Fréttablaðið - 31.01.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTABLAÐIÐ
FRÉTTABLAÐIÐ
Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf.
Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjórar: Cunnar Smári Egilsson
og Jónas Kristjánsson
Fréttastjórar: Pétur Cunnarsson
og Sigurjón M. Egilsson
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing:
Þverholti 9, 105 Reykjavík
Aðalsími: 515 75 00
Sfmbréf á fréttadeild: 515 75 06
Rafpóstur: ritstjom@frettabladid.is
Slmbréf á auglýsingadeild: 515 75 16
Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is
Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf.
Plötugerð: (P-prentþjónustan ehf.
Prentun: Isafoldarprentsmiðja hf.
Fréttaþjónusta á Netinu: Vísir.is
Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf-
uðborgaisvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn
greiðslu sendmgarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta alft efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds.
Mikið ósköp er gaman að fylgj-
ast með íslenska landsliðinu í
handknattleik. Ég hef yfirleitt
ekki gaman af því að fylgjast með
íþróttum. Þeir sem fara í fylking-
arbrjósti í þessari erfiðu keppni
hafa vakið aðdáun mína. Leikgleði
og hreysti skín af þeim öllum. Það
er von mín að þeim takist að vinna
marga aðra góða sigra.
Ég hef heyrt að handknatt-
leikshreyfingin standi illa hvað
fjárhag varðar. Með framgöngu
sinni nú þykir mér rétt að staldr-
að sé við og athugað hvort al-
menningur, fyrirtæki og hið opin-
bera eigi ekki að sýna velvilja
sinn í verki og styrkja handknatt-
leiksfólk til frekari dáða. ■
Afram Island
Geir skrifar.:
| BRÉF TIL BLAÐSINS
10
23. janúar 2002 MIÐVIKUDAGUR
Langt í land hjá Birni
að verður ekki létt verk fyrir
sjálfstæðismenn að fella
meirihluta R-listans í vor. Niður-
stöður skoðanakönnunar Frétta-
blaðsins, sem birtar voru á
þriðjudaginn, sýna að þótt sjálf-
stæðismenn hafi loks fundið sér
foringja, þá er þar vart hálfur
sigur unninn. Ef sjálfstæðismenn
eiga að ná meirihluta í borgar-
stjórn þurfa þeir að höfða langt
út fyrir sínar raðir. Til þess þarf
meira en sátt innan flokksins.
í síðustu alþingiskosningum
fékk Sjálfstæðisflokkurinn 45,7
prósent atkvæða í Reykjavík. Ef
flokkurinn vill ná meira en 50 pró-
sent fylgi í borgarstjórnarkosn-
ingum þarf hann því að stilla upp
foringjum, lista og málefnum sem
ná út fyrir náttúrulegt fylgi
flokksins. Þetta tókst flokknum
lengst af á 20. öld. Sjálfstæðis-
menn í Reykjavík stóðu heilir á
bak við borgarstjóraefni sín. Póli-
tík þeirra í borginni var nær miðj-
unni í stjórnmálum en sú pólitík
sem flokkurinn rak í landsmálum.
Andstæðingar flokksins voru
nokkrir smáir flokkar án sam-
stæðrar forystu.
í dag er staðan önnur. Þótt and-
stæðingar sjálfstæðismanna séu
ef til vill ekki frekar samstiga nú
en áður þá deila þeir ekki um for-
ingja sinn, Ingibjörgu Sólrúnu
Gísladóttur. Hún nýtur almennra
vinsælda borgarbúa og er líklega
næst vinsælasti stjórnmálamaður
landsins á eftir Davíð Oddssyni
forsætisráðherra. Sjálfstæðis-
menn hafa hins vegar átt í
^angaYdía
Gunnar Smári Egilsson
skrifar um borgarstjórnarkosning-
arnar og niðurstöður skoðana-
könnunar Fréttablaðsins.
langvarandi forystuvanda í borg-
inni. Stjórnarandstaða þeirra hef-
ur verið álíka veik og stjórnarand-
staða Samfylkingarinnar á þingi.
