Fréttablaðið - 31.01.2002, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 31.01.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTABLAÐIÐ KJÖRKASSINN 31. janúar 2002 FIMIVITUDAGUR DJÖ... DÓMARINN Dómur netverja yfir dómurum: Þetta eru aular! Hafa dómarar á Evrópumótinu í handknattleik reynst íslend- ingum illa? Niðurstöður gærdagsins i www.visir.is Spurning dagsins í dag: Á að refsa ófötluðum sem leggja í bíla- stæði fatlaðra? Farðu inn á vísi.is og segðu þfna skoðun I ___________________ Loðnukvóti aukinn um 530 þúsund lestir á þessari vertíð: Utflutningsverðmæti aukast um 2 milljarða loðnuveiðar „Þetta kemur vel við okkur. Ef veður og vindar verða skapleg við okkur lofar þetta mjög góðu. Það virðist vera mikil loðna og það taka þessu allir fagnandi að það sé aukið við kvótann," sagði Freysteinn Bjarnason, fram- kvæmdastjóri útgerðar í Síldar- vinnslunni á Neskaupsstað. Sjávar- útvegsráðuneytið gaf út reglugerð um aukinn loðnukvóta á yfirstand- andi vertíð í gær. Samkvæmt reglugerðinni er loðnukvóti ís- lenskra skipa á vertíðinni aukinn um 530 þús. lestir. Heildarloðnu- kvóti, eftir aukningu, er því 968.389 lestir. Ákvörðunin var tek- in að tillögu Hafrannsóknastofnun- arinnar eftir mælingar á stærð loðnustofnsins. Samkvæmt fréttatilkynningu sjávarútvegsráðuneytisins má áætla að þessi hækkun á loðnukvót- anum auki útflutningsverðmæti sjávarafurða á árinu 2002 um 2 milljarða króna frá fyrri áætlunum Þjóðhagsstofnunar. Freysteinn segir að það sé raunhæft að áætla svo, náist að veiða alla loðnuna. „Tíðarfarið hefur verið mjög erfitt en þetta hefur samt gengið. Hjá okkur hefur verksmiðjan nán- ast verið á fullri keyrslu." Síldar- vinnslan og dótturfyrirtæki þess hafa um 8,83% af heildarkvóta auk þess sem viðskipta bátur hennar er LOÐNUVEIÐAR Loðnuveiðar hafa gengið vel það sem af er árinu þótt tíðarfarið hafi oft reynst mönn- um erfitt. með rúm 2%. Freysteinn vildi ekki segja um hve mikil útflutnings- verðmæti væri að ræða fyrir Síld- arvinnsluna. „Það er bara heill hell- ingur. Það sýnist mér á öllu og mað- ur veit ekki hvernig markaðsverð hagar sér.“ Hann segir að veiði- bann sem er í Perú og hjá Dönum í Norðursjó nú sé hagstætt fyrir ís- lenska útflutningsaðila. Aukning hefur orðið á kvóta í rækju, ýsu, ufsa, sandkola og loðnu á þessu ári og gera má því ráð fyr- ir að útflutningsverðmæti sjávar- afurða hafi aukist um 8 milljarða á árinu 2002 frá fyrri áætlunum Þjóðhagsstofnunar. kristjan@frettabladid.is RAFIÐNAÐARSKÓLINN Rekstur Rafiðnaðarskólans, Viðskipta- og tölvuskólans og Margmiðlunarskólans ekki sem skyldi. Skóla raf- og prentiðnaðarins: Kærður fyr- ir fjárdrátt kæra Fyrrum skólastjóri skóla raf- og prentiðnaðarins var í gær kærð- ur til efnahagsbrotadeildar lög- reglu. Skólastjóranum fyrrverandi er gert að hafa dregið sér fé úr sjóðum skólanna og stofnað til skul- da í nafni skólanna í heimildarleysi. Hann var rekinn eftir að í ljós kom að óreiða var á fjármálum þriggja skóla sem heyrðu undir hann. Skólastjórinn fyrrverandi hef- ur sagt að ákæran sé með öllu til- hæfulaus. Hann segir í yfirlýsingu að hann hafi getað reitt fram launasamninga fyrir öllum þeim greiðslum sem hann hafi þegið. Þá sé ekki rétt að hann hafi í heimild- arleysi stofnað til skulda í nafni skólanna. Þannig sé formaður Raf- iðnaðarsambandsins sjálfur í ábyrgðum fyrir skuldum sem hafi verið stofnað til. Undir þetta tekur Fjóla Hauksdóttir, starfandi skóla- stjóri Viðskipta- og tölvuskólans, sem telur málið lykta af ofsóknum í garð skólastjórans fyrrverandi. Sjálf hafi hún sagt upp störfum vegna þess hvernig málið hefur verið rekið. Guðmundur Gunnarsson, for- maður Rafiðnaðarsambandsins segir