Fréttablaðið - 24.01.2002, Qupperneq 12
12
FRÉTTABLAÐIÐ
24. janúar 2002 FIMMTUPAGUR
Skagfirðingar athugið!
Þorrablót verður haldið laugardagskvöldið 2. febrúar 2002 í
Akógessalnum - Sóltúni 3 (2. hæð) Húsið opnar kl:19
Fjölbreytt og glæsilegf þorraborð.
Sönghópurinn Veirurnar. Óvæntar uppákomur.
Veislustjóri: Sölvi Sveinsson,
Ari Jónsson og Hilmar Sverrisson leika fyrir dansi.
Miðaverð 3500 kr. Tryggið ykkur miða í tíma.
Forsala aðgöngumiöa fer fram í Drangey - Stakkahlíð 17
Laugardaginn 26. jan. 2002, ki 14 - 16 eða hjá eftirtöldum:
Bílaspítalinn s: 565 - 4338 (Ingvi) , Denna s: 565 - 8649,
Óli Jóh. s: 564 - 3294
Skemmtum okkur að skagfirskum sið!
HESTAFLUTNINGAR
KG-FLUTNINGAR
S. 695 8558, 854 5558, 426 8562
Útsala Flísar
Dagana 27. janúar til 2. febrúar verður
15-20% afsláttur á öllum vörum á lager
Mílanó-Flísaverslun
Ármúla 17a - Sími: 511 1660
Álafoss-föt bezt
Miðnæturtónleikar
Bubbi Morthens og hljómsveitin Stríð
og friður föstudagskvöld 25. janúar.
Steindór Andersen og
Sigur Rós.
Þorrablót 2. og 16. feb. á Álafossi þar
sem Steindór og hljómsveitin Sigur
Rós sjá um þjóðlega dagskrá.
Sjá nánar á alafoss.is
Álafoss-föt bezt 566 8585
Þrífum bíla utan sem innan
• Alþrif • Mössun
• Djúphreinsun • Vönduö vinna
• Vélarþvottur
• Tökum í umboðssölu hljómflutningstæki í bíla
• Aðstoðum við ísetningu hljómflutningstækja í bíla,
einnig viö minniháttar bílaviðgerðir
GERUM TILBDÐ TIL FYRIRTÆKJA OG STOFNANA
SÆKJUM OG SENDUM BÍLA
LÁTUM FAGMENN UINNA UERKIN
BÓNSTÖÐIN BÓN OG ÞRIF
Smiðjuvegi 44e, gul gata - Sími 564 0330
Há lendingar- og þjónustugjöld í Keflavík:
Go hættir Islandsflugi
samgöncur Lágfargjaldaflugfélag-
ið Go mun ekki fljúga til íslands í
sumar eins og tvö undanfarin ár
vegna hárra lendingar- og þjón-
ustugjalda í Keflavík.
Meginástæða þess að félagið
hættir áætlunarflugi milli London
og Keflavíkur er sú, að lendingar-
gjöld og afgreiðslukostnaður á
Keflavíkurflugvelli er allt of hár
fyrir lágfargjaldaflugfélög, segir í
fréttatilkynningu. Go útilokar þó
ekki að félagið muni endurskoða
flug til íslands á næsta ári ef for-
sendur breytast. Kostnaðurinn á
Keflavikurfíugvelli er að jafnaði
tvisvar sinnum hærri en á flestöll-
um öðrum flugvöllum sem Go
flýgur til í Evrópu.
„Okkur þykir mjög leitt að geta
ekki hafið flug til Islands í sumar,
en við verðum að halda öllum
kostnaði í algjöru lágmarki til að
geta ávallt boðið lægstu mögulegu
fargjöldin. Þess vegna höfum við
ákveðið að einbeita okkur að þeim
áfangastöðum þar sem við getum
haldið þessum kostnaði í lágmarki.
Það er krafa nútíma ferðamanns-
ins,“ segir David Melivio, mark-
aðsstjóri Go. Go flaug fjórum sin-
num í vikum milli London og
Keflavíkur sumarið 2000. í fyrra
flaug félagið þessa leið alla daga
vikunnar um sumarið og fjórum
sinnum í viku til loka október. ■
INNLENT
Tilkynnt var um þrjú innbrot til
lögreglunnar í Reykjavík í gær.
Gluggi var brotinn upp í bakhurð
húss í Mosfellsbæ og ýmsu verð-
mætu stolið. Bílar á Borgarbílasöl-
unni á Grensásvegi fengu ekki að
vera í friði og geymsla í Unufelli
var opnuð. Rótað var um allt íbúð-
arhúsið og leitað að verðmætum.