Þótt þeim hafi tekist að draga
fram veikleika R-listans þá hefur
þeim ekki tekist að sannfæra fólk
um að þeir myndu fara betur með
völdin. En það hlýtur að vera meg-
inmarkmið stjórnarandstöðu.
Ef sjálfstæðismenn vilja eygja
von um sigur í vor verða þeir því
að stilla upp fólki á lista sem höfð-
ar út fyrir raðir flokksins. Þeir
þurfa að vinna trúverðuga stefnu-
BJÖRN BJARNASON
Hann vantar menn og málefni sem höfða
út fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
skrá um verkefni borgarinnar
næstu árin. Og áhersluröð þeirra
verkefna verða að eiga sér góðan
hljómgrunn meðal borgarbúa. ■
KVIÐDÓMURINN
Hagfræðistofnun Háskóla fslands hefur, að beiðni Verslunarmannafélags Reykja-
víkur, samið skýrslu þar sem kynntar eru umfangsmiklar breytingar á skólakerf-
inu. Breytingarnar fela í sér þrjár leiðir: Að nám í grunnskóla hefjist ári fyrr og
Ijúki ári fyrr. Lengingu skólaársins og stytta námstíma í framhaldsskóla um eitt ár.
Samkvæmt skýrslunni yrði töluverður þjóðhagslegur ávinningur af breytingunum.
Auk þess sem ævitekjur og lifsgæði fólks ykjust.
SVERRIR HERMANNSSON
FORMAÐUR FRJÁLSLYNDA
FLOKKSINS
Var stefna
mín
auna sem hag-
fræðistofnun
beiðni VR. Ég
get þó sagt að þegar ég
var menntamálaráðherra,
hafði ég sem stefnu að
þetta ætti að taka upp.
Lengja ætti skólaárið og
stytta námstímann til
samræmis við það sem er
meðal annarra þjóða. Að
sjálfsögðu myndum við
beita okkur fyrir þessu
máli.“
ÓLAFUR ÖRN HARALDS-
SON
FORM. FJÁRLAGANEFNDAR
Otímabært
en má skoða
„Mér finnst að
það megi vel
skoða þessar
hugmyndir. ís-
lenskt samfé-
lag er að þró-
ast til svipaðr-
ar áttar og í nágrannalönd-
unum. Hins vegar held ég
að við eigum ekki að flýta
okkur við þetta. Mér sýnist
að þátttaka í atvinnulífinu
og gömul og góð gildi sem
við erum alin upp við séu
verðmæti sem við eigum
ekki að kasta frá okkur.
Við hljótum að skoða þess-
ar hugmyndir í ljósi þess
hvernig samfélagið þróast.
Það kæmi mér ekki á óvart
að þessu kæmi innan ekki
langs tíma. Eins og er tel
ég að þetta sé ekki tíma-
bært.“
ÞORGERÐUR KATRÍN
GUNNARSDÓTTIR
SJÁLFSTÆÐISFLOKKI
Spyrjum hvað
má betur gera
efíiahagslegu
staðreyndir. Breyting á
skólafyrirkomulagi verð-
ur samt ekki metin út frá
því einu saman. Ég tel að
við eigum að taka þær
skýrslur sem lagðar hafa
verið fram eins og Pisa-
skýrsluna og meta ís-
lenskt skólastarf. Spyrja
okkur hvað við séum að
gera vel og hvað mætti
gera betur. Það kæmi mér
ekki á óvart að við mynd-
um komast að þeirri nið-
urstöðu að við ættum að
stytta námið fram að
stúdentsprófi. “
KOLBRÚN HALLDÓRS-
DÓTTIR
VINSTRI-GRÆNUM
Efniviður í
umræður
„í skýrslunni
er efniviður í
gagnlegar
umræður. Mín
fyrstu við-
brögð eru því
afar jákvæð.
Það er löngu tímabært að
tekið sé almennilega, af
dýpt og visku, á þessu
máli. Eg tel, hinsvegar, að
í skýrslunni sé einblínt
full mikið á efnahagsleg-
an ábata. Skoða mætti
betur þætti á borð við
skólastarf og hugmynda-
fræði. VR hefur, með
skýrslunni, sýnt ákveðið
frumkvæði. Nú kemur að
stjórnmálamönnum. Okk-
ur ber að standa vörð um
menntastefnuna og einnig
að þróa hana áfram."
