Fréttablaðið - 05.02.2002, Side 18
FRETTABLAÐIÐ
5. febrúar 2002 ÞRIÐJUDACUR
HVER ER TILGANCUR
LÍFSINS?
18
Veit það í lokin
„Maður er alla ævi að leita að þessum
blessaða tilgangi. Maður gerir sér líklega
grein fyrir því í lokin þegar maður fer að
líta yfir farin veg."
Dóra Takefusa
dagskrárgerðarkona á Skjá 1
Tónleikar í Háteigskirkju:
Höfundar börmuðu
sér á ljúfsáran hátt
tónleikar Marta Guðrún Halldórs-
dóttir sópransöngkona og Snorri
Örn Snorrason, lútu og gítarleik-
ari, halda tónleika í kvöld í Há-
teigskirkju á vegum Norðurljósa,
Tónlistarhátíðar Musica Antiqua.
Á efnisskránni eru sönglög og ein-
leiksverk frá 17.18. og 19 öld m.a.
eftir Giulio Caccini, Nicholas
Lanier, S. Le Camus, Robert de Vi-
sée, Mauro Giuliani, Fernando Sor
og W.A. Mozart.
Meðal verka á efnisskránni
tónleikanna eru sönglög ( Ayres )
og Lamentos sem að mestu fjalla
um ástina og má þar nefna hið
fræga lag Amarilli mia bella eftir
Caccini. Marta Guðrún segir fyrri
hluta tónleikanna helgaðan ítölsk-
um aríum þar sem sungið verði
um ástina, skilnað og sorg. „Það er
með tregaljóðin frá þessum tíma
að verið er að koma orðum að svo
mörgu. Höfundarnir á þessum
tíma hafa fundið ákveðna fróun í
að barma sér á ljúfsáran hátt. Þér
líður illa en þú nýtur þess jafn
mikið og þegar þú ert glaður."
Á tónleikunum verða einnig
flutt verk frá klassíska tímanum.
Flutt verða fimm sönglög eftir
Mauro Giuliani við þýsk ljóð, m.a.
eftir Goethe og Schiller og. Segui-
dillas. Þetta eru stutt lög sem eiga
rætur að rekja til spænskrar þjóð-
lagahefðar 18. aldarinnar eftir
gítarleikarann og tónskáldið
Fernando Sor og tvær aríur úr óp-
erunni Don Giovanni eftir
W.A.Mozart, Vedrai carino og
Batti, batti Obell Masetto í útsetn-
ingu Fernando Sors.
Tónleikarnir hefjast kl. 20:00
og eru miðar seldir við inngang-
inn. ■
MARTA GUÐRÚN HALLDÓRSDÓTTIR
19. öldin er tími klassíska eða rómantíska
gítarsins og auk sólóverka var samið mjög
mikið af alls kyns kammertónlist og
sönglögum með gítarundirleik, verk sem
sjaldan eða aldrei heyrast á tónleikum.
| ERLENDAR BÆKUR
METSÖLULISTI PENNANS
EYMUNDSSONAR
O James Patterson
ÍSTTODIE
Richard North Patterson
PROTECT AND DEFEND
Cy Jack Higgins
THE KEYS OF HELL
Jefferey Deaver
THE BLUE NOWHERE
Robert B. Parker
PERISH TWICE
Robert Crais
HOSTACE
6% Michaél Connelly
A DARKNESS MORE THAN NIGHT
Amy Tan
THE BONESETTERS DAUGHTER
Q Penny Vincenzi
SOMETHINC DANCEROUS
JNora Roberts
W HEAVEN AND EARTH
Erlendar bækur:
Fjórar konur
og einn
raðmorðingi
bækur Ein ný bók kemur inn á list-
ann þessa vikuna en það er spennu:
sagan Hostage eftir Robert Crais. í
efsta sæti listans er bókin lst To
Die eftir James Pattersson. í um-
sögn um bókina segir: Morðingi
ímyndar sér það versta sem hægt
væri að gera annarri manneskju.