skólastjórann fyrrverandi vera að blanda saman óskyldum málum þegar hann minnist á skuld- ir sem Guðmundur sé í ábyrgðum fyrir. Skólastjórinn fyrrverandi hafi stofnað til mikilla skulda með tækjakaupum án heimildar. Lausa- skuldir hafi t.d. hækkað um hund- rað milljónir króna. Þá þyki honum einkennilegt að nokkrum manni detti til hugar að lögfræðingar sem hafa farið yfir málið skyldu eiga að- ild að kæru nema hafa farið ræki- lega yfir málið. ■ —*— Þórunn Sveinsdóttir VE og Bjartur NK: Arekstur á miðunum árekstur „Þetta var voða lítið, ég var að toga og var búinn að gefa honum loforð um að lána honum varastykki. Hann rakst síðan að- eins utan í síðuna á mér,“ sagði Guðmundur Guðlaugsson, skip- stjóri á Þórunni Sveinsdóttur VE- 40, sem lenti í árekstri við Bjart EK í gær. „Þetta er nú ekki mikið. Báturinn dældaðist aðeins á sex metra kafla." Þórunn Sveinsdóttir er á veiðum á Eskifirði og hefur fiskað vel síðustu vikuna. ■ Bærinn vissi um barnamergðina Faðir stúlkubarns í Kópavogi segir yfirvöld í bænum hafa vitað um barnamergðina á daggæslunni í Alfatröð ári áður en barn sem þar var í gæslu lést eftir að hafa verið hrist. Félagsmálastjóri Kópavogs segir út í hött að bænum hafi verið kunnugt um ástandið í Álftröð. HÉRAÐSDÓMUR REYKJANESS Ákæran á hendur fólkinu sem gætti drengsins var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í gærmorgun. stjórnsÝsla Yfirvöld í Kópavogi vissu þegar sumarið 2000 að of mörg börn væru í gæslu á heimili mannsins sem ákærður er fyrir að hafa banað barni af gáleysi. Þetta fullyrðir faðir stúlkubarns sem var í gæslu hjá dagföðurnum og konu hans. Níu mánaða gamall drengur sem var í vist hjá fólkinu lést í byrj- un maí 2001. Ríkis- saksóknari telur að 26 börn hafi verið í gæslu hjá fólkinu þegar drengurinn lést en þau höfðu leyfi fyrir 11 börnum. Faðirinn hér að ofan segist ekki vilja láta nafns síns getið. „Það gæti bara bitnað á okkur sjálfum," telur hann. Dóttir mannsins var í gæslu hjá fólkinu megnið af árinu 2000, eða u.þ.b. frá því hún var rúmlega eins árs þar til hún varð tveggja ára. „Við kvörtuðum við félags- málaþjónustuna í Kópvogi um sumarið vegna þess að fólkið var með alltof mörg börn. Þar virtist starfsfólki vera kunnugt um stöð- una því við fengum þau svör að þetta væri tímabundið ástand. Ekkert breyttist og manni finnst skrítið að heyra að árið eftir hafi þau enn verið með alltof mörg börn. Það er mjög óeðlilegt að yf- irvöld fríi sig allri ábyrgð og þyk- ist ekkert vita, eins Aðalsteinn Sigfússon félagsmálastjóri segir í Fréttablaðinu,“ segir faðirinn. Aðalsteinn, sem er félagsmála- stjóri Kópavogs, segir hins vegar út í hött að félagsþjónustunni hafi verið kunnugt um að í Álfatröð hafi verið fleiri börn en eðlilegt var. „Þetta kom okkur gersamlega í opna skjöldu," segir hann. Aðal- steinn segist ekki geta staðfest að kvartanir hafi borist vegna barna- fjöldans. Faðirinn segir furðulegt að ástandið skyldi hafa verið látið viðgangast. Þrátt fyrir að aðstað- an hafi verið góð hjá fólkinu og það sjálft viðkunnanlegt hafi verið augljóst að börnin voru alltof mörg til fólkið gæti ráðið við um- önnum þeirra. „Sérstaklega vegna þess að konan var sjálf ófrísk," segir hann. Að sögn föðursins var alltaf stöðugur umgangur foreldra í Álfatröðinni, sama hvenær dags komið var. „Maður var endalaust að sjá nýtt fólk. Bílskúrinn var fullur af barnavögnum sem allir virtust í notkun. Börnin voru látin sofa í skúrnum ef kalt var veðri,“ segir hann. Foreldrar stúlkunnar treystu fólkinu áfram fyrir dóttur sinni. „Stelpan kom stundum heim með kúk í bleyjunni, sem oft hafði ver- ið lengi á. Hún grét líka stundum þegar farið var með hana í gæsl- una en það