EINAR MÁR SIGURÐAR-
SON
SAMFYLKINGUNNI
Ekki næg
niðurstaða
„Ég tel þær
hugmyndir
sem fram
koma í skýrls-
unni, um að
stytta leiðina
að lokum
framhaldsskólanáms, og
nálgun þeirra áhugaverð-
ar. Um er að ræða einn
þátt málsins sem ekki er
næg niðurstaða ein og sér.
Hugmyndirnar þarf því
að skoða í víðtækara sam-
hengi í samráði við aðra
hópa og fagstéttir. Meðal
annars, hver þeirra leiða
sem kynnt var, sé vænleg-
ust. Mikilvægast er að
verið er að hreyfa við
þessu máli. Stytting
námstímans er ekki ein-
göngu mikilvæg vegna
þjóðhagslegs ábata.“
ISAL auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna á sviði umhverfismála
og rannsókna á náttúru íslands. Upphæð styrksins er 1.200.000 kr. og verður
hann veittur næsta vor í einu lagi eða honum skipt á milli fleiri verkefna.
Umsóknir ásamt greinargerð skal senda til ISAL, í pósthólf 244, 222 Hafnarfirði
fyrir 22. febrúar 2002.
ISAL
ISAL er hluti af ALCAN samsteypunni
ORÐRÉTTj
LÁTTU EKKI
SVONA, HALLDÓR
„Hæstvirtur forseti.
Nú held ég að sé rétt
að fara að horfa á
handbolta."
Guðní Ágústsson,
landbúnaðarráðherra, við lok utandag-
skrárumræðu um lóðasölu meðan útsend-
ing RÚV frá leik íslands og Frakklands í
EM stóð yfir.
VINSTRI GRÆN VIÐSKIPTA-
FRÆÐI
„Landssíminn á að
hætta að veðja á
ranga hesta.“
Jón Bjarnason, alþingis-
maður um tap Símans á
netfjarskiptafyrirtækinu
@IPbell. DV, 29. janúar.
SAIVIA HVAÐAN GOTT KEMUR
„Því er heldur
varla mikill grund-
völlur fyrir starfse-
mi félags, sem á
tilvist sína undir
því að félagsmenn
losni ekki við
félagsgjaldið með
því að segja sig úr félaginu."
Jón Steinar Gunnlaugsson lýsir stuðn-
ingi við frumvarp Samfylkingarþingmann-
anna Marðar Árnasonar og Ástu R.
Jóhannesdóttur um afnám gjalda til
trúfélaga á menn utan trúfélaga. Mbl, 30.
janúar.
ÞESS VEGNA VARÐ JAFNTEFLI
„Fyrir utan það var boltinn svo
■ aia .... o ^ mt
lélegur að nærri
því hefði eins mátt
reyna að spila með
sjnóbolta.“
Guðmundur Hrafn-
kelsson markvörður í
Morgunblaðinu eftir að
hafa gert jafntefli við
Ftakka.
ÓDÝRT EN GOTT RÁÐ
„Ég legg til að allir sem hyggja á
hjónaband leggist í langferð í
bíl.“
Jim Rogers, bandarískur auðkýfingur,
sem ók um heiminn I tvö ár ásamt konu
sinni.
MAÐUR í A/IANNS STAÐ?
„Klúður sjálfstæð-
ismanna styrkir
Reykjavíkurlist-
ann og Björn mun
hverfa úr embætti
menntamálaráð-
herra. Þar stendur
eftir óglæsileg staða.“
Ágúst Einarsson prófessor á agust.is.
NOKKUÐ HEILBRIGÐUR
„Ég reyki ekki og
kaupi fátt fyrir
sýningu þannig
að þetta slítur
bara í sundur þá
annars góðu
skemmtun að
fara í bíó.“
Björn Brynjólfur
Björnsson í DV að tala um hvort sleppi
megi að hafa hlé $ bíósýningum.
31 "aaLtí 'iií'io iBnðr' tcbi'Uis