Fréttablaðið - 31.01.2002, Síða 11
FIMMTUDAGUR 31. janúar 2002
FRÉTTABLAÐIÐ
11
Viðurkenna að hafa of mörg börn:
Dagfaðir
segist saklaus
HÉRAÐSDÓMUR REYKJANES
Ákæra gegn dagforeldrum úr Kópavogi var þingfest I gær.
dómsmál Maðurinn sem ákærður
er fyrir manndráp af gáleysi með
því að hafa hrist ungabarn ógæti-
lega lýsti sig saklausan af
ákærunni við þingfestingu máls-
ins í gær.
Maðurinn og kona hans viður-
kenndu hins vegar að hafa haft
fleiri börn í gæslu en þau höfðu
leyfi fyrir. Þau sögðust þó telja
ákæruna hvað þetta atriði snertir
aðeins að hluta til rétta. Ekki sé
rétt að ákæra þau samkvæmt 187.
grein hegningarlaga eins og gert
sé. Þau sögðust mundu skýra sjón-
armið sín hvað það snertir þegar
málið verður tekið til aðalmeð-
ferðar. Það verður gert 15. febrú-
ar nk.
í ákæruskjalinu kemur fram
að níu mánaða drengur sem fólkið
hafði í gæslu lést af innri áverk-
um í höfði í byrjun maí í fyrra eft-
ir að hafa verið hristur eða veittir
þeir áverkar á annan hátt.
Samkvæmt ákæruskjalinu
voru á bilinu 7 til 15 fleiri börn í
gæslu hjá fólkinu en þau ellefu
sem það hafði leyfi fyrir. í janúar
2001 voru börnin alls 18. I apríl,
um þær mundir sem drengurinn
lést, voru börnin orðin 26. ■
Bandaríski Seðlabankinn:
Vextir ekki
lækkaðir
vextir Bandaríski Seðlabankinn
ákvað i gærkvöldi að lækka ekki
skammtímavexti. Sú ákvörðun er
talin marka endalok mikilla vaxta-
lækkana sem bankinn hefur sam-
þykkt á undanförnum mánuðum.
Skammtímavextir sem bankinn
ákveður eru nú 1,75%. Þeir hafa
ekki verið lægri frá 1961. Fyrir ári
síðan voru vextirnir 6%. Eftir það
fór Seðlabankinn að lækka vextina
jafnt og þétt þar til þeir náðu lág-
marki í síðasta mánuði. í yfirlýs-
ingu bankans um að vextir skyldu
standa í stað mátti þó lesa vísbend-
ingar um að vaxtalækkun sé hugs-
anleg á næstunni. ■
Bretland:
Barni hent
sipcup. kent Líki barns, sem fæðst
hafði fyrir tímann, var í misgán-
ingi fleygt í óhreinatauið á spítal-
anum og sett í suðuþvott, sam-
kvæmt fréttavef Sky. Barnið, sem
var drengur, fæddist sautján vik-
um fyrir tímann, á spítala í Kent,
Englandi. Hann lést stuttu eftir
fæðingu. Þegar útfaraþjónusta
hugðist sækja barnið, fannst það
hvergi og hófst þá umfangsmikil
leit. Drengurinn fannst morgun-
inn eftir á færibandi þvottahúss
spítalans. Virðist vera sem að lík
drengsins hafi týnst í haug af
óhreinum þvotti, eftir að farið
hafði verið með það í líkhúsið.
Spítalinn hefur beðið foreldrana
afsökunar á atburðinum. Þegar
hafi verið gerðar breytingar á
vinnubrögðum svo atburður sem
þessi hendi ekki aftur. ■
ÓLAFUR MAGNÚS BIRGISSON
Sveitarstjórinn á Tálknafirði.
Hreppsnefnd
Tálknaíjarðar:
Hefur
áhyggjur af
sölu Bjarma
tálknafjörður Hreppsnefnd
Tálknafjarðar lýsir yfir áhyggj-
um sínum vegna fyrirhugaðrar
sölu á dragnótarskipinu Bjarma
BA 325 sem hefur verið auglýst-
ur til sölu með öllum veiðiheim-
ildum. Hreppsnefndin átti fund
með Níels og Hlyni Ársælssonum
hjá útgerðarfélaginu Tálkna ehf.
sem gerir út Bjarma. Þar var far-
ið yfir stöðu mála og að viðræð-
um loknum samþykkti hrepps-
nefndin samhljóða ályktun þar
sem hún lýsir yfir áhyggjum yfir
því atvinnuástandi og byggðar-
röskun sem skapast gæti ef
Bjarmi verður seldur úr byggð-
arlaginu ásamt öllum veiðiheim-
ildum.
Að sögn Ólafs Magnúsar Birg-
issonar, sveitarstjóra á Tálkna-
firði, er verið að vinna í málinu
en þær Ársælsbræður gátu ekki
gefið neina skýra afstöðu. „Þeir
eru að reyna að selja skipið en
vilja leita allra leiða til að halda
því í byggðinni. Við bíðum bara í
von og ótta en þetta á víst að
skýrast nánar eftir helgi.“ ■
Áfram íslandt
Snorrabraut
sAMwám,
Með sisri í dae förum við alla leið!
Island - Þýskaland
Tímaritið Sportlíf
býður til handbolta-
veislu á risatjaldi
r A ■ ■ I r r •
i SAMbioinu
Snorrabraut
kl. 1900