var ekki meira en eðli- legt má teljast. Þau voru líka með góða aðstöðu, gott einbýlishús og stóran garð með leiktækjum," seg- ir faðirinn. gar@frettabladid.is ÓLAFUR F. MACNÚSSON Atkvæði greitt F-lista er atkvæði gegn Kára- hnjúkavirkjun. Olafur F. Magnússon Við höfum sérstöðu vidbrögð „Ég er ekki vanur því að taka afstöðu til mála eftir því hvernig vindáttin er hverju sinni“, segir Ólafur F. Magnússon um afstöðu kjósenda til þess hvort Reykjavíkurborg eigi að beita áhrifum sínum gegn Kárahnjúka- virkjun. „Ég hef einlæga sann- færingu fyrir því að hugsanlegur skammtímaávinningur af þessu verkefni myndi á engan hátt vega upp þau gífurlegu náttúruspjöll sem af þessum framkvæmdum hlytust. Það er tvímælalaust verið að ganga á rétt komandi kynslóða. Kárahnjúkavirkjun er gífurlega kostnaðarsöm og áhættusöm framkvæmd. Reykvíkingar eiga að verja fjármunum sínum af meiri ábyrgð og yfirvegun en að taka þátt í þessu risaverkefni sem að verulegu leyti er rekið áfram af sterkum hagsmunaöflum og stjórnmálamönnum." „Við höfum algera sérstöðu gagnvart stóru framboðunum tveimur í þessu máli. Ég tel að þeir sem láta þetta mikilvæga mál sig varða eigi að nýta tækifærið í borgarstjórnarkosningunum í vor með því að greiða F-lista Frjáls- lyndra og óháðra atkvæði. Ég tel áð umhverfisverndarsinnar eigi að láta málefnið ráða en ekki hugsanlega flokkspólitíska hags- muni. Menn eiga að standa á sann- færingu sinni og kjósa samkvæmt hugsjónum sínurn." ■ —4— „Bílskúrinn var fullur af barnavögnum sem allir virt- ust I notkun. Börnin voru látin sofa í skúrnum ef kalt var veðri." Skoðanakönnun Fréttablaðsins: Borgin beiti sér ekki gegn virkjun stjórnmál Það virðist vera tiltölu- lega lítill áhugi meðal Reykvík- inga fyrir því að Reykjavíkurborg beiti áhrifum sínum gegn virkjun við Kárahnjúka. Þetta er niður- staða skoðunarkönnunar Frétta- blaðsins sem gerð var á mánu- dagskvöldið. Af þeim sem tóku af- stöðu sögðu 34,4 prósent borgar- búa það mjög eða frekar æskilegt að Reykjavíkurborg beitti sér gegn virkjuninni en 65,6 prósent sögðu það frekar eða mjög óæski- legt. Virkjunarsinnar, eða þeir sem vilja ekki gera þetta mál að málefni borgarinnar, eru tveir á móti á einum andstæðing virkjun- ar. Þessi niðurstaða er athyglis- verð. Ekki síst sökum þess að Frjálslyndi flokkurinn hefur kynnt þetta sem sitt helsta bar- áttumál í kosningunum. í Frétta- blaðinu í gær hafnaði Björn Bjarnason, borgarstjóraefni sjálf- stæðismanna, því alfarið að Reykjavíkurborg beitti áhrifum sínum gegn virkjun við Kára- hnjúka. Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir borgarstjóri sagði hins veg- ar að þar sem borgin væri stór eignaraðili að Landsvirkjun væri Er æskilegt að Reykjavíkurborg beiti áhrifum sínum gegn virkjun við Kárahnjúka? Mjög óæskilegt Frekar óæskilegt 35.5% 14,1% Mjög æskilegt 12,4% Frekar æskilegt 16,0% 22,9% Hvorki né eðlilegt að hún skoðaði vel arð- semismat virkjunarinnar. Það er nokkur munur á afstöðu kynjanna í könnuninni. Þannig segja 28,3 prósent karla þar mjög eða frekar æskilegt að borgin beiti sér gegn virkjun en 71,7 prósent segja það mjög eða frekar óæski- legt. Sama hlutfall hjá konum er 42,5 prósent með þrýstingi frá borginni en 57,5 prósent á móti. I könnunni var spurt: Telur þú mjög æskilegt, frekar æskilegt, hvorki né, frekar óæskilegt eða mjög óæskilegt að Reykjavíkur- borg beiti áhrifum sínum gegn virkjun við Kárahnjúka. 12,5 pró- sent neituðu að svara en af þeim sem tóku aftsöðu sögðu 14,1 pró- sent það mjög æskilegt, 12,4 pró- sent frekar æskilegt, 22,9 prósent hvorki né, 16,0 prósent frekar óæskilegt og 34,5 prósent mjög óæskilegt. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.