Fréttablaðið - 05.02.2002, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 05.02.2002, Blaðsíða 10
FRETTABLAÐÍÐ 10 FRÉTTABLAÐIÐ Evrópsk blöð gagnrýna Bush ítMmút Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Jónas Kristjánsson Fréttastjórar: Pétur Gunnarsson og Sigurjón M Egilsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf. Plötugerð: iP-prentþjónustan ehf. Prentun: Isafoldarprentsmiðja hf. Fréttaþjónusta á Netinu: VÍsir.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf- uðborgarsvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu fomni og í gagnabönkum án endurgjalds. Leiðárahöfundar evrópskra blaða eru ekki hrifnir af stefnu- ræðu Georges Bush. Franska dag- blaðið Le Monde spurði hvort hættan væri virkilega jafn mikil og Bandaríkjamenn vilja vera láta. Blaðið segir ennfremur að Bush láti sér lynda að hafa bæði Rúss- land og Kína með sér í baráttu sinni gegn hryðjuverkum. „í Téténíu og Tíbet hafa þau sýnt að aðferðir óttans - sem kallast hryðjuverkastarfsemi - eru hluti af verkum þeirra.“ Auk þess hafi Rússland og Kína verið duglegri en önnur ríki að útvega írak, íran og Norður-Kóreu vopn. Þetta „dregur enn úr trúverðugleika ræðunnar sem Bush flutti." Independent Breska blaðið Independent telur Bush hafa ofmetnast af velgengni heima fyrir. Blaðið telur að jafnvel þótt ræða Bush mælist vel fyrir á heimavelli sé ekki sama að segja um umheiminn. Margt af því sem sagt var í ræðunni sé líklegt til að vekja reiði og efasemdir. Þá sé ekki síður athyglisvert að gefa því gaum sem ekki var sagt. „Ekki var minnst á ástandið í Mið-austurlönd- um og vaxandi mannfall, ekki svo mikið sem gefið í skyn að áhugi sé fyrir því að lægja ofbeldisölduna .Þráður....í.umræðunni Stefnuræðu Bush var ákaft fagnað heima fyrir. Hrifningin er ekki jafn mikil annars staðar í heiminum. Evrópskir leiðarahöf- undar eru ósáttir við hversu lítill skilning- ur á viðkvæmri stöðu alþjóðamála birtist i stefnuræðunni. né heldur að hefja á ný samninga- viðræður um frið.“ Blaðið telur að tilgangur ræðunnar hafi að hluta verið að endurspegla herstyrk Bandaríkjanna til að vekja ótta hjá ríkjum sem hneigðust til að veita hryðjuverkamönnum skjól. Blaðið óttast að ræðan sé ekki til þess fall- in að auka vinsældir Bandaríkj- anna á alþjóðavettvangi. Financial Times er líka gagnrýnið á ræðu Bush. Leiðarahöfundur | BRÉF TIL BLAÐSINS | Sidlaus skatta- mismunu] tungumála MONÖ' Jón skrifar 5. febrúar 2002 ÞRIÐJUDAGUR FINANCIAJL TCVIES segir á Bush ríði á öldu vinsælda heima fyrir í Ijósi baráttunnar gegn hryðjuverkum. Ræða hans hafi ýtt á takka þjóðerniskenndar, stolts og einbeitts vilja til að sigr- ast á hryðjuverkaöflum. Það eitt sé þó ekki nóg. „Samt er afar mik- ilvægt að forsetinn yfirgefi ekki hófstillta sýn og háttvísi í alþjóða- samskiptum sem gert hefur Bandaríkjunum fært að mynda breiðfylkingu um aðkallandi vandamál á alþjóðavettvangi." ■ Alþjódaviðskiptarádstefnan í New York, World Trade Forum, hefur borið merki atburða síðustu mánaða. Sjónir manna hafa beinst að vandamálum fátækari heimshluta. Fyrri ráðstefnur hafa einkum beinst að hagvexti í heiminum og viðskiptatækifærum. A ráðstefnunni um helgina voru rædd ýmis félagsleg vandamál heimsins, sprottin af ólíkri efnahagsstöðu jarðarbúa. Málefni sem fyrri ráðstefnur hafa verið gagnrýndar fyrir að taka ekki til umræðu. Alþjóðavœðing fyrir alla f alþjóðavæðing í viðskiptum er ekki í þágu allra, mun hún