Þegar hann kemst að niðurstöður
Iætur hann til skara skríða og gott
betur. Raðmorðingi er kominn á
kreik. Fjórir kvenmenn, sem koma
úr ólíkum áttum, ákveða að sam-
eina krafta sína og komast að því
hv^r fremur þessi ófremdarverk.
Ein starfar sem lögreglumaður,
önnur er saksóknari, blaðamaður
og réttarlæknir. Komast þær á
snoðir raðmorðingjans og úr verð-
ur æsispennadi spennusaga. ■
ÞRIÐJUDAGURINN
5. FEBRUAR
FUNPUR____________________________
12.05 Óþjóð á enda heims. fsland
sem and-útópía á liðnum öld-
um. Sumarliði R. ísleifsson sagn-
fræðingur heldur fyrirléstur í há-
degisfundaröð Sagnfræðingafé-
lags íslands í fyrirlestrinum verður
fjallað um hvernig viðhorf til ís-
lands og íslendinga hafa þróast á
liðnum öldum og á hvern hátt út-
ópískar og dystópískar hugmyndir
hafa haft áhrif á lýsingar á landi
og þjóð. Fundurinn fer fram í
stóra sal Norræna hússins og
lýkur stundvíslega kl. 13:00.
TÓNLIST___________________________
20.00 Marta Guðrún Halldórsdóttir
sópransöngkona og Snorri Örn
Snorrason, lútu og gítarleikari,
halda tónleika í kvöld í Háteigs-
kirkju á vegum Norðurljósa, Tón-
listarhátíðar Musica Antiqua.
LEIKLIST__________________________
16.00 Stoppleikhópurinn frumsýnir í
dag í Breiðholtsskóla nýtt far-
andleikrit fyrir unglinga: „Það var
barn í dalnum...". Höfundur verks
er Þorvaldur Þorsteinsson.
SÝNINCAR__________________________
Handritasýning í Stofnun Árna Magn-
ússonar, Árnagarði við Suður-
götu. Handritasýning er opin kl.
14-16 þriðjudaga til föstudaga.
Sýningin Landafundir og ragnarök
stendur yfir í Þjóðmenningarhús-
inu. Sýningin er samstarfsverkefni
við Landafundanefnd og fjallar
um landafundi og siglingar Is-
lendinga á miðöldum með áher-
slu á fund Grænlands og Vín-
lands.
MYNDLIST__________________________
Sýning Ingu Þóreyjar Jóhannsdóttur,
Rögnu Sigurðardóttur og Sigríðar
Ólafsdóttur stendur í Listasafni ASf,
Ásmundarsal. Á sýningunni eru málverk
og þrívíð verk. Einnig er unnið með is-
lenska útsaumshefð. Listasafn ASÍ er
opið frá kl. 14 til 18 alla daga nema
mánudaga. Sýningin stendurtil 17. febr-
úar.
í Gerðubergi er sýning á þýskum tísku-
Ijósmyndum frá árunum 1945-1995
þar sem má sjá verk framsækinna Ijós-
myndara sem voru áhrifavaldar í stfl og
framsetningu tískuljósmyndarinnar. Sýn-
ingin er samvinnuverkefni Gerðubergs
og Goethe Zentrum og styrkt af IFA. Sýn-
ingin stendurtil 17. febrúar.
Naglaskóli íh
Professionals
• Útskrifar naglafræðinga meÓ %
alþjóðlegu Diploma sem gildir í
20 löndum. vA
• Nýir nemendur teknir inn allt A
árið. iJ
• Einstaklings kennsla u
• HandmálaSir naglatoppar undir
acryl eða gel í úrvali.
Upplýsingar í síma 588 8300 CL
Og þar fyrir neðan
ókindin sat
Stoppleikhópurinn frumsýnir í dag í Breiðholtsskóla nýtt farandleik-
rit fyrir unglinga: „Það var barn í dalnum...". Höfundur verks er
Þorvaldur Þorsteinsson.
