg og kostur er um borð í togara:
Hífðu trollið og hlustuðu á jólamessuna
jólahald Skipverjarnir á Jóni
Vídalín voru búnir að vera á veið-
um í tíu sólarhringa þegar jólin
gengu í garð. „Þetta var ósköp ró-
legt. Gott veður og góður matur.
Við reyndum að gera gott úr
þessu,“ sagði Haraldur Bene-
diktsson, skipstjóri. Búið var að
gera borðsalinn huggulegan en
ekki var skipst á gjöfum í þetta
sinri.
„Við stoppuðum á meðan og
borðuðum allir saman,“ sagði
Haraldur, sem geymdi trollið á
dekkinu meðan á borðhaldi stóð.
Áður höfðu skipverjarnir slappað
af við jólamessuna í útvarpinu
sem gerði stemninguna svolítið
jólalegri. „Það er reynt að hafa
þetta sem líkast því sem gerist
heima hjá mönnum."
Símasamband var í lánd svo
skipverjarnir þurftu ekki að tala
við f jölskylduna í gegnum talstöð-
ina. „Við vorum yfir hátíðirnar í
símasambandi svo það gátu allir
hringt heim.“ Aðspurður hvort
menn hefðu ekki verið leiðir yfir
því að vera úti á'sjó þessa daga
sagði Haraldur að Þeir létu sig
hafa það. Eftir matinn hófst svo
streðið á ný.
Fjórtán menn eru um borð í
Jóni og voru þeir að fylla skipið
þegar Fréttablaðið hafði sam-
band. Voru þeir að toga í Skerja-
dýpinu í leit sinni að karfa til að
sigla með til Þýskalands. „Þetta er
að hafast," sagði Haraldur en
veiðin hafði verið nokkuð treg.
JÓN VÍDALÍN ÁR
Á sjó um jólin.
Stefnt er að því að selja á markaði
í Þýskalandi annan janúar þegar
gott verð fæst fyrir fiskinn.
„Það er lágmarks mannskapur
sem siglir. Það fara allir í frí sem
geta,“ sagði skipstjórinn. „Þá
komast þeir allir heim.“ Það verða
því fleiri heima yfir áramótin en
voru yfir jólin. Haraldur verðu þó
fjarri heimili sínu enda fer hann
sjálfur með bátinn til Þýskalands
og hyggst halda af stað seint í
kvöld.
bjorgvin@frettabiaðið.is