að lokum verða í einskis þágu,“ sagði Kofi Annan, aðalritari Sam- einuðu þjóðanna. Hann kallaði eftir stuðningi stórfyrirtækja við áætlun Sameinuðu þjóðanna um að byggja upp viðskipti um heim- inn á grundvelli virðingar fyrir mannréttindum, vinnuvernd og umhverfisvernd. Markmið verk- efnisins er að byggja upp innviði samfélaga þannig að þau verði fær um að taka þátt í heimsvið- skiptum. Annan sagði að við- brögð fyrirtækja væru góð. Markmiðið er að fá til þessa verkefnis þúsund stórfyrirtæki á þessu ári. „Þið sem hér sitjið eruð vafa- laust sannfærð um ágæti alþjóða- væðingar viðskipta. Ekki er hins vegar hlaupið að því að sannfæra fólk um ágæti þeirrar hugmyndar sem lifir á innan við tveimur doll- urum á dag. Ekki heldur meðan 10% fjármuna til heilbrigðismála er varið til heilsufarsvandamála sem þjaka 90% mannkyns." ■ Nýjar átakalínur Fulltrúar ríkja Evrópu og mar- gra annara létu í ljós ótta sinn við orðfæri Bush Bandaríkjafor- seta í stefnuræðu hans. Þar notaði hann skilgreininguna „öxulríki hins illa“ um írak, Iran og Norður- Kóreu. Menn gátu ekki varist til- finningunni um ofurríki í leit að vandræðum. Colin Powell, varn- armálaráðherra Bandaríkjanna, kom til skila þeim sjónarmiðum Bandaríkjanna að þeir myndu ef nauðsyn krefði heyja sitt stríð gegn hryðjuverkum án þátttöku annarra. Javier Solana, fram- kvæmdastjóri Evrópusambands- ins og fyrrverandi framkvæmda- stjóri Nato, benti á að bandalags- ríki Bandaríkjanna vildu vægi í þeim ákvörðunum sem væru teknar. „Fyrir mér snýst bandalag ríkja ekki einungis um að deila ábyrgð og markmiðum, heldur einnig að taka sameiginlegar ákvarðanir," sagði Solana. Joseph Nye, skólameistari Harvard’s Kennedy School of Goverment, dró saman átakalínur Bandaríkjanna við bandamenn sína. „Menn grunar að Bush sé á leið til einhliða ákvarðana. Að eft- ir Afganistan hafi Bandaríkin engan sérstakan áhuga á að hlusta á aðra.“ ■ ORDRÉTT Eg hef mikinn áhuga á sagn- fræði, sérstaklega sögu seinni heimsstyrjaldar. Af skiljanlegum ástæðum er afskaplega lítið skrifað um þetta á íslensku. Það sem verra er að það er ekki mikið meira flutt inn af bókum. Þess vegna hef ég brugðið á það ráð að kaupa mér bækur frá útlöndum. Ég lendi alltaf í því þegar bækurnar koma að ég þarf að borga virðisaukaskatt af þeim. Það get ég svo sem sætt mig við. Það sem mér finnst óásættan- legt er að ég skuli vera látinn borga 24,5% virðisaukaskatt af erlendum bókum meðan ég þarf ekki að borga nema 14% virðisaukaskatt af bók- um sem eru gefnar út hér á landi. Maður hefði haldið að með EES- samningnum væri þetta ólöglegt þar sem með þessu er verið að skattleggja erlendra framleiðslu umfram innlenda. Mér lögfróðari menn segja þó að þetta sé í lagi út af einhverjum undanþágum í samn- ingnum. Mér finnst samt siðlaust af stjórnvöldum að skattleggja þau okkar sérstaklega sem leggjum á okkur að sækja fróðleik í bóka- formi út fyrir landamærin. ■ --^--- Samið um starfslok Frá Pétri Péturssyni, upplýsingafulltrúa fslandssima. Vegna fréttar Fréttablaðsins í [gær] um uppsagnir hjá ís- landssíma vill félagið árétta að samkomulag var um starfslok í öllum þeim tilvikum sem um var fjallað.” ■ Gagnrýnin á Bandaríkin rátt fyrir að flestir þeir sem til máls tóku á ráðstefnunni hældu Bandaríkjamönnum fyrir viðbrögð þeirra eftir atburðina 11. september var Ijóst að undir lá mikil gagnrýni á Bandaríkin. Gagnrýnin kom ekki einungis frá fulltrúum annara þjóða, heldur