STOPPLEIKHÚSIÐ
Stoppleikhúsið fagnar 5 ára afmæli á þessu ári. Hópurinn fékk Þorvald Þorsteinsson rit-
höfund til að skrifa leikritið, sem er sett upp í formi farandsýningar og ætlað þremur
efstu bekkjum grunnskóla. Þar takast á „tónskrattinn" og tveir unglingar.
Leikrit „Það var barn f dalnum..."
Höfundur: Þorvaldur Þorsteinsson
Leikarar: Eggert Kaaber, Katrín Þorkels-
dóttir og Pálmi Sigurhjartarson.
Leikstjóri: Jón Stefán Kristjánsson.
Tónlist og hljóðmynd: Pálmi Sigurhjart-
arson
Sýningartími: 40 mínútur
leikrit Leikritið gerist á sal í
ónefndum skóla og fjallar um tvo
unglinga í nútímanum, þau Barða
og Rúnu. Krakkarnir standa í
þeirri góðu trú að þau eigi að
mæta tónlistartíma. Bakgrunnur
þeirra er ólíkur en þau eiga sam-
merkt að hafa reynt ýmislegt í
lífinu.
„Fyrir tilvist einhverja galdra
er þeim kippt inn í fortíð sem
gæti verið fortíð á íslandi fyrir
tveimur öldum eða svo. Þar lenda
þau í héimi sem þau vita ekkert
um en þurfa að spjara sig í,“ seg-
ir Eggert Kaaber sem fer með
hlutverk Barða. Inn í leikritið
fléttast þjóðsagnaleg minni og
draugagangur ýmiss konar í „eig-
inlegri og óeiginlegri merkingu'*.
í þessum heimi verða þau að
spjara sig og reyna að komast til
baka.
„En til þess að komast til baka
verða þau að breyta ýmsu sem
þau voru búin að leggja fyrir sig
og reyna að kljást við eigin til-
finningar."
Og leikritið er líka allt í senn
ástarsaga.
„Þau ganga í gegnum ýmislegt
áður en þau átta sig á að þau geta
leyft sér að vera hrifin hvort af
öðru. Þó það sé ekki beint stétta-
skipting á íslandi er oft stutt í
einhvers konar fordóma og menn
vilja setja hina og þessa niður í
einhver hólf og bása,“ segir Egg-
ert og talið berst að „tónskrattan-
um“ sem leikinn er af Pálma Sig-
urhjartarsyni.
„Það er þessi tónlistarkennari
sem þau telja sig vera að fara í
tíma til. En hann er ekki allur þar
sem hann er séður og hefur alla
þræði gagnvart þeim í höndum
sér. Hann er dularfullur náungi
sem hefur ýmis öfl á sínum snær-
um og gæti þess vegna verið af
öðrum heimi. Við leyfum krökk-
unum að geta í eyðurnar hvað það
varðar.“
Tónlistin í verkinu skiptir
miklu máli, að sögn Eggerts, og
umgjörðin um leikritið er gömul
íslensk þula sem kallast: Ókindai’-
kvæði - „Það var barn sem datt
ofan í gat / og þar fyrir neðan
ókindin sat.“
„Þessi þula er á ferðinni í leik-
ritinu allan tímann og sem dæmi
rappa krakkarnir þuluna til að
átta sig á henni. Og þulan hefur
ýmsa töfraeiginleika sem er
kannski lykillinn að því hvort þau
komast til baka.“
kristjangeir@freHabladid.is
( Listasafni íslands standa fjórar sýn-
ingar á verkum í eigu safnsins. Sýning-
arnar nefnast einu nafni Huglæg tján-
ing - máttur litarins. Dæmi af ís-
lenskum expressjónisma. Sýnd eru
verk Jóhannesar S. Kjarval, Finns
Jónssonar, Jóhanns Briem og Jóns
Engileberts. Listasafn íslands er opið
alla daga nema mánudaga kl. 11 til 17.
Ókeypis er í safnið á miðvikudögum.
Sýningin stendur til 14. apríl.