Ýmislegt var horfið eins og hljóm-
flutningssamstæða, tölva, skanni,
fjórar myndavélar, GPS staðsetn-
ingartæki, vídeomyndavél, tveir
sjónaukar, fatnaður, leður-
kventaska og ilmvatn. Verðmæti
þessara muna er óljóst. Á bílasöl-
unni var farið inn í tvo bíla og það-
an stolið geislaspilurum. Geymslan
hýsti barnakerru og átta kippur af
Kóka kóla sem hvarf. Lögreglan
vinnur að rannsókn málanna.
Samkeppni um bryggjuhverfi á norðurbakkanum í Hafnarfirði hefst í febrúar:
Þrír aðilar taka þátt
í lokaðri samkeppni
V
NORÐURBAKKINN
Lokuð samkeppni um hönnun norðurbakkans hefst í næsta mánuði. Sigurður Einarsson,
formaður skipulagsnefndar Hafnarfjarðar vildi ekki gefa upp hvaða aðilar koma að sam-
keppninni.
HAFNARFJÖRÐUR Skipulagsstjóri
Hafnarfjarðar hefur sett sig í sam-
band við fulltrúa Norðurbakka ehf.
um samstarf varðandi fyrirhugaða
uppbyggingu á norðurbakka Hafn-
arfjarðarhafnar. Hafnarfjarðar-
bær, Þyrping hf. og J&K Eignar-
haldsfélag ehf., sem eiga fasteign-
ir á norðurbakkanum, gerðu með
sér samstarfssamning um skipu-
lagningu og uppbyggingu íbúða-
hverfis á norðurbakkanum og á
landfyllingu vestan við hafnar-
bakkann.
„Þrátt fyrir að bæjarráð hafi
ekki sent þetta í allar nefndir tók-
um við þetta mál upp, því þetta er
fyrst og fremst mál skipulags-
nefndar,“ sagði Sigurður Einars-
son, formaður skipulags- og um-
ferðarnefndar Hafnarfjarðar.
„Á sínum tíma áttum við þátt í
að undirbúa þetta mál með okkar
ráðgjafa, Richard Abraham, sem
vann tillögur fyrir miðbæ Hafnar-
fjarðar. Þá voru þessar hugmyndir
viðraðar og þá var eðlilegt að við
tækjum málið upp.“
Fyrirhuguð er lokuð samkeppni
um hönnun svæðisins. Þar er rætt
um allt að 600 íbúðir fyrir um 1800
manns og á uppbyggingunni að
vera lokið fyrir mitt ár 2006.
„Við erum að ræða hvaða for-
sendur við teljum að eigi að koma
inn í þessa samkeppni. Það verður
tekið fyrir á fundi skipulagsnefnd-
ar næsta þriðjudag.“
Að sögn Sigurðar er hugmyndin
sú að samkeppnin hefjist í mars og
taki um tvo mánuði. Þremur aðil-
um hefur verið boðið að taka þátt
og fá þeir greitt fyrir sínar hug-
myndir. Hann vildi þó ekki gefa
upp um hvaða aðila væri að ræða.
Fasteignirnar sem nú standa á
norðurbakkanum verða afhentar
1. júlí, 2003. Um er að ræða hús-
næði sem kennt hefur verið við
Bæjarútgerð Hafnarfjarðar, Norð-
urstjörnuna og fasteignir Jóna hf.
kristjan@frettabladid.is
Dönsk innflytjendalöggjöf:
Hlynntir hertum reglum
könnun Helmingur Dana er
hlynntur tillögum dönsku ríkis-
stjórnarinnar um að herða á inn-
flytjendalöggjöfinni samkvæmt
skoðanakönnun sem Jyllands-
Posten birti í gær. Helmingur
þeirra sem voru spurðir sögðu
tillögurnar hæfilegar. 34% töldu
að hert væri um of á innflytj-
endalöggjöfinni. 7% voru þeirr-
ar skoðunar að herða ætti enn
frekar á löggjöfinni.
Samkvæmt könnuninni er
meirihluti Dana hlynntur því að
sjö ár líði áður en innflytjendur
fái varanlegt dvalarleyfi. Sam-
kvæmt núverandi löggjöf þurfa
þrjú ár að líða. Meirihluti er ein-
nig hlynntur því að innflytjend-
ur verði að vera orðnir 24 ára
gamlir áður en þeir fá leyfi til að
fá maka sína frá öðrum löndum
til sín.
Ýmis mannréttindasamtök
hafa orðið til að gagnrýna dönsk
stjórnvöld fyrir tillögur sínar
um að herða á innflytjendalög-
gjöf. Stjórnvöld segja að tillög-
urnar gangi engan vegin í ber-
högg við alþjóðasáttmála sem
Danir eru aðilar að. ■
MISJAFNLEGA TEKIÐ
Stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir breyt-
ingar sínar. Egginu var hins vegar kastað I
forsætisráðherrann fyrir að gera ekki nóg í
málefnum heimilislausra.
15-60% afsláttur
Stólar - borð - skápar - hillur - Ijós
Mörkinni 3,108 Reykjavík,
sími 588 0640