frá málsmetandi Bandaríkja- mönnum. Hillary Clinton benti á að ímynd Bandaríkjanna væri slök og vísaði til alþjóðlegrar rannsóknar þar sem sýndi að í hugum heimsins væru Banda- ríkjamenn sjálfselskir og fyrst og fremst tilbúnir að skara eld að eigin köku. Gagnrýnt var hversu litlir þátttakendur Bandaríkjamenn væru í þróunaraðstoð. Þeir styd- du fyrst og fremst ríki sem þjón- uðu markmiðum þeirra sjálfra, en ekki þeirra sem væru í mestri þörf fyrir stuðning. Mótmæli almennings voru með minna móti og fóru friðsam- lega fram. Mikil mótmæli urðu á síðustu ráðstefnu í Seattle, en í þetta sinn fengu táragasbirgðir óeirðarlögreglunnar að liggja óhreyfðar. ■ Áskorun um dreifingu lífsgæða jöldi fátækra er ekki stærsta vandamálið, heldur skortur á úrræðum," sagði Mark Malloch Brown framkvæmdastjóri Þró- unarhjálpar Sameinuðu þjóð- anna. 1,2 milljarðar jarðarbúa hafa úr minna að spila en einum dollar á dag. Góðu fréttirnar eru að frá 1990 hefur hlutfall þeirra jarðarbúa sem lifa í algerri fá- tækt lækkað úr 28% í 15%. Slæmu fréttirnar eru þær að í Afríku hefur ástandið versnað og engin teikn á lofti um að sú þróun sé að breytast. Hagvöxtur er nauðsynlegt en ekki nægjanlegt skilyrði þess að fátækum fækki. Menntun, þjálf- un og skýrar leikreglur sem hin- dra spillingu voru að mati sér- fræðinga nauðsynlegir þættir til að koma þjóðum úr vítahring fá- tæktar. George Soros sem er goðsögn í heim verðbréfaviðskipta kallaði eftir jafnvægi milli verðmæta- sköpunar og dreifingar verð- mæta. Nauðsynlegt væri að end- urskoða viðskiptaumhverfi heimsins, því eins og staðan væri dag væru viðskipti milli fátækra ríkja og ríkra ójafn leikur. ■ INNANTÓMT KURTEISISSAMBAND „Á hverjum tíma þarf þjóðkirkjan aðhald og gagnrýni frá því samfé- lagi sem hún lifir í og samfélagið þarf sömuleiðis aðhald og gagnrýni kirkjunnar. í þeim samskiptum er þörf á meiru en almennri kurteisi og e.t.v. hafa samskiptin einmitt lii ast of lengi af innantómri kurteií milli þjóðar og kirkju. Annað ein getur jú gerst á eitt þúsund árum Þjóðin gaf þjóðkirkjunni skýi' skilaboð á þúsund ára afmælin: þegar hún hugðist halda hátíð meö þjóð sinni, en varð fyrir því áfalli að halda bara hátíð fyrir þjóðina." Sr. Bjarni Karlsson, Mbl. 1. febrúai FÍN, MENNTUÐ, GÓÐ OG MÁLLAUS „Hin vitiborna og frjálsa íslenska þjóð hefur ekki smekk fyrir þjóð- kirkju sem stendur örugg við hlið valdhafanna í samfélaginu, þegar almenningur lifir óvissutíma. Þjóðina vantar ekki örugga og sjálfumglaða kirkju, hún vill kirkju sem tekur áhættuna af því að standa við hlið hins almenna manns, kirkju sem tekur mannlíf- ið inn að hjarta sínu og þekkir til hlítar aðstæður þessarar þjóðar. Slík kirkja getur prédikað. En kirkja sem fyrst er fín, síðan menntuð og loksins svolítið góð, er mállaus.“ Sr. Bjarní Karisson. Mbl. 1. febrúar. HINIR LÍKÞRÁU „Læknavísindin hafa nefnilega komist að þeirri niðurstöðu að eng- inn sjúkdómur finnist með þjóð- um heims sem ekki er hægt að kenna reykingum um, og læknavís- indum ber að treysta. [...] For- dæming fremur en lækning virð- ist vera hlutskipti þeirra sem hafa ánetjast tóbaksnautninni. Þjóðfé- lagið hefur í þeim fundið „hina líkþráu” nútímans." Árni Björnsson, læknir. Mbl. 1. febrúar. Utsala Mikið úrval Efni frá kr ÍOO kr Z-brautir & gluggatjöld * Faxafen 14 i 108 Reykjavík j Sími 525 8200 j Fax 525 82011 Netfang www.zeta.is 1

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.