Listakonan Eygló Harðardóttir sýnir
verk sín í Þjóðarbókhlöðu.Ý Þetta er
sjöunda sýningin í sýningaröðinni Fell-
ingar sem er samstarfsverkefni
Kvennasögusafns, Landsbókasafns og
13 starfandi myndlístarkvenna.Ý Verkin
sem Eygló sýnir eru unnin með bækur
og tímarit bókasafnanna ( huga. Sýn-
ingunni lýkur á miðvikudag.
Á laugardag opnaði nýr sýningarsalur,
Hús málaranna, á Eiðistorgi, Seltjarn-
arnesi. Þar sýna nú Haukur Dór og
Einar Hákonarson, en þeir eru jafn-
framt forstöðumenn hins nýja sýningar-
salar.
Hannes Lárussonsýnir í Vestursal
Listasafns Reykjavikur - Kjarvalsstöð-
um. Ellefu hús hafa verið reist og nefn-
ist sýningin Hús i hús. Hún stendur til
1. apríl.
Afmælissýning Myndhöggvarafélags
Reykjavíkur er haldin í miðrými Lista-
safns Reykjavíkur - Kjarvalsstöðum í
tilefni af 30 ára afmæli félagsins. Sex
listamenn hafa verið valdir úr röðum
félagsins til að sýna á þremur aðskild-
um sýningum, tveir og tveir i senn. Þeir
sem sýna núna eru Níels Hafstein og
Sólveig Aðalsteinsdóttir. Sýningin
stendur til 24. febrúar.
Kristinn Pálmason heldur málverka-
sýningu í Gaileríi Sævars Karls. Á sýn-
ingunni verða óhlutbundin málverk og
tölvuunnar sviðsettar Ijósmyndir. Mál-
verkin eru bæði unnin í ollu og akríl
með mismunandi aðferðum.
I Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi
sýnir þýski listamaðurinn Bernd Ko-
berling olíu- og vatnslitamyndir sem
hann hefur unnið fráárinu 1988, m.a.
hér á landi. Kjarvalsstaðir eru opnir
alla daga 10-17 og miðvikudaga 10-19.
Sýningin stendur 3. mars.
Þrjár sýningar eru nú I tengslum við
Gallerí Fold. i Rauðu stofunni er sölu-
sýning á 18 pastelverkum eftir Hring
Jóhannesson. Verkin eru myndaröð
sem hann vann árið 1990 á sólar-
strönd. ( Ljósafold stendur yfir kynning
á IjósmyndumMagnúsar Óskars
Magnússonar en á síðasta ári kom út
bókin Face to Face eftir Magnús. (
Baksalnum sýnir Inger Helene Bóas-
son Ijósmyndir en sýninguna nefnir
listakonan Litið um öxl. Safnið er opið
daglega frá kl. 10-18, laugardaga kl. 10-
17 og sunnudaga kl. 14-17.
Hjá Ófeigi, Skólavörðustig 5, sýna lista-
menn sem reka gallerí Meistara Jakob í
sama húsi, til janúarloka. Listamennirn-
ir eru Aðalheiður Ólöf Skarphéðins-
dóttir, grafík, Auður Vésteinsdóttir,
listvefnaður, Elísabet Haraldsdóttir,
leirlist Guðný Hafsteinsdóttir, leirlist
Kristín Sigfríður Garðarsdóttir, leirlist
Kristín Geirsdóttir, málverk, Margrét
Guðmundsdóttir, graffk Sigríður
Ágústsdóttir, leirlist Þorbjörg Þórðar-
dóttir, listvefnaður Þórður Hall, mál-
verk.
Svipir lands og sagna er yfirskrift sýn-
ingar á verkum Ásmundar Sveinsson-
ar i Listasafni Reykjavíkur, Ásmund-
arsafni. Á sýningunni eru verk sem
spanna allan feril listamannsins. Safnið
er opið daglega kl. 10 til 16 og stendur
til 10. febrúar.
Tilkynningar sendíst á netfangið
ritstjorn@frettabladid.is
f
■~V~