Fréttablaðið - 05.02.2002, Side 11

Fréttablaðið - 05.02.2002, Side 11
ÞRIÐJUDAGUR 5. febrúar 2002 FRÉTTABLAÐIÐ n Samgönguráðherra fundar með flugmálastjóra í dag: Synjun um heilbrigð- isvottorð rakalaus flug Flugmálastjórn var ekki heimilt samkvæmt stjórnsýslulög- um að synja flugstjóra um útgáfu heilbrigðisvottorðs. Þetta er niður- staða nefndar sem samgönguráð- herra skipaði að beiðni flugmála- stjóra til að gera úttekt á stjórn- sýslu Flugmálastjórnar vegna deil- na trúnaðarlæknis embættisins og flugmanns um flughæfi eftir vægt heilablóðfall. Nefnd samgönguráð- herra telur að synjunin sé ekki byggð á neinum rökum sem talin eru málefnaleg eða eðlileg. Stjórn- sýslulög voru því brotin. Sturla Böðvarsson, samgöngu- ráðherra, á fund með flugmála- stjóra í dag. Aðspurður hvort flug- málastjóri yrði áminntur vegna þessara brota sagði hann rétt að hann fengi tækifæri til að gera grein fyrir afstöðu embættisins og nýta þannig andmælarétt sinn. Sigurður Guðmundsson land- læknir, sem átti sæti í úttektar- nefndinni, segir í séráliti að sjúk- dómseinkenni flugmannsins hafi gengið fullkomlega til baka og sjúkdómsgreining áfrýjunar- nefndar óumdeilda. „Telja verður því flugmanninn heilbrigðan," seg- ir í áliti Sigurðar. ■ Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti: Valgerður vill frið- mælast við BHM hugverkaréttinpi Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og við- skiptaráðherra hefur óskað eftir að ræða við forustu Bandalags há- skólamanna vegna mótmæla bandalagsins við því að eiga ekki fulltrúa í nefnd sem ráðherra hef- ur skipað. Þessi nefnd á að vinna að mótun löggjafar um hugverka- réttindi. Björk Vilhelmsdóttir for- maður BHM segir að það muni væntanlega koma í ljós á þeim fundi hvort sjónarmið þeirra nái fram að ganga um að launafólk eigi fulltrúa í þessari nefnd. í nefndinni eiga sæti fulltrúar ráðuneytisins, menntamálaráðu- neytis, Samtaka iðnaðarins, Há- skóla íslands og samtaka um vernd hugverkaréttinda. BHM telur hins vegar óeðlilegt að í nefndinni sé enginn fulltrúi starfsmanna sem vinna við störf á sviði hugverka og uppfinninga. Björk bendir m.a. á að BHM hefur haft áhuga á þessu máli til margra ára, auk þess sem mörg mál þessu tengd hafa komið til umfjöllunar hjá Félagi háskólakennara og Fé- lagi íslenskra náttúrufræðinga. Meðal annars hafa einstaklingar leitað eftir aðstoð BHM við að semja um höfundarrétt á hug- verkum sínum. Þá sé starfandi VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR Stjórn BHM hefur gagnrýnt ráðherrann fyrir að skipa ekki fulltrúa launafólks í nefnd sem vinnur að mótun löggjafar um hug- verkaréttindi. sérfræðingahópur innan BHM um hugverkaréttindi. Björk minnir á að þegar hugmyndir hefðu komið fram í fyrra um þessa hugsanlega lagasetningu um hugverkarétt- indi hefði stjórn BHM lýst yfir áhuga á því að taka þátt í mótun löggjafarinnar. Af þeim sökum hefðu menn orðið fyrir vonbrigð- um með þessi vinnubrögð ráð- herrans. ■ OEGD skammar Dani: Stöðugar skattahækkanir panwiörk Efnahags- og framfara- stofnun Evrópu, OECD, sendir dönskum sveitarfélögum tóninn í nýrri greiningu á dönsku efna- hagslífi. Sett er út á aðferð sveit- arfélaga við að gerð fjárhagsá- ætlana, og ekki síður þá stað- reynd að alltaf sé farið fram úr þeim. Það hefur gerst afar oft síðari ár með þeim afleiðingum að álögur á einstaklinga hafa far- ið síhækkandi. OECD leggur til að sveitafélögin verði svipt valdi til að semja fjárhagsáætlanir. Þess í stað setji þingið þeim fjár- hagsramma. Stofnunin leggur einnig til að sett verði þak á skattahækkanir og bendir á að sl. átján ár hafi álögur verið hækk- aðar ellefu sinnum. OECD segir að lækka hefði átt skatta í Dan- mörku í ár. Það hefði ekki verið gert, því útgjöld til hins opinbera ' héldu áfram að aukast. ■ INNLENT Ranglega var farið með verð á mjólkurvörum í Fjarðarkaup- um í verðkönnun A.S.I. sem fjall- að var um í Fréttablaðinu fyrir helgi. Þegar A.S.Í. framkvæmdi könnun á mjólkurvörum var tek- ið verð á hillu en 3% verðlækkan- irnar Fjarðarkaupa koma ekki fram á hillu heldur við kassa. í tilkynningu A.S.Í. segir að þeim hafi ekki verið kunnugt um að Fjarðarkaup hefði aðeins breytt verðinu á kassa. Starfsmaður Fjarðarkaups gerði ekki athuga- semd við verðupptökuna að henni lokinni. —«— Stjórn Símans hefur gengið frá starfslokasamningi við Þórar- in V. Þórarinsson, fyrrum for- stjóra fyrirtækins. Þórarinn fær 37 milljónir króna á núvirði fyrir það sem eftir lifir fimm ára ráðn- ingarsamnings sem gerður var í júní árið 1999. Viðræður um starfslokasamninginn hafa staðið frá því í desember. STIFAR PREK- OG BRENNSLUÆFINGAR FY KONUR OG KARLMENN. 50 3 30 JT' T\ 3 í Fitnessboxi eru gerðar allar þrekæfingar sem boxarar gera; sippa, magaæfingar, armbeygjur, skuggabox, kýlt í boxpúða, og fleira. Útrás, brennsla og skemmtun sem slær öllu öðru við. o ieiðbeinamdi: Bergiinsl Oiaöniyndsciótltir Skráning í síma 551-2815 eða í afgreiðslu Ræktarinnar, Suðurströnd 4, jjí Seltjarnarnesi. IfÉA Boxútbúnaður i Ræktinni. í Ræktinni er nú hægt að kaupa allan útbúnað til boxþjálfunar eins og ‘ÍA vafninga, æfingahanska (sekkhanska), hringhanska (sparring hanska), er : ' góma (munnstykki), sippubönd o.fl. RÆKTIN Suðurströnd 4, Seltjarnarnes sa\etn\ ro/sctu fcí. 12.900 *. 990 m2 Síoíuteppi frá kr. 750 tpavket itá Kt. \>090 Opnum ný]a verslun aö Skútuvogí 6 f Dyrjun mars. Marparfcet 14 mmírákr. 2.990 m2 AiFABORG P iMiarrarvogi 4 * s: 568 6755 • www.alfaborg.is \